Morgunblaðið - 06.01.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.01.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1980 33 „Þú skalt vanda um við þær... skipa þeim í rúmið og berja þær“ 90 milljónir tala frönskuna. Franskan erá fallanda fæti . Sú útflutningsvara ensk, sem i gegnum tíðina hefur haft hvað mest áhrif — ensk tunga — gerir nú æ harðari hríð að hinum frönskumæl- andi heimi. í greinaflokki í Le Monde i siðasta mánuði var varað við þessari þróun og sagt að víða um heim þar sem frönsk tunga væri töluð ætti hún í vök að verjast og jafnvel i Frakklandi sjálfu sæti hún undir áföllum. Jean Pierre Van Deth, for- seti einnar af frönsku mál- verndarnefndunum, lætur hafa eftir sér í Le Monde: „Um 30 ára skeið hafa Bretar og Bandaríkjamenn lagst á eitt í skipulegu samsæri þar sem einskis er látið ófreistað til að troða inn enskunni hvar sem það er hægt“. Ekki eru allir, sem vilja vinna gegn ofurvaldi enskunn- ar, á því máli, að hér sé um skipulagt samsæri að ræða. Þeir skilja, að enskan með sínum kynlausu nafnorðum og næstum óbreytanlegu sögnum er mjög vél fallin til alþjóð- legra samskipta auk þess sem hún er töluð í öllum heims- hornum. í Le Monde kemur fram, að franska tungu tala um það bil 90 milljónir manna og að sem alþjóðlegt tungumál standi hún langt að baki enskunni, sem 350 millj. eiga að móður- máli, spænsku með sínar 200 milljónir og arabísku, sem 120 milljónir manna tala. í evrópskum skólum hefur ensk- an mikið forskot á frönskuna og í Bandaríkjunum stunda aðeins 15% nemenda eitthvert framandi tungumál. Eins og fyrr segir á franskan í harðri baráttu við enskuna um hylli unga fólksins á sjálf- um heimavígstöðvunum. „í hugum þessa fólks er „tungu- mál frelsisins" ekki lengur franska", segir í Le Monde, „heldur einhvers konar enskt hrognamál sem finna má í teiknimyndasögum, hrollvekj- um, kúrekamyndum og popp- söngvum... Það er kannski það ógnvænlegasta og mesta hætt- an sem steðjar að franskri tungu". — ROBIN SMYTH KVIKMYNDIR Gróðinn er úti í geimnum — vona þeir vestra Síðast í desember ver lýst yfir geimstríði í Hollywood og var þá tekin til sýningar um gervöll Bandaríkin dýr- asta Disney-myndin, sem nokkru sinni hefur verið gerð og nefnist hún The Black Hole. Þetta er aðeins ein af þeim aragrúa vísindaskáldsagna- mynda sem Hollywood ætlar að punda á markaðinn á þessum nýbyrjaða áratug. Þessi miklu umsvif gætu haft víðtæk áhrif á allan skemmt- anaiðnað í Bandaríkjunum. Nú er um það að tefla að hremma sem stærstan hluta af þeim þremur milljörðum dollara, sem Bandaríkjamenn munu greiða í aðgangseyri kvikmyndahúsa á næsta ári. Rúmlega 160 milljón dollur- um hefur verið varið til 6 dýrustu vísindaskáldsagna- kvikmyndanna, en þar af mun 40 milljónum verða varið tii auglýsingastarfsemi og fjár- plógsiðju, sem hefur það að markmiði að fá heilan her af framleiðendum til þess að taka þátt í leiknum og fram- leiða vörur í tengslum við þetta vísindaskáldskaparæði. Þetta mun bera þann ávöxt, að yfir Bandaríkin flæðir alls kyns geimvarningur, svo sem geimfatnaður, geim-leikföng, úr, sængurfatnaður, hand- klæði, rakspíri og þar fram eftir götunum. Disney fyrir- tækið hefur til að mynda varið 10 milljónum dollara til þess að auglýsa á þennan hátt kvikmyndina The Black Hole, en hún kostaði í framleiðslu 20 milljónir dollara. Fari svo, að myndin nái ekki vinsældum mun kvik- myndafyrirtækið og um það bil 500 fyrirtæki, sem komizt hafa í slagtog við það, sitja eftir með sárt ennið. Þegar hafa verið framleiddar og prentaðar milljón eintök af sögunni um The Black Hole, milljón barnabækur, milljón hljómplötuumslög, 6 milljón dúkkur og milljónir og aftur milljónir af leikjum, þraut- um, raðspilum, leikbrúðum, dagatölum, tölvum, skyrtum, nestisbaukum, meðalakössum og fleiri ámóta þarfaþing, sem öll bera einkennisstafina BH. - WILLIAM SCOBIE. Vélmennin eiga að véla menn til að kaupa sig inn á dýrustu Disneymyndina. IDNADUR Öreigarnir upp götva einstak- lingsframtakið Veltan í plastverksmiðju Vojke Rajsters í Belgrað náði þremur milljónum Bandaríkjadollara á síðasta ári, og hafði þá hin upphaflega fjárfesting fyrirtæk- isins frá því fyrir fimm árum tuttugufaldast. Ef allt fer sam- kvæmt áætlun býst Rajster við enn meiri velgengni á þessu ári, og telur hann að velta fyrirtækis- ins muni fara fram úr fimm milljónum dollara. Slíkar sögur um velgengni dug- mikilla framleiðenda láta ekkert ókunnuglega í eyrum Vestur- landabúa. Hins vegar býr Rajster og starfar í kommúnistaríkinu Júgóslavíu, og þar eru slíkar sögur fátíðar, því að í kommúnistaríkj- um jaðra þær við villutrú, enda er lítið þar um frjálst framtak. En fyrir skömmu voru sett í Júgóslavíu ný lög, sem hafa það að markmiði að hvetja til einka- framtaks, enda þótt ítrustu var- kárni sé þar gætt. Allir, sem eiga peninga, geta hafið atvinnurekst- ur. í fyrstu var slíkum mönnum aðeins leyft að ráða fimm starfs- menn, en nú hefur öllum slíkum hömlum verið rutt úr vegi. Hins vegar er þeim, sem stofna fyrirtæki, gert að skyldu að gera sérstakan samning við starfsfólk sitt þegar í upphafi. Kveðið er á um hina upphaflegu fjárfestingu hans í fyrirtækinu, og stækki höfuðstóllinn, rennur aukningin til samtaka starfsfólksins, þ.e.a.s., verður félagsleg eign. Ef stofnandi tekur ekki sína upphaflegu fjár- festingu út úr fyrirtækinu fyrstu 7 árin, fær hann að stjórna fyrir- tækinu á meðan hann lifir. Ef sonur hans reynist hafa svipaða hæfileika, fær hann að taka við fyrirtækinu eftir dag föður síns. Stofnandinn má borga sjálfum sér laun sem svarar ferföldum lægstu launum verkamanns í fyrirtækinu. Rajster fær í iaun 24.000 dinara á mánuði, en það er ögn meira en yfirmaður fyrirtækis sem rekið er á félagslegum grunni. í fyrirtæki Rajster er mikil framleiðni. Þar starfa 60 verka- menn. — Peter Ristic Markaðsdagur í Zagreb, höfuðborg Króatiu: nýstefnan jaðrar við villutrú Þorsteinn Ö. Stephensen. Síðbúin afmælis- kveðja Það var ekki fyrr en á milli jóla og nýárs að ég las afmælisgreinar vegna 75 ára afmælis Þorsteins Ö. Stephensen. Þar er margt vel sagt og rétt um þennan ástsæla og mikilhæfa listamann, og margir myndu eflaust vilja taka undir þau orð. En það var eitt, sem ég saknaði í þessum skrifum. Parið er mörgum orðum um störf Þorsteins við Ríkisútvarpið — stærsta leikhúss þjóðarinnar — eins og einhvern tíma hefir verið sagt, og þess einnig getið, að hann hafi stundað þar önnur störf en leiklistarstjórn og sem leikari, og er t.a.m. nefnt, að hann hafi um skeið verið þulur hér á árum áður. En ég gat hvergi séð á það minnst, hve mjög ' Þosteinn kom við sögu útvarps- efni yngstu hlustendanna og mót- aði að vissu leyti barnatíma útvarpsins frá upphafi þess starfa. Á fyrstu árum útvarpsins var áreiðanlega meir og betur hlust- að á það efni, sem þaðan barst en oft síðar, og á þetta ekki hvað síst við um yngstu kynslóðina, sem bjó við mun fábreyttara skemmt- analíf en nú tíðkast. Barnatím- arnir voru mikið tilhlökkunarefni og það gefur auga leið, hve mikilvægt, og mér liggur við að segja afdrifaríkt, það var; að þar skyldi maður á borð við Þorstein Ö. Stephensen leggja lífsreglurn- ar. Gott tungutak, fallegur flutn- ingur og smekkur hins þroskaða listamanns varð grunnur þess, sem síðar var byggt á. Hvernig það hefir tekist er önnur saga, sem ekki verður fjallað um hér. Það var sama, hvort Þorsteinn sagði sögu, las ævintýri, söng eða trallaði með börnunum í kringum jólatré, allt varð áheyrilegt og skemmtilegt. Það hljóta að vera margir fleiri en ég, sem muna rödd hans á jóladag, þegar hann hóf að syngja: „Krakkar mínir komið þið sæl“ o.s.frv., sem þá var nýtt af nálinni og sungið af hlýju og elskulegheitum, sem flutti jólastemningu inn í stofur heimila víðs vegar um landið. Þessi þáttur í störfum Þorsteins við Ríkisútvarpið má ekki gleym- ast, þegar saga þess verður skráð. Hann er engu ómerkari en marg- þætt störf önnur. Það var gæfa stofnunarinnar að hafa innan sinna vébanda slíkan brautryðj anda. Marga aðdáendur átti Þörsteinn Ö. Stephensen meðal barna og unglina og sú, er þessar línur ritar, er í hópi þeirra. Aðdáandi er ég enn í dag, og með þessum línum fylgja þakkir og heillaóskir. Anna Snorradóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.