Morgunblaðið - 09.02.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.02.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980 Albert Thorvaldsen Miðvikudaginn 16. janúar 1980, birtist í Morgunblaðinu grein eftir danskan mann, Johannes Jensen, áður hafði greinin birst í danska blaðinu Weekendavisen Berlingske Aften. Greinin gengur öll út á að finna Albert Thorvaldsen nýjan föður, þannig að vita tilgangslaust er að vitna í hana, og þá þarf faðirinn auðvitað að vera danskur, annað skiptir ekki máli, því Dönum hefur lengi sviðið sárt að Albert Thor- valdsen sem Danir hafa gefið gælu- nafnið Bertel, verður íslenzkari með hverju ári sem' líður og rökin fyrir því að hann sé fæddur á ísiandi aukast að sama skapi vegna sönnunargagna, em Albert skildi eftir sig, skírnarsáttmála sinn meitlaði hann með eigin höndum í skírnarfont, sem vegna atvika sem Johannes Jensen ætti að velta fyrir sér urðu tveir. Eg held að enginn hafi sent skýrari boðskap til sinnar kynslóð- ar, til sinnar þjóðar eða komandi kynslóða en Albert Thorvaldsen gerði í þessu tilfelli, er hann meitlaði með eigin hendi skírnar- sáttmála sinn í skírnarlaug, sem hann gaf íslandi, ættjörð sinni, með skírnarnafni sínu letruðu á máli, sem hann vissi að íslendingar skildu betur en dönsku, á tímum kúgunar, skorts á mannréttindum, svo sem prentfrelsi og málfrelsi, sem svo rammt kvað að á íslandi, að handrit af bókum, skjöl og kaflar úr bókum hurfu, ef upplýsingarnar komu ekki heim og saman við það sem Danir vildu vera láta í sinni sögu af gangi mála á íslandi. Ég vil í þessu tilfelli vísa greinarhöfund- inum Johannesi Jensen í Heilags- andakirkju í Kaupmannahöfn til að sjá hvað um er að vera, áður en hann verður sínum eigin rógburði að bráð. Fari hann þangað og gangi til altaris mun hann komast að einum leyndardómi skírnarfontsins áður nefnda, ef hann er þá þar ennþá í sinni upphaflegu mynd. En víkjum að upphafinu. íslenzki tréskurðarmeistarinn og mynd- hökkvarinn Gottskálk Þorvaldsson, f. 1741, fór samkvæmt skagfirskum heimildum ásamt systkinum sínum til Danmerkur frá íslandi árið 1757, einnig eftir því sem Sighvatur Gr. Borgfirðingur telur. Gottskálk, sem var aðeins 16 ára gamall, fór til Kaupmannahafnar í framhaldsnám í tréskurði og ílendist þar og breytti nafni sínu í Gottskálk Thorvaldsen á danska vísu. Hann kvæntist nokkru síðar jóskri konu, Karen Dagnes, og er talið samkv. skagfirskum heimild- um, að hann hafi siglt í brúðkaups- ferð til Islands vorið 1770 og þar hafi þau hjónin dvalist í þessari ættsveit Gottskálks árlangt, og eignast þar sveinbarn 19. nóvember 1770 og þar hafi drengurinn verið vatni ausinn og skírður hinu íslenzka nafni sínU, Albert Thor- valdsen, áður en hann lagði í ferð yfir hafið með foreldrum sínum. Islenzk? nafnið Albert er forn- germanskt nafn, dregið af aðall, Aðalbert var upphaflegt, það er samstofna íslenzku nöfnunum Að- albergur, Aðalbrandur og Aðalgeir, það merkir af háum stigum. Gottskálk Thorvaldsen tréskurð- armeistari og myndhöggvari var fjölhæfur og sterkur listamaður á sínu sviði (eins og Sigurður Þor- steinsson gullsmiður, frændi hans, vár, en hann starfaði einnig í Kaupmannahöfn), svo jafnvel fræg- ustu tréskurðarmeistarar Dana þurftu oft að leita í smiðju hans og ganga í skóla hjá honum ef skapa átti stór listaverk, svo sem fagur- lega útskornar Gallionsmyndir á framstefni skipa og skrautflúr á rár og þilfðr, myndir í híbýli skip- stjórnarmanna, á tréstokka og áhöld, á vönduð skip og vitna margar samtímasögur um það, og óskuðu margir kaupendur eftir myndum svipuðum og Gottskálk hafði smíðað á þýsk og ensk skip, og því urðu margir Danir svo sem Willirup og fl. að leita til Gott- skálks og Alberts um fyrirkomulag og skipulag listræns efnis á hús og skip. Vegna þessarar erfiðu göngu danskra skipaskurðarmeistara var eftir dauða Gottskálks dreift gagn- stæðum rógi til að eyða áhrifum hans og yfirburðum, sem hann þó aldrei hafði flíkað, þó hann liti stórt á sig sem eðlilegt var. Gottskálk lést í Kaupmannahöfn 24. október 1806 farinn að heilsu, nokkru áður varð hann óvinnufær, enda hafði hann misst rekstursfé sitt er hann lét það af hendi rakna til Alberts árið 1897, er Albert fór til framhaldsnáms til Ítalíu eins og kunnugt er og settist þar að. Gottskálk rak þó áfram útskurðar- verkstæði sitt allt til haustsins 1805. Kona hans, Karen, hafði látist nokkru áður eða árið 1803. Hæfni Gottskálks sem tréútskurðarmeist- ara og myndhöggvara verður ekki dregin í efa, þó verk hans fínnist hins vegar hvergi mörkuð svo ég viti, ekki ber að harma það, þetta hefur orðið hlutskipti svo margra frægra meistara á þessum tíma, og er á flestum sviðum sægur frægra föðurlausra verka, allt, frá örófi alda. En kannski líka finnast verk Gottskálks ekki í Danmörku vegna þess að aðrir hafa merkt sér þau í skjóli þess, að Gottskálk var ekki eigingjarn, og kannski fékk Gott- skálk sér einstaka sinnum neðan í því til að reyna að gleyma að öðrum var hossað á hans kostnað. Það er enginn aukvisi, sem yfirgefur ætt- land sitt og ryður sér braut í öðru landi og rekur þar tréskurðarverk- stæði í tugi ára í harðri samkeppni við danska aðila, sem flotinn og ríkið hlynnti að á ýmsan hátt fram yfir útlendinga eins og Gottskálk, sem aldrei vildi danskan ríkisborg- ararétt. Danir hafa launað Gott- skálki Þorvaldssyni líkt og þeir launuðu Gottskálki Gottskálkssyni, föðurbróður hans og afabróður Al- berts, aðeins er stigsmunur á rógi Dana um Gottskálk Thorvaldsen og framkomu þeirra við Gottskálk Gottskálksson. Þeir sem vildu kynnast þeirri sögu lesi bókina um Gömlu Reykjavík eftir Árna Óla. Vel má vera að Gottskálk Thor- valdsen hafi verið dálítið laus í rásinni, eins og listamönnum er títt enn þann dag í dag og kannski hefur hann tekið þátt í skemmtana- lífi borgarinnar meira en góðu hófi gegndi, sérstaklega er aldurinn færðist yfir hann og hann var orðinn einmana, eftir að Albert hélt suður til Rómar. Gottskálk var glæsilegur yfirlitum, hár og vel vaxinn og gekk ávallt vel til fara, hann var músikkalskur eins og sonurinn og hrókur alls fagnaðar, þegar það átti við. Gottskálk var eins og áður segir mikill verkmaður, og vann mjög mikið fyrir þýsk útgerðarfyrirtæki, einnig nokkuð fyrir ensk, þetta voru yfirleitt kröfuhörð fyrirtæki, sem keyptu aðéins fyrsta flokks vinnu. Oft kom það fyrir áður fyrr að Gottskálk fór með skipum sem hann var að vinna í til Þýskalands, ef hann átti einhverjum smámun- um ólokið, og vann þá meðan skipið var í heimsiglingunni eða í höfn að bíða eftir hleðslu. Síðar er Albert óx upp og starfaði hjá föður sínum, lét hann Alberti eftir að fara í þessar ferðir fyrir sig og lærði Albert þýsku í þessum ferðum sínum, því var það að J.M. Thiele, sem síðar skrifaði ævisögu Alberts, taldi að hann væri að nokkru alinn upp í Þýskalandi. En það var ekki nema í sambandi við þessar ferðir, Albert var alinn upp á heimili foreldra sinna í Kaup- mannahöfn og var mjög hændur að föður sínum og óskaði sér að líkjast honum sem mest, enda dáði hann föður sinn mjög. Eftir að hafa starfað á verkstæði föður síns meira og minna í 18 ár yfirgaf hann Kaupmannahöfn og foreldra sína með vinnulaun sín og námsstyrk frá föður sínum í vinstri vasanum og danskan styrk frá dönsku listakademíunni í hægri vasanum, sem borgast átti með listaverkum og fóru mestöll lista- verk, sem Albert skóp fyrstu árin á Italíu í að endurgreiða þennan danska styrk og framhald hans, uns Albert var búinn að fá nóg af viðskiptunum og afþakkaði hann. Albert starfaði á Ítalíu í rúmlega 42 ár, eða í álíka langan tíma og Gottskálk faðir hans starfaði í Danmörku. Albert Thorvaldsen náði fullkominni leikni í starfi og skapaði mikið af listaverkum, sem dreifð eru um allan heim, þó að meginuppistaðan sé í Thorvald- sens-safninu í Kaupmannahöfn. Svo kvað Matthías Jochumsson 5. nóv. 1875 á hátíð Alberts Thor- valdsens á íslandi: Danmerkur sonur. fslands mikli arfi. vors ættlands dýra þúsund ára xjöf. Svo marxra þinna frænda strlö og starfi með stlröri höndu féllu I týnda grtií, en loks komst þú er þjóðum skyldir lýsa ok þúsund bræðra ynxja sál og von. Kom heill með kraftinn Ása og yndi dlsa til fslands fjalla. tigni Þorvaldsson. Styttan af Albert Thorvaldsen, sem reist var í Reykjavík og Danir sendu hingað árið 1874, er fyrsta styttan sem vitað er um að hafi verið reist hér á íslandi til fram- búðar. Áletrunin á henni er samin af Dönum, því miður er hún ekki rétt í veigamiklum atriðum, og þarf að lagfæra það á hlutlausan hátt. Eftirfarandi er tekið upp úr bók séra Magnúsar Hákonarsonar um Albert Thorvaldsen, sem út kom í Kaupmannahöfn árið 1841: Árið 1823 er Albert haldin veizla í Róm, í þessari veizlu er honum flutt eftirfarandi kvæði: Það mælti öfund lil með Grikkjum. Þú skalt feixur 0* f jörvi týna, er af myndsmið allt eins frægur ert og Fidias, fslendinKur. Kappinn Jason úr köldum steini reis þá hraustur ok röddu brýndi. „Hvorr er svo djarfur að deyða þori. þann er mÍK fékk myndað? svo mun hann æ lifa." Árið 1830 vóru veizlur til heiðurs Albert Thorvaldsen haldnar í Munchen. í einni þeirra var honum flutt eftirfarandi kvæði, höfundur- inn sennilega þýskur: Þá hófust opin heilöK fslands vé. við h«Kny þrumuKuðsins fram hann sté. hinn unKÍ Þór með Heklu eld i hendi frá hömrum fslands Þór hinn rammi sendi. Þjóðskáld Dana, Oehlenschláger, segir svo í kvæði, er hann orti um ísland: Thor fra fsland i Rom vækker Kronion til liv. Af ofanrituðum þremur höfund- um er Albert Thorvaldsen ávarp- aður íslendingur. Þetta kemur heim og saman við íslenzkar heimildir, og staðfestir þær. Séra Helgi Konráðsson segir í formála fyrir bók sinni árið 1944 um Albert: „Fátt eitt hefur verið ritað á íslenzku um Thorvaldsen allt til þessa, að hundrað ár eru liðin frá dauða hans, og er nú von bæði höfundar og útgefenda þessar- ar ævisögu hans, að hún verði til að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.