Morgunblaðið - 09.02.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.02.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1980 Athugasemdir við ummæli Lúðviks Jósepssonar um störf Þjóðhagsstof nunar Föstudajjinn 1. febrúar síöastliö- inn birtist í Morfjunblaðinu Krein eftir Lúövik Jósepsson fyrrv. alþinu- ismann, undir fyrirsönninni: „Eru umsattnir Þjóðhagsstofnunar um cfnahagstillögur flokkanna ekki marktækar?“ Efni greinarinnar er tvíþætt. Annars vegar gagnrýnir Lúövík harðlega það, sem hann kallar „ósjálfstæði og skoðanaleysi" sumra stjórnmálamanna, og hann telur meðal annars birtast í því, að leitað sé eftir ábendingum og um- sögnum frá sérfræðistofnun eins og Þjóðhagsstofnun, þegar ræddar séu tillögur flokkanna í efnahagsmálum og umsagnirnar síðan teknar sem „einhver stóri sannleikur“. Hins vegar staðhæfir Lúðvík, „að for- stöðumaður Þjóðhagsstofnunar (sé) farinn að notfæra sér ósjálfstæði og skoðanaleysi þessara stjórnmála- manna og (gefii því umsagnir um málefni, sem (séu) langt frá sér- fræðiþekkingu hans, og reyndar 'sýn- ist „sérfræðin" æði hæpin á stund- um“. Þá heldur Lúðvík því fram, að umsagnir Þjóðhagsstofnunar séu „illa unnar, ónákvæmar og beinlínis vilhallar". Um fyrri þátt málsins ætla ég ekki að fara mörgum orðum; Stóryrði Lúðvíks um undirgefni stjórnmála- manna við hið ímyndaða sérfræð- ingaveldi eru fjarri öllu lagi, og dæmin, sem hann tekur í því sam- bandi, marklítil. Síðari þátturinn í grein Lúðvíks, sá sem snýr að störfum Þjóðhags- stofnunar og forstöðumanns hennar, felur í sér svo alvarlegar ásakanir, að ekki verður hjá komizt að gera við þær athugasemdir. Fullyrðingar sínar um störf Þjóðhagsstofnunar reynir Lúðvík að styðja með fimm dæmum úr umsögnum Þjóðhags- stofnunar um tillögur stjórnmála- flokkanna í efnahagsmálum, sem fram hafi komið í stjórnarmyndun- arviðræðum á undanförnum vikum. Áður en ég fer nokkrum orðum um dæmin fimm, er ekki úr vegi að nefna, að umsagnir þær, sem hér um ræðir, hafa allar verið samdar beinlínis að beiðni forystumanna stjórnmálaflokkanna, reyndar með ákaflega litlum fyrirvara og ein- göngu til þess að svara ákveðnum spurningum. Umsagnirnar, sem svo eru nefndar, ber því eingöngu að skoða sem vinnuskjöl — minnisat- riði og ábendingar — sem styðjast mætti við, þegar tillögurnar skyldu ræddar og metnar í víðara samhengi af viðræðuaðilum. Öll birting og dreifing á þessum vinnuskjölum á opinberum vettvangi er auðvitað á ábyrgð þeirra manna, sem óskuðu eftir þeim. Efnissvið umsagnanna er vitanlega háð hugmyndunum, sem um er fjallað hverju sinni, en sumar þeirra voru alls ekki fullmótaðar tillögur og því fráleitt að túlka mat á þeim eða einstökum þáttum þeirra sem einhverja endanlega niðurstöðu. Umsagnirnar eru þannig efniviður með öðru við stefnumótun, hvorki meira né minna. Þær voru aliar samdar með sama hugarfari, þ.e. að meta sem réttast afleiðingar aðgerð- anna, sem um er fjallað, að vekja athygli á tengdum atriðum, sem máli gætu skipt, og jafnframt reyna að benda á vandkvæði, sem kynnu að vera samfara framkvæmd þeirra. Vitanlega er hinum gamalreynda stjórnmálamanni, Lúðvík Jóseps- syni, þetta allt miklu ljósara en svo, að um það þurfi að fara orðum hans vegna. En flestir lesendur greinar Lúðviks munu vera ófróðari en hann um gang mála á þessum vettvangi og eiga rétt á betri leiðsögn en hann gefur í grein sinni. Ugglaust má í ýmsum greinum draga í efa gildi þeirra aðferða, sem hagfræðingar Þjóðhagsstofnunar og aðrir sérfræðingar nota viö vinnu sína, en ég visa á bug öllum aðdróttunum Lúðvíks Jósepssonar um það, að umsagnir Þjóðhagsstofn- unar séu vísvitandi vilhallar ákveðn- um flokkum eða stjórnmálaskoðun- um. Ég vík nú stuttlega að dæmunum fimm. 1. Sérfræði Seðlabank- ans og sérfræði Þjóðhagsstofnunar Lúðvík segir, að Seðlabankinn hafi haldið fram skoðunum gjörólíkum þeim, sem Þjóðhagsstofnun hafi sett fram, um tillögur, sem formaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram til umræðu og athugunar í ársbyrjun. Um þetta mál hefur reyndar þegar verið nokkuð fjallað í dagblöðum. í Morgunblaðinu hinn 15. janúar s.l. segir höfundur orðanna, sem Lúðvík vitnar til, Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur Seðlabankans: „... sagt er, eða látið að því liggja, að hagfræðideild Seðlabankans hafi gert sjálfstæða útreikninga á kjaraskerðingaráhrifum hinna mismunandi tillöguhugmynda og fengið niðurstöður verulega frábrugðnar þeim, sem Þjóð- hagsstofnun lét frá sér fara. Þetta er misskilningur og missir marks um meginefni þess álits, sem hagfræöingur Seðlabankans lét í té. Hagfræðideildin hefur enga slíka útreikninga gert að þessu sinni. Að vísu hefur deildin komið sér upp reiknilíkani áþekkrar gerðar og Þjóðhagsstofnun notar, en það hefur sýnt mjög svipaðar niðurstöður og því engin ástæða þess að ætla, að það muni sýna aðra mynd að gefnum sömu for- sendum og Þjóðhagsstofnun hefur - fengið upp í hendurnar." Þá verður ekki séð,-hvernig það má vera Þjóðhagsstofnun til hnjóðs, að dæmi eða hluti úr dæmi, sem hún hefur fengið í hendur frá öðrum, gefi þá niðurstöðu, „að stefnt sé að mun meiri kjaraskerðingu en raunveru- legf efnahagslegt tilefni sé til“. Væri ekki nærtækara að velta fyrir sér, hverju breyta þyrfti í tillögunum, sem um ræðir, svo niðurstaðan yrði önnur? 2. Meint dæmi um hroð- virkni í vinnubrögðum Lúðvík telur, að Þjóðhagsstofnun hafi ekki fjallað nógu ítarlega um tillögur Alþýðubandalagsins um lækkun vaxta um 10%-stig í tveimur áföngum. Út af fyrir sig má vel fallast á það, að æskilegt hefði verið að fjalla rækilegar um vaxtatillögur Alþýðubandalagsins en gert var. Til þess gafst því miður ekki timi. Tilvitnun Lúðvíks — fáein orð tekin úr samhengi — gefur hins vegar ranga mynd af því, sem sagt var um vaxtamál í umsögn Þjóðhagsstofn- unar. Hann lætur í veðri vaka að um „talnalega stærð" vaxtalækkunar- innar hafi alls ekki verið fjallað, sem reyndar er þó gert, að því er sjávarútveginn varðar, í umsögn Þjóðhagsstofnunar. Ábendingar Þjóðhagsstofnunar í þessu máli voru meðal annars um sérstöðu vaxta seem kostnaðarþáttar á verðbólgu- tímum, það er að háir vextir eða verðtrygging séu ekki bláber kostn- aður, þegar verðbólga geisar, þar sem á móti þeim standi verðhækkun eigna. Þá var í umsögninni vísað á álitsgerðir Seðlabanka Islands um vaxtamál í sambandi við verðlags- þróun, þar sem jafnan hefur verið lögð áherzla á, að áhrif vaxtanna á þróun peninga- og lánamála og á verðgildi sparifjár almennings, séu afdrifaríkari fyrir verðlagsþróunina en kostnaðaráhrif þeirra í reikning- um fyrirtækja. En vaxtamál eru einmitt á sérsviði Seðlabankans. Kenningar um áhrif vaxtalækkunar á verðbólgu eru ekki óumdeildar, en dæmið, sem Lúðvík tekur, sýnir ekkert annað en viðhorf hans sjálfs í vaxtamálum, en þau eru reyndar löngu kunn. 3. Meint andstaða við útflutningsbætur á landbúnaðarvörur Lúðvík heldur því fram, að um- sögn Þjóðhagsstofnunar beri vott um andstöðu gegn „öllum tillögum til að leysa úr vandamálum bænda". Þetta eru staðlausir stafir. I umsögn Þjóðhagsstofnunar var einungis bent á, að eðlilegast virtist að líta á tillögu Alþýðubandaiagsins í þessu máli eins og hún var fram borin fremur sem tillögu um ríkisframlag til landbúnaðarins en milligöngu um lánsfjárútvegun. Þessi túlkun væri eðlileg, því ekki væri ráðlegt að reikna með endurgreiðslum frá bændum á þessu fé. Þá var bent á, að þessi tillaga væri umfram lögskylt hámark útflutningsbóta. Erfitt er að skilja, hvernig þessar ábendingar — það er að líta á úrlausn á vandamál- um bænda, hver sem hún yrði, fyrst og fremst sem fjárhagsvandamál ríkisins — má túlka sem andstöðu gegn hagsmunum bænda. 4. Meint ósamræmi í samanburði á tillögum Lúðvík telur, að ósamræmi sé í samanburði á tillögum flokkanna í umsögnum Þjóðhagsstofnunar. Hið rétta er, að Þjóðhagsstofnun hefur ekki að eigin frumkvæði gert neinn slíkan samanburð. Það hafa hins vegar forystumenn flokkanna sjálfir gert, og þá væntanlega á þann hátt, sem þeir telja réttastan. Forystu- menn Sjálfstæðisfiokksins óskuðu reyndar eftir því, að gerður yrði samanburður á fimm dæmum um þróun kaupgjalds og verðlags og lögðu til meginforsendur þessara dæma, sem sum voru byggð á tillögum annarra flokka. Enginn samanburður var í upphafi gerður á kaupmáttarþróun 1981, þar sem stofnunin taldi ekki forsendur til að gera hann þannig, að gagn væri að. Þess vegna var einmitt ekki sett upp samanburðartafla af því tagi, sem Lúðvík heldur fram að gert hafi verið, um kaupmáttarbreytingar á árinu 1981. Þau dæmi, sem síðar voru sett fram um þetta efni, voru með rækilegum fyrirvörum einmitt um það, að ákvarðanír í kjara- og skattamálum fyrir árið 1981 myndu einmitt snúast um það, hvaða kaup- máttarstigi mætti ná og halda til samræmis við raunverulegar að- stæður í þjóðarbúskapnum, þegar þar að kæmi. Lúðvík heldur því fram, að lítið tillit hafi verið tekið til tillagna Sjálfstæðisflokksins um skattalækkun, þegar kaupmáttar- áhrif hafi verið metin. Þetta er rangt, fullt tillit var til skattbreyt- ingar tekið. Ummæli Lúðvíks gefa því ákaflega villandi hugmynd um umsögn Þjóðhagsstofnunar og notar hann reyndar í þessu sambandi tilvitnun úr skrifum um önnur efni. 5. Ríkisfjármáladæmið I grein sinni lætur Lúðvík í það skína, að Þjóðhagsstofnun hafi tekið sér fyrir hendur — að því er helzt má skilja óumbeðin — að láta í ljós álit sitt á öllum hliðum efnahagstil- lagna stjórnmálaflokkanna sam- tímis og gert á þeim samanburð lið fyrir lið á sama tíma. Þetta er fjarri sanni, eins og þegar hefur verið vikið að. Þjóðhagsstofnun hefur ekki gert neinn slíkan heildarsamanburð og hefur til að mynda ekki samið almenna umsögn um tillögur Al- þýðuflokksins í efnahagsmálum. Stofnunin hefur hins vegar, eins og henni er skylt lögum samkvæmt, reynt að veita alþingismönnum um- beðnar upplýsingar og álit á tiltekn- ur.i viðfangsefnum, sem oft hafa verið sett fram með litlum fyrirvara. Umbeðnar umsagnir stofnunarinnar um efnahagstillögur, sem Sjálfstæð- isflokkur og Alþýðubandalag lögðu fram, mótuðust vitaskuld af því, hversu mikilvægar aðgerðir á sviði ríkisfjármála voru í þessum tillög- um. Þess vegna var mikið um þær fjallað og reynt að draga upp sem réttasta mynd af þeim ríkisfjár- málahorfum, sem þeim fylgdu. Dæmið, sem Lúðvík rekur um ríkis- fjármál í tillögum Alþýðubandalags- ins, er sett upp af Þjóðhagsstofnun á grundvelli tillagna og forsenda Al- þýðubandalagsins og sýnir 8’/2 millj- arði króna lakari stöðu ríkissjóðs í árslok 1980 en að er stefnt í fjárlagafrumvarpi. En bæði vegna þess, að sýnt þykir, að heildarend- urmat á ríkisfjárhagnum á grund- velli nýrrar vitneskju um ríkisfjár- málin 1979 gefi lakari niðurstöðu en í fjárlagafrumvarpi, og ekki síður vegna hins, að reynslan af fram- kvæmd tillagna af þessu tagi bendir til þess, að útgjöld falli til fyrr og tekjur seinna en ætlað er, er sú skoðun sett fram, að afkoman gæti reynzt allt að 12—14 milljörðum króna lakari en að er stefnt í fjárlagafrumvarpi. Síðan er sagt berum orðum, að þetta sé óviss áætlun. Þetta eru hófleg varnaðar- orð en ekki áfellisdómur. Hvað það snertir, að ríkisfjármál- in hafi verið tekin mildari tökum þegar fjallað var um tillögur Fram- sóknarflokks, nægir að vitna til umsagnar Þjóðhagsstofnunar um meginatriði í tillögum Framsóknar- flokksins í efnahagsmálum í des- ember 1979, en þar sagði: „Ekki er sett fram ákveðin hug- mynd um ríkisútgjöld að öðru leyti. Til þess að hafa ákveðna viðmiðun í þessu efni verður gengið útfrá þvi, að ríkisfjármálin verði í aðalatriðum í þeim skorð- um, sem fram komu í fjárlaga- frumvarpi í október s.l.“ Og enn- fremur: „í tillögunum er nefnt, að áformaður sé sparnaður og sam- dráttur á ákveðnum sviðum ríkis- útgjalda til þess að skapa svigrúm til félagslegra umbóta og kjara- jöfnunar, t.d. að því er varðar húshitunarkostnað. Nánari grein er þó ekki fyrir þessu gerð.“ Af þessu má vera ljóst, hvernig litið Var á ríkisfjármálin í tillögum Framsóknarflokks. Frekari upplýs- ingar um aðgerðir í ríkisfjármálum hefðu vitaskuld kallað á endurskoð- un, og er þarflaust að fara um þetta fleiri orðum. Á hinn bóginn var í tillögum þeim, sem forystumenn Alþýðubandalags og Sjálfstæðis- flokks lögðu fram í stjórnarmyndun- arviðræðum, eins og áður sagði, beinlínis um að ræða meiriháttar ráðstafanir á sviði ríkisfjármála sem uppistöðu í efnahagsaðgerðum og þvi beindist athyglin sérstaklega að þeim. Þessi athugun á dæmunum fimm, sem Lúðvík tilfærir úr umsögnum Þjóðhagsstofnunar um efnahagstil- lögur flokkanna, sýnir svo ekki verður um villzt, að ummæli Lúðvíks um vinnubrögð Þjóðhagsstofnunar eru ekki á rökum reist. Lúðvík iðkar gamalkunna þrætu- bókarlist.- Hann tínir upp einstök atriði, setningar og setningarhluta úr ýmsum áttum, stundum óskyld- um, allt slitið úr samhengi. Á þessu er greinin byggð. Hann lætur í veðri vaka, að Þjóðhagsstofnun setji sig í dómarasæti gagnvart efnahags- málatillögum flokkanna. Ekkert gæti verið fjær sanni. Eins og fram hefur komið í fréttum, hafa stjórnarmyndunarað- ilar leitað umsagnar Þjóðhagsstofn- unar um hugsanlegar ráðstafanir í efnahagsmálum. Þjóðhagsstofnun hefur að sjálfsögðu freistað þess að leggja sem réttast mat á líklegar afleiðingar tiltekinna dæma um efnahagsaðgerðir. Þetta mat er oft óvisst og ófullkomið, en felur ekki í sér neina dóma um það, hvort niðurstöðurnar séu æskilegar eða ekki. Athugasemdir Þjóðhagsstofn- unar eru eingöngu ætlaðar sem efniviður í stefnumótun í víðara samhengi á vettvangi stjórnmál- anna, enda mörg þeirra dæma um efnahagsaðgerðir, sem komið hafa við sögu að undanförnu, ekki full- mótuð og sum hver eingöngu hugsuð sem umræðuefni en ekki tillögur aðila. Grein Lúðvíks virðist í heild byggð á mistúlkun á þessum tilgangi um- sagnanna. Það liggur í hlutarins eðli, að margt af því, sem hagfræðingar hafa til mála að leggja, ber nokkurn svip af búsáhyggjum, einfaldlega vegna þess, að þeim ber að fjalla um þær fjárhagslegu takmarkanir, sem þjóðarbúskapnum eru settar hverju sinni. Auðvitað er skiljanlegt, að stórhuga umbótamönnum þyki þvílíkt fjas til trafala, þegar þeir vilja koma góðum málum fram, en við því er ekkert að gera. Það er vissulega þörf ábending hjá Lúðvík Jósepssyni, að allir menn — stjórnmálamenn sem aðrir — ættu jafnan að taka ábendingum og niðurstöðum svokallaðra sérfræð- inga með gagnrýni og freista þess að mynda sér skoðun útfrá brjóstviti sínu. Grein Lúðviks ber því miður ekki vitni um þau vönduðu vinnu- brögð, vakandi gagnrýni og víðsýni, sem hann brýnir svo mjög fyrir öðrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.