Morgunblaðið - 09.02.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.02.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980 5 Mótefnamælingar við rauðum hundum Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi: Tekið á móti söfnunar- baukum í dag frá 104 NÚ stendur yfir herferð gegn fósturskemmdum Flugleiðir: Fokkervélarnar frá Kóreu koma á sunnudaginn TVÆR FOKKER flugvélar Flug- leiða, sem keyptar voru í Kóreu eru nú á heimleið, en tvær vélar, sem seldar hafa verið til Finn- lands, voru komnar áður og eru hinar síðari nú í Ankara og fara væntanlega frá Luxemborg áleið- is til íslands á sunnudag. Um þessar mundir er nú verið að breyta Fokkervélunum, sem Finnar keyptu og er gert ráð fyrir að þær verði afhentar 15. og 30. marz. Sams konar breytingar þarf einnig að gera á vélunum, sem Flugleiðir hyggjast eiga áfram, en einkum er um að ræða ný radíó- og flugleiðsögutæki, er auka eiga öryggi vélanna, en þær fara síðan í áætlunarflug innanlands. Leiðrétting I Mbl. í gær stóð að fargjöld Landleiða hefðu hækkað um 13%. Það rétta er, að þau hækkuðu um 9%. Leiðrétting PRENTVILLA slæddist inn í grein sr. Bjartmars Kristjáns- sonar, Nafn Jesú, er var í Mbl. á fimmtudag. Var í upphafi greinar- innar talað um Móse, en átti að standa Hósea. Segja upp þjón- ustu frétta- stofu Reuters DAGBLÖÐIN Tíminn og Þjóð- viljinn hafa nú um skeið ekki birt erlendar fréttir, en að undan- förnu hafa þau bæði birt bæði daglegar fréttir og fréttaskýr- ingar. Hafa blöðin nú sagt upp þjónustu Reuter fréttastofunnar og er það gert af fjárhagsástæð- um. Arni Bergmann ritstjóri Þjóð- viljans kvaðst vera talsmaður erlendra frétta, en eigi að síður hefði það orðið ofan á að hætta að hafa fréttir á hverjum degi og birtar eru jafnan ýmsar greinar og fréttaskýringar um erlend mál- efni. Hefur Jón Ásgeir Sigurðsson, er vann m.a. við erlend fréttaskrif á Þjóðviljanum, látið af því starfi sínu. Jón Sigurðsson ritstjóri Tímans kvað það hafa verið ákveðið í haust að leggja niður erlend fréttaskrif í blaðinu, en það hefði fyrst og fremst verið af fjárhags- ástæðum og borið fyrst þar niður, þegar rætt var um sparnaðarleið- ir. Síðar hefði verið ákveðið að hætta kaupum á þjónustu Reuter fréttastofunnar, en áfram yrðu í blaðinu erlendar fréttaskýringar svo sem verið hefði um árabil. Kjartan Jónasson er annaðist er- lendar fréttir tók við starfi frétta- stjóra Tímans, en hefur nú látið af því starfi og horfið að námi. vegna rauðra hunda. I því skyni verður reynt að afla upplýsinga um mót- efni gegn rauðum hundum hjá öllum konum í Reykjavík á barneignar- aldri. Að lokinni mælingu verður þeim konum sem reynast ekki hafa mótefni gegn sjúkdómnum gefinn kostur á bólusetningu. Verður öllum konum 16—40 ára, sem ekki er fyrirliggjandi mótefna- mæling hjá, sent bréf næstu vikurnar, þar sem þær eru hvattar til að koma í sýnitöku á mæðradeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. (fréttatilkynning). ALMENNA fjársöfnunín í Kópavogi fyrir byggingu Hjúkrunarheimilis aldr- aðra hefur tekið mikinn kipp eftir að fyrsta skóflu- stungan var tekin fyrir u.þ.b. hálfum mánuði. Framkvæmdir eru í fullum gangi og fjárþörfin er því mikil. Af þeim sökum verð- ur skrifstofa söfnunarinnar í Hamraborg 1 opin í dag milli kl. 10 og 4 og eru bæjarbúar hvattir til þess að koma baukum sínum til skila og fá nýja í staðinn. BILASYNING í dag og á morgun kl. 2 — 6 Komiö og skoðið nýjustu árgerðirnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.