Morgunblaðið - 01.02.1980, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1980 1 5
Ö1 á Alþingi:
Áfangi að inn-
flutningi og bruggun
— segja gagnrýnendur
Styðst við lög
og sanngirni
— segir f jármálaráðherra
Tollfrjáls áfengur bjór til ferðamanna, sem koma
erlendis frá, varð tilefni harðra deilna utan dagskrár í
Sameinuðu þingi í gær. Helgi F. Seljan (Abl) og Stefán
Valgeirsson (F) gerðu harða hríð að Sighvati Björgvins-
syni fjármálaráðherra, sem taldi hina nýju heimild hafa
lagastoð í tollskrárlögum og setja alla hingaðkomendur
við sama borð.
milljarða skattalækkun. Við þetta
hafði þjóðhagsstjóri engar athuga-
semdir að gera.
En þegar um er að ræða tillögur
Alþýðubandalagsins, þar sem grein
er gerð fyrir tekjum og gjöldum, þá
er gerð athugasemd og staðreynd-
um beinlinis neitað.
í tillögur Alþýðuflokksins vantar
líka greinargerð um öflun 10
milljarða, sem þar var ráðgert til
tekjutryggingar fyrir þá lægst laun-
uðu.
- O —
Þau dæmi, sem hér hafa verið
rakin úr umsögnum Þjóðhagsstofn-
unar um efnahagstillögur flokk-
anna, sýna svo ekki verður um villst,
að þessar umsagnir hennar eru
ekki marktækar. Þær eru illa
unnar, ónákvæmar og beinlínis vil-
hallar og gefa ranga hugmynd um
efni tillagnanna og þann vanda sem
við er að fást. Ljóst er að ekki er
lagður sami mælikvarði á allar
tillögurnar.
Um forstöðumann Þjóðhagsstofn-
unar má margt gott segja. Hann er
afkastamaður mikill. Hann hefur
komið sér upp ýmiss konar „reikni-
líkönum". Hann hefur sent frá sér
margar góðar upplýsingar og er
maður þægilegur að tala við. En
hann hefur líka „reiknað út“ margar
dómadagsvitleysur og sent frá sér
„spár“ sem fallið hafa fyrir veru-
leikanum hver um aðra þvera.
Þjóðhagsstofnun er gagnleg hag-
stofnun. Hún á að vinna á því sviði
hagmála, sem Hagstofan fjallar
ekki um. En Þjóðhagsstofnun á ekki
að taka að sér pólitiskar ráðlegg-
ingar. Hún á ekki að blanda sér í
afstöðu stjórnmálaflokkanna um
það hvort greiða á útflutningsbætur
eða ekki, hvort lækka eigi skatta eða
hækka, eða hvort ráðast eigi í ný
skipakaup eða tilteknar fram-
kvæmdir í atvinnumálum. Þeir
stjórnmálamenn, sem eru svo
ósjálfstæðir, að þurfa í hverju spori
að spyrja Þjóðhagsstofnun og sem
vilja láta líta á umsagnir hennar
sem stórasannleik, þeir ættu ekki
að gefa sig i pólitik. Stjórnmála-
menn verða að hafa skoðun á
þjóðmálum, einnig á því hvernig
eigi að leysa þjóðfélagsleg vanda-
mál, sem upp koma.
Engin tölva á að hugsa fyrir þá;
— sjáifir verða þeir að hugsa og
sjálfir verða þeir að taka ákvarð-
anir.
Hagstofnanir og aðrar sérfræði-
stofnanir eiga að veita upplýsingar
um staðreyndir, úr þeim eiga síðan
stjórnmálamenn að vinna.
- O -
í grein þessari er nokkuð sveigt að
Þjóðhagsstofnun og forstöðumanni
hennar. Hjá því varð ekki komist
eins og málin báru að.
Því fer þó víðs fjarri, að ég telji
Þjóðhagsstofnun lakari stofnun en
ýmsar aðrar ríkisstofnanir. Og um
forstöðumann þeirrar stofnunar get
ég sagt, að ég met hann meir en
marga aðra stofnanaforstjóra. Ein-
mitt af þeim ástæðum geri ég meiri
kröfur til hans en ýmissa annarra
sem með opinber mál fara.
Aðalefni þessarar greinar er held-
ur ekki að fjalla um störf Þjóð-
hagsstofnunar, heldur hitt, að vekja
athygli á þeirri hættu, að stjórn-
málamenn og stjórnmálaflokkar
gefist upp við sjálfstæða ákvarð-
anatöku og skoðanamyndun. Til
þess má ekki koma að stjórnmála-
menn gefist upp við að hugsa og við
að taka ákvarðanir, og feli „sérfræð-
ingurn" og „sérfræðistofnunum" að
hugsa fyrir sig.
Fjölmiðlar þurfa líka að skilja, að
það er enginn stórisannleikur þó
að einhver „sérfræðingur" fullyrði
eitthvað.
Forréttindahóp-
urinn stækkaður
Helgi F. Seljan (Abl) kvaddi sér
hljóðs utan dagskrár á Alþingi í
gær, í samráði við áfengisvarnaráð,
að hans sögn, og krafði fjármála-
ráðherra um ástæður fyrir reglu-
gerðarbreytingu, sem heimilaði
ferðamönnum að taka áfengt öl inn
í landið og réttlætingu slíks. Taldi
hann breytingu þessa stangast á við
áfengislög og raunar hvers konar
undanþágur til innflutnings toll-
frjáls áfengis til landsins. Þessi
aukning áfengis í vali ferðamanna
skapaði engan jöfnuð, eins og að
væri látið liggja, heldur stækkaði
aðeins forréttindahópinn! Allur al-
menningur sæti við annan kost en
ferðafólkið. — Hér væri um spor að
ræða að því marki að opna áfengu
öli leið inn í íslenzkt þjóðlíf.
Andstaða sín við slíkt væri algjör.
Heimildin í
tollskrárlögum
Sighvatur Björgvinsson fjár-
málaráðherra vitnaði til tollskrár-
laga frá 1976 þar sem segir: „Fjár-
málaráðuneytinu er heimilt að fella
niður gjöld af varningi, allt að
ákveðnu hámarki hverju sinni, sem
farmenn og ferðamenn hafa með-
ferðis frá útlöndum ...“ Þ.á m.
áfengi og tóbaki. Auk þessarar
heimildar væri ákvæði í lögum um
verzlun ríkisins með áfengi, tóbak
og lyf, þar sem segir að ráðherra
„sé heimilt að setja sérreglur um
innflutning ferðamanna og áhafna
skipa og flugvéla á áfengi og
tóbaki...“
Þá vitnaði hann til framsögu þáv.
fjármálaráðherra, Magnúsar Jóns-
sonar, er heimildin í tollskrárlögum
var samþykkt á Alþingi. Þar hafi
þáv. ráðherra sagt: „En heimild
þessi felur í sér, að fjármálaráðu-
neytið geti sett reglur um tollfrjáls-
an innflutning ferðafólks og far-
manna, er miðast við það, sem
eðlilegt má telja í þessum efnum, og
yrði þá að sjálfsögðu stuðst við
alþjóðlegar venjur í því sambandi
og þessar heimildir ráðuneytisins
takmarkist ekki af sérlögum nema
að svo miklu leyti sem sjálfsagt er
og eðlilegt að verði vegna sóttvarna
og annarra öryggisráðstafana". Ég
legg sérstaka áherzlu á orðin „tak-
markist ekki af sérlögum", eins og
áfengislögum. Alþingi vissi því að
hverju það gekk er það gaf laga-
heimild í þessa veru, sem er ótvíræð
og óumdeilanleg.
Ég tel ekki rétt að innflutningur
á öli takmarkist við sérréttindi
vissra atvinnustétta, heldur hafi
allir ferðamenn jafnan rétt.
Flóðgáttir bjórsins
opnaðar
Helgi F. Seljan (Abl) sagði
málflutning ráðherra lítt sannfær-
andi, enda ótvírætt, að þessar
undanþágur allar stönguðust á við
áfengislög. Ég varaði við því á
sínum tíma þegar leyfður var inn-
flutningur ölgerðarefna og ölgerð-
artækja, að notkun slíkra fyrir-
bæra, að viðbættu smygli, yrði síðar
notað sem röksemd fyrir því, að
opna flóðgáttir bjórsins inn í þjóð-
lífið. Sama er nú á ferð. Bjór til
ferðamanna skapar engan jöfnuð.
Til hans verður aðeins vitnað sem
röksemdar fyrir því, að almenning-
ur eigi sama rétt til bjórs og
utanreisufólk. Næsta skrefið verður
„til fulls jafnaðar" og bjórauðvaldið
nær taki á okkur sem öðrum, ef
fram fer sem horfir í þessari
áfengisþróun.
Lífskjör sjómanna og flugliða
hlýtur að mega tryggja um aðrar
dyr en áfengisforréttindi. Síðan las
Helgi ályktun áfengisvarnaráðs,
þar sem segir að heimild þessi
stangist á við þá áfengisstefnu, sem
nú sé uppi með menningarþjóðum.
Hún yki og á misrétti en eyddi ekki.
Áfengt öl til viðbótar öðrum teg-
undum yki og á þjóðfélagsvanda en
læknaði síður en svo.
Misnotkun á síðustu
dögum valda
Stefán Valgeirsson (F) sagði
furðu gegna að ráðherra í starfs-
stjórn, sem ekki hefði þingmeiri-
hluta að baki sér, gripi til svo
umdeildra aðgerða sem hér um
ræddi. Ekkert hefði verið rætt um
áfengt öl í þeim 15 ára gömlu
umræðum, sem ráðherra hefði vitn-
að til. Þessi ríkisstjórn Alþýðu-
flokksins færi senn frá, sem betur
væri, en óprúttið væri að nýta
valdaaðstöðu á síðasta snúningi til
svoddan óþurftarverks.
Þingið kæmi engum vörnum við,
— öðrum en þeim að flytja frum-
varp er tæki af tvímæli. Það væri
svo kapituli út af fyrir sig að þegar
áberandi maður í þjóðlífinu hvessti
sig, vegna eins bjórkassa, skelfdist
fjármálaráðuneytið svo sem raun
bæri vitni um.
Kjaraatriði
hjá farmönnum
Sighvatur Björgvinsson (A)
sagði lagaheimild ótvíræða, að mati
lögfræðinga ráðuneytisins. Hann
vitnaði og til greinar tollstjóra í
Vísi, sem túlkaði sömu niðurstöðu.
Hér væri ekki verið að auka á það
magn, sem ferðafólk mætti hafa
með sér, heldur gefa því valkost á
bjór í stað víns.
Farmenn litu á þau fríðindi, sem
þeir hefðu að þessu leyti, sem
kjaraatriði. Þeir hefðu nýlega farið
fram á að þetta kjaraatriði yrði
fært í eldra horf, þ.e. tollfrjáls
skammtur stækkaður. Hann hefði
ekki orðið við þeirri beiðni, en
heldur ekki treyst til að höggva á
þau réttindi, sem sjómenn hefðu og
mætu til kjaraatriðis. Þess vegna
hefði hann valið þá leið að allir,
sem erlendis frá kæmu, sætu við
sama rétt.
Hins vegar breytti þetta í engu
þeirri afstöðu sinni, að ekki bæri að
leyfa innflutning né gerð áfengs öls
hér á landi.
Umboð starfsstjórna væri og
sama eðlis og annarra ríkisstjórna.
Lukkudagar:
Vinningsnúm-
er í janúar
HINN 1. ágúst verður dregin út bifreið í Lukkudögum. Ákveðið
hefur verið, að falli vinningur á miða, sem ekki hefur verið
seldur, þá verði dregið um bifreiðina á nýjan leik.
Eftirfarandi vinningsnúmer hafa komið upp í Lukkudögum:
Janúar vinningur
1. 29855 Phillips-vekjaraklukka
2. 10069 Brown-hárliðunarsett
3. 29591 Sharp-vasatölva
4. 980 Hljómplötur
5. 2246 Reiðhjól frá Fálkanum
6. 25515 Hljómplötur
7. 20440 Hljómplötur
8. 29500 Hljómplötur
9. 16003 Brown-hárliðunarsett
10. 19912 Sharp-varatölva
11. 26245 Kodak E.K. 100
12. 8776 Kodak A 1
13. 23835 Vöruúttekt hjá Liverpool
14. 1760 Sjónvarpsspil
15. 1646 Ferðaútvarp TESAI
16. 7091 Kodak E.K. 100
17. 2246 Hljómplötur
18. 20853 Kodak E.K. 100
19. 8140 Kristmann Guðmundsson, skáldverk
20. 4583 Kodak A 1
21. 29546 Kodak E.K. 100
22. 16840 Vöruúttekt hjá Liverpool
23. 21677 Hljómplötur
24. 5587 Kodak E.K. 100
25. 353 Vöruúttekt hjá Liverpool
26. 6905 Kodak E.K. 100
27. 4635 Kodak-pocket A 1
28. 27689 Sharp-vasatölva
29. 24899 TESAI-ferðaútvarp
30. 14985 TESAI-ferðaútvarp
31. 1682 Hljómplötur frá Fálkanum (Birt án ábyrgðar).
Grundvallarreglur PHIUPS
um traust og áreiðanleika koma fram í heildargerð
nýju K12 tækjanna. Þau eru gerð auðveld í þjónustu,
áreiðanleg með þykkfilmutækni og örtölvum, örsmáum
undrarásum, sem vinna betur en stærri og eldri
einingar. K12 tækið nár þeim litgæðum, sem næst
komast raunveruleikanum. Skoðaðu Philips K12 lit-
sjónvarpstækið og þú munt sannfærast.
Tengja má við K12 tækið myndsegulbönd, sjónvarpsspil
o.fl. o.fl.
Philips með eðlilegum litum
heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 —15655