Morgunblaðið - 06.01.1980, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 06.01.1980, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1980 FLUGIÐ Allt í lagi hjá Laker í augum sir Freddie Laker eru upphefð og venjur ekki skóbót- arvirði, og það er einkum sú lífsafstaða, sem hefur gert hann að margföldum milijónamæringi. Hann hefur sýnt ótvíræðan hetjuskap, því að hann byrjaði með tvær hendur tómar og brauzt áfram af eigin rammleik. Hann lofaði almenningi ódýrum flug- ferðum á leiðinni yfir Norður- Atlantshaf og til þess að standa við það Ioforð gekk hann í skrokk á ríkisstjórnum Bandaríkjanna og Bretlands. Fyrir tveimur árum fékk hann uppskeru 6 ára erfiðis og flugmálin eru eiginlega enn í hálfgerðum keng eftir þann usla sem hann hefur gert. Stóru flugfélögin hafa árang- urslaust reynt að ýta Laker til hliðar, en hafa nú þurft að lækka fargjöld á Norður-Atlantshafs- leiðum til þess að verða ekki undir í samkeppni við hann. Sir Freddie er ekki einungis happsæll í viðskiptum. Hann hef- ur mjög ákveðnar lífsreglur, sem hann vill vinna brautargengi, t.d. er hann ákafur einstaklings- hyggjumaður og föðurlandsvinur og trúir á frelsi og framtak. Hann er hreykinn af því, hversu vel honum hefur gengið. „Við höfum slegið í gegn án þess að Laker: happsæll braytryðjandi. þurfa að rýja skattgreiðendur inn að skyrtunni," segir hann. Freddie Laker fæddist í Kant- araborg árið 1922. Hann hætti skólanámi 16 ára að aldri án þess að hafa lokið nokkrum prófum. Hann segist 'hafa ákveðið það fjögurra ára að aldri, hvað hann ætlaði að leggja fyrir sig í lífinu. — „Það-var þegar ég sá loftbelg Hindenburg og gamla tvíþekju frá Imperial Airways fljúga yfir Kantaraborg. Það var svo mikil kyrrð yfir þessum farartækjum að ég sagði félögum mínum, að þetta væri einmitt við mitt hæfi. Þegar síðari heimsstyrjöldin brauzt úr flaug Laker með Air Transport Auxilary. Hann hefur enn í fullu gildi skírteini sín sem flugstjóri og flugvélstjóri. Að stríðinu loknu hóf hann störf hjá Brithish European Airways, en þremur mánuðum síðar gerðist hann eigin herra og húsbóndi og hóf verzlun með flugvélahluti, sem orðið höfðu umfram í stríðinu. Hann komst á græna grein, er hann bjargaði vini sínum úr vand- ræðum, því að í þakklætisskyni bauð vinurinn honum 30.000 sterl- ingspunda lán vaxtalaust. Um leið og Laker komst niður á jörðina aftur eftir þessi óvæntu gleðitíð- indi festi hann kaup á 12 uppgerð- um Halifax-sprengiflugvélum og miklu magni af varahlutum. Ári síðar eða 1948 var komið á loftbrú til Berlínar, og skapaðist þá þörf fyrir fleyg farartæki af öllum gerðum. Þá seldi Laker helming- inn af flugvélunum sínum fyrir rúmlega það verð, sem hann hafði greitt fyrir þær allar, en hinar sex átti hann áfram og notaði til Berlínarflugsins. Voru þær á stöð- ugum þönum til og frá Berlín, meðan á loftbrúnni stóð en það var hálfur mánuður. Áður en árið var liðið átti hann rúmlega 100 flugvélar og hafði reist hornstein að áframhaldandi velgengni. Framhaldið heyrir nú til sögu flugsins, en 1. apríl 1966 var stofnað flugfélagið Laker Air- ways. Hann líkir flugmálaviðskiptum við skáklist, og segir, að maður verði að hugsa sér leikina fyrir- fram. Sem stendur baðar hann sig í velgengni og nýtur þess að hafa í hendi sér eitt stærsta flugfélag heims, sem starfar frjálst og óháð. - KARL WILSON HAFIÐ Rán & rupl á Ránarslóoum Um nokkurt skeið heíur ver- ið að koma fram í dagsljósið ný tegund glæpamanna, manna sem hafa valdið alþjóðlegri verslun miklum skaða og for- ráðamönnum Lloyds í London og annarra skipatryggingafé- laga mörgum andvökunóttum. Glæpamennirnir sem hér um ræðir hafa rakað saman hundr- uðum milljóna dollara sem þeir hafa haft út úr trygginga- félögunum með sviksamiegum hætti. Það er einkum á tvennan hátt sem þessir menn starfa: 1. Með því að sökkva skipi úti á regin- hafi, halda því fram að það hafi farist og bíða síðan í mestu makindum eftir tryggingafénu, og 2. Með því að flytja lögmætan farm til hafnar „Á“, umskipa honum síðan ólöglega til hafnar „B“, selja hann hæstbjóðanda, endurskíra skipið sem farminn flytur og láta það síðan „gufa upp“. I London var nýlega upplýst, að 16 skip, mörg frá Austurlönd- Farmurinn er seldur hæstbjóð- anda og fleyin sjást ekki framar. um fjær, hefðu komið við sögu þar sem sviknar voru út 45 milljónir punda um tveggja ára skeið. Það þurfti hóp leynilög- reglumanna á vegum helstu tryggingafélaga í Englandi og Asíu til að fletta ofan af þessum stórkostlegu svikum. Hér áður fyrr var það hægur vandi fyrir eiganda t.d. SS Fu Manchu, sem skráð var í Manila, að oftryggja þennan gamla ryðkláf frá því fyrir stríð, sigla honum út á opið haf og senda hann síðan niður á hafsbotn. hlægilega auðvelt, þar til nú, og afar erfitt að sanna eitt eða annað. Að sökkva skipi er þó hvergi eins ábatasamt og farmsvik hvers konar. Á síðasta ári voru ólöglegir farmar seldir í Líban- on aðeins fyrir rúmlega 200 milljónir dollara, sem bendir til að hér er um milljarða dollara viðskipti að ræða ef allt væri til tekið. Áætlað hefur verið, að 14 skip hafi siglt á líbanskar hafnir í stað rétts áfangastaðar og selt þar farminn. Síðan var skipt um nafn á þeim svo að hvorki farm né skip var lengur að finna. Svona aðferðir geta gengið í Líbanon, þar sem upplausn ríkir, eða þar sem hafnaryfir- völd eru spillt eða ekki starfi sínu vaxin. Önnur aðferð þessari skyld er jafnvel enn arðvæn- legri. Skip hlaðið vörum mælir sér mót við annað á hafi úti. Fyrra skipinu er sökkt en það síðara heldur t.d. til Beirut þar sem það selur farm fyrra skips- ins. Nú eru búnar til tvær kröfur á hendur tryggingafélag- inu, önnur fyrir skipið sem „fórst" og hin fyrir „glataðan" farm. - JOHN PHILLIPS. „Góðar konur eru hlýðnar", segir kóraninn IRANl Svarti kuflinn veit ekki á gott fyrir kvenfolkið „KONURNAR börðust ekki síður gegn keisarastjórninni en karl- mennirnir“, sagði Shahin Navai, félagi í írönsku kvennahreyfingunni, „það var enginn munur á framlagi kynjanna í þeirri baráttu. En sjáðu hvað hefur gerst síðan. Það var ekki fyrir þessu sem við vorum að berjast". Tæpu ári eftir að framfarasinn- aðar konur gengu stundum fram fyrir skjöldu í baráttunni gegn keisaranum hugsa þær margar hverjar til hinnar íslömsku bylt- ingar Khomeinis með hryllingi og biturleika. Þeim hefur nefnilega verið að verða það æ ljósara, að ríki, sem er grundvallað á kenn- ingum kóransins, hefur allt annað en kvenfrelsi á stefnuskrá sinni. Góðir múhameðstrúarmenn þurfa ekki að velta vöngum yfir eða þrátta um réttindi kvenna, það stendur allt um það í kóranin- um: „Karlmenn eru yfirboðarar kvennanna vegna þess að Allah hefur gert annað æðra hinu og vegna þess að þeir ala önn fyir þeim, fæða þær og klæða", segir í hinni helgu bók. Góðar konur eru hlýðnar. Þær klæðast kufli vegna þess, að Allah hefur skýlt þeim. Þú skalt vanda um við þær, sem þú óttast að sýni þér óhlýðni, skipa þeim í rúmið og berja þær...“ Margir áhrifamenn í trúmálum í múhameðskum löndum telja, að í kóraninum sé fullyrt að verðleikar konunnar séu helmingi minni en karlmannsins og vitna til erfða- laganna því til sönnunar en þar segir: „Karlmenn skulu taka tvö- falt meiri arf en konur“. Síðan klerkar af trúflokki shíta tóku völdin í íran hafa þeir lækkað giftingaraldur kvenna úr 16 árum í 13, bannað skóla, sem bæði kynin sækja, hætt að þjálfa konur í hermennsku og fellt úr gildi lög frá keisaratímanum, sem bönnuðu fjölkvæni. Borgaralegir skilnað- arréttir hafa hætt störfum og karlmenn þurfa ekki samþykki kvenna sinna til að taka sér aðra. Margt kemur þó á óvart útlend- ingum sem koma til írans og búast við, að þar sé nú allt orðið með sama sniði og í Saudi-Arabíu þar sem konum er jafnvel bannað að aka bíl. Kuflinn svarti, sem mörgum finnst táknrænn fyrir kúgun konunnar í löndum mú- hameðstrúarmanna, er t.d. langt í frá allsráðandi í klæðaburði kvenna, og þó að tískuverslanaeig- endur minnist með söknuði liðins tíma er evrópskur tískufatnaður enn seldur konum sem njóta þess að sýna ríkidæmi sitt. „Eitt með öðru sem veldur því, að millistéttarkonum er illa við kuflinn er að hann kemur í veg fyrir að þær geti skartað nýjustu tískufötunum frá Pierre Cardin", sagði ung stúlka, efnafræðinem- andi við háskólann í Teheran. Sjálf var hún með bláan höfuðklút og í hálfsíðu pilsi sem margar herskáar kynsystur hennar í lönd- um Múhameðs hafa miklar mætur á eins og t.d. þær sem eru í hópi stúdentanna sem halda Banda- ríkjamönnunum í gíslingu. Ein- kennisbúningur hinna herskáu samanstendur annars af gallabux- um — helst amerískum — og strigaskóm. Enn er ekki ljóst hve auðvelt það verður fyrir ungu stúlkurnar í hópi stúdentanna í bandaríska sendiráðinu að sætta sig við hlut- verk móður og húsmóður en það mun tíminn leiða í ljós. —Bernd Debusman

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.