Morgunblaðið - 09.02.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.02.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980 19 Ástin „grasseraði44 í blaðinu Degi, sem gefið er út á Akureyri er m.a. að finna klausu um þorrablót Skagfirðinga og voru þrjú slík haldin eina helgi í lok janúar: „Eitt var í Ketilási í Fjótum, annað í Ásgarði í Lýtingsstaðahreppi og það þriðja var í Selinu á Sauðárkróki, en þar skemmti sér fólk úr Skarðshreppi. Mikið var étið og drukkið, lítið slegist og ástin grasseraði alls staðar," segir m.a. í frétt blaðsins og heldur síðan áfram: „Af togurum er það að segja, að þeir hafa aflað vel að undanförnu," og þannig eru áfram tíundaðar aflafréttir. Frumstætt apahopp „ÞAÐ veldur mönnum áhyggjum að með sama áframhaldi verða Siglfirðingar að fara til Akureyrar eða Reykjavíkur til að dansa gömlu dansana." segir m.a. í frétt Dags. „Nú er ekki boðið upp á annað en diskómúsík og frumstætt apahopp og það er afturför. Ef hingað kæmi góð hljómsveit og auglýsti eingöngu gömlu dansana fengi hun áreiðanlega góða aðsókn,“ og með þeim orðum getum við sent Siglfirðingum kveðjur og vonum að þeir þurfi ekki að taka þátt í „apahoppinu“. Svartar stúlkur vöktu athygli ENN grípum við niður í Degi og þar verða fyrir fréttir frá Siglufirði og segir þar af útskipun hafnarverkamanna þar i hollenskt flutningaskip: „Það vakti hrifningu siglfirskra hafnarverkamanna, að um borð voru þrjár svartar stúlkur — hver annarri fallegri. Þeir vildu halda því fram að ein væri stýrimaður. Einnig voru menn hrifnir af því hve vel útlendingar þoldu kuldann — einn skipsmanna stóð yfir lestarmönnun- um á þunnri nælonskyrtu, en íslendingarnir voru vel dúðaðir!“ Ljósm. Kristján. Þetta greinargóða skilti upplýsir vegfarcndur í grennd við Landspítala og vísar þeim á réttar brautir, en hálfilla heíur tekist að staðsetja það, því þegar ekið er út af lóð spítalans skyggir það verulega á útsýni niður (suður) Barónsstíginn. Kemur það að vísu ekki að sök þegar svo stórir bílar eru á ferð. þeir fela sig ekki á bak við eitt skilti, en eigi að síður er hér (eflaust óviljandi) verið að gera ökumönnum óþarflega erfitt fyrir. landspítahnn AðaSanddyri Gðngudeiídir Kvennadeild i insmæðraskólinn Sérstæð NÝLEGA var gefin út söngbók eftir Bjarna Th. Rögnvaldsson guðfræðinema. Hún er gefin út í 300 tölusettum eintökum og nefn- ist Tónaljóð. Uppsetning hennar er með sér- kennilegu sniði. í inngangi segir að Hraðsjá sé heiti þeirrar upp- götvunar, sem höfundur hefur gert með þeirri ósk að hún verði fljótlega almenningseign. Textinn er settur upp í nokkurs konar hringsjá. Nú, sjálf lögin eru sett upp í nokkurs konar tónaflóð en sjón er sögu ríkari úr þessari skemmtilegu bók og við látum sýnishorn fylgja. Bjarni Th. Rögnvaldsson söngbók IIELGARVIÐTALIÐ — Símínn þagnar venjulega ekki hjá okkur og þaö hefur veriö óvenjulangt hlé meöan þiö hafiö staöið viö — viljiö þiö ekki bara vera hér svolítiö lengur? spuröu starfsmenn Tilkynningaskyldunnar þegár tveir Morgunblaösmenn höföu staldraö viö hjá þeim um stund dag einn í vikunni þegar þeir mættust á vaktaskiptum. Var ekki úr vegi aö spyrja þá næst hverjir hringdu mest í þá: — Þaö eru bæöi ættingjar og útgeröarmennirnir, sem vilja fá hjá okkur nýjustu upplýsingar um hvar bátarnir eru, hvenær von sé á þeim o.s.frv. og síöan hringja hingaö strandstöövarnar, gefa okkur upp tilkynningar bátanna, sem þær hafa tekið á móti, nú — og fréttamenn hringja líka oft til aö vita hvort allt sé ekki í lagi á sjónum, segja þeir Guöjón Halldórsson og Sigursveinn Þóröarson. Þeir báöir skipstjórar í áratugi, en hafa nú látiö af siglingunum og sest viö aö taka á móti upplýsingum frá fyrrum starfsbræörum sínum. Guöjón var skipstjóri á ýmsum fiskifleytum en Sigursveinn aöallega á hvalbátum. Auk þeirra eru starfandi viö Tilkynningaskylduna tveir aðrir menn, þeir Árni Sigurbjörnsson og Eysteinn Guölaugsson. Nauðsynlegt fyrir flot- ann að rækja skylduna eftir annaö og jafnvel lengur ef eitthvaö kom upp á, en nú er þetta orðið skaplegt þegar viö erum á 8 tíma vöktum og eigum á jafnaöi 8—10 frídaga í hverjum mánuöi. Meö þessu vinnum við 160 tíma á mánuöi eins og venjan er, en áöur vorum viö stundum búnir aö vinna langt yfir 200 tíma og þaö var alltof mikið. Hvaö er gert þegar bátar láta ekkert af sér vita? — Viö reynum strax aö hefja fyrirspurnir og eigum í því sam- bandi mikið undir hafnarvöröum, lögreglu og jafnvel vigtar- mönnum, en fljótlega er líka sinna henni og ef bátar koma ekki fram strax látum viö okkar yfirmenn vita og síöan kemur kannski aö því aö hefja þarf leit. Viö erum í þeirri erfiöu aöstööu aö ákveöa hvenær við eigum aö hefja aögerðir. — Viö erum báöir vanir mannaforráöum af sjónum, en eftir aö viö tókum viö þessu starfi teljum viö ábyrgöina ekki minni og þaö er áríðandi að inna þetta samviskusamlega af hendi. Tilkynningaskyldan hefur aö- setur í húsi Slysavarnafélags ísiands viö Grandagarö og úr herbúöum hennar má sjá út fyrir hlusta á talstöövarnar. Stundum er ekki hægt aö ná til þeirra langtímum saman vegna þess aö þeir hafa ekki opið á okkar bylgjum og finnst okkur þeir veröi aö bæta úr því. En viö tökum fram aö mikill meirihluti flotans stendur sig vel og er ekki undan honum aö kvarta, og þegar þaö kemur fyrir aö menn gleyma sér og tilkynna sig ekki fyrr en þeir heyra allt í einu spurst fyrir um þá í útvarpi, þá rennur upp fyrir þeim hversu mikilvægt þetta starf er og augu þeirra opnast fyrir því aö nauö- synlegt er aö rækja skylduna. Guðjón Halldórsson (t.v.) og Sigursveínn Þórðarson, tveir af fjórum starfsmönnum tilkynnmgaskyld- unnar og á milli þeirra sést spjaldskráin, sem hefur að geyma allar upplýsingar um feröir bátanna. En hvernig fara tílkynn- ingarnar fram? — Bátarnir eiga aö tilkynna sig um leiö og látiö er úr höfn og síðan á hverjum degi kl. 10 til 13:30 og mánuöina september til maí er einnig kvöldskylda, klukk- an 20 til 22 og síðan eiga þeir aö iáta vita þegar sjóferö lýkur, þegar þeir koma í höfn. Þessari skyldu eiga öll fiskiskipin aö sinna og fragtskipin eftir aö- stæöum, og er raunin meö þau sú, aö viö höfum við höndina áætlanir þeírra og nægir þaö í flestum tilvikum. Hvaö er langt síöan Tilkynn- ingaskyldan hóf starfsemi sína? — Þaö var árið 1968 og var hún fyrst í staö opin frá 8 á morgni tll 7 á kvöldin, síðan var skyldan lengd til miönættis yfir vetrartímann og sl. sumar voru tekin upp sólarhrings-vakt allt áriö. Nú hefur okkur starfsmönn- unum líka veriö fjölgaö og erum fjórir auk þess sem einn og jafnvel tveir leysa okkur af þegar sumarfrí standa yfir. Þaö var orðið of mikiö fyrir okkur aö standa 12 tíma vaktir hér hvaö Spjallað viö starfsmenn Tilkynninga- skyldunnar tekið aö augiýsa í útvarpi og þá eru menn oftast fljótir aö láta í sér heyra. Kemur þaö ekkert illa viö ættingja að heyra kannski allt í einu auglýst eftir bát? — Jú, það hefur komiö illa viö fólk aö heyra auglýsingar okkar eftir bát, sem hefur ekki tilkynnt sig, en þaö er kannski oröið vant því nú orðið, en í siæmu veöri þá finnum viö strax aö hringingar og fyrirspurnir aukast mjög. Er þaö algengt aö þiö þurfið aö hefja fyrirspurnir? — Þaö er of algengt og þótt segja megi um meirihluta flotans aö hann sé mjög áreiöanlegur og standi viö skyidu sína, þá eru innan um alltof margir, sem ekki höfnina og viö spyrjum hvort það sé þeim nóg aö sjá bátana þegar þeir koma: — Nei, ekki er þaö nú, enda erum viö þaö lágt hér á fyrstu hæöinni aö þegar stóru skipin eru hér á höfninni skyggja þau á, en það kemur þó fyrir að viö sjáum báta komna í höfn, sem hafa ekki látið vita af sér. Vel hefur verið búiö aö þeim Tilkynningaskyldumönnum þarna viö höfnina og hafa þeir innan- stokks ýmsa muni er komnir eru beint úr skipum og bátum og þegar friöur er um stund geta þeir litiö á sjónvarp og hlustaö á útvarpiö og aö sjálfsögöu er stutt í kaffikönnuna. — Eiginlega alltof stutt, viö erum síþambandi, segja þeir, en kváöu einnig stundum svo mikiö um hringingar aö vart væri hægt aö standa upp. Enda var það svo aö þeir höfðu varla sleppt orðinu um þögn símans þarna í upphafi þegar þeir byrjuðu aö hringja til skiptis. — Annars er einn hlutur, sem okkur finnst aö skipstjórnarmenn megi sinna betur, en þaö er aö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.