Morgunblaðið - 09.02.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.02.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980 17 Times-maðurinn IAN MURRAY lýsir aðdraganda innrásarinn- ar í Afganistan — og telur Sovétmenn nú komna þar í sjálfheldu SER GREFUR GROF... Ojafn- leikur Riddarar meö fornfáleg vopn gegn millj- ónaherjum risaveldis sem ræöur yf- ir gjöreyö- ingarsprengj- Afganskir uppreisnarmenn og flóttamenn í Pakistan virðast allir hafa hryllingssögur að segja. Þessi er ein hin versta. Lítið þorp norð-austur af Kabul hafði misboðið kommúnistastjórn Núrs Múhameðs Tarakis. Hann og forsætisráðherrann, Hafizullah Amin, ákváðu, að þorpið skyldi verða öðrum víti til varnaðar. Ágústmorgun einn var afganski herinn sendur á stúfana til að eyða því. Meðan hermennirnir hófust handa við að rífa niður og brenna húsin, var 13 börnum safnað sam- an og skipað í röð fyrir framan foreldra sína. Sumir hermannanna rifu þá augun úr börnunum með stálteinum. Síðan voru limlest börnin smám saman kyrkt til bana. Næst kom að foreldrunum og voru þau skotin eitt og eitt í einu, sem og allir aðrir í þorpinu. Líkin ásamt öllu öðru voru síðan brennd. Farið var með jarðýtum yfir nær- liggjandi akra. Öll tré og runnar voru rifin upp. Þegar hermennirnir höfðu lokið verki sínu, var gervallt svæðið eitt brunasár. Sagðar eru aðrar sögur, eins og til dæmis um 200 karla, er voru bundnir með túrbanklútunum sínum, snúið við og dýft í bensín og síðan brenndir til ösku. Eftir sögunum að dæma virðist lítil ástæða til að draga í efa, að þúsundir Afgana á öllum aldri létust. Taraki og Amin, valdníðingur- inn, sem steypti honum frá völdum í september sl., höfðu bersýnilega gripið til villimennsku af þessu tagi í þeirri viðleitni að kæfa uppreisn múhameðstrúarmanna, sem breiðst hafði út jafnt og þétt, síðan Taraki hrifsaði fyrst völdin í apríl 1978. Með því að reyna að halda þjóðinni í greipum óttans, er greinilegt, að báðir þessir menn misskildu algerlega skapgerð landa sinna. Þrátt fyrir það, sem var að gerast, eða næstum vegna þess, breiddist uppreisnin út, þannig að síðastliðið haust voru 22 af 28 héruðum landsins fullkom- lega á valdi uppreisnarmanna. Amin tók völdin í sínar hendur þar eð hann áleit Taraki vera of mjúkhentan. Sögur flóttamanna benda til þess, að ástandið hafi versnað til muna eftir að hann komst til valda. Hinn 21. október réðst hann af fullu afli gegn uppreisnarmönnum með aðstoð 3000 sovéskra „hernaðarráðgjafa" og flugmanna, sem þá voru í landinu. Orrustuþyrlur réðust til atlögu og hófu skotárásir á þorp. Nap- almsprengjum var beitt með hörmulegum afleiðingum. Flótta- menn, sem til þessa höfðu aðeins leitað til Pakistans í smáum stíl, tóku nú að flæða yfir landamærin. En einurð uppreisnarmanna virtist eflast við þessar árásir, og nú sýnist ljóst, að í Moskvu gerðu menn sér grein fyrir því, að Amin var svo óvinsæll af almenningi og duglaus stjórnandi, að auðvelt yrði að fjarlægja hann innan tíðar og setja í staðinn stjórn, sem hefði múhameðstrú í heiðri. Þannig að Sovétmenn tóku þá ákvörðun að ráðast inn í Afganist- an. Von þeirra var sú, að hvaða stjórn, sem tækist að hrinda hin- um hataða Amin úr valdastóli, yrði vinsæl. Frá byrjun sáu Rússar hlutverk herja sinna einungis fyrir sér sem liðsterkan bakhjarl, með- an hinn nýi leppur þeirra, Babrak Karmal, styrkti sig í sessi. Nærvera Sovétmanna virðist hafa stöðvað þau fólskuverk, sem framin voru undir stjórn Amins. Hryllingssögurnar eru allar frá því fyrir jól, og ekkert virðist heldur benda til, að napalm hafi verið notað nýlega gegn óbreyttum borg- urum. Sú staðreynd, að innrás Sovét- ríkjanna hefur að því er best verður séð bundið enda á verstu grimmdarverk fyrri stjórna, er haldgóð skýring þess, að leiðtog- arnir í Kreml og rússnesku her- mennirnir hafa sýnt af sér yfir- bragð hins særða sakleysingja þegar þeir eru sakaðir um að troða á rétti annarrar þjóðar. Það má vel vera, að Rússar hafi í raun og veru reiknað dæmið þann- ig, að þeir gætu haft umheiminn svo að fífli, að hann legði trúnað á útgáfu þeirra á gangi 'mála, ein- faldlega vegna þess að sovéskir hermenn voru raunverulega að stöðva grimmilega herferð gegn óbreyttum borgurum í landinu. En hafi stjórnin í Kreml reiknað dæmið skakkt um viðbrögð um- heimsins hefur hún án efa mis- reiknað viðbrögð afgönsku þjóðar- innar. Andstaða uppreisnarmanna við stjórn Amins fór almennt eftir hefðbundnum ættflokkum, enda þótt sex mismunandi fylkingar hafi verið teknar að myndast. Þegar Sovétmenn komu til landsins virtist allur ættflokka- ágreiningur hafa verið lagður á hilluna. Hinar bardagaglöðu muja- hideensku Afganir kunna e.t.v. að varðveita gamla hollustu sína, en sem stendur eru þeir að því er virðist algerlega einhuga um þá ákvörðun að reka síðasta Rússann úr landi sínu. Þannig heldur stríðið áfram. En þar eð Rússar halda aftur af sér af varfærni og uppreisnarmennirnir, með létta riffla eina að vopni, eru varir um sig gagnvart árásum orrustuþyrlna, virðast átökin tvístruð og takmörkuð við áhlaup úr launsátri. Þessi aðferð truflar samgöngur að vissu marki, en það er ekkert, sem bendir til þess, að sovéskir hermenn hafi nokkru sinni átt í teljandi erfiðleikum með að ná á vald sitt vegi eða borg, ef þeir hafa viljað það. Reyndar geta þeir enn treyst því að afganski herinn sjái um megnið af bardögunum fyrir þá. Þetta stafar af því, að hermennirnir eru af ráðnum hug látnir berjast á svæðum, sem eru ekki þeirra átthagar. Þar sem uppreisnarmenn hafa náð mestum árangri er í hinum afskekktu fjallahéruðum, sem reyndar ná yfir mestallt landið. En þessi svæði landsins hafa í rauninni aldrei verið undir öruggri stjórn valdhafanna í Kabul. Að svo stöddu er nær ógreining- ur að ieggja mat á hina raunveru- legu stöðu uppreisnarinnar. Hinar ýmsu mismunandi fylkingar ýkja stórlega eigin framgang til að slá sig til riddara í augum hinna. Stríðið getur aðeins farið á þrjá vegu. í fyrsta lagi geta uppreisn- armenn með sína gömlu riffla sigrað stærsta her i heimi. Sá endir verður að teljast ósennilegur, sé litið á málið af raunsæi. í öðru lagi kann svo að fara, að stærsti her í heimi brjóti á bak aftur baráttuanda sem er tendraður af Múhameð og studdur fjármagni frá andstæðingum Sovétríkjanna. Sé litið á þennan möguleika af raunsæi, getur einungis þjóðar- morð gert hann að veruleika. Eini kosturinn, sem þá blasir við er að núverandi þrátafl í hernaði landsins haldi áfram, meðan Sov- étríkin eru beitt þrýstingi frá stjórnmálamönnum og múhameðs- trúarmönnum. Það tekur tíma að byggja upp þrýsting af því tagi og Sovétmenn veðja á þau endalok, að Karmal muni með tímanum öðlast viðurkenningu jafnt heima við sem á alþjóðlegum vettvangi. (The Times) Stór-útsalan 1980 A Eigum enn umtalsvert magn af eftirfarandi: Hespulopa — Plötulopa — Lopa-Light — Tröll-lopa — Eingirni — Tweed hosubandi — Teppabandi — Endabandi — Fatnaöi — Hosum — Treflum — Gardínuefnum — Fataefnum — Áklæðum — Væröarvoðum, bæði ofnum og prjónuðum — Gólfteppum og földuðum mottum. Ath.: Síðasta helgi stór-útsölunnar í hús- næði okkar við gömlu verksmiðjuna (efst í brekkunni ofan við brúna) í Mosfellssveit. Opiö laugardag 9. feb. kl. 10—18 Opiö sunnudag 10. feb. kl. 13—18 Við vekjum sérstaka athygli á: Góöu úrvali af fatnaöi og gólfteppum, ásamt plötulopa í glæsilegum tískulitum. Verö á lituöum plötulopa, aöeins 3.000 kr. pr. kg /4lafoss hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.