Morgunblaðið - 06.01.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1980 25
Augun mín og augun þín
ó, þá fögru steina, sagöi Skáld-
Rósa. Aö vísu af allt ööru tilefni
en því sem skaut þessum vísu-
oröum upp í huga Gáruhöfundar
af gefnu tilefni í jólamánuöinum.
Svo bar til aö vinkona Gáru-
höfundar, sem ekki hefur verið
kvellin um æfina, dapraöist svo
sýn á vinstra auga á einum
klukkutíma í lok vinnudags, aö
allt sást í þoku. Hringt var
snarlega í Úlfar Þóröarson
augnlækni, sem líklegur þótti til
liösinnis. Hann var á stofu sinni
og bauö henni aö koma. Klukk-
an var um 5.30 og margt manna
fyrir á biðstofunni, enda mun
Ulfar ekki hafa lokiö störfum
sínum það kvöldiö fyrr en um
tíuleytið. Áöur en klukkutími var
liöinn, haföi hann kallað hana
inn og haföi snör handtök.
Stúlkan haföi fengiö þaö sem
nefnt er skyndigláka. Ekki al-
gengur kvilli hér á landi, þótt
þekktari sé í Evrópu, en kemur
fyrir. Hleöst þá upp spenna í
auganu og augnþrýstingur. Sé
honum ekki aflétt áöur en augaö
er orðið hart, getur svo farið aö
á mjög skömmum tíma eyði-
leggist viðkvæmar frumur og
sjónin skaddist varanlega.
Þarna var því ekki mikið svig-
rúm aö sjóninni yröi bjargað.
Augnlæknirinn hóf strax aö létta
á þrýstingnum og sendi sjúkl-
inginn svo beint á Landakots-
spítala, þar sem aðgeröum var
haldið áfram. Þegar stúlkan
kom heim af sjúkrahúsinu
nokkrum dögum síðar, hafði
sjón hennar veriö bjargað. Þarf
aöeins aö setja í augun dropa
kvölds og morgna, rétt um leiö
og burstaðar eru tennur. Þykir
þaö vel sloppiö.
En því þá þetta mál um
atburðinn? Hann kom af staö
hugrenningum og áleitnum
spurningum? Hefði nú ekki verið
svo auövelt aö komast til augn-
læknis þá stundina...? Og í
framhaldi af því: Hvaö veröur
þegar menn af gamla skólanum
á borö við augnlæknana Úlfar
Þóröarson og Kristján Sveins-
son, sem hægt er aö ganga inn
til án fyrirvara og alltaf eru til
þjónustu reiðubúnir, hverfa af
sjónarsviöinu. Þegar kannski
þarf aö panta tíma meö margra
vikna eöa jafnvel mánaöa fyrir-
vara?
Nú má sjálfsagt segja svo, aö
í höfuðborginni séu læknar jafn-
an á vakt og slysavarðstofa geti
jafnan kallað til augnlækni, sem
er á bakvakt. En mundi það
duga í tilfellum sem slíkum, áður
en örlagaríkir klukkutímar eru
liönir? Þegar jafnvel sjúklingur-
inn, sem ekki finnur mikiö til,
gerir sér tæpast grein fyrir því
hvað í húfi er. Hefur ekki oröiö
fyrir slysi og varla vit á aö kvarta
svo aö forgangsviðbrögð veröi
viöhöfö. Fleiri en nefnd vinkona
Gáruhöfundar hljóta aö eiga
slíkar örlagastundir, hvort sem
þeir vita nokkurn tíma um það
hve litlu munaöi — á annan
hvorn veginn.
Þessar hugleiöingar tóku aft-
ur að ónáöa nú í fyrstu viku nýs
árs, viö lestur á kveðjuorðum dr.
Bjarna Jónssonar, yfirlæknis á
Landakoti, sem m.a. sagöi:
„Mér finnst læknisnafnið vera
virðingarheiti. Nú um sinn hefur
mér fundist að læknum færi
fækkandi og læknisfræðingum
fjölgandi. Viö skulum vera þess
minnug ætíö, að sjúklingarnir
eru ekki til fyrir okkur, heldur viö
fyrir sjúklingana." Og eftirmaöur
hans drap á þaö að menn virtust
halda aö hægt væri aö reka
heilbrigöisþjónustu á einhvers
konar færibandakerfi, án tillits
til mannlegra sjónarmiöa. Aö
vísu beindust orö læknanna
ekki aö nákvæmlega því sama,
sem þau af þessu gefna tilefni
tengdust í hugskoti Gáruhöf-
undar. En þó liggur þar sama
hugsun og viövörunarorö aö
baki.
Sjálfsagt eru dæmin líka
mörg, sem ekki fara hátt, um aö
sjúklingar komust auöveldlega
og fyrirstööulaust í viðbragös-
fljótar læknishendur, þegar
klukkutímar gátu skipt sköpum
sem hér.
Hugrakkur og óvílinn tann-
læknir, Örn Bjartmarz, bjargaöi
á þann hátt Gáruhöfundi frá
sködduöu andliti eftir bílslys
fyrir nokkrum árum. Þótt stýriö
brotnaði undan höku öku-
mannsins viö þaö tækifæri og
sannaði aö hann væri haröari en
stál, létu kjálkar undan högginu.
Eftir aö hafa veriö fagmannlega
bróderuö utan og innan á vör og
höku á slysavarösstofu, lagöi
hrakfallabálkurinn af staö heim í
leigubíl. En þar sem tungan
haföi ekki rúm til aö teygja úr
sér, var auöfundiö aö framtenn-
ur í neöri góm höföu ýst inn meö
gómnum. Var því tekið þaö ráö
að aka beint til tannlæknisins,
sem kunnugur er munnlagi viö-
komandi eftir margra ára við-
gerðarþjónustu. Örn haföi snör
handtök, eftir aö hafa skoðaö
verksummerki. Sagöi eitthvaö á
þessa leið: „Við höfum ekki tíma
til aö deyfa eöa hika. Þetta fer
að bólgna! Þorirðu?" Og eftir aö
hafa fengiö svariö: „Ef þú þorir
sjálfur," brá hann tveimur fingr-
um inn fyrir neöri góminn, sparn
fæti í stólinn, lét sjúklinginn
ríghalda sér og kippti í tveimur
snöggum rykkjum bitanum
fram. Teknar voru röntgen-
myndir, sem sýndu að brotin
höföu fallið nákvæmlega rétt
saman báðum megin. Og þótt
framtennur neöri góms væru
lausar, festust þær aftur aö
liönu bólguskeiöi miklu. Tann-
læknirinn boraöi bara niður í
þær og gekk frá slitnum tauga-
endum eftir atganginn. Og tenn-
urnar þær hafa allar veriö til
góös brúks fram á þennan dag.
En lýtasérfræðingi, er seinna
heyröi söguna og sá ummerki
meistaraverksins, varö að orði:
Heppin varstu! Annars heföiröu
seinna lent hjá mér í mikilli
viögerö á andlitinu.
Þetta var í raun útúrdúr og
aöeins um lýti en ekki blindu. En
hvert auga sem bjargast sjá-
andi, hlýtur aö vera óendanlega
mikils virði. Ekki höfum viö öll
hugarfar sr. Friöriks, sem í
ellinni tók næstum fagnandi
þeirri blindu, sem guö vildi á
hann leggja. Sagði jafnvel sem
svo, aö nú gæti hann ótruflaöur
notið svo margs annars úr
hugskotinu.
Viö hljótum aö segja: Guöi sé
lof fyrir hann Úlfar, og hans líka!
Megi þeir veröa allra karla elstir.
?,
ans hefur bækistöð hér á landi þar
sem er fréttaþjónustan APN eða
Novosti. Nú sendir hún frá sér
fregnmiða um atburðina í
Afghanistan, einn ber yfirskrift-
ina Afghanska þjóðin horfir mót
nýjum degi og þar stendur:
„Á fyrsta degi ársins var í
Kabul minnst merkisatburðar —
fimmtán ár eru liðin frá stofnun
demókrataflokks Afghanistan,
segir í fregn, sem Izvestía birtir
frá Afghanistan. Lokatakmark
flokksins er að byggja nýtt þjóð-
félag, laust við arðrán mann á
manni, (eins og Alþýðubandalagið
hér á landi) og það hefur orðið
markmið allrar þjóðarinnar.
„Afghanska þjóðin", segir
Izvestía, „horfir með vongleði mót
morgundeginum."
í fregninni segir frá viðtölum
við fulltrúa ýmssa samtaka í
Kabul. „Við erum þakklát sovésku
þjóðinni fyrir veitta aðstoð. Það er
ómögulegt í einu bréfi að segja frá
allri þeirri bitru reynslu sem við
höfum orðið fyrir. I dag erum við
þess fullviss, að það er allt um
garð gengið," sagði Firuza Komil,
iðnverkakona. Rim Piruz, bygg-
ingaverkamaður, leggur áherslu á
„að Sovétríkin hafa veitt afg-
hönsku þjóðinni aðstoð í meira en
60 ár. Fjölmörg atvinnufyrirtæki
hafa verið byggð með sovéskri
aðstoð og vitna þau um vináttu
þjóðanna".
„Við erum þakklát ykkur, kæru
sovésku vinir,“ segja afghanir."
Þannig skrifa sovéskir blaða-
menn um landið, sem Rauði her-
inn hefur ráðist inn í og hertekið.
Þannig er valdbeitingunni lýst
sem göfugu hjálparstarfi. Og
blekkingarnar hafa jafnvel áhrif
hér á landi, þar sem þess verður
vart, að skriffinnar og fréttamenn
leggja sig fram um að finna
afsökun fyrir sovésku hernámi á
Afghanistan.
Þeirri röksemd hefur oft verið
haldið á loft í umræðum um
öryggismál íslands, að hlutleysi
eða afstaða, sem mótast af því að
vilja ekki vera í bandalagi við
risaveidin, sé besta tryggingin
fyrir því, að ekki verði með
hernaði ráðist inn fyrir landa-
mæri ríkja. Um langt árabil hafa
Afghanar hallað sér að Sovétríkj-
unum og þegið af þeim efnahags-
lega aðstoð, en þeir hafa einnig
skipað sér í sveit hlutlausra ríkja
utan hernaðarbandalaga. Hvaða
vernd hefur sú utanríkisstefna
veitt þeim? Alls enga. Kremlverj-
ar virða ekkert annað en vald. Og
með hervaldi hafa þeir nú svipt
Afghani sjálfstæði sínu. Raunar
eru þessi samtök ríkja utan hern-
aðarbandaiaga einskis virði, ekki
síst eftir að Kúbanir komust þar í
forystu og hafa lagt sig fram um
að þröngva öðrum til þjónkunar
við Sovétríkin samhliða því, sem
þeir stunda hernað á þeirra vegum
í Afríku.
Utþenslu-
stefna
Utþenslustefnu Sovétríkjanna
virðast ekki verða sett nein skyn-
samleg mörk. Og svo er sem
Kremlverjar láti sér ekki lengur
nægja, að leppar þeirra sitji við
völd heldur fylgja þeir boðorðinu:
Sjálfs er höndin hollust. Þeir hafa
staðið fyrir valdaráni í Eþíópíu og
Suður-Jemen en í Angola beita
þeir Kúbumönnum fyrir sig og
Víetnömum í Kampútseu. Eftir
hernám Afghanistan sá víet-
namska ríkisstjórnin ástæðu til að
gefa út sérstaka hátíðar- og stuðn-
ingsyfirlýsingu í fagnaðarskyni, á
meðan aðrir annað hvort þögðu
eða mótmæltu.
Innrásin í Afghanistan sannar
enn einu sinni að Moskvuvaldið
svífst einskis. Þeir menn, sem
hafa fetað sig frá blindri trú sinni
á kommúnismann, nefna jafnan
nokkur kennileiti á vegferð sinni.
Þau, sem ber hæst, eru atburðirn-
ir í Ungverjalandi 1956, þegar
Rauði herinn kæfði uppreisnina
þar, og innrásin, sem gerð var í
Tékkóslóvakíu 1968 til að stöðva
frelsissókn þjóðarinnar. Skyldi
hernám Afghanistan verða eitt af
þessum kennileitum, þegar fram
líða stundir?
Með töku Afghanistan eru Sov-
étmenn á leið til olíulindanna við
Persaflóa. Hver getur efast um
það eftir þessa hernaðaraðgerð, að
frá Moskvu yrði sendur herafli til
að taka auðug Evrópuríki, ef
tækifæri gæfist. Eða hvað kann að
gerast í Júgóslavíu? Varla verður
staða þess lands utan hernaðar-
bandalaga til að aftra Rauða
hernum, ef skipun yrði gefin um
hernám landsins. Á sínum tíma
mátti lesa það, haft eftir Enrico
Berlinguer leiðtoga ítalskra
kommúnista, að einmitt sú hætta,
sem hann taldi á því, áð Sovétrík-
in legðu undir sig Júgóslavíu,
neyddi ítali til þátttöku í Atlants-
hafsbandalaginu.
í bókinni „New Strategic Fac-
tors in the North Atlantic", sem út
kom 1977 fjallar kanadíski her-
fræðingurinn George R. Lindsey
um kafbátahernað og flotaumsvif
á Norður-Atlantshafi og heim-
skautasvæðunum. í lok ritgerðar
sinnar segir hann:
„Hernaðarstefna Sovétríkjanna
bæði fyrir og eftir síðari heims-
styrjöldina hefur haft það sem
mikilvægt markmið að mynda
ríkjabelti eins konar stuðpúða til
að halda hugsanlegu innrásarliði í
fjarlægð frá rússnesku ættjörð-
inni. Skilyrðin, sem Finnum voru
sett 1939, miðuðust við það að
vernda siglingaleiðirnar inn til
Murmansk og Leníngrad; vetr-
arstríðið milli Rússa og Finna,
sem síðan hófst, lyktaði einmitt
með því, að þetta náðist fram. Við
Kyrrahafsströndina slógu Rússar
eign sinni á hernaðarlega mikil-
vægar eyjar í nágrenni við Japan.
Á landi er þessi viðleitni þó enn
skýrari: Austur-Pólland 1939,
Lithaugaland, Eistland og Lett-
land, Bessarabía og Norður-Buko-
vina 1940. Raunar má líta á
samaðila Sovétríkjanna að Var-
sjárbandalaginu sem stuðpúða
milli þeirra og Atlantshafsbanda-
lagslandanna. Þannig mundi það
vera í samræmi við þessa megin-
stefnu, að sovéskir herfræðingar
vildu koma á svipuðu belti á
hafinu og stækka það hvenær, sem
tækifæri gæfist. Sé þetta skoðaö
út frá Murmansk mundu fórnar-
lömbin verða Norður-Noregur,
Svalbarði (með Bjarnarey og Von-
arey), Jan Mayen, Grænland,
ísland og Færeyjar."