Morgunblaðið - 06.01.1980, Page 44

Morgunblaðið - 06.01.1980, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1980 MORö'dN/ KAWNO (0 (níV^í: Bara einn af þessum venjulegu minjagripum sem þeir búa til í Hong Kong. ,0 Þekkirðu hann ekki — þulur- inn í sjónvarpinu? Um hátt launaða menn og láglaunaða BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Aðeins tveir tapslagir lágu nokkuð beint við í fjórðu jóla- þrautinni og raunar mátti trompa þá báða með hátrompum í blind- um. Sjálfsagt hefur þá einhverjum dottið í hug, að spilið væri alls ekkert vandamál. Suður gaf, austur og vestur sögðu alltaf pass. Norður S. KD2 H 3 T. KG107654 L. Á2 Suður S. ÁG1098 H. ÁG10 T. - L. KG1098 En reyndar var spurt hvernig vinna mætti sex spaða með sem allra mestu öryggi eftir að vestur spilar út hjartasjö. En gildran í spilinu er, að eyða ekki trompi heima í að trompa tígul eftir að búið er að trompa bæði hjörtun í blindum. Og þar að auki er öruggara það þurfa ekki að spila laufunum tvisvar áður en trompin eru tekin af andstæðing- unum. Kannski liggja spilin alltaf vel hjá þér en þá áttu bara eftir að spreyta þig á legu þessu líkri. Norður S. KD2 H. 3 T. KG107654 L. Á2 Vestur Austur S. 4 S. 7653 H. 9762 H. KD854 T. ÁD9 T. 832 L. D7643 L. 5 Suður S. ÁG1098 H. ÁG10 T. - L. KG1098 Fyrsta slaginn tekur þú með hjartaás, trompar hjarta með háu, spilar síðan lauftvistinum á kóng- inn og trompar aftur hjarta með háu trompi. Að þessu loknu tekur þú tromp fjórum sinnum og lætur laufásinn frá blindum. Þar með flækist hann ekki lengur fyrir, vestur fær á drottninguna en þú átt enn eitt tromp eftir og færð afganginn. 8>2feC0SPER Það kemur sér vel í óðaverðbólgunni að vera léttstígur á vel sóluðum skóm? „Ekki veit ég hvort unnt er að hefja umræðu um launamál, svo útjaskað og margþvælt umræðu- efni sem það nú er. Eigi að síður langar mig til að setja fram nokkrar hugleiðingar um þau og hugsanlegt er að fólk vilji tjá sig frekar. Taka verður þó með í reikninginn að þessi mál eru jafnan viðkvæm og flókin í senn og menn eru kannski ekki ginn- keyptir fyrir því að fjalla um launamál sín. Nefna má kannski eina ástæðu þess að menn vilja ekki (a.m.k. opinberlega) ræða launakjör sín, en það eru yfirborganir. Mér skilst að þær tíðkist í nokkrum mæli og þá geti þær numið 10—20%, en ekki má tala um þær því að þær standa algjörlega utan við kjara- samninga. Kannski má ekki held- ur nefna þær þar sem þær eru sviknar undan skatti þótt ég komi nú ekki auga á hvernig það má vera. • Uppmælingin Eitt dæmi sem menn nefna jafnan með vandlætingu og býsn- ast yfir eru tekjur iðnaðarmanna, sem geti verið allmiklar þar sem þeir vinna flest verk í ákvæðis- vinnu og uppmælingu eða hvað það nú allt heitir. Menn sjá ofsjónum yfir uppgripum iðnað- armanna, en gleyma því kannski um leið að þessi uppgrip eru ávöxtur óþrjótandi vinnu og fylgi- fiskur hennar er oft ýmis konar atvinnusjúkdómar, sem lítill gaumur er gefinn að ég tel. Einnig býsnumst við landkrabbar mikið yfir svimandi launatölum sjó- manna, helst loðnusjómanna á vertíð, en gleymum því einnig að þeir hafa þrælað fyrir kaupi þessu með stöðugum vökum og álagi þann tíma sem vertíðin stendur yfir. Er þá ekki spurt hvað klukkan sé eða hvort menn eru búnir í mat eða kaffi þegar loðnan er annars vegar og „afgreiða" þarf hana. Við minnumst líka þess ekki alltaf að loðnusjómenn og allir aðrir sjómenn lepja nánast dauð- ann úr skel aðra árstíma en rétt yfir vertíðirnar og geta þá liðið vikur eða mánuðir þar til þeir fá skaplegar tekjur næst. Þessi óregla í tekjum hlýtur að koma illa við hvaða launþega sem er og gerir mönnum erfitt fyrir varð- andi alla fjárhagsáætlanir, skuldbindingar og ekki síst skatt- Maigret og vínkaupmaöurinn 12 2. kafli Þcgar konan hans stóð við rúmið með kaffibolla í hendinni og ýtti við honum langaði hann mest til að segja eins og hann gerði þegar hann var lítill, að hann væri lasinn og ætlaði að vera kyrr i hlýju rúminu. Ilonum var illt í höfðinu og hann íann að hann var sveittur á enninu. Hann sá að gluggarn- ir voru hélaðir af frostinu. Hann drakk kaffið og loks tókst honum að húrra sér fram úr rúminu og gekk út að glugganum. Hann andaði á rúð- una svo að hann sæi út og fyrstu Parísarbúarnir voru að hraða sér til vinnu sinnar. Hann var lengi að vakna. fékk sér meira kaffi og stóð lengi undir sturtunni. Meðan hann rakaði sig fór hann að hugsa um Chabut. Honum fannst það ákaflega heillandi og forvitnilegt mál í sjálfu sér. Hver hafði gefið honum trú- verðugustu myndina af honum? Fyrir Madame Blanche var hann eins og hver annar við- skiptavinur. en góður við- skiptavinur sem alltaf pantaði dýrasta vínið. Það var greini- lega óslökkvandi þörf hjá hon- um að panta alltaf það dýrasta og finasta og eyða miklum peningum. Eins og hann þyrfti sýknt og heilagt að færa sönnur á að hann væri rikur og voldug- ur. Sjálfsagt sagði hann oft: „Ég byrjaði nú með því að ganga hús úr húsi og bjóða vöru til sölu. Faðir minn rekur enn litla krá i Quai de la Tounelle. Hann er varla læs og skrifandi og hvað þá mcira.“ Og hver var eiginlega skoðun stúlkunnar sem allir kölluðu Gíraffann? Ilún hafði ekki grát- ið. en samt hafði Maigret fengið sterklega á tilfinninguna að henni hefði langt frá staðið á sama um hann. Hún vissi að hún var ekki sú eina sem kom með honum í glæsihúsið i Rue Fortuny og samt sýndi hún engin merki um afbrýði. Og enn síður gerði kona hans það. Upp í huga Maigrets kom aftur það sem leitað haföi á huga hans við samtal þeirra kvöldið áður. Hann sá íyrir sér stóreflis málverk scm haíði verið á bezta staönum i ihúðinni þeirra. Það var sennilega nokk- uð gott málverk. Chabut horfði fram fyrir sig, þrjózkulcgur á svip og hönd hans kreppt eins og hann væri tilhúinn að reiða hana til höggs. — Hvernig líður þér? — Þegar ég hef fengið mér dálitið meira kaffi er ég alveg orðinn ágætur. — Fáðu þér asperin og reyndu að vera eins litið utan dyra og þér er unnt. Ég skal hringja á leiguhil. Þegar hann kom á Quai des Orfevres var hann enn að hugsa um vinkaupmanninn. Hann reyndi að sjá hann fyrir sér. Ilann hafði á tilfinningunni að þegar honum tækist að kynnast honum betur myndi ckki verða Eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslensku erfiðleikum bundið aö hafa upp á morðingja hans. Þokan lá eins og möttull yfir öllu umhverfinu. Maigret varð að kveikja. Hann blaðaði gegn- um póstinn, skrifaði undir nokkur opinber plögg sem höfðu vcrið lógð á borðið t»5 undirskriftar. Klukkan niu fór hann á fund hjá yfirmanni rannsóknarlögreglunnar. Þegar röðin kom að honum var hann stuttorður um Theo Stirnet. — Haldið þér að hann sé vangcfinn? — Það mun verjandi hans án efa leggja áherziu á, ef hann velur þá ekki þann kostinn að tala um ólukku bernsku. Það er nú bara sá hængur á því, að hann hefur líklega slegið hana allt að fimmtán sinnum, svo að það verður víst að kalla hrotta- skap — ekki sízt með hliðsjón af þvi að gamla konan var amma hans. Hann gerir sér ekki Ijóst hvað bíður hans. Hann reynir að svara öllu eins vel og hann getur. llonum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.