Morgunblaðið - 06.01.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1980
19
Róbert Pétursson og Magnús
legasti staöurinn til aö nýta
þann raka og hita, sem kostur
er á, — svæðiö yröi til dæmis
í beinum tengslum viö þá
aöstöðu, sem siglingarklúbb-
ar borgarinnar hafa þegar
fengið. Staöurinn er í ná-
munda við gistihús, þar sem
mikið er um erlenda feröa-
menn, sem án efa mundu
kunna aö meta þetta. Við
teljum aö möguleikarnir séu
nánast óþrjótandi. Þaö eina,
sem viö höfum eiginlega
áhyggjur af í sambandi viö
starfrækslu svona svæöis, er
þaö aö skemmdarvargar
kynnu aö veröa aðgangsharð-
ir. Hin gegnsæu plasttjöld yfir
svæðinu yröu úr efni, sem er
svo níösterkt, að þaö er engin
hætta á aö veðráttan vinni á
þeim, — þaö er margreynt
þar sem svona dúkur er not-
aður — en mannshöndin gæti
hins vegar oröiö skæð.“
„Hvernig falla hugmyndir
ykkar aö því skipulagi, sem
borgaryfirvöld hafa hugsað
sér þarna?"
„Þær stinga á engan hátt i
stúf viö fyrirhugað hlutverk
staöarins, — þess hlutverks
sem Öskjuhlíöin er raunveru-
lega farin aö gegna. Öskju-
hlíöin á aö vera útivistarsvæði
og margir leita þangað í
frístundum sínum, enda þótt
ekki sé upp á mikiö boðið enn
sem komiö er. Þarna sunnar
til er fallegt kjarrsvæöi, sem
er hiö ókjósanlegasta nábýli
G. Björnsson.
fyrir svæöi eins og þaö sem
viö höfum í huga. Hugmynd
okkar er eiginlega til uppfyll-
ingar í þann ramma, sem
settur hefur veriö varöandi
hagnýtingu Öskjuhlíöarinnar,"
sagöi Magnús.
I lok samtalsins sagöi Ró-
bert:
„Þaö er ástæöa til aö geta
þess aö þær hugmyndir, sem
viö setjum fram um þetta mál,
eru aðeins hugmyndir. Þaö
sem vakir fyrir okkur er eink-
um þetta: Að nýta þau verð-
mæti, sem viö núverandi aö-
stæöur er beinlínis á glæ
kastað, og aö nýta þær þann-
ig aö sem allra flestir geti
notiö góös af. Annað, sem viö
höfum haft í huga er kostnað-
arhliðin. Meö því aö undirbúa
jarðveginn og tjalda svo yfir
svæöiö er hægt aö halda
kostnaöi í lágmarki. Þaö er
áreiðanlegt aö upp til hópa
hefur fólk áhuga á umhverfi
sínu og vill fá að vera með í
ráöum viö mótun þess. Af
þeirri ástæðu er okkur um-
hugað um aö efnt veröi til
almennrar umræöu um þaö
hvernig hægt er að gera þetta
útivistarsvæði Reykvíkinga
sem bezt úr garöi, hvort sem
þaö veröa okkar tillögur eöa
annarra sem fá hljómgrunn.
Slík skoöanaskipti yrðu ef-
laust til þess aö nýjar hug-
myndir kæmu fram, og einmitt
þaö mundum viö telja mjög
jákvætt." - Á.R.
1974 — Herlið á verði á Heath-
row-flugvelli í London vegna
frétta um yfirvofandi árás Ar-
aba á flugvélar með eldflaugum.
1%3 — Ralph Bunche, ftr. SÞ,
fer til Kongó að binda endi á
aðskilnað Katanga.
1%2 — Furstanum í Laos boðið
til viðræðna í Genf.
1%1 — De Gaulle fær stuðning
við stefnu sína í Alsír i þjóða-
atkvæði í Frakklandi.
1950 — Bretar viðurkenna Kína.
1913 — Friðarráðstefna Tyrk-
lands og Balkanríkja í London
frcstflð
1838 — Samuel F.B. Morse sýnir
í fyrsta sinn tæki sitt til skeyta-
sendinga.
1810 — Tyrkir samþykkja inn-
limun Krímar og Kuban sam-
kvæmt Konstantínópel-sáttmál-
anum.
1540 - Hinrik VIII af Englandi
gengur að eiga fjórðu konu sína,
Önnu Cleves.
817 — Orrustan um Ashdown
milli Saxa og Dana.
Afmæli. Jóhanna af Örk
(1412-1431) - Max Bruch,
þýzkt tónskáld (1838—1920) —
Samuel Alexander, brezkur
heimspekingur (1859—1938) —
Carl Sandburg, bandarískt skáld
(1878—1967) — Loretta Young,
bandarísk leikkona (1913— ).
Andlát. 1831 Rodolphe Kreutzer,
fiðluleikari — 1840 Fanny Burn-
ey, rithöfundur — 1919 Theodore
Roosevelt, stjórnmálaleiðtogi.
Innlent. 1933 Lögreglustjóri
Hermann Jónasson sakaður um
kolludráp — 1883 „Suðri" hefur
göngu sína — 1960 Fyrsta konan
ver doktorsritgerð við Háskól-
ann — 1968 Rannsóknarstöð
Hjartaverndar tekin í notkun —
1859 f. Skúli Thoroddsen — 1878
f. Halldór Hermannsson — 1901
f. Tómas Guðmundsson.
Orð dagsins. Vondur maður er
verri ef hann þykist vera engill
— Francis Bacon, enskur heim-
spekingur (1561—1626).
Þetta gerðist
1979 — Stjórn Pol Pots í
Kambódíu fellur eftir innrás
Víetnama.
1976 — Stjórn Aldo Moro á
Italíu segir af sér.
1969 — ísraelskar þotur ráðast
á skotmörk hjá Kaíró.
1967 — Blóðugir bardagar
Rauðra varðliða og verkamanna
í Nanking í Kína.
1964 — Indónesar hætta þátt-
töku í starfi SÞ.
1953 — Harry S. Truman forseti
tilkynnir að Bandaríkjamenn
hafi smíðað vetnissprengju.
1927 — Símasamband milli
London og New York.
1807 — Bretar setja hafnbann á
strendur Frakklands og banda-
lagsríkja Napoleons.
1789 — Fyrstu forsetakosn-
ingarnar í Bandaríkjunum.
1622 — Ferdinand keisari II og
Gabor Bethlen af Transylvaníu
undirrita friðarsamning.
1579 — Bretar og Hollendingar
friðarsamning.
1558 — Frakkar taka Calais,
síðustu eign Englendinga í
Frakklandi.
Afmæli. Gregor páfi XIII
(1502—1585) — James Harring-
ton, enskur stjórnmálarithöf-
undur (1611—1677).
Andlát. 1536 Katrín af Aragon
Englandsdrottning.
Innlent. 1730 d. Árni Magnússon
prófessor — 1826 Amtmanns-
stofan á Möðruvöllum brennur
— 1906 Fyrsta ungmennafélagið
(UMF Akureyrar) stofnað —
1929 Fyrsti fundur bæjarstjórn-
ar Neskaupstaðar — 1950 Vél-
báturinn „Helgi“ ferst við Faxa-
sker — 1957 Morð í Hveragerði
— 1967 Morð í Reykjavik — 1971
Togaraverkfall hefst — 1897 f.
Egill Thorarensen kpfstj.
Orð dagsins. Fólk rífst yfirleitt
af því að það kann ekki að
rökræða — G.K.Chesterton,
enskur rithöfundur (1874—
1936).
I Buoírí 29800
' ---* Skipholti19