Morgunblaðið - 06.01.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.01.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1980 Nýj árssálrrmr Hvað boðar nýárs blessuð sól? hún boðar náttúrunnar jól, hún flytur líf og líknarráð, hún ljómar heit af Drottins náð. Sem Guðs son forðum gekk um kring, hún gengur ársins fagra hring og leggur smyrsl á lífsins sár og læknar mein og þerrar tár. Ó, sjá þú Drottins björtu braut, þú barn, sem kvíðir vetrar þraut, í sannleik hvar sem sólin skín er sjálfur Guð að leita þín. Því hræðst þú ei, þótt hér sé kalt og heimsins yndi stutt og valt, og allt þitt ráð sem hverfult hjól, í hendi Guðs er jörð og sól. Hann heyrir stormsins hörpuslátt, hann heyrir barnsins andardrátt, hann heyrir sínum himni frá hvert hjartaslag þitt jörðu á. í hendi Guðs er hver ein tíð, í hendi Guðs er allt vort stríð, hið minnsta happ, hið mesta fár, hið mikla djúp, hið litla tár. í almáttugri hendi hans er hagur þessa kalda lands, vor vagga, braut, vor byggð og gröf þótt búum við hin yztu höf. Vor sól og dagur, herra hár, sé heilög ásján þín í ár. Ó, Drottinn, heyr vort hjartans mál, í hendi þer er líf og sál. Matthías Jochumsson Nýjársnótt Nýjársnótt urðu margir hlutir undarlegir og mikið um dýrðir þar sem álfar fluttu þá búferlum, sóttu tíðir og heimboð hverjir til annara; þá var hvað bezt að sitja úti á krossgötum; þá töluðu kýr að sumra sögn, þó aðrir segi það væri á þrettándanótt; þá var trú að „kirkjugarður risi“ og að allt vatn yrði þá snöggvast að víni. Það verður að hafa það hugfast að „hátíð er til heilla bezt“, og því hafa sumir ætlað að óskastundin væri þessa merkisnótt. Svo er sagt að piltur einn ætlaði að reyna að hitta óskastundina. Hann tók sig til einn laugardag, en aðrir segja á gamlárskvöld, settist upp á bæjarburstina, hélt húfunni sinni opinni milli handa sér og bað í sífellu og hástöfum með þessum orðum: „Full, full húfan mín með rauðagull. „Þarna sat pilturinn alla nýjársnóttina (eða laugardaginn) og var að óska þangað til um morguninn að einn af heimamönnum gekk út og heyrði, hvers drengurinn óskaði, og sagði um leið og hann gekk út: „Ég vildi hún væri orðin full af skít. „Þetta varð að áhrínorðum því maðurinn hitti óskastundina, en drengurinn þagði á meðan hinn óskaði. Úr Hákonar sögu góða Frá því segir í Hákonar sögu góða, í Heimskringlu Snorra Sturlusonar, að Hákon hafi verið vel kristinn er hann kom í Noreg en land allt heiðið og blótskapur mikill. Hákon varð að fara leyni- lega með kristninni því hann þurfti liðs og alþýðuvinsælda, en hann setti það þó í lög, að jólahald skyldi hafið þann tíma sem kristn- ir menn, en „áður var jólahald Skáli á söguöld Jólahald í heiðnum sið hafið hökunótt, það var miðsvetr- arnótt, og haldin þriggja nátta jól.“ í Hákonar sögu góða segir einnig: „Sigurður Hlaðajarl var hinn mesti blótmaður, og svo var Há- kon, faðir hans, Hélt Sigurður jarl upp blótveizlum öllum af hendi konungs þar í Þrændalögum. Það var forn siður, þá er blót skyldi vera, að allir bændur skyldu þar koma, sem hof var, og flytja þangað föng sín, þau eru þeir skyldu hafa, meðan veizlan stóð. Að veizlu þeirri skyldu allir menn öl eiga. Þar var og drepinn alls konar smali og svo hross, en blóð það allt, er þar kom af, þá var það kallað hlaut, og hlautbollar það, er blóð það stóð í, og hlautsteinar, það var svo gert sem stökklar, með því skyldi rjóða stallana öllu sam- Þórslíkneski frá Eyrarlandi. an og svo veggi hofsins utan og innan og svo stökkva á mennina, en slátur skyldi sjóða til mann- fagnaðar. Eldar skyldu vera á miðju gólfi í hofinu og þar katlar yfir. Skyldi full um eld bera, en sá, er gerði veizluna og höfðingi var, þá skyldi hann signa fullið og allan blóðmatinn, skyldi fyrst Óðins full — skyldi það drekka til sigurs og ríkis konungi sínum — en síðan Njarðar full og Freys full til árs og friðar. Þá var mörgum mönnum títt að drekka þar næst bragafull. Menn drukku og full frænda sinna, þeirra er heygðir höfðu verið, og voru það minni kölluð. Sigurður jarl var manna örvastur. Hann gerði það verk, er frægt var mjög, að hann gerði mikla veizlu á Hlöðum og hélt einn upp öllum kostnaði." Tvo bræður greindi á um að huldufólk væri til. Annar því fast fram að það væri, en hinn neitaði. Fór þessu svo fram um hríð þangað til sá er neitaði tilveru huldumanna reiddist og kvaðst skyldi burtu fara og ekki aftur koma fyrr en hann væri orðinn vissari hvort huldumenn væri til eða ekki. Síðan fór hann leiðar sinnar og gekk yfir fjöll og firnindi, hóla og hæðir og varð einskis vísari. Ekki er sagt af ferðum hans fyrr en hann kom aðfangadagskvöld fyrir nýjár á bæ einn og var þar heimilisfólk allt dapurt mjög. Ferðamaður spurði, hvað þeim stæði fyrir gleði. Honum var sagt að enginn vildi verða til að gæta bæjarins meðan heimilis- fólk færi til tíða því þar hefði nú í langa tíma horfið gæzlumaður hverja nýjársnótt og vildi því enginn eftir verða til bæjar- geymslu. Komumaður bað heimamenn vera ókvíðna og bauðst að gæta bæjarins og sagði sér mundi óhætt. Leið svo tíminn að menn fóru til tíða af bænum. Hann tekur sig til og nær fjöl úr þilinu fyrir ofan fremsta rúmið í baðstofunni og fer milli þils og veggjar, hleypti þilinu að mestu leyti aftur, en hafði þó rifu á fellingunum svo hann gat séð um alla baðstofuna. Hundur hans lá á pallinum. Þegar hann hefur verið þar litla stund heyrði hann manna- mál og göngu úti, og skömmu síðar er gengið í baðstofuna og er þar komið margt fólk. Hann sér að hundurinn er tekinn og slengt niður við svo hvert bein brotnaði í honum. Því næst heyrði hann að komumenn töl- uðu sín á milli um að mannalykt væri í bænum, en þá sögðu aðrir það væri eigi kyn þar sem bæjarmenn væri nýfarnir til tíða. Þegar þeir höfðu umþóttað sig sá gæzlumaður, að þessir komumenn fóru með gullofinn dúk, mesta gersemi, og breiddu á borð, og allur borðbúnaðurinn að því skapi, skálar og diskar, ker og knífar, allt var af silfri. Síðan settist allur hópurinn við snæð- ing og fór þar allt siðsamlega fram. Drengur einn var látinn gæta dyra og hvenær dagur ljómaði og var hann ýmist úti eður inni. Hinn mennski maður tók eftir því að í hvert sinn sem hann kom var hann spurður um Baðstofa á 19. öld. Álfa dansá nýjárs nótt hvað liði tímanum, en hann svaraði að langt væri enn til dags. Fór þá gæzlumaðurinn að rífa úr smátt og smátt úr gættinni á baðstofunni svo hann kæmist út ef á lægi. Þegar menn þessir höfðu snætt var maður og kona leidd fram. Þá kom og til þeirra enn þriðji maður sem gæzlumanni þótti sem prestur væri. Svo hófu þeir söng og voru enir sömu sálmar sungnir setn hjá oss er vant að syngja við hjónavígslu og var þar að öllu farið sem hjá vel kristnum mönnum er venja til. En þegar hjónavígslunni var lokið var tekið til að dansa og hélzt sú gleði um stund. I því kom dyra- vörður huldumanna inn og var hann spurður hvað nú liði, en hann kvað enn langt eftir nætur. í því gall gæzlumaður við er stóð , langt að baki honum — því þá var hann kominn úr gættinni — og sagði: „Lýgur þú það því nú er þegar dagur á miðju lofti." Við þetta brá huldumönnum svo er að dansinum voru að þeir drápu þegar dyravörð sinn, hlupu burt og skildu allt sitt eftir. Gæzlu- maður fór þegar eftir þeim og sá það seinast til ferða þeirra, að allir steyptu sér í vatn nokkurt er var kippkorn frá bænum. Snéri hann þá heimleiðis og tók saman allt það er huldufólkið hafði eftir skilið. Skömmu síðar komu heima- menn frá tíðum og spurðu þeir gæzlumann hvert hann hefði nokkurst vísari orðið. Hann kvað það lítið mark hafa verið að því og sagði þeim hvernig farið hafði. Þóttust menn þá sjá í hendi að hinir fyrri gæzlumenn hefði látið huldufólkið sjá sig og það mundi hafa orðið þeim að fjörlesti viðlíka og hundinum í þetta sinn. Heimamenn gáfu gæzlumanni allt það er huldu- mennirnir höfðu eftir skilið. Að því búnu fór gæzlumaður að hitta bróður sin og sagði honum upp alla sögu og það með að aldrei skyldi hann upp frá því rengja tilveru huldumanna. Tók hann svo við búi eftir foreldra sína og kvæntist og varð hinn mesti lánsmaður alla ævi. En ekki er þess getið að vart yrði við mannahvarf eftir það á bæ þeim er hann gætti forðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.