Morgunblaðið - 06.01.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1980
27
*
frá sér fara nýtt efni á árinu voru
t.d. Pink Floyd, Kinks, Eagles og
Fleetwood Mac.
Einnig héldu Who sína fyrstu
hljómleika eftir lát Keith Moon á
árinu. í hljómleikaferð þeirra um
Bandaríkin létust 11 manns við
innganginn í troðning sem varð
vegna ónúmeraðra sætismiða.
Bob Dylan lét frá sér fara tvær
breiðskífur á árinu. Sú fyrri „Bob
Dylan at Budokan“ var tvöföld
vel heppnuð hljómleikaplata en
hin seinni stúdíóplata, „Slow
Train Coming". Dylan boðar mik-
ið kristni á þeirri plötu og til að
undirstrika boðskap sinn hélt
hann í hljómleikaferð, en hefur
hingað til fengið þá dóma að
tónlistarákafinn sé ekki jafn
mikill og trúarákafinn.
Tölvublöndun og upptaka kom-
ust í gagnið á árinu og verður án
efa nýtt í miklu mæli í fram-
tíðinni.
Vídeókassettur ruddu sér mjög
til rúms á árinu einnig. Tilraunir
með ný form hljómplatna eru
vitanlega í sífelldri þróun. Tölvu-
diskettur hafa t.d. verið prófaðar
og virðast góð lausn en margir
annmarkar eru þó enn á slíkum
byltingarframleiðslubreytingum.
1980 verður vonandi heillarík-
ara. íslenskir útgefendur eiga
líklega enn eftir að gera upp árið
og sjá hvernig hinar tæplega 50
hljómplötur skiluðu sér.
Fáar útgáfur hafa enn verið
ákveðnar en þó er víst að við
fáum nýjar plötur frá „Þú og ég“
og Pálma Gunnarssyni. Plötu-
pressan og Satt eru þau mál sem
verður fylgst með í upphafi
ársins.
alþýðutónlistarmenn og alþýðu-
tónskáld og bundust samtökum
um rétt sinn og nýju heitin, sem
eru jú miklu virðulegri ekki satt?
Helstu markmið S.A.T.T. voru
„að stuðla að vexti lifandi tón-
listarflutnings í fyrsta lagi með
tónleikahaldi og í öðru lagi með
dansleikjahaldi, að stuðla að
auknum gæðum og fjölbreytni í
garð íslenskra hljómplatna, að
stuðla að breyttu viðhorfi ríkis-
fjölmiðla til ísl. alþýðutónlistar
(þ.e. áður popptónlistar), og að
stuðla að útbreiðslu ísl. alþýðu-
tónlistar á erl. vettvangi".
Mikil áhersla var lögð á ójöfn-
uð erl. og innl. popptónlistar í
sjónvarpi og útvarpi en þess má
geta að mest hefur heyrst til
þeirra vegna of mikils erl. efnis
en ekki vegna of lítils ísl. efnis.
Plötupressan
Plötupressan fræga, sem fékk
heitið Alfa, kom til landsins í
desember og kostaði þá um 80
milljónir króna.
Er mikið mál að hún standist
þær gæðakröfur sem eru settar
fyrir fyrsta flokks pressu, því ella
er hætt við að hún geti riðið ísl.
dægurtónlist að fullu.
Erlendur
poppannáll
Það áraði hlutfallslega betur á
stóru mörkuðunum tveim, Bret-
landi og USA. Að minnsta kosti
var mikið um góða popptónlist á
markaðnum.
Erl. plötur sem urðu t.d. hvað
vinsælastar hér voru „Bat Out Of
Hell“ frá Meat Loaf, „War Of The
Worlds" frá Jeff Wayne, „Discov-
ery“ frá Electric Light Orchestra,
„Breakfast In Amerika" frá Sup-
ertramp og „String Of Hits“ frá
Shadows.
Pönkið missti allan broddinn
við dauða Sid Vicious, bassaleik-
ara Sex Pistols í febrúar, en þó
eignuðumst við hér eina slíka
sem fór að láta að sér kveða á
árinu, nefnilega Fræbbblana, en
þeir gáfu út litla plötu í Bretlandi
rétt fyrir áramótin.
Paul McCartney og Beatles
voru vinsælasta poppfréttaefni
fréttaskýrenda um allan heim.
Mikið var reynt til þess að fá
þá til að koma saman á ný til að
halda styrktarhljómleika fyrir
Sameinuðu þjóðirnar en samein-
ingin tókst ekki. Paul McCartney
og Wings létu aftur á móti til
leiðast að hlaupa í skarðið.
En Beatles sameinuðust þó á
öðru sviði á árinu, en það var til
þess að lögsækja sviðsetjendur
söngleiksins „John Paul Georg og
Bert“.
MacCartney hlaut í haust heið-
ursverðlaun Guinness afrekabók-
arinnar fyrir afrek sín á tónlist-
arsviðinu.
Led Zeppelin létu sjá sig opin-
berlega í fyrsta sinn á tveim
árum í risahljómleikum í Kneb-
worth garðinum rétt utan við
London.
Þessir tvennu hljómleikar
þeirra í byrjun ágúst auk nýrrar
breiðskífu frá þeim tryggði þeim
flest verðlaunin í vinsældakosn-
ingum Melody Maker í lok ársins.
Aðrar gamlar kempur sem létu
Vinsældarlistar
30 vinsælustu breiðskifur í Bretlandi
1. Bridge Over Troubled Water Simon & Garfunkel
2. Greatest Hits ABBA
3. Tubular Bells Mike Oldfield
4. Simon Garfunkel’s Greatest Hits 5. Saturday Night Fever Simon & Garfunkel
Bee Gees & fleiri
6, The Singles 1969—1973 Carpenters
7. Arrival " ABBA
8. The Dark Side Of The Moon Pink Floyd
9. Grease Ýmsir
10. Elvis Presley’s 40 Greatest Hits Elvis Presley
11. 20 Golden Greats Beach Boys
12. Band On The Run Wings
13. Rumours Fleetwood Mac
14. The Best of Stylistics Sömu
15. Parallel Lines Blondie
16. Atlantic Crossing Rod Stewart
17. 20 Golden Greats Shadows
18. 20 Golden Greats Diana Ross & The Supremes
19. Elton John Greatest Hits Volume 1
20. The Album ABBA
21. A Night At The Opera Queen
22. The Sound Of Bread Bread
23. Their Greatest Hits 1971—'75 Eagles
24. Out Of The Blue ELO
25. Nightflight To Venus Boney M.
26. 20 Dynamic Hits Ýmsir
27. Thp Beatles 1967—’70
28. Hotel California Eagles
29. 40 Greatest Hits Perry Como
30. Goodbye Yellow Brick Road Elton John
10 vinsælustu smáskífurnar í Bretlandi
1. Mull Of Kintyre Winqs
2. Rivers Of Babylon/Brown Girl In The Ring Boney M
3. You’re The One
That I Want Olivia Newton John/John Travolta
4. Sailing Rod Stewart
5. Save Your Kisses For Me Brotherhood Of Man
6. I’d Like To Teach The World To Sing New Seekers
7. Summer Nights Olivia Newton John/John Travolta
8. Don’t Give Up On Us . David Soul
9. Bohemian Rhapsody Queen
10. Under The Moon Of Love Showaddywaddy
10 vinsælustu breiðskifurnar
á árinu 1979
1. Parallel Lines Blondie
2. Discovery ELO
3. The Very Best Of Leo Sayer Leo Sayer
4. Breakfast In America Supertramp
5. Voulez Vous ABBA
6. Greatest Hits Voiume 2 Barbra Streisand
7. Spirits Having Flown Bee Gees
8. Greatest Hits Volume 2 ABBA
9. Reggatta De Blanc Police
10. Manilov Magic Barry Manilow
10 vinsælustu lög ársins í Bretlandi 1979
1. Bright Eyes Art Garfunkel
2. Heart Of Glass Blondie
3. We Don’t Talk Anymore Cliff Richard
4. I Don’t Like Mondays Boomtcwn Rats
5. When You’re In Love Dr. Hook
6. I Will Survive Gloria Gaynor
7. Are Friends Electric? Tubeway Army
8. Dance Away Roxy Music
9. Sunday Girl Blondie
10 One Day At A Time Lena Martell