Morgunblaðið - 09.02.1980, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.02.1980, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980 8 II I jHpóöur á morgun OOMKIRKJAN: Kl. 11 messa, sr. Þórlr Stephensen. Kl. 2 messa, sr. Hjalti Guðmundsson. Dóm- kórinn syngur, organleikari Mar- teinn H. Friðriksson. LANDAKOTSSPÍTALI: Kl. 10 messa, sr. Þórir Stephensen. Organleikari Birgir Ás Guð- mundsson. ÁRBÆJARPREST AK ALL: Barnasamkoma í safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta í safnaðarheimil- inu kl. 2. Ársfundur hins ísl. biblíufélags eftir messu. Sókn- arprestur. ÁSPRESTAKALL: Messa kl. 2 að Norðurbrún 1. Sr. Grímur Grímsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Barnastarf í Ölduselsskóla og Breiðholtsskóla kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta í Breiðholtsskóla kl. 14. Sr. Jón Bjarman. BUSTAÐAKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 2. Organleikari Guöni Þ. Guð- mundsson. Miövikud. 13. febr.: Æskulýðsfundur kl. 20.30. Sr. Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðarheimil- inu viö Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 2. Sr. Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAPRESTA- KALL: Laugard.: Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kl. 2 e.h. Sunnudagur: Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11 árd. Guðsþjón- usta í safnaöarheimilinu aö Keilufelli 1 kl. 2 e.h. Séra Erlend- ur Sigmundsson messar. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 2. Organleikari Jón G. Þórarinsson. Almenn samkoma n.k. fimmtu- dag kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Biblíudag- urinn. Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Messa kl. 2. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Fyrirbæna- messa kl. 10.30 árd. þriðjudag. Munið kirkjuskóla barnanna kl. 2 á laugardögum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10 árd. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11 árd. Sr. Arngrím- ur Jónsson. Messa kl. 2. Sr. Tómas Sveinsson. Organleikari dr. Orthulf Prunner. KÁRSNESPRESTAKALL: Barnasamkoma í Kársnesskóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta í Kópa- vogskirkju kl. 11 árd. Sr. Arni Pálsson. LANGHOLTSPREST AKALL: Barnasamkoma kl. 11. Jenna og Hreiöar, Jón Stefánsson og sóknarpresturinn sjá um stund- ina. Guðsþjónusta kl. 2, organisti Jón Stefánsson, prestur sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Sóknar- neíndin. LAUGARNESPRESTAKALL: Laugardagur 9. febr.: Guðsþjón- usta að Hátúni 10b kl. 11. Sunnudagur 10. febr.: Barna- guðsþjónusta kl. 11 í kjallara- salnum. Messa kl. 11 (athugið breyttan tíma). Ástráður Sigur- steindórsson predikar. Altaris- GUÐSPJALL DAGSINS: Lúk. 8.: Ferns konar sáð- jörð. LITUR DAGSINS: Grænn. — Litur vaxtar og þroska. ganga. Þriðjudagur 12. febr.: Bænaguðsþjónusta kl. 18 og æskulýðsfundur kl. 20.30. Föstu- dagur 15. febr.: Húsmæðrakaffi kl. 14.30. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guösþjónusta kl. 2 e.h., kirkjukaffi. Muniö starf aldr- aöra kl. 3 á laugardögum. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESSÓKN: Guös- þjónusta kl. 11 árd. í Félagsheim- ilinu. Sr. Guðm. Óskar Ölafsson. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Messa kl. 2. Organteikari Siguröur ís- ólfsson. Prestur séra Kristján Róbertsson. GRUND Elli- og hjúkrunarheimili: Altarisganga kl. 10. árd. Séra Þorsteinn Björnsson. KIRKJA Óháöa safnaðarins: Messa kl. 14. Sr. Emil Björnsson. DÓMKIRKJA Krists konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla virka daga er lágmessa kl. 6 síðd. nema á laugardögum þá kl. 2 síöd. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Almenn guösþjónusta kl. 8 síðd. Einar J. Gíslason. HJÁLPRÆDISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 10 árd. — Helgun- arsamkoma kl. 11 árd. Bæn kl. 20 og hjálpræöissamkoma kl. 20.30. KIRKJA Jesú Krists hinna síðari daga heilögu: — Mormónar: Samkomur að Höfðabakka 9 kl. 14 og kl. 15. NÝJA POSTULAKIRKJAN: Háa- leitisbraut 58: Messa kl. 11 og kl. 17. GARÐAKIRKJA: Barnasamkoma í skólasalnum kl. 11 árd. Messa kl. 2 síðd. Séra Bragi Friðriksson. KAPELLA St. Jósefssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 2 síöd. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Sókn- arprestur. VÍÐIST AÐ ASÓKN: Barnaguðs- þjónusta kl. 11 árd. að Hrafnistu. — Guðsþjónusta í upphafi kristniboðsviku í Hrafnistu kl. 14. Benedikt Arnkelsson prédikar. Halldór Vilhelmsson syngur ein- söng. Altarisganga. Séra Sigurð- ur H. Guömundsson. KAPELLA St. Jósefsspítala Hafn.: Messa kl. 10 árd. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30 árd. Virka daga er messa kl. 8 árd. KÁLFATJARNARSÓKN: Barna- samkoma í Stóruvogaskóla kl. 2 síðd. Séra Bragi Friöriksson. NJARÐVÍKURPRESTAKALL: Sunnudagaskóli í Ytri-Njarövík- urkirkju kl. 11 árd. Messa í Innri-Njarðvíkurkirkju kl. 2 síðd. Sóknarprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11 árd. — Munið skólabílinn. — Messa kl. 14. Síöasta samkoma kristniboös- vikunnar verður kl. 20.30. Sókn- arprestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Guös- þjónusta kl. 2 síðd. Sóknarprest- ur. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 14. — Guðfræðinemendur aðstoða við messurnar. — Sóknarprest- ur. AKRANESKIRKJA: Barnasam- koma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 síöd. Séra Hugh Martin prédikar. — Séra Björn Jónsson. BIBLÍUDAGUR1980 sunnudagur 10.febrúar GJÖFUM til styrktar starfi HINS ÍSL. BIBLÍUFÉLAGS verður að venju veitt viðtaka viö allar guðsþjónustur í kirkjum landsíns á morgun og næstu sunnudaga, þar sem ekki er messaö á biblíudaginn, svo og á kvöldsamkomum safnað- anna og kristilegu félaganna. Aðalverkefni Biblíufélagsins eru nú: Ný, vönduð BIBLÍU-útgáfa, þegar í setningu og væntanleg innan árs, og fjárstuðningur við starf Sameinuðu Biblíufélaganna að útbreiðslu Ritningarinnar m.a. í Ethíopíu og Austur-Evrópu. Flensborgarskóli Mötuneyti framhaldsskóla Mikið hefur verið rætt og skraf- að meðal framhaldskólanema, undanfarin ár, um nauðsyn þess að viðunandi mataraðstöðu verði komið upp í framhaldsskólum. Landsamband mennta- og fjöl- brautaskólanema hefur um þó nokkurt skeið haft þetta sem aðal baráttumál sitt og á síðasta lands- þingi sambandsins sem haldið var í október mánuði síastliðnum kom greinilega í ljós sú samstaða sem ríkir meðal nemenda á fram- háldskólastigi um þetta brýna hagsmunamál. Á þinginu voru kröfur L.M.F. í mötuneytismálinu settar fram og baráttan skipulögð. Landsambandið gerir þær sjálf- sögð í kröfur að mötuneytum verði kor iið upp nú þegar í þeim skólum þar sem mötuneyti er ekki fyrir hendi í dag. Einnig krefst L.M.F. þess að hið opinbera greiði launa- kostnað starfsmanna í mötuneyt- um framhaldsskólanna, því undir slíkum kostnaði geta nemendur ekki staðið sjálfir, en að sjálf- sögðu myndu nemendur greiða allan hráefniskostnað. Aðstaða í hinum ýmsu skólum aðildarfélaga L.M.F. er mjög mismunandi. í þeim skólum sem heimavist er starfrækt er matar- aðstaða nemenda mjög góð, í öðrum skólum er aðstaðan mjög slæm. Ymsir skólar hafa þó vísi að mötuneytum sem eru þó langt í frá að vera fullnægjandi. Þá eru og til þeir skólar sem nemendum er einungis boðið uppá gos og sælgæti, í þeim hópi er Flensborg- arskólinn í Hafnarfirði. Engin getur, né hefur, borið á móti því að mötuneyti er nauðsynlegt réttlæt- ismál nemenda Flensborgarskóla. Nemendur eru í skólanum óslitið frá klukkan 8.00 á morgnanna til klukkan um 4.00 á daginn, eða í alls átta tíma. Að vísu eru nokkrar stuttar frímínútur á þessum tíma, þar á meðal tuttugu mínútna „matarhlé" í hádeginu sem dugar því engum nemanda til þess að fara heim til sín og matast. Þetta mun vera einsdæmi í þióðfélaginu að stórum hópi fólks er ekki gefinn kostur á að matast á sínum átta stunda vinnudegi. Aðalstjórn nemendafélgs Flens- borgarskóla hefur að sjálfsögðu reynt eftir fremsta megni að þrýsta á bæjaryfirvöld að hefja framkvæmdir við mötuneytisað- stöðu fyrir nemendur Flensborg- arskóla. Eftir mikla baráttu náð- ist loks sá áfangi að í bæjarstjórn Hafnarfjarðar var lögð fram eftir- farandi ályktunartillaga af hálfu bæjarstjórnarmeirihlutans: „í framhaldi af þeim ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið í Flensborg- arskóla, í þeim tilgangi að gera neméndum kleift að kaupa sér næringu í skólanum, ályktar bæj- arstjórn, að stefnt skuli að því að auka og bæta við þá aðstöðu, sem þar er nú fyrir hendi í þessu efni, með það markmið í huga, að nemendur geti átt þess kost að fá keyptan hollan mat í skólanum. Skal að því stefnt, að þetta komist í framkvæmd eigi síðar en í byrjun vorannar 1980. Jafnframt skal athugað, hvort ekki sé unnt, að nemendur og kennarar hafi sameiginlegt mötu- neyti og sé tilgangur þeirrar athugunar að nýta betur eða spara vinnuafl við þessa starfsemi. Er bæjarstjóra falið að kanna þetta mál nánar og fylgja því eftir." Eins og sjá má á þessari tillögu höfðu augu bæjaryfirvalda loks opnast fyrir þessu sjálfsagða réttlætismáli. En þessi tillaga var lögð fram í febrúarmánuði í fyrra og síðan virðist sem augu bæjar- stjórnarmeirihlutans hafi eitt- hvað tekið að lokast þegar nær dró framkvæmdum því enn í dag mega nemendur Flensborgarskóla næra sig á ropvatni og annarri ólyfjan þessa átta tíma, sem þeir eru í skólanum. Þrátt fyrir það að framkvæmdir séu enn ekki hafn- ar, leyfðu nemendur sér þó að vona að gert yrði ráð fyrir fram- kvæmdum þessum á næstu fjár- hagsáætlun sem væntanlega verð- ur afgreidd í þessum mánuði, og bæjarstjórn stæði þar með við gefin loforð. En það virðist þó til of mikils ætlast. í uppkasti því að fjárhags- áætlun sem bæjarstjóri hefur gert er ekki gert ráð fyrir einni einustu krónu til þessara framkvæmda. Þrátt fyrir þaö að ekki sé gert ráð fyrir þessum framkvæmdum í drögum þeim sem bæjarstjóri hefur lagt fram, verðum við nem- endur Flensborgarskóla að vona að í umræðum um þessi drög bæjarstjóra í bæjarstjórn og í bæjarráði, sjái bæjarfulltrúar sér fært að reyna að hrinda þessu máli í farsæla höfn hið fyrsta og að nemendur framhaldsskólanna geti í framtíðinni setið við sama borð og aðrir þjóðfélagshópar hvað varðar mötuneyti. Emil Lárus Sigurðsson, Oddviti N.F.F. Flensborg. Afríkuför Alis: Kaldar kveðjur í Nígeríu Lajd fOS, Nairobi 7. febr. AP. BLÖÐ í Nígeríu fjölluðu kuldalega um Afríkuför Mu- hammeðs Ali sama dag og hann kom þangað. Eitt blaðanna „Daily Times“ hafði eftir viðskiptafrömuði nokkrum að Carter sýndi mikið vanmat á greind Af- ríkumanna, með þvi að senda mann eins og Ali sem væri ekki diplómati. Annað blað sagði, að Ali væri stjórnmáladúkka Carters og för hans til þess eins gerð að draga athyglina frá dvinandi vinsældum Carters með löndum sínum. Við komu sína til Lagos sagði Ali að hann væri ekki svo vitlaus að hann léti Bandaríkj aforseta nota sig sem verkfæri og að fráleitt væri að álykta að hann ynni gegn hagsmunum svertingja með þessari för sinni. Hann kvaðst ekki til Nígeríu kom- inn til að verja Bandaríkin heldur til að setja fordæmi í því að berjast gegn óréttlæti í heiminum og til þessa sækt- ist hann eftir stuðningi svartra bræðra sinna og systra. Ekki er ljóst enn, hvort ráðamenn í Nigeríu fást til að hitta Ali, en það hefur ekki tekizt nema í Kenya þar sem forseti fékkst til að ræða við Ali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.