Morgunblaðið - 06.01.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.01.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1980 Síðla árs 1880 var einn virtasti læknir Vínarborgar, dr. Josef Breuer, kvaddur í hús eitt við Lichtensteinstrasse. Húsmóðirin, frú Pappenheim, tók á móti hon- um í íburðarmikilli stofu sinni og tjáði honum að hún óttaðist að Bertha dóttir hennar væri komin með berkla. Hún hefði um langt skeið verið með hósta, en enn ríkari ástæða fyrir hinum illa grun væri sú, að húsbóndinn, sem var auðugur kornkaupmaður, væri að dauða kominn af berklum, þannig að hætta hlyti að vera á því að Bertha hefði smitazt af honum. Stúlkan hefði stundað föður sinn í heimahúsum í veik- indunum. Sjálf hafði frú Pappen- heim stundað mann sinn á daginn undanfarna fimm mánuði, en Bertha hafði vakað yfir honum um nætur, þar til hóstinn var orðinn svo slæmur að hún varð að hætta því. Þegar Breuer kom inn í her- Anna 0. Áreiðanlega frægasti geðsjúklingur, sem um getur, enda þótt löngum hafi lítið verið um hana vitað annað en að hún var komin af góðborgurum í Vín, afburðagreind en snargeggjuð unz hún var búin að kenna lækni sínum aðferð, sem varð til þess að hún náði geðheilsu á ný. Þessi aðferð var sálkönnun, sem síðan hefur reynzt notadrjúg í viðureign við geðsýki af ýmsu tagi. Aðferðin hefur að sjálfsögðu þróazt mikið síðan Anna 0. var og hét, en í þeirri þróun er hlutur Freuds án efa mestur. Enda þótt sálkönnun hafi í mörgum tilvikum reynzt árangursrík þá hefur aðferðin þann annmarka helztan, að hún er tímafrek með afbrigðum og gerir gífurlegar kröfur til hæfni og reynslu læknandans. Nýlega er út komin í Bandaríkjunum ævisaga Önnu 0. eftir Lucy Freeman, en frá hennar hendi er væntanleg önnur bók um skylt efni, „Freud Redis- covered“. The New York Times Magazine birti fyrir skömmu grein um Önnu 0. eftir Lucy Freeman, og er eftirfarandi frásögn að mestu leyti byggð á henni. Dáleiðsla Breuer var ekki vanur að af- greiða hysterískar konur með því að þær væru ímyndunarveikar og gætu átt sig. Hann var í hópi þeirra lækna, sem réðust til atlögu við sjúkdóminn, en flestir þeirra beittu dáleiðslu í því skyni. Nú, árið 1979, eru um tvö hundruð ár síðan „höfundur dáleiðslu", Fried- rich Mesmer (á erlendum tungum er nafn hans í stofni orða yfir dáleiðslu, sbr. to mesmerize — að dáleiða) varð að flýja til Parísar vegna ásakana lækna í Vín um að hann stundaði skottulækningar. En í tíð Breuers voru læknar í borginni farnir að beita dáleiðslu, einkum við móðursjúkar konur. Þegar sjúklingurinn var fallinn í dá fór læknirinn að innprenta honum að hann mætti til að láta af hegðan sinni þegar hann vakn- aði á ný, að ekkert væri í raun og veru að. Breuer hafði komizt að því að með dáleiðslu var hægt að Tveir heimar Læknirinn varð þess áskynja að svefnsiðir sjúklingsins voru hinir undarlegustu. Bertha svaf ekki um nætur, nema smástund fyrir sól- arupprás. Síðdegis féll hún í djúpan svefn og vaknaði ekki aftur fyrr en kvöldsett var orðið. Þegar hún vaknaði var hún rugluð í ríminu og afar óróleg. Stundum sá hún sýnir, sem henni stóð stuggur af. Hún átti það til að ráðast á móður sína og hjúkrun- arkonuna, æpandi að þeim brigzl- um um ávirðingar, sem voru fjarri raunveruleikanum. Breuer áleit að svefnleysið um nætur og syfjan á daginn væru að kenna afbrigði- legum svefntíma hénnar þegar hún vakti yfir föður sínum. Dag nokkurn varð Breuer það á að endurtaka nokkur orð, sem Bertha sagði í dáinu. Það varð til þess að hún fór að útlista þau nánar, og spinna út frá þeim sögu, sem auðvitað var hugarburður bergið duldist honum ekki að unga stúlkan, sem lá undir blúndu- ábreiðunni, var fársjúk. Hún hóstaði án afláts og rétt gaut til hans sljóum augum. Breuer komst fljótt að því, að það var fleira sem amaði að Berthu Pappenheim en hóstinn. Báðir fætur hennar voru lamaðir, svo og hægri handleggur. Þá átti hún í verulegum erfiðleikum með vinstri hendi og var ófær um að bera hana upp að munninum, þannig að hún gat ekki matast sjálf. I hnakkanum var lamaður vöðvi, svo hún gat vart snúið höfðinu. Sjóntruflanir voru svo alvarlegar að hún gat ekki greint stafi á bók. Móðir hennar hafði leitað ráða hjá tauga- og augn- sjúkdómafræðingum, en engum þeirra hafði tekizt að finna líkamlegar orsakir fyrir þessum einkennum. Frú Pappenheim tjáði Breuer, að sjaldnast liti út fyrir það að Bertha skildi það, sem við hana væri sagt, og þegar hún segði eitthvað sjálf lyki hún sjaldnast við setninguna. Stundum virtist hún mjög óttaslegin og ætti það til að hrópa að „svartir snákar" og „höfuð dauðans" væru að ryðjast inn í herbergið. Stúlkan, sem var 21 árs að aldri, var aðframkomin. Hún hafði einskis neytt í marga daga, að frátöldum nokkrum appelsínum, sem hjúkrunarkonu hafði tekizt að koma ofan í hana. Breuer, sem var snjall í sjúkdómsgreiningu, grunaði strax að hóstinn stæði í engu sambandi við veil lungu, heldur taugaveiklun. Honum kom í hug, að það, sem amaði að henni, væri „móðursýki". Það var sjúkdómur, sem hann hafði oft rekizt á hjá öðrum konum og hagaði sér undantekn- ingarlaust þannig, að sömu ein- kenni og Bertha Pappenheim var haldin gerðu vart við sig, án þess að sýnilegar líkamlegar orsakir væru fyrir hendi. Móðursýkisein- kenni höfðu löngum valdi læknum heilabrotum. Þeir vissu ekki hvernig þeir áttu að meðhöndla sjúklingana og tóku margir hverj- ir til bragðs að bera skjólstæðing- um sínum á brýn að þeir létust vera veikir. Orðið „hysteria" (móð- ursýki) er komið af gríska orðinu „hystera", sem þýðir leg eða móð- urlíf. Því var talið að karlmenn tækju ekki þessa „ímyndunar- veiki". ná verulegum árangri í því að lina þjáningar hinna móðursjúku kvenna, en hann hafði líka tekið eftir því að sá árangur varð sjaldnast varanlegur. Að skömm- um tíma liðnum fóru sömu sjúk- dómseinkenni að gera vart við sig á ný. Samt sem áður fannst honum dáleiðslan ómaksins verð, því að hann kunni ekki annað ráð við sjúkdómnum. Breuer dáleiddi Berthu Papp- enheim. En í stað þess að innræta henni að ekkert væri að henni og að hún skyldi sanna til að sjúk- dómseinkennin yrðu horfin er hún vaknaði úr dáinu, brá hann á það ráð að spyrja stúlkuna hvernig henni liði og hvað væri að henni. Hún svaraði honum með óskiljan- legum orðaflaumi. Breuer hlustaði með athygli. Hann greindi orða- skil og komst að raun um það að hún var ekki að þrugla á þýzku, heldur voru orðin hrærigrautur af þýzkum, frönskum, enskum og ítölskum orðum. Ekkert sem hann sagði megnaði að stöðva orða- flauminn, svo hann vakti hana úr dáinu og fór. Næstu kvöld kom hann til að dáleiða hana, aftur og aftur. Þótt ekki væri heil brú í því sem stúlkan sagði skildi Breuer að hér var eitthvað dularfullt á ferðinni. Hann langaði til að skilja það sem stúlkan var að reyna að segja honum, og hann hallaðist meira og meira að því að hugsanir hennar væru að einhverju leyti tengdar sjúkdómi hennar. Svo bar það við eitt kvöldið, að Bertha fór að tala í samhengi á þýzku. Hún fór að segja honum ævintýri af áhyggjufullri stúlku sem sat við sjúkrabeð manns nokkurs. Þegar hún vaknaði úr dainu spurði Breuer, hvort hún hefði nokkurn tíma skrifað sögur fyrir börn. Hún kvað nei við, en sagðist una sér við vökudrauma langtímum saman. Þannig hefði hún komið sér upp því, sem hún nefndi „einka-leikhús“, þar sem hún skemmti sér við að sviðsetja hinar kostulegustu sýningar. Bertha Pappenheim eft- ir að hún var farin að hressast og fara á hest- bak, en svo búnar stund- uðu hefðarkonur um aldamótin þá íþrótt. eins og annað. Læknirinn skyldi strax að með þessum hætti væri hægt að veiða upp úr henni sitthvað, sem olli hugarangri hennar, og beitti þessari aðferð í næstu heimsóknum sínum. Hann fór að gruna að dagdraumarnir væru orsök svefnleysis hennar um nætur. Hann sá ekki betur en að hún lifði í tveimur heimum. I öðrum heiminum var henni fyrir- munað að hugsa rökrétt og þar voru líka á sveimi allskyns af: skræmi, sem hún óttaðist mjög. I hinum heiminum var hún yfirleitt með réttu ráði, en kvartaði þó undan því að innra með henni væri „algjört myrkur" og að hún væri í rauninni ekki ein mann- eskja, heldur tvær. Önnur væri raunverulega hún sjálf, en hin væri „þessi vonda“, sem spillti henni. Þessi skilgreining gefur til kynna skarpskyggni Berthu Papp- enheim og hæfileikann til skyn- semdarmats. Breuer hafði eftir Berthu, að jafnvel þegar ástandið var sem verst, „sat yfirvegaður og athugull áhorfandi í hugskoti hennar og fylgdist álengdar ná- kvæmlega með öllu brjálæðinu". Eitt sinn bar svo við, án nokk- urrar sýnilegrar ástæðu, að Bertha fékkst ekki til að tala, hvorki við Breuer né nokkurn annan. Hún lét ekki eitt orð út fyrir varir sínar í tvær vikur. Breuer kom til hennar á hverju kvöldi eftir sem áður. Hann var farinn að halda að hann hefði sagt eitthvað sem móðgaði hana, eitt- hvað sem hún treysti sér ekki til að tala um. Loks tókst honum að fá hana til að ræða málið. Upp frá því breyttist hegðun hennar mjög. Hún beið heimsókna hans með óþreyju, sat uppi í rúminu þegar hann kom, og skrýdd nýrri og nýrri blúndutreyju í hvert skipti. Hún fór í fyrsta sinn í marga mánuði að leggja sér til munns annað en fljótandi fæðu, þó ekki nema Breuer mataði hana. Bertha Pappenheim var farin að hressast til muna. Hin líkamlegu sjúkdómseinkenni bundu hana að vísu enn við rúmið, en andleg líðan hennar var öll önnur. Breuer var orðið ljóst að stúlkan var flug- greind, eldfljót að gera sér grein fyrir eðli mála og gædd óvenju- legu innsæi. Hún var fylgin sér, svo jaðraði við þrákelkni, en ef í harðbakka sló varð tillitssemi hennar í garð annarra og með- fædd brjóstgæði yfirsterkari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.