Morgunblaðið - 06.01.1980, Side 48

Morgunblaðið - 06.01.1980, Side 48
'Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JMargunbbibid y Síminn á afgreiöslunni er 83033 JM»r0»mblnbib SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1980 Keflavíkurflugvöllur: Flugstöð fyrir 18 milljarða í hönnun — VIÐ munum að sjálf- sögðu fylgjast með þróun í farþegaflutningum til og frá landinu og taka tillit til þess við hönnun flugstöðvarinnar ef aðstæður breytast, sagði Helgi Ágústsson deildar- stjóri varnamáladeildar utanríkisráðuneytisins, er Mbl. spurði hann í gær um nýju flugstöðina, sem rísa mun á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt upplýsingum Helga hafa bandarískir arki- tektar lokið um þriðjungi af hönnunarvinnu og innan skamms verða valdir íslenzk- ir arkitektar og verkfræð- ingar til að vinna að hönnun flugstöðvarinnar. Þetta verð- ur mikið mannvirki eða um 16 þúsund fermetrar í allt að gólffleti og eru þá meðtaldir gangar út í flugvélarnar o.fl. Tillit tekið til breyttra aðstæðna Áætlað er að hefja fram- kvæmdir í byrjun árs 1981 og þeim á að ljúka í árslok 1983. Endanlegt ákvörðun- arvald um byggingartíma og byggingarhraða er í höndum Alþingis og ríkisstjórnar. Að sögn Helga Ágústsson- ar er áætlaður byggingar- kostnaður 46 milljónir Bandaríkjadala eða sem næst 18,2 milljarðar ís- lenzkra króna. Samkvæmt sérstöku samkomulagi ís- lands og Bandaríkjanna um aðskilnað farþegaflugs og varnarstaHseminnar á Keflavíkurflugvelli hafa Bandaríkjamenn fallist á að greiða 20 milljónir dala eða um 8 milljarða króna vegna byggingar flugstöðvarinnar. Ennfremur hafa þeir fallist á að greiða margvíslegan annan kostnað vegna henn- ar, svo sem gerð flugstæða og annað og munu greiðslur Bandaríkjastjórnar nema rúmum 40 milljónum dala í allt. Helgi sagði að lokum að flugstöðin væri hönnuð með mestu álagspunkta í huga. Fjöldi farþega til og frá landinu hefði hér þyngst vægi en fjöldi „transit" far- þega hefði minna vægi, en ýmsar blikur væru nú á lofti um umtalsverða fækkun þeirra á Keflavíkurflugvelli. íslendingarnir í Thailandi: Sjá um 50 þús. manns í f lóttamannabúðunum FRÁ íslenska lækna- og hjúkrunarliðinu sem sent var á vegum Rauða krossins til Thailands til hjálparstarfa hafa nú borist nokkrar fréttir til vina og vandamanna hér heima og hafa þau í bréfum látið vel af dvöl sinni ytra og segja að öllum líði vel. Hópurinn býr í tjöldum utan við sjálfar flótta- mannabúðirnar og verða því ekki fyrir árásum, sem stöku sinnum eru gerðar á þær. í flóttamannabúðun- um dveljast um 200 þús- und manns og kemur í hlut íslenska hópsins að sjá um 50 þúsund manns úr þeim hópi, en fyrir utan Islendingana eru þarna við hjálparstörf hópar frá öðrum þjóðum. Gúmmibáturinn af mb Baldri sundurskorinn og gjörónýtur Ljósm.: Sigurgeir. Skemmdarverk á björgunarbátum FJÓRIR björgunarbátar hafa að undanförnu orðið fyrir skemmdum í Vestmannaeyjum, en í desember voru nokkrum sinnum unnin á þeim skemmd- arverk og eru tveir þeirra taldir ónýtir. Talið er að hér sé um að ræða menn, sem séu á höttunum eftir morfíni, en það er jafnan geymt í litlum mæli í björgunarbátum. Snemma í gærmorgun var lögreglunni síðast gert viðvart um ferðir grunsamlegs manns í slippnum, en hann náðist ekki og hefur ekki enn tekist að upplýsa mál þetta. Kosta björgunarbátar þessir nokkuð á aðra milljón og fyrir utan fjárhagstjónið má benda á hversu alvarlegar afleið- ingar það getur haft ef bátarnir reynast ekki í fullkomnu lagi vegna skemmdarverka þegar grípa þarf til þeirra oft við hinar erfiðustu aðstæður. Sem fyrr segir hafa fjórir bátar þannig orðið fyrir barðinu á skemmd- arvörgum, en þeir hafa allir verið í slipp. Þannig'hafa björgunarbátarnir verið skornir og eru fjórir taldir ónýtir, en lögreglan telur að hér séu að verki menn á höttunum eftir morfíni. Kveikti í fangaklefa í tvígang UNGUR maður kveikti tvisvar i fangaklefa i Hafnarfirði i fyrrinótt. Fyrst bar hann eld að rúm- ábreiðu. Fangaverðir urðu varir við reykinn og slökktu strax í ábreiðunni. Var maðurinn nú færður úr öllum fötum nema nærfötum og allt lauslegt tekið af honum. En þrátt fyrir þessar aðgerðir gerðist það nokkru síð- ar að reyk lagði úr fangaklefan- um. Kom þá í ljós að maðurinn hafði farið úr nærfötunum, sett þau á gólfið og kveikt í þeim með kveikjara, sem hann hafði falið í endaþarmi. Leikskólagjöld hækkuð um 9% GJÖLD á leikskólum og dagheimil- um borgarinnar hafa verið hækkuð frá 1. janúar og nemur hækkunin um 9%. Gjald fyrir leikskóla er nú kr. 20 þúsund en var fyrir hækkun 18.500 og gjald á dagheimili er nú 35 þúsund en var áður 32 þúsund krónur. Að sögn Bergs Felixsonar var sótt um hækkun frá 1. desember þegar laun hækkuðu, en fjármálastjóri Reykjavíkur leyfði hækkunina frá 1. janúar skv. heimild frá ráðherra. Gjöld þessi voru síðust hækkuð í október.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.