Morgunblaðið - 06.01.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.01.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1980 15 þrjózkunni, þannig að hún gat látið undan. Geðsmunir hennar voru enn sveiflum háðir, — hún gat verið mjög dauf í dálkinn, ofsakát og allt þar á milli. Breuer hélt meðferðinni áfram með þeim áragnri að tímabil þegar hún var með fullu viti lengdust stöðugt. Hin líkamlegu sjúkdómseinkenni fóru að rjátlast af henni. Hún fór að geta hreyft höfuðið áreynslu- laust og fékk mátt í fæturna. Breuer áleit, að þegar henni tæk- ist að ræða það í dáleiðslu, sem olli henni hugarangri, væri það af því að henni tækist að hugsa skýrt um það tiltekna vandamál. „Ge- haglich" kallaði hún það ástand, en það var orð, sem hún hafði sjálf búið sér til. Breuer tengdi það orðinu „behaglich", sem þýðir þægilegt. Um vorið, þegar um það bil fjórir mánuðir voru liðnir frá því að Breuer vitjaði Berthu Pappen- heim fyrst, var heilsa hennar orðin svo góð, að hún var fær um að ganga hjálparlaust yfir gólfið í herberginu. Nokkrum dögum eftir það lézt faðir hennar. Eftir að hún veiktist sjálf hafði hún aðeins í örfá skipti séð hann, skamma stund í senn. Það var ekki aðeins andlát hans sem varð henni reið- arslag, heldur kom það róti á tilfinningar hennar í sambandi við fyrri dauðsföll í fjölskyldunni. Af fjórum börnum Pappenheim- hjónanna voru það aðeins Bertha og yngri bróðir hennar, sem náðu fullorðinsaldri. Dagana eftir að faðir hennar dó var Bertha mjög illa á sig komin og algjörlega hamslaus á stundum. Þá tóku við tveir dagar er hún var algjörlega út tengslum við umhverfi sitt. Hún hreyfði hvorki legg né lið og og útilokað var að ná sambandi við hana. Þegar hún reis upp úr þessu ástandi var hún sljó, talaði lítið sem ekki, og eina manneskjan sem hún þekkti var læknirinn. Hann þekkti hún reyndar ekki nema af höndunum, en hann var vanur að leggja höndina á enni hennar er hann dáleiddi hana, auk þess sem hann mataði hana jafn- an. Smám saman fór hún að jafna sig, en geðheilsa hennar tengdist mjög nærveru Breuers. I júní- mánuði var hún farin að ganga um áreynslulaust og var fær um að halda uppi samræðum. Nú ákvað móðir hénnar að þær skyldu dveljast í sumarbústað fjölskyld- unnar rétt utan við borgina, eins og venja var á sumrum. Bertha trylltist. Ástæðan var óhjákvæmi- legur aðskilnaður frá Breuer. Allt að einu fór fjölskyldan í bústaðinn, en er þangað kom barði hún rúðurnar úr glugga herbergis síns, gargaði stöðugt að hjúkrun- arkonunni og hótaði að drepa sig. Breuer sá að við svo búið mátti ekki standa, ef sjúklingurinn átti ekki að bíða af varanlegt tjón, svo hann tók sér tíma til að heim- sækja hana í bústaðinn nokkrum sinnum í viku, þrátt fyrir miklar annir í Vín. Og það var eins og við manninn mælt, Bertha Pappenheim fór að taka gleði síná á ný. Breuer var hættur að dáleiða hana. Þegar hann kom átti hún það til að falla af sjálfsdáðum í leiðslu og byrja að tala viðstöðulaust án hvatn- ingar. Hann gætti þess að truflá hana ekki, svo hinn veiki þráður, sem tengdi minningarnar saman, slitnaði ekki. Bein tengsl líkama og sálar Hitabylgja gekk yfir Austurríki þetta sumar. Einn daginn gerðist það að Berthu var gjörsamlega fyrirmunað að slökkva þorsta sinn. Hún bar vatnsglasið hvað eftir annað að vörunum en í hvert skipti hryllti hana við. Einn dag- inn skýrði hún Breuer frá því í dáleiðslu, að hún væri búin að fá nýja brezka selskapsdömu. Hún sagðist hafa komið inn í herbergi konunnar og séð „þetta litla við- bjóðslega hundkvikindi hennar“ vera að lepja vatn úr glasi. Um leið og hún lýsti þessu afmyndað- ist andlit hennar af hryllingi. Brautryðjandinn Sigmund Freud Skyndilega leit hún á Breuer og sagði: „Viltu gjöra svo vel að gefa mér vatn.“ Hún vaknaði með vatnsglasið við varirnar og byrj- aði hin rólegasta að drekka úr því, og átti upp frá því í engum vandræðum með að drekka vatn. Breuer styrktist við þetta mjög í þeirri trú, að milli hinna líkam- legu sjúkdómseinkenna annars vegar og hins vegar getunnar til að tala um fælni og ótta og ástæðurnar, sem legið gætu að baki, væru bein tengsl. Öðru sinni sagði hún frá atviki, sem átti sér stað er hún sat við sjúkrabeð föður síns. Honum leið mjög illa og er hún reyndi að gera sér í hugarlund þjáningarnar, fylltust augu hennar tárum. Hann bað hana að segja sér hvað tímanum liði. Hún sá allt í móðu. Hún bar úrið upp að andlitinu, en samt sá hún ekki á það fyrir Læknirinn Josef Breuer tárunum. Þegar hún var að ljúka frásögninni var hún orðin rang- eygð og loks kipraði hún saman augun. Næst þegar Brauer sá hana voru einkennin horfin og hún sá fullkomlega skýrt upp frá því. Þegar Pappenheim-fjölskyldan sneri afutr til Vínar um haustið ákvað Brauer að vitja Berthu kvölds og morgna, fyrst og fremst af því að honum fannst þetta sjúkdómstilfelli svo merkilegt og fróðlegt fyrir hann sjálfan. Hinn þráláta hósta tókst að uppræta. í ljós kom að Bertha hafði setið hjá föður sínum sem oftar. Þá barst inn um gluggann danshljómlist úr fjarlægð. Skyndileg löngun til að vera í hópi þeirra, sem voru að skemmta sér, kom yfir stúlkuna. Jafnskjótt fékk hún samvizkubit, henni fannst hún óþolandi eigin- gjörn. Hún fór að hósta, og gerði þannig ómeðvitaða tilraun til að Bertha Pappenheim á fullorðins- aldri. taka á sig hluta þjáninga sjúkl- ingsins. Allt fór á sömu lund og áður. Bertha rifjaði upp atburðinn og næst þegar læknirinn kom til hennar var sjúkdómseinkennið horfið. Hann sneri sér að ofsjón- um hennar. „Höfuð dauðans" eltu hana á röndum. Það rifjaðist upp fyrir henni að stundum hafði hún ímyndað sér andlit föðurins á koddanum sem aldlit látins manns. Hún minntist þess líka að hafa dag nokkurn heimsótt frænku sína. Þegar hún gett um dyr einar í íbúðinni leit hún af gömlum vana í spegil, sem hékk á veggnum. Henni brá í brún þegar hún sá ekki sitt eigið andlit í speglinum heldur andlit föður síns, afmyndað af kvölum. Andlit- ið í skuggsjánni tók síðan á sig mynd gljáandi hauskúpu. „Höfuð dauðans", eins og hún kallaði hauskúpuna, varð í huga hennar ímynd þess elskaða föður, sem hún vissi að senn yrði liðið lík. Síðan yrði faðir hennar grafinn og loks yrði hann holdlaus. Smátt og smátt voru öll sjúk- dómseinkennin horfin, — öll nema lömunin í hægri handlegg. Hvern- ig sem stúlkan reyndi að rifja upp hvenær lömunin byrjaði tókst henni ekki að grafa það upp úr hugskoti sínu. Ymislegt var reynt til að koma hreyfingu á þessar hugsanir og loks ákvað hún að færa til húsgögnin í herbergi sínu og raða þeim upp á sama hátt og verið hafði í sjúkrastofu föður hennar, ef það mætti koma að gagni. Nokkrum dögum síðar rifj- aðist upp fyrir henni atburður, sem átti sér stað í sumarbú- staðnum. Móðir hennar hafði falið henni að sjá um föðurinn á meðan hun yrði í burtu. Þegar rökkva tók sat hún við rúmið og hvíldi hægri arminn á stólbakinu. Hún vár örþreytt. Svefn sótti á hana og í „vökudraumi" eins og hún orðaði það, sá hún stóran svartan snák skríða eftir veggnum í átt að rúmi föðurins. Hún gerði tilraun til að lyfta hægri hendi til að stugga við snáknum, en gat ekki hreyft handlegginn. Hún leit á hönd sína, starði á fingurna, sem smám saman tóku á sig mynd lítilla snáka. Hún losnaði ekki úr þessari martröð fyrr en hún heyrði í lestarflautu í fjarska. Með lestinni var von á sérfræðingi, sem átti að gera aðgerð til að lina þjáningar sjúklingsins. Eftir þessa upprifjun fékk hún mátt í handlegginn á ný. Breuer var sannfærður um að þessi reynsla hefði orðið undirrót sjúk- leika hennar. Honum þótti líklegt að hún hefði séð fleiri snáka en þennan og að lömunin, bæði í handlegg og fótum, stæði í sam- bandi við slíkar sýnir. Kynórar Hún gerði ráð fyrir að fara í sumarbústaðinn á vori komandi og ræddi þau áform við lækninn, sem hún gérði ráð fyrir að mundi vitja hennar þar eins og sumarið áður. En nú sagði Breuer að hann ætlaði ekki að koma til hennar þetta sumar, — hún væri orðin heilbrigð og þyrfti ekki á heim- sóknum hans að halda. Þau kvödd- ust og hún virtist fullkomlega róleg. Sama kvöld fékk Breuer árið- andi skilaboð frá frú Pappenheim um að koma þegar í stað. Hann stóð upp frá kvöldmatnum og þegar hann kom á vettvang var Bertha í æðiskasti. Hún engdist sundur og saman, eins og hún væri aðframkomin af kvölum. Þegar Hér er Bertha Pappen- heim komin að fótum fram af elli og krabba- meini. Myndin er tekin í stofnun hennar í Isen- burg, „Heimili fyrir af- vegaleiddar stúlkur og óskilgetin börn.“ hann hafði fylgzt með háttarlagi hennar um stund skildi hann hvað gekk á. ímynduð barnsfæðing. Honum til hinnar mestu skelf- ingar hélt hún því fram að hann væri faðirinn. Þetta sló Breuer gjörsamlega út af laginu. Hann skildi þetta ekki. Hann hafði aldrei orðið var við neitt sem líktist þessu hjá sjúkl- ingnum. Aldrei, á því eina og hálfa ári, sem stúlkan hafði verið í umsjá hans, hafði hún svo mikið sem ýjað að kynferðismálum, eða því að hún hefði nokkru sinni rennt hýru auga til nokkurs manns, sízt af öllu hans. Honum hafði virzt hún furðu lítt þroskuð líkamlega, enda þótt hún væri óneitanlega mjög falleg, aðlaðandi í framkomu og ástríðufull í skapi. Hvernig gat henni dottið í hug að hann hefði gert hana barnshaf- andi og hvernig gat þessi ofskynj- un komið yfir hana, barnsfæðing- in? Tilhugsunin kom honum úr jafnvægi og hann varð skelfingu lostinn. Hann tók á sig rögg og greip til þess sem nærtækast var — að dáleiða sjúklinginn. Hann var í svitabaði þegar honum hafði tekizt að róa Berthu og fór heim til sín. Hann yrði að fela hana öðrum í hendur. Lengra gat hann ekki hætt sér. Daginn eftir fór hann í ferðalag með konu sinni. Berthu Pappenheim sá hann ekki framar. Freud Að standa andspænis ofurefli og renna af hólmi eru mannleg við- brögð. En Breuer átti vin, ungan mann, sem um þessar mundir var við nám í lyfjarannsóknum. Hann sagði honum frá Berthu Pappen- heim og lýsti samskiptum þeirra í smáatriðum. Samtalið átti sér stað 18. nóvember 1882. Mörgum árum síðar skýrði Sigmund Freud frá því að þann dag hefði hann fyrst orðið þess áskynja að til væri afl, sem hann síðar nefndi sálræn- an raunveruleika, s.s. undirvit- undin. Freud sá í hendi sér að Breuer hefði gert merka uppgötv- un. Hann hvatti Breuer til að skrifa grein um sjúklinginn, svo aðrir læknar gætu dregið lærdóma af. Breuer hélt nú ekki. Hann væri búinn að fá nóg af móðursjúku kvenfólki. Því óþolandi fyrirbæri hefði hann ekki hugsað sér að hafa frekari afskipti af. Hafi Freud nokkru sinni hitt Berthu Pappenheim þá gat hann þess aldrei. Hins vegar minnist kona hans á það í bréfi til móður sinnar, að Bertha Pappenheim komi stundum í heimsókn til hennar í Maríu Teresíustræti 5, sem var heimili Freud-hjónanna. I bréfi til konu sinnar nefnir Freud „vinkonu þína, Berthu Pappen- heim“. Þessar ungu konur voru báðar félagar í samtökum Gyð- inga í borginni. Þær voru raunar fjarskyldar, báðar komnar af skáldinu Heinrich Heine. „Tal-lækning“ var orð Berthu Pappenheim yfir það sem þeim Breuer hafði farið á milli. Þetta orð festist í minni Freuds. Skömmu eftir að Breuer sagði honum sögu sína ákvað hann að gefa rannsóknarnámið upp á bát- inn. Hann hafði nú fyrir fjöl- skyldu að sjá og leizt ekki vel á afkomumöguleika í vísindarann- sóknum. Hann ákvað því að snúa sér að almennum lækningum. Taugasjúkdómar vöktu sérstakan áhuga og til að afla sér menntunar á því sviði hélt hann til Parísar og nam þar undir handarjaðri vís- indamannsins kunna Charcot. Hann sagði Charcot frá „tal- lækningunni", en vísindamannin- um þótti sagan ekki ýkja merki- leg. Þegar Freud kom aftur til Vínar 1886, sex árum eftir að Breuer hóf afskipti af Berthu Pappenheim, var áhugi hans á málinu enn vakandi, og innti hann Breuer frekar eftir því. Breuer var ófús að ræða þetta nánar. Hann hafði á sinum tíma látið ósagt hvers vegna hann hafði hætt að sinna sjúkiingnum. Nú fékk Freud að heyra söguna um hinn ímynd- aða barnsburð. Freud skildi að Breuer hafði staðið stuggur af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.