Morgunblaðið - 09.02.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.02.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980 29 Ummæli norskra blaða um kvikmyndina Lilju Stúdentaráð H.I: Mótmælir inn- rás Sovétmanna í Afganistan STÚDENTARÁÐ Háskóla íslands heíur gert eftirfarandi samþykkt um innrás Sovétríkj- anna i Afganistan: Við viljum nota þann atburð, sem er innrás Sovétríkjanna í Afganistan, til að mótmæla kúgun og óréttlæti hvar sem er í heimin- um, til að mótmæla heimsvalda- stefnu stórveldanna. Við lýsum yfir stuðningi við afgönsku þjóðina í baráttu hennar gegn afturhaldi og kúgun og hörmum hvernig Afganistan hef- ur orðið vettvangur valdatafls stórveldanna. Við lýsum yfir stuðningi við þau öfl, sem vinna að umbótum og róttækum breytingum á afgönsku þjóðfélagi, sem um aldaraðir hef- ur einkennst af kúgun og órétt- læti. Við mótmælum umfjöllun vest- rænna fjölmiðla um Afganistan- málið. Þeir virðast hafa meiri áhuga á að magna upp kalda- stríðsáróður en vekja athygli á eymdarlífi 17 milljón Afgana. Heldur tón- leika á Kjar- valsstöðum HALLDÓR Haraldsson píanóleik- ari heldur tónleika á Kjarvals- stöðum mánudaginn 11. febrúar næstkomandi í boði stjórnar Kjar- valsstaða. Halldór valdi flygilinn sem keypt- ur var fyrir Kjarvalsstaði í fyrra. Þá var honum boðið að reyna hljóðfærið og halda tónleika, en af ýmsum ástæðum hefur ekki verið hægt að halda þá fyrr en nú. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og er öllum heimill aðgangur á meðan húsrúm leyfir. Á efnisskránni eru verk eftir Scubert, Beethoven, Tsjaikovski, Prókoffíev, Skrjabín og Chopin. Kvikmyndin Lilja, byggð á samnefndri sögu Halldórs Lax- ness, var nýlega sýnd í norska sjónvarpinu. Blöð í Noregi fjöll- uðu um myndina í sjónvarps- gagnrýni sinni og eru mjög samdóma. Hér fylgir útdráttur gagnrýni helstu blaða um mynd- ina. Dagbladet segir í fyrirsögn: Gott frá íslandi. Síðan segir í umsögninni: Síðan var sýnd stutt kvikmynd frá íslandi, „Lilja“ eftir samnefndri smá- sögu Halldórs Laxness. Ég hef ekki lesið þá sögu, og því get ég ekki dæmt um, hvort kvikmynd- in sé gerð í „anda“ sögunnar, eins og það er orðað. Hins vegar get ég sagt að þetta var góð kvikmynd, gædd þeim eiginleik- um, sem einkenna hina vel rituðu smásögu: Nákvæmni og tilfinning sameinast, það mikla í hinu smáa. Og síðar segir í umsögninni: Kvikmyndin var gerð með afburða skynbragði á miðilinn sjálfan — meira skyn- bragði en við erum vanir að sjá úr þessari átt. Hér var til staðar viðkvæm tilfinning fyrir verkun- inni, málfræðinni, frá fyrstu mynd til hinnar síðustu. Ef tekið er tillit til þess að við eigum að venjast þröngri og erfiðri fæð- ingu íslenskra sjónvarpskvik- mynda var þessi kvikmynd einn- ig hressandi í þeim skilningi. Nationen segir í fyrirsögn: Lilja og útigöngumaðurinn. Síðan segir í umsögninni: Einnig var sýnd „Lilja“, stutt íslensk frásögn, án efa sú besta sem við höfum fengið þaðan. Myndin var gerð eftir sögu Halldórs Kiljans Laxness og var hann sjálfur sögumaður. Kvikmyndinni tókst að temja grundvallaratriðin í frásagnar- list Laxness: hina einkennilegu samsuðu hins hrjúfa og óvæmna, allt að því grófu hnyttni, og hinnar miklu viðkvæmni undir yfirborðinu. Verdens Gang segir í fyrir- sögn: Tvær góðar stundir. Síðan segir í umsögninni: Kvikmyndin einkenndist af dempuðum tóni. Rödd útigöngumannsins, sem eitt sinn hafði bundið vonir við að verða söngvari, var tregðu- bundin, uppgjöfin var fullkomn- uð. Nú lifði hann aðeins í minningunum um konuna sem hann ekki fékk. Jafnvel gamanyrði stúdent- anna og spenningurinn sem myndast þegar þeir komast yfir líkið, svo ekki sé minnst á jarðarförina, hafði yfirbragð hógværrar sorgar. Leikstjóranum hafði sannar- lega tekist að veita okkur Lax- nessstemmningu, hið ljóðræna við hlið harðneskjulegs verul- eika. Hlutverkunum var skilað lif- andi í öllum smáatriðum. Arbeiderbladet segir í fyrir- sögn: Kvikmynd frá íslandi. Síðan segir í umsögninni: Islend- ingar geta sannarlega búið til kvikmyndir. Virkilega heil- steyptar kvikmyndir. Við höfum séð margar atrennur áður, en aldrei hefur mynd verið gerð af jafn miklu öryggi og einfaldri framkvæmd eins og „Lilja" eftir sögu Halldórs Laxness. Og enn einu sinni sannreynum við hve mikilvægt það er fyrir kvik- myndagerðarmann að byggja á sönnu skáldi, þegar handrit er annars vegar. Á sama hátt og við upplifum að leikstjórnin er allt sem máli skiptir. Án þess að skugga sé varpað á hina mörgu leikara okkar sem við sjáum vikulega í sjónvarpsleikritum. Stutt sjónvarpskvikmynd krefst ákveðinnar og öruggrar hand- leiðslu, sem þó á ekki að sjást. Eins og menn vita er ávallt erfiðast að framkvæma það ein- falda og augljósa. Þannig kom „Lilja“ okkur fyrir sjónir; á tæpum hálftíma endursýnir myndin allt litróf sögunnar; frá hjartnæmum og viðkvæmum til- finningum til kaldhæðni og fyndni. Várt Land segir í fyrirsögn: Örlög útigöngumanns. Síðan segir í umsögninni: Islenska sjónvarpið hefur gert góða kvik- mynd eftir smásögu Halldórs Laxness. Það var skemmtileg hugmynd leikstjóra að fá sjálfan rithöfundinn til að le^a hluta úr „Lilju" við myndina. Hrafn Gunnlaugsson náði góðu jafnvægi milli grófgerðrar fyndni og ljóðrænnar stemmn- ingar, með þeim afleiðingum að samúðin með aðalpersónunni, útigöngumanninum, var ávallt í forgrunni. Lausnin ljáði kvik- myndinni sterkan lokahljóm í orðknöppum einfaldleik sínum. Sambandinu milli hins þögla öldungs og hins skrafhreifa stú- dents var lýst af mikilli nær- færni, og vináttan milli útigöngumannsins og telpunnar Lilju var dregin upp á hjart- næman hátt. Stúlkan og gamli leikarinn léku hlutverk sín af dásemd, er þau gengu hönd í hönd meðan hún hlustaði á sögur hans. Gagnrýnandinn Nills Magnus Brugge kallar gagnrýni sína: Ljóðræna stuttfilmu. Síðan segir í umsögninni: Hin stutta kvik- mynd sem aðeins tók um hálf- tíma í sýningu, hefur hlotið verðlaun á kvikmyndahátíð í Reykjavík 1978, og verkaði einn- ig miklu meir sannfærandi en nokkuð það, sem sýnt hefur verið áður af íslenskum kvikmyndum í norsku sjónvarpi. Og síðan segir Brugge: Eins og fram kemur af þessari stuttu umsögn um söguþráðinn, var þetta kvikmyndasaga sem hæglega hefði getað endað í væmni og sætleika, en gerði það sem sagt ekki. Þessi stutta kvikmynd kom til dyranna eins og hún var klædd, yfirlætislaus og ljóðræn án allrar væmni og hinir þokukenndu, hógværu litir féllu að efninu og undirstrikuðu hina brothættu ljóðrænu stemmningu, sem einkenndu myndina. Þess misskilnings gætir í um- fjöllun flestra norsku blaðanna að kvikmyndin Lilja sé gerð af íslenska sjónvarpinu. Myndin er hins vegar einkaframtak nokk- urra einstaklinga og var ekki gerð á vegum íslenska sjón- varpsins. Kvikmyndahandrit sömdu þeir Hrafn Gunnlaugsson og Snorri Þórisson. Hrafn leik- stýrði en Snorri kvikmyndaði. Aðstoðarleikstjóri var Guðný Halldórsdóttir. Hljóðupptaka var í höndum Jóns Þórs Hann- essonar og Ragnheiður Harwey sá um förðun. Dreifingaraðili er íslenska leikritamiðstöðin. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar að leysa út vörur fyrir verzlanir og innflytjendur. Tilboö sendist augl. Mbl. merkt: „Ú — 4822". Gerum skattframtöl einstaklinga og fyrirtækja. Lögmenn Jón Magnússon hdt., Sigurður Sigur- jónsson hdl„ Garöastræti 16, sími 29411. , Skattframtöl — Reikningsskil Tek að mór gerö skattframtala fyrir einstaklinga og minni fyrir- tæki. Ólafur Geirsson viösk.fr. Skúlatúni 6, sími 21673 e. kl 17.30. Bólstrun klæðningar Klæöum eldri húsg., ákl. eöa leöur. Framl. hvíldarstóla og Chesterfieldsett. Bólstr., Laugarnesvegi 52, s. 32023. Innl. — Erl. frímerki F.D.C. 4 bl„ heilar arkir, heil umslög, vélstimpluö umslög. Erl. frímerkjabækur fyrir byrjendur. Sími 13468. Pósth. 1308 Rvík. Heimahverfi Til sölu 3ja herb. íbúö í háhýsi — laus strax — tilboð óskast. Uppl. ( síma 73052 í dag kl. 17619. □ Akur 5980. 2177=6. 17—19. Sunnudagur 10.2 kl. 13.00 Strandaganga sunnan Straums- víkur, Lónakot og víðar, létt ganga með Einari Þ. Guöjohns- en. Verð 2000 kr„ frítt f. börn m. fullorönum. Fariö frá B.S.Í. benzínsölu. Myndakvöld í Snorrabæ 13.2. Ásbjörn Sveinbjarnarson sýnlr. Árshátíö Útivistar veröur í Skföaskálanum, Hveradölum, laugard. 16.2. Farseölar á skrifst. Útivistar, Lækjarg. 6a, sími 14606. Útivist. KFUM og K Hafnarfirðí, Kristniboðsvika Sunnudagur. kristniboössam- koma í húsi KFUM og K„ Hverfisgötu 15 kl. 8,30. Vitnis- buröur Jónína Guömundsdóttir. Ræöumaöur séra Frank M. Hall- dórsson. Einsöngur Árni Sigur- jónsson. Mánudagur: kristni- boösþáttur. Heigi Hróbjartsson kristniboöi. Ræöumaöur séra Valgeir Ástráösson. Einsöngur Helgi Hróbjartsson. Allir vel- komnir. Fíladelfía Almenn barnaguösþjónusta kl. 14.00. Fjölþreytt dagskrá. Skólastjóri Björg Halldórsdóttir. Sunnudagaskólar Fíladelfíu. Barnaguösþjónusta Geröaskóla kl. 14.00. Sunnudag Njarövík kl. 11.00. Grindavík kl. 14.00. Mun- iö svörtu börnin. Öll börn vel- komin. Kristján Reykdal. Árshátíð knáttsþyrnufélagsins Fram verö- ur haldin laugardaginn 23. febrúar n.k. i' Átthagasal Hótel Sögu kl. 19.00. Nánar auglýst síöar. Stjórnin. Kvenfélagiö Fjallkonurnar Námskeiö í framsögn í umsjá Sigríöur Hannesdóttur veröur haldiö á vegum félagsins. Hefst það miövikudaginn 13. febrúar. Uppl. í símum Guðlaug 71727, Ágústa 74897. tFERÐAFELAG 'ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SIMAR 11798 og 19533. Sunnudagur 10.2 kl. 13.00 Stóri-Meitill 500 1. Gönguferð á St. Meitil og nágrenni hans. 2. Skíðaganga í nágrfenni Meitl- anna. Fararstjórar Sturla Jóns- son og Páll Steinþórsson. Verö kr. 2500 gr. v/bílinn. Fariö frá Umferöarmiöstöðinni að austan- veröu. ATH. Þeir sem eiga .útfylltar „Feröa- og Fjallabækur" eru beönir aö koma meö þær á skrifst. til þess aö nöfn viökom- andi komist (árbókina 1980. Feröafélag íslands. AUGLYSINGASÍMINM ER: . 22480 J»ergtmW«Í!tl> R:@

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.