Morgunblaðið - 27.01.1980, Page 21

Morgunblaðið - 27.01.1980, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1980 21 Fulltrúaráö sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík: Ellert B. Schram var endurkjörinn formaður ELLERT B. Schram var endurkjörinn formaður fulltrúaráðs sjálfstæðis- flokksfélaganna í Reykjavík á aðalfundi þess í fyrrakvöld. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Ragnhildur Helgadóttir, hlaut 95 atkvæði, Gunnar Thoroddsen 94 atkvæði, Björn Þórhallsson 92, Sig- urður Hafstein 89, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson 78 og Gísli Baldvinsson 56. Aðrir sem hlutu atkvæði voru Ásmundur Einarsson 52, Guðjón Hansson 37 og Krist- ján Guðbjartsson 27. Á fundinum gerði Ellert B. Schram ítarlega grein fyrir störfum fulltrúaráðsins síðastliðið starfsár, og for- maður Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímsson, flutti ræðu. Fundarstjóri var Mark- ús Örn Antonsson, og fund- arritari Stella Magnúsdóttir. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun: Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, haldinn 24. janúar 1980, lýsir yfir megnustu and- úð sinni á stöðugri útþen- slustefnu og yfirgangi komm- únista um heim allari. Jafn- framt fordæmir fundurinn harðlega innrás Sovétríkj- anna í Afganistan og skoðanakúgun þá, sem undan- farið hefur lýst sér m.a. í Ellert B. Schram undirbúningi að brottflutn- ingi pólitískra andófsmanna frá Moskvu vegna fyrirhug- aðra Olympíuleika, og nú síðast lýst sér með handtöku og útlegð hins heimskunna vísindamanns, andófsmanns- ins Shakarovs. Aðalfundurinn hvetur þess vegna alla þjóðholla ísiend- inga til að standa vörð um sjálfstæði okkar sem ein- staklinga og þjóðar, og varar við síauknum áhrifum komm- únista og meðreiðarsveina þeirra í þjóðfélaginu. Varar aðalfundur fulltrúa- ráðsins alvarlega við því, að nokkuð sé gert, sem stuðlað getur að auknum völdum kommúnista á hinum ýmsu sviðum stjórnmála- og þjóðlífs. Hefja viðgerð Sóknarnefnd Hrafns- eyrarkirkju áformar að hefja viðgerð á kirkj- unni næsta sumar. En kirkjan, sem er nær hundrað ára gömul, er orðin allhrörleg. I sumar er gert ráð fyrir að grunnur verði lagfærður og gengið verði frá festingum. Seinna verður svo gert við húsið eftir því sem efni og ástæður leyfa. En þar sem söfnuður- inn er fámennur og kirkj- an þar af leiðandi félítil, er það von okkar að Arnfirðingar heima og heiman, svo og aðrir vel- unnarar kirkjunnar, sjái sér fært að láta fé af hendi rakna svo að þetta aldna guðshús megi sem lengst prýða staðinn. Sóknarnefndin. á Hraf nseyrarkirkju

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.