Morgunblaðið - 09.02.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.02.1980, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980 VtEP k’AFFINO CN vv/\ Gætum erlendu ferðamannanna „Oft er talað um að ísland sé mikið ferðamannaland og allt stefni að því að hingað komi á næstu árum sífellt fleiri ferða- menn, sem áhuga hafa á því að kynnast landinu og þjóðinni. Sjálfsagt er það gott og blessað, en gæta þurfum við þessara ferða- langa og ekki megum við láta ferðamannastrauminn þurrka út öll séríslensk einkenni og fyrir- brigði, eins og gerst hefur á mörgum ferðamannastöðum er- lendis. Á síðasta sumri höfðu menn af því nokkrar áhyggjur að hinir erlendu ferðamenn tóku nokkuð af grjóti með sér. Var þar einkum um að ræða erlenda ferðamenn á eigin bílum, sem komu kannski með Smyrli og þá var ekkert hægara en taka einn og einn fallegan og merkilegan stein ugp í bílinn og hafa með til minja. Eg held að það séu ekki síður atriði sem þessi sem gæta þarf að í sambandi við móttöku erlendra ferðamanna. lendra ferðamanna, en tel að hér sé hætta á ferðum ef við gætum ekki að okkur og það verður að gera fyrr en seinna, áður en ferðamannastraumur tekur að vaxa okkur yfir höfuð. íslendingur." • Meira af megin- landsknattspyrnu „Er ekki hægt að fá nokkrar myndir af knattspyrnunni í Hol- landi, Belgíu og Þýzkalandi? Þótt enska knattspyrnan sé oft góð þá finnst mér vanta eitthvað frá áðurnefndum löndum. Væntanlega sjá stjórnendur íþróttaþáttarins einhverja leið til að fá leiki frá þessum löndum, en annars þakka ég fyrir góðan íþróttaþátt. Aðdáandi Péturs Péturssonar.“ Frá íþróttum hverfum við til skattamála og fara hér á eftir BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Umdeilt atvik kom fyrir í heimsmeistarakeppninni í Rio de Janeiro á síðastliðnu hausti. Keppandi fyrir Mið-Ameríku. maður fr;i Venesúela, fékk mögu- leika á að loka sögnum með þriðja passinu eftir fyrirstöðu- sögn ítalans Belladonna en hann átti ekkert spil í litnum. Suður gaf, allir utan hættu. Norður S. 8432 H. 3 T. KG10 L. ÁK764 Austur S. G105 H. DG1054 T. D9532 L. - Suður S. Á76 H. 97 T. 8764 L. 10983 Sagnirnar voru dálítið skrítnar. Suður V<Mur Norður Austur I* 1 I.auf 2 spaðar P 1 Lauf 1 Iljortu P 5 Lauf P P ? Opnun vesturs lofaði góðum spilum en sagði ekkert um lauf og stökk norðurs var upphaf vitleys- unnar. 2 spaðar sögðu frá mörgum spilum í svörtu litunum og 4 lauf, suðurs var enn frekari hindrun. Vestur sagði eðlilega sinn lit, sem kom ákaflega »æl við austur. Hann ákvað að' segja 5 lauf, fyrsta fyrirstaða í lit andstæðinganna en pass vesturs var þá eðlilega mis-, tök. Hann taldi austur hafa sagt 5 hjörtu og þá var komið að norðri. Sögnin pass hefði tryggt honum góða tölu. En af höfðingsskap sagði hann dobl og gaf þar með Itölunum færi á að leiðrétta samninginn, sem þeir gerðu um- svifalaust og unnu sitt spil. Margir töldu framkomu norðurs mjög íþróttamannslega og hældu honum jafnvel fyrir. En lögfróðir menn töldu hana ekki samrýmast anda keppnislaganna. Eitt af und- irstöðuatriðum þeirra er, að spil- urum beri að gjalda fyrir mistök sín og, að annað sé ekki sann- gjarnt gagnvart öðrum þátttak-, endum í sömu keppni. Og í fram- haldi af þessu má búast við, að lögin verði hert mjög í þessu tilliti við næstu endurskoðun þeirra. Vestur S. KGD9 H. ÁK862 T. Á L. DG52 COSPER Nei, ekki þetta — hann lyktar svona! Við eigum að geta skipulagt mót- töku ferðamanna þannig að við höfum hönd í bagga með ferðum þeirra um allt landið og líka hvernig þeir haga sér og hvað þeir leyfa sér að taka með út úr landinu. Ég er ekki neinn óvinur er- nokkrar spurningar og vangavelt- ur um ýmsar hliðar skattamála: • Skrítin skattheimta „Hvers vegna á fólk, sem á þinglýstan eignarlóðarskika upp Maigret og vínkaupmaðurinn Eftir Georges Simenon Jóhanna Krisljónsdótlir sneri á islensku 41 mýkja fólk, kúga alla sem nærri honum komu til að hon- um gæti liðið vei og honum fyndist hann vera stór og mikill kall. Skiljið þér hvað ég er að fara? Ég sé að mér hættir jafnan til að tala um hann í nútíð eins og hann væri á lífi enn, þótt hann hafi nú loksins fengið það sem honum bar. Enginn mun gráta hann, ekki einu sinni hans nánustu, væntanlcga ekki einu sinni faðir hans sem hcfur ekki viljað sjá hann árum saman. En ekkert af þessu nefna blöðin og ef þér handtakið þann sem skaut hann einn góðan veðurdag og batt þar með enda á illvirki hans, munu aJlir smána og hrakyrða þann mann. Mig langaði til að ná sambandi við yður. Ég sá yður fara inn í húsið á Place des Vosges ásamt öðrum, væntanlega hefur það verið aðstoðarmaður yðar. Ég hef einnig séð yður fara inn i skriístofurnar á Quai de Char- enton, en þar cr nú ekki allt eins slétt og fellt og sumir vilja vera láta. Allt sem viðkcmur Oscari Chabut er meira og minna subbulegt. Þér eruð að leita að morðingj- anum? Já. auðvitað. Það er yðar starí og ekki áfellist ég yður fyrir það. En væri til réttlæti ætti hann að fá ríkulega launað íyrir það sem hann gerði. Ég endurtck: Oscar Chabut var viðbjóðslegur maður. á all- an hátt, gegnumrotinn og spilltur. Ég bið yður taka kveðjum minum og afsakið að ég skrifa ekki nafn mitt hér undir.“ Þó var einhvers konar undir- skrift á bréfinu, bara fáeinir bókstafir. Maigret las það aftur, orð fyrir orð. Á langri starfsævi hafði hann fengið fjölda af nafnlausum bréfum og hann treysti sér orðið til að dæma um hvort þau höfðu vægi eða ckki. Var það morðinginn scm skrifaði svona? Var hann eitt aí ótalmörgum fórnarlömbum Chabuts? Var það einn af eigin- mönnunum sem hafði orðið fyrir því að vera niðurlægður og kona hans einnig. Maigret sá ósjálfrátt halta manninn fyrir sér sem hafði beðið eftir honum og hafði síðan gengið í áttina til Place Dauphine. Hann hafði ekki litið sérlega vel út, það var eins og hann hefði sofið í fötunum, en samt lcit hann ekki út fyrir að vera larfalákur. í París eru þusundir sem ekki cr hægt að heimfæra undir einhverja ákveðna stétt. Sumt af þessu fólki er hægt á Iciðinni niður rennusteininn, það sefur undir brúm eða á btikkjum í skemmti- görðum, ef það fyrirkemur sér þá ekki. Aðrir reyna að streitast á móti, bíta á jaxlinn og stundum tekst þeim að komast upp á yfirborðið, cinkum ef einhver fæst til að rétta þeim hjálpar- hönd. Innst inni fann Maigret hjá sér löngun til að hjálpa þessum manni. Hann var augsýnilega ekki galinn, þrátt fyrir hann væti gagntekinn hatri til Chab- ut, sem var orðið eins konar réttlæting tilveru hans. Var það hann sem hafði skotið Chabut? Það var hugsan- legt. Hann gat vel imyndað sér hann þar sem hann beið í myrkrinu og kreppti höndina um skammbyssuskeftið. Hann hafði skotið eins og hann hafði ætlað sér, einu sinni, tvisvar, fjórum sinnum og síðan hafði hann hlaupið haltrandi í brott. Hvar svaf hann á næturnar? Hvcrt hafði hann farið að loknu verki sínu? Morðið á Chabut hafði verið að yfirveguðu ráði. Sá sem framið hafði verknaðinn hafði hugsað um það lengi, hikað og velt öllu fyrir sér sem hann hafði upp á Chabut að klaga áður en hann ákvað að láta til skarar skriða. En nú var fjandi hans Iátinn. Var það ekki eins og grundvell- inum hefði verið kippt undan honum. Fórnarlambið fékk fög- ur eftirmæli í blöðunum. Eng-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.