Morgunblaðið - 09.02.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.02.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980 Þórður Friöjónsson, hagfræðingur: Hér fer á eftir erindi, sem bórður Friðjónsson. hagfræðingur Félags ísl. iðnrekcnda flutti á efnahagsráðstefnu B.S.R.B. í upphafi er rétt að minna á, að ógerningur er að draga upp nokkra heildarmynd af stöðu og þróun iðnaðar á þeim skamma tíma sem hér er til stefnu, enda er vafasamt að stutt yfirlitserindi yfir iðnað væri áhugavert fyrir þá sem hér eru. Þess vegna hef ég valið að sníða erindinu fremur stakk eftir nokkrum mikilvægum málefnum iðnaðarins og gefa þannig aukið svigrúm til ítarlegri umræðu þar um en kostur væri á, ef fjallað væri um iðnað almennt. En hér hefur verið dreift myndriti um iðnað, þar sem er að finna ýmsar upplýsingar í myndrænu formi um þróun og stöðu iðnaðar og er það von mín, að það rit fylii að nokkru í þær eyður sem hljót að fylgja þessum efnis- tökum. Tímamót í sögu iðnþróunar Áttundi áratugurinn markar vissulega tímamót í sögu iðnþróun- ar hér á landi. í upphafi áratugsins gerðist Island aðili að Fríverslunar- bandalaginu og tveimur árum síðar eða 1972 var gerður samningur um viðskipti milli íslands og Efnahags- bandalagsins. Á þessum tíma voru því fyrstu skrefin stigin í átt til frjálsra utanríkisviðskipta með iðn- aðarvörur. Samið var um að Islend- ingar fengju áratug til að komast til þroska og aðlaga sig breyttum viðskiptaháttum, sem óhjákvæmi- lega kæmu í kjölfar fríverslunar- samninganna, og lauk aðlögun- artímanum um sl. áramót. Þetta tímabil hefur því haft stórfelldar breytingar á aðbúnaði iðnaðar í för með sér. Þegar litið er til ýmissa mæli- kvarða á framvindu iðnaðar á aðlögunartímanum virðist iðnaði um margt hafa farnast alivel, þegar litið er yfir tímabilið í heild, sérstaklega þegar þess er gætt að óvenju miklar sviftingar og rót hafa einkennt efnahagslífið á ný- liðnum áratug. Aukning iðnaðar- framleiðslunnar hefur verið all- nokkru meiri en þjóðarframleiðsl- unnar. Vöxtur iðnaðarframleiðsl- unnar nam rösklega 70% frá 1970 til 1979 og nemur því árleg meðal- aukning rúmlega 6% samanborið við rúmlega 60% vöxt þjóðarfram- leiðslunnar á sama tíma og tæplega 5'k% meðalaukningu á ári. I gróf- um dráttum má skipta framleiðslu- þróuninni í þrjú tímabil. Frá 1970 — 1973 var mikill vöxtur í iðnaðar- framleiðslunni, sem reyndar hófst með árinu 1969, en þá var fram- leiðsluaukningin að meðaltali um 15% á ári, ef ál er meðtalið, en tæplega 11% án álframleiðslunnar. Á sama tíma jókst þjóðarframl- eiðslan mun hægar eða um 8% að meðaltali á ári. Vöxtur iðnaðar- framleiðslu hefur óefað verið hrað- ari á þessu tímabili en í nokkurri annarri atvinnugrein. Þessi upp- gangstími í íslenskum iðnaði á sér margar skýringar, þar á meðal má telja betri rekstur iðnfyrirtækja, aukinn útflutning og aukna mark- aðshlutdeild á heimamarkaði, ásamt meiri eftirspurn almennt. í kjölfar olíukreppunnar síðla árs 1973 hægði verulega á vexti iðnað- arframleiðslunnar, eins og á all- flestum öðrum sviðum efna- hagslífsins. Vöxtur framleiðslunnar staðnaði á árinu 1974 og talsverður afturkippur varð 1975. Þessi þróun var mjög í hátt við það sem aðrar þjóðir upplifðu á þessum tíma og getur engan veginn talist óeðlileg miðað við aðstæður í umheiminum. sem dæmi um áhrif efnahagskrepp- unnar í heiminum á þessum tíma má taka, að iðnaðarvöruútflutning- ur landsmanna dróst saman um rúmlega 20% í dollurum talið árið 1975. Nokkur fjörkippur kemur í iðnað- inum arið 1976, en þá eykst fram- leiðslan um 6% í kjölfar 3% samdráttar árið áður. Samkvæmt bráðabirgðatölum vex iðnaðar- framleiðslan enn meira árið 1977 eða um nálægt því 8%. Á síðustu tveimur árum hefur dregið allveru- lega úr vaxtarhraða iðnaðar miðað við árin 1976 og 1977. Áætlað er að iðnaðarframleiðslan hafi aukist um 4% 1978, en 3 - 3,5% 1979 að undanskilinni framleiðslu járn- blendis. Vöxtur þjóðarframleiðsl- unnar var á sama tíma 4,2% 1978 og áætlaður 1979 2 'k %. Nokkur von- brygði Árangur iðnaðar á sl. 10 árum verður þó ekki eingöngu metinn með magnbreytingum á iðnaðar- framleiðslu, og þegar litið er til ýmissa annarra mælikvarða er ekki laust við að nokkur vonbrigði komi manni í huga. Hér vinnst ekki tími til að rekja alla þá þætti, sem hér koma við sögu, en ég vil þó sérstaklega nefna slaka framleiðni- þróun miðað við stöðu iðnaðar í upphafi áratugsins, versnandi af- komu á seinni hiuta tímabilsins og að lokum hefur útflutningur al- mennarar iðnaðarvöru ekki aukist jafn mikið og vonast var eftir í upphafi aðlögunartímans, þegar frá er talinn útflutningur fáeinna iðngreina. Hér má skjóta inn í, áður en við víkjum nánar að þessum þáttum, að magntölur yfir framleiðslu hafa ýmsa annmarka og gefa því ekki nema takmarkaða mynd af því sem þeim er ætlað, Er þar fyrst að nefna að gæðabreytingar á framleiðslu- vörum koma að mjög litlu leyti til skila í hagskýrslum og ennfremur eru ýmis tæknilég vandkvæði sem torvelda útreikninga á magnbreyt- ingum. Þá er átt við þá erfiðleika sem erit því samfara að finna einhlíta mælikvarða á framleiðslu- magn í iðngreinum, svo sem hús- gagnaiðnaði, fataiðnaði og þjón- ustuiðnaði svo einhver dæmi séu nefnd. I töflu, sem hér fer á eftir, er framleiðniþróun í 14 löndum borin saman. Tímabilið er frá 1963 — 1976, en því miður var ekki unnt að afla upplýsinga um fgramleiðni- þróun í þessum löndum eftir 1976. Það er rétt að taka fram, að slíkur samanburður sem þessi, er ætið nokkuð varhugaverður og ber að skoða þessar tölur fremur sem vísbendingu en algildan sannleika. Kemur þar einkum til að nokkuð mismunandi skilgreiningar geta verið viðhafðar í hinum einstöku löndum. En þrátt fyrir vissa ann- marka gefur þessi samanburður þó í megindráttum til kynna, hvernig framleiðni íslensks iðnaðar hefur þróast borið saman við þessar þjóðir. Þegar litið er yfir tímabilið 1963 — 1976 í heild, kemur í ljós að framleiðni í íslenskum iðnaði hefur aukist um 3% að meðaltali. Niður- röðun landanna eftir framleiðni- þróun sýnir, að framleiðniaukning hefur hvergi verið minni en hér á landi. Japan er í fararbroddi, eins og reyndar mátti búast við, en árleg framleiðniaukning þar á umræddu tímabili, hefur verið hartnær 10 af hundraði að meðaltali á ári, sem er ríflega þrefalt örari framleiðni- aukning en hér á landi. Framleiðni- þróunin er mun hægari í öðrum löndum, sem samanburðurinn nær til, en næst á eftir koma Belgía, Danmörk og Frakkland með u.þ.b. 2/3 af árlegri framleiðniaukningu í Japan. Lestina rekur Island, eins og áður sagði, í samkeppni við Banda- ríkin og Bretland um neðsta sætið. Þróun framleiðninnar frá 1970 hefur verið okkur heldur hagstæð- ari en þegar tímabilið er tekið í heild. Árleg meðalaukning tímabil- ið 1970 — 1976 er 4%, sem á máli íþróttafréttamanna lyftir Islandi úr botnsætinu í 9. sæti. Framleiðn- in jókst hægar í Svíþjóð, Bandaríkj- unum, Noregi, Bretlandi og Kan- ada. Þessi árangur verður þó vart talinn viðunandi, þegar haft er í huga að framleiðnistig íslensks iðnaðar hefur tæplega verið hærra en 50 — 60% af framleiðnistigi flestra þeirra landa sem saman- burðurinn nær til. Islenskum iðnaði hefur því miðað skammt á veg á fyrstu 6 árum aðlögunartímans og sýnilega þarf stórátak til að inn- lend iðnaðarframleiðsla verði al- mennt samkeppnisfær við érlenda framleiðslu. Þórður Friðjónsson fræðinnar ætti slíkur munur vart að vera merkjanlegur í eðlilegu markaðsumhverfi, a.m.k. til lengri tíma. Skýringanna á þessu er vafa- laust að hluta að leita til þess óstöðugleika, sem hefur einkennt efnahagskerfi okkar og þeirrar stórfelldu verðbólguþróunar, sem hér hefur verið á undanförnum árum. Lánamarkaðurinn, skatta- kerfið, verðskyn neytenda, svo eitt- hvað sé nefnt í okkar þjóðfélagi, hefur brenglast vegna misviturrar efnahagsstjórnar og verðbólgu. Þetta hefur gert ýmsum fyrirtækj- um, sem raunverulegur rekstrargr- undvöllur er ekki fyrir, kleift að gera út, ef svo má að orði kveða. En þegar við lítum á jákvæðu hliðarn- ar sýnir þessi. mikli munur á framleiðni eftir fyrirtækjum og sú staðreynd, að nokkrar iðngreinar og einstök fyrirtæki hafa náð fram- leiðnistigi samkeppnisþjónustu Jákvæð aðlögun- arstefna Sú iðnaðarstefna, sem hefur fengið mikinn hljómgrunn víða í Evrópu gengur undir nafninu já- kvæð aðlögunarstefna eða „positive adjustment policy" og felst hún fyrst og fremst í að veita iðnaði skilyrði og hvatningu til að efla framleiðslustarfsemi sína og breyta henni með markaðssjónarmið að leiðarljósi með tilliti til síbreyti- legra ytri aðstæðna. Jákvæð aðlög unarstefna er þannig svar við vaxandi umróti og erfiðleikum í efnahagslífi þjóða sem hafa komið í kjölfarið á olíukreppum og auknum verðbólguvanda á síðustu árum. Þessar sviftingar hafa valdið stór- felldum breytingum á hlutfallsleg- um verðum, sem óþjál efnahags- kerfi nútímans hafa átt erfitt með að laga sig að. Hugleiðingar um þróun og stöðu iðnaðar Hlutfallalegar breytingar á frnnfjcnilvJccxtna&l og qengl BanðariJcjadollar« «1X11 Ara Árleg meöalaukning framleiðni í ýmsum löndum. Land: ' 1963-1976 Röð 1970-1976 Röð % landanna % landanna ísland .................... 3.0 14 4.0 9 Noregur ................... 4.5 9 3.6 12 Danmörk.................... 6.6 3 5.3 3 Finnland................... 5.4 7 4.9 8 Svíþjóð ................... 5.0 8 2.6 14 Belgía..................... 6.7 2 6.4 2 Frakkland ................. 6.0 4 5.2 4 Ítalía..................... 4.3 10 5.1 6 Holland.................... 5.5 5 5.0 7 Bretland................... 3.7 12 3.7 10 VÞýskaland ................ 5.5 6 5.2 5 Kánada..................... 3.9 11 3.7 11 Japan ..................... 9.8 1 7.0 1 Bandaríkin................. 3.1 13 3.0 13 Rétt er að benda á að hér er um meðaltalsútreikninga að ræða, en framleiðni einstakra iðngreina og fyrirtækja er ákaflega mismunandi hér á landi. Jafnframt er rétt að víkja að því, að framleiðniþróunin var mjög mismunandi hröð á þessu timabili, en nær öll aukningin kom fram á árabilinu 1969 —1973. Nokkrar iðngreinar eru með vel viðunandi framleiðni borið saman við samsvarandi greinar erlendis og einstök fyrirtæki í öðrum greinum eru tiltöluiega vel sett. Þessi áber- andi og mikli munur á framleiðni- stigi einstakra fyrirtækja jafnvel innan sömu iðngreinar vekur ýmsar áleitnar spurningar, sem ekki verð- ur svarað hér til hlítar. Samkvæmt kokkabókum hag- þjóðanna, að_framleiðsluiðnaður á framtíð fyrir sér á Islandi, ef skynsamlega er á málum haldið. Þetta eru að mínu viti ótvíræð teikn um að árangri má ná í iðnþróun hér á landi, ef arðsemissjónarmið og skynsemi ráða ferðinni og forðast er að beita sérgreindum stuðnings- aðgerðum við greinar sem ekki eru lífvænlegar. Engin varanleg lausn fæst með sérgreindum stuöningsað- gerðum við óarðsamar greinar heldur fresta þær einungis óhjá- kvæmilegum samdrætti. Margar þjóðir gengu út á þessa braut í kjölfar olíukreppunnar með slæm- um árangri, og nú virðast sömu þjóðir umvörpum vera að hverfa frá slíkri óheillastefnu. Útflutningsframleiðsla hefur aukist umtalsvert á síðustu 10 árum. Á síðustu tveimur blaðsíðum í Myndriti um iðnað, sem hefur verið dreift hér, er að finna fróðlegt yfirlit yfir þróun iðnaðarvöruút- flutnings. Árið 1968 var hlutur iðnaðarframleiðslu í heildarút- flutningi landsmanna 3,4% en 1978 20%. Þar munar auðvitað mest um álframleiðsluna, en að henni und- anskilinni verða 6,3% heildarút- flutningsins rakin til iðnaðar. Það veldur hins vegar vonbrigðum að ef f^ eru taldar nokkrar iðngreinar, er ekki hægt að segja að almennur iðnaður hafi náð nokkurri fótfestu á erlendum mörkuðum. Ef álfram- leiðsla og kísilgúrframleiðsla eru frá talin, má heita að útflutnings- aukningin hafi nær eingöngu verið í þremur iðngreinum, skinnaiðnaði, vefja- og fataiðnaði og niðursuðu- iðnaði, þó ekki virðist vera meðbyr í síðasttöldu greininni þessa stund- ina. Aðrar iðngreinar hafa ekki náð að þróa útflutning svo nokkru nemi og má því heita að iðnaðarfram- leiðsla til útflutnings úr innfiuttu hráefni hafi ekki hafist ennþá að marki. Hvað þetta snertir hafa þær vonir sem bundnar voru við iðnað- arvöruútflutning í kjölfar fríversl- unarsamninganna, brostið. ‘ Á síðustu árum virðist afkoma iðnaðar og þá sérstaklega útflutn- ingsiðnaðar og samkeppnisiðnaðar á heimamarkaði hafa farið versn. andi Ástæðan er fyrst og fremst sú, að innlendur kostnaður hefur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.