Morgunblaðið - 09.02.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.02.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980 Nýjar að- ferðir gegn hvítblæði Atlanta, Georgíu, 8. fehrúar. AP. VÍSINDAMENN við Emory- háskóla segja að þeir hafi fund- ið upp nýja aðferð til að rækta hvítbiæðifrumur í tilraunaglös- um og að þessi aðferð muni auðvelda frekari rannsóknir. Þótt áður hafi tekizt að rækta hvítblæðifrumur úr börnum sem ganga með sjúkdóminn segir dr. Abdel H. Ragab að það hafi aðeins borið takmarkaðan ár- angur. Hann sagði að aðferðin hefði fundizt við að samræma aðferðir sem áður hafa verið notaðar til að rækta aðeins eðlilegar blóð- frumur í rannsóknarstófum. Með aðferðinni sé vonað að takast megi að rækta fleiri hvítblæðifrumur úr fleiri sjúkl- ingum. Vísindamennirnir hafa eink- um haft áhuga á að finna aðferð til að rækta hvítblæðifrumur úr börnum með hvítblæði til þess að prófa ný lyf. Ragab sagði að vonir stæðu til að prófa mætti ný lyf á frumunum sjálfum en ekki sjúklingunum. Hann sagði að frumurnar sem voru ræktaðar í tilraunaglösun- um 'hefðu verið teknar úr tveim- ur börnum sem þjáðust af al- gengustu tegund hvítblæðis. Ragab segir að vísindamennirnir reyni að finna lyf eða sambland af lyfjum sem eyði sýktustu frumunum þannig að heilbrigðar frumur verði fyrir sem minnstu tjóni. Miklar rigningar hafa verið í suðurhluta Kaliforníu, þótt i sönglaginu fræga segi að aldrei rigni í þeim heimshluta. Vatnsaginn myndaði viða læki er grófu sig fljótt niður í lausan jarðveginn, og m.a. gróf einn lækurinn þetta gljúfur í veg á einni nóttu. Átti Tom nokkur Wilson sér einskis ills von er hann ók til vinnu sinnar einn morguninn, en engu að siður hafnaði bifreið hans ofan i gljúfrinu, sem var 15 metra djúpt. Bifreið hans eyðilagðist en hann slapp litt meiddur. Giap víkur í víðtækum hreinsunum í Víetnam Bangkok, 8. febrúar. AP VÍETNAMAR kunngerðu i dag víðtækar breytingar á stjórninni í Hanoi og þær gera meðal annars ráð fyrir að Nguyen Duy Trinh utanríkisráðherra og Vo Nguyen Giap landvarnarráð- herra láti af störfum. Víetnamska fréttastofan segir að alls hafi verið gerðar breytingar á átta ráðherraembættum, en gat þess ekki hvaða ástæður lægju til grundvallar. Sérfræðingar segja að valdamenn í Hanoi hafi að undan- förnu látið í ljós óánægju með Mikil flóð í V -Þýzkalandi Bonn, 8. febrúar — AP FLÓÐIN í Rín eru heldur í rénun en víða flæðir enn yfir Ákærður fyrir að hafa myrt Joy Adamson Nairobi. 8. febrúar — AP. FYRRUM starfsmaður metsölu- höfundarins Joy Adamsons hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt hana í Nairobi í Kenýa. Hann er 23 ára gamall, heitir Paul Nak- ware Ekaio og er af Turkunaætt- flokknum. Joy Adamson rak hann eftir rifrildi og svo virðist sem hann hafi myrt hana í hefndar- skyni. í fyrstu var talið að Joy Adamson, sem samdi metsölubók- ina „Borin frjáls", hefði orðið ljóni að bráð. (/( !'()Íst 1978 — 11 Rússum vísað úr landi í Kanada fyrir njósnir. 1977 — Sovétríkin og Spánn taka upp stjórnmálasamband. 1971 — A.m.k. 64 fórust í jarðskjálfta í Los Angeles. 1967 — Um 100 fórust í jarð- skjálfta í Kólombíu. 1962 — Jamaica fær sjálfstæði. 1950 — Joseph McCarthy segir bandaríska utanríkisráðuneytið morandi af kommúnistum. 1943 — Orrustunni á Guadal- canal lýkur með sigri Banda- ríkjamanna. 1941 — Erwin Rommel sendur með herlið frá Ítalíu til Norður- Afríku. 1934 — Balkanbandalagið stofn- að. j 1898 — Paul Kruger endurkos- inn forseti Transvaai. 1891 — Menelik keisarí afneitar bakka. Skipaíerðir um fljótið hafa verið stöðvaðar og er búist við að svo verði fram í næstu viku. Flóðunum veldur óvenjumildur vetur í V-Evrópu. Leysingar hafa verið í Ölpunum og miklar rign- ingar. í dag rigndi enn og var spáð áframhaldandi rigningu um helg- ina. Við Köln var vatnsborð árinnar 5 metrum hærra en venjulega og í Bonn náði vatnselgurinn að dyr- um v-Þýzka þinghússins. Sums staðar hefur fólk orðið að ferðast á bátum til að komast leiðar sinnar. Flóðin hafa orðið einum dreng að bana. Það var í Bæheimi, að vatnselgurinn hreif níu ára gamlan dreng með sér og hefur lík hans ekki fundist. Tjónið nemur milljónum marka. Allir flutningar hafa verið stöðvaðir um Dóná, þar sem hún rennur um Bæheim og flæddi hún einnig yfir bakka sína. tilkalli ítala til verndar Eþíópíu. 1849 — Lýst yfir stofnun lýð- veldis í Róm undir forystu Mazz- ini. 1801 — Lunéville-friður Austur- ríkismanna og Frakka flýtir fyrir upplausn Hins heilaga rómverska ríkis. 1788 — Jósef II af Austurríki segir Tyrkjum stríð á hendur — Warren Hastings leiddur fyrir rétt fyrir meinta glæpi á Ind- landi. 1718 — Franskir landnemar koma til Louisiana. 1567 — Henry Darnley, eigin- maður Maríu Skotadrottningar, myrtur. 1544 — Tilraun Sir Thomas Wyatts að taka London barin niður. Afmæli — L.S. Jameson, suður- afrískur stjórnmálaleiðtogi Vo Nguyen Gian frammistöðu vissra áhrifamanna í stjórninni og flokknum. Fréttastofan segir að eftirmaður Giaps verði Van Tien Dung hers- höfðingi, höfundur sigurs kommún- ista í Suður-Víetnam 1975 og sá maður sem almennt hefur verið talið að hafi stjórnað ráðuneytinu í nokkurn tíma. Eftirmaður Trinhs er Nguyen Co Thach aðstoðarutanríkisráðherra og æðsti maður efnahagsmála lands- ins, Le Thanh Nghi, formaður skipulagsnefndar ríkisins, hefur 1 orðið að víkja fyrir staðgengli sínum, Nguyen Lam. Hins vegar hafa þessir þrír gam- alreyndu leiðtogar kommúnistabylt- ingarinnar haldið stöðum sínum sem varaforsætisráðherrar. Ekki er ljóst hvort hár aldur og heilsuleysi séu skýringin á brottvikningu Giaps og Trinhs eða dugleysi. Auk þess hefur Tran Quoc Hoan innanríkisráðherra verið sviptur embætti og við því tekur Pham Hung varaforsætisráðherra og fyrrverandi Viet Cong-Ieiðtogi sem er fjórði valdamesti maðurinn í stjórnmálaráðinu. I tilkynningunni er ekki minnzt á breytingar í stjórnmálaráðinu, sem fer með hin raunverulegu völd í Víetnam, en venjulega fara fram breytingar á því um leið í svona tilfellum. Tveir nýir varaforsætisráðherrar voru skipaðir — Huu og Lam — þannig að þeir eru orðnir níu. Þrír valdamestu mennirnir í stjórnmálaráðinu halda völdum sínum óskertum — Le Duan, aðal- ritari kommúnistaflokksins, Trung Chinh, forseti þingsins, og Pham Van Dong forsætisráðherra. Hingað til hafa hreinsanir ekki verið algengar í Víetnam og flestir hinna gömlu leiðtoga sem tóku þátt í byltingunni hafa verið allsráðandi — menn eins og Giap, Dong, Duan og Chinh, enda voru þeir skjólstæð- ingar Ho Chi Minhs. Frakkar hundsa viðræður í Bonn Bonn, 8. febrúar. AP. CYRUS Vance utanríkisráðherra ræðir við utanríkisráðherra Vestur-þjóðverja, Hans—Dietr- .9. tebru.ii (1853—1917) — Anthony Hope, brezkur rithöfundur (1863— 1933) — Sir Edward Carson, írskættaður stjórnmálaleiðtogi (1854-1935). Andlát — 1881 Fyodor Dost- oyevsky, rithöfundur — 1894 Adolpe Sax, hljóðfærasmiður. Innlent — 1827 Kambsránið — 1832 d. Baldvin Einarsson — 1670 d. Friðrik III - 1910 d. Páll Melsteð — 1939 Vélbáturinn „Þengill" talinn af með níu mönnum — 1941 þýzk loftárás á Ölfursárbrú — 1967 Ríkið semur um kaup á Viðeyjarstofu — 1972 Geymir Lýsis & Mjöls í Hafnar- firði rifnar — 1887 f. Jónas Rafnar. Orð dagsins — Ekkert getur skaðað góðan mann, hvorki i lífí né dauða — Sókrates, grískur heimspekingur (469—399 f. Kr.). ich Genscher, 20.—21. íebrúar í Bonn um Afganistan-málið að sögn talsmanna Genschers í dag. Utanríkisráðherrar Bretlands og Ítalíu munu einnig sitja fund- inn til að samræma viðbrögð vesturveldanna við hernámi Rússa í Afganistan, en í París sagði talsmaður Frakklandsforseta að Frakkar myndu ekki sitja þennan fund. Talsmaðurinn sagði að Frakkar væru hlynntir því að halda áfram samráði við bandamenn sína um hinar ýmsu hliðar ástandsins í alþjóðamálum, en teldu að sam- eiginlegur fundur mundi ekki stuðla að því að draga úr viðsjám í alþjóðamálum eins og nú væri ástatt. Carter forseti hefur sagt að Bandaríkin muni beita sér fyrir því að Ólympíuleikarnir verði færðir frá Moskvu ef Rússar flytji ekki herlið sitt frá Afganistan fyrir 20. febrúar, daginn eftir ráðherrafundinn. Diplomatar segja að tilgangur Bonn-fundarins verði að sam- ræma viðbrögð vesturveldanna við innrásinni í Afganistan. Fréttir í stuttu máli Harðnandi stálverkfall London. 8. febrúar (AP). LEIÐTOGAR stálverkamanna gengu út af fundi með yfirmönn- um brezka stálfyrirtækisins í dag. Þeir sögðu að fundurinn sem átti að binda enda á sex vikna verkfall stálverkamanna hefði leitt til þess að verkfallsm- enn stæðu í sömu sporum og þegar verkfallið hófst. Ástæðan væri sú að villt hefði verið um fyrir þeim og nýtt tilboð hefði ekki verið lagt fram eins og gefið hefði verið í skyn. Skæruliða- leit San Sebastian, 8. febrúar (AP). FRANSKA lögreglan lokaði í dag landamærunum að Spáni og leitaði að hryðjuverkamönnum Baska eftir að hafa tekið einn æðsta leiðtoga hryðjuverka- manna, Txomin Iturbe, til fanga og sært hann í viðureign. Tveir aðrir skæruliðar samtakanna ETA voru teknir til fanga, en sá fjórði slapp. Konur í herþjónustu Washington, 8. febrúar (AP). JIMMY Carter forseti mun hvetja til þess að konur verði skráðar til herþjónustu að sögn talsmanna hans í dag. Enginn forseti hefur áður hvatt til slíks. Carter mun trúlega takmarka herskráningu við fólk á aldrin- um 19—20 ára. Skýrslu illa tekið Buenos Aires, 8. febúar (AP). HERFORINGJASTJÓRNIN í Argentínu lét í ljós óánægju sína í dag með skýrslu bandariska utanríkisráðuneytisins um mannréttindabrot í landinu og sagði að slík „afskipti" sköðuðu samskipti landanna. Ráðuneytið vísaði þessu á bug og sagði að samkvæmt bandarískum lögum ætti þingið að sjá til þess að slíkar skýrslur væru samdar. Diplómatar telja að sambúð þjóðanna versni ekki. Veður Akureyri 3 alskýjaó Amsterdam 10 skýjaö Aþena 16 heióskirt Barcelona 13 þokumóóa Berlin 5 skýjaó BrUssel 10 skýjaó Chicago -2 snjókoma Oublin 8 skýjað Feneyjar 11 þokumóöa Frankfurt 8 skýjaó Qenf 7 heióskírt Helsinki -9 heiðskírt Jerúsalem 13 heióskírt Jóhannesarborg 25 heióskírt Kaupmannahöfn 1 skýjaó Las Palmas 25 heiðskirt Lissabon 17 skýjaó London 11 rigning • Los Angeles 23 heiöskírt Madrid 11 heiðskírt Malaga 15 skýjað Mallorca 14 léttskýjaö Miami 17 heiðskírt Moskva -9 skýjað New York 2 heiðskírt Parí8 11 heiðskírt Reykjavík 5 lóttskýjaö Rio de Janeiro 34 skýjaö Rómaborg 14 heiðskírt Stokkhólmur -5 skýjað Tel Aviv 17 heiðskírt Tókýó 6 akýjað Vancouver 8 skýjað Vínarborg 10 skýjað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.