Morgunblaðið - 09.02.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.02.1980, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980 „BÍLADELLA“ Við hermdum upp á hann þá sögu að lögreíílan væri hætt að hafa fyrir því að elta hann uppi. heldur sendi honum í pósti sekt,- armiða fyrir of hraðan akstur. enda þykir honum gaman að láta tíóða híla spretta úr spori og hefur sagt að hann sjái ekki ástæðu til að vera lengur að komast milli staða en þörf krefur. — Eins og maðurinn sagði, er hann las um andlát sitt í blaði. get ég sagt: Þessi saga — og svo er um margar aðrar áþekkar — er stórlega ýkt. Auk þess eltir lögreglan menn ekki uppi lengur yfirleitt. heldur notar hún radar við hraðamælingar. svo sem kunnugt er. Oft má geta sér til um hvar og við hvernig aðstæður lögreglan er við þessar mælingar. Þetta segir viðmælandinn. .Ragnar S. Halldórsson, forstjóri ISAL í Straumsvík. Hann var einnig spurður hve- nær áhugi hans á bílum hefði vaknað: — Hann hef ég haft lengi. Á námsárum mínum ók ég reyndar mest vörubílum og trukkum margs konar, en ég hefi alltaf haft gaman af því að aka góðum bílum. Eg tók þátt í ísakstri fyrir einum 10 árum þegár fyrsta slíka keppnin fór fram hérlendis og árið 1977 tók ég þátt í svokölluðu næturralli. Þá keppti ég á Mini og fannst mörgum Einhver klaufa- skapur í umferÖ virðist land- lægur vegum. Að sjálfsögðu verður að setja stórum og þungum bílum meiri takmörk, því það er heldur ekki eðlilegt að stærstu vörubílar megi aka á sama hraða og góðir fólksbílar. Það fer að sjálfsögðu eftir ástandi og gerð ökutækisins og hvað óhætt er að aka hratt og reyndar ekki síður eftir því hversu vandaður bíllinn er, þ.e. hve bremsur, stýri og önnur öryggis- tæki eru góð, en umfram allt verður ávallt að miða aksturs- hraða við aðstæður hverju sinni. Því má skjóta hér inn að ég tel að ekki ætti að leyfa notkun nagla- dekkja, a.m.k. innan bæjar, enda tel ég þau óþörf vegna akstursör- yggis og reyndar til mikillar óþurftar eins og bágt ástand gatna á vorin ber ljósastan vott um. Sjálfur hefi ég ekki ekið á nagla- dekkjum sl. 5 ár og hefi sannarlega ekki saknað þeirra. Sem betur fer er vaxandi fjöldi ökumanna að komast á sömu skoðun. En hvað þa um umferðarmenn- inguna? — Hún er býsna undarleg og maður hefur hvergi orðið var við eins mikið af árekstrum og hér tíðkast. Það virðist landlægur ein- hver klaufaskapur í umferðinni. Ég veit ekki hverju á að kenna um þetta, hvort ökukennslunni er eitt- hvað ábótavant eða hvað, en hún virðist mikið til fólgin í því að aka um bæinn í 1. og 2. gír og trufla og Ragnar S. Halldórsson Ljósm. Kristján undarlegt að leggja í Fjallabaks- leið á slíkum bíl, en keppninni lukum við Þórarinn Sigþórsson á honum. Við urðum að vísu ekki framarlega, enda var helsti gallinn sá að Mini-inn hafði ekki við kraftmeiri bílunum á sérleiðum þar sem tíminn skiptir máli. Að öðru leyti var hann góður og var t.d. mun meira rými innan dyra en ég átti_ von á, þegar hægt er að hafa sætið eins aftarlega og þörf krefur. Mini var áður fyrr einn vinsæl- asti rallbíll erlendis, enda var þá eins og nú keppt í flokkum eftir vélarstærð. Sá, sem við fórum á í keppnina var útbúinn sérstakri hlíf undir pönnu og girkassa, því ekki fór hjá því að hann rækist niður, en allt bjargaðist þetta og bíllinn var óskemmdur eftir. Bæði ísakstur og rall er að mínum dómi ágæt aðferð til að þjálfa menn í að aka við ýmsar aðstæður. Ragnar vann í allmörg ár hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli og óku þeir vinnufélagarnir þá til skiptis milli flugvallarins og Reykjavíkur. — Við vorum oftlega í kappi við klukkuna og þurfti því að halda sæmilega áfram. Án þess að ég vilji nefna nokkrar tölur get ég sagt að maður æfðist í því að ná beygjunum á hinum krókótta Keflavíkurvegi, sem þá var, án þess að draga verulega úr hraða með því að láta afturhjólin skrika á mölinni. Og þá er ekki úr vegi að spyrja hvað ökumanninum fyndist um núgildandi hraðatakmörk á íslenskum vegum: — Mér finnst óeðlilegt að ekki megi aka á meiri hraða á steyptum og malbikuðum vegum og nánast ekkert vit í að leyfa sama hraða á þeim og á malarvegunum. Að vísu er hámarkshraðinn leyfður 80 km á sumrin á Keflavíkurveginum, sem er 10 km meira en á venju- legum þjóðvegi, en það væri óhætt að mínu viti að leyfa allt að 110 km hámarkshraða á Keflavíkurvegin- um og öðrum hliðstæðum vegum, og 90 km hámarkshraða á öðrum tefja eðlilega umferð. Það þarf að kenna fólki fyrst og fremst að haga akstri í samræmi við aðstæð- ur og að halda venjulegum umferð- arhraða. Hvorttveggja virðist mörgum fjarlægt hér á landi. — Annars er einn skemmtileg- asti akstur sem ég hef komist í þegar ég var ásamt nokkrum öðrum á ferð um hálendið árið 1953 við mælingar til undirbúnings fyrir virkjunarframkvæmdir. Þá ókum við í fylgd Guðmundar Jónassonar yfir Tungnaá á Hófs- vaði, er hann hafði fundið árið áður, Þórisós og Köldukvísi. Hann skildi svo við okkur á Búðarhálsi og var mér faliö að aka bílnum, sem var Dodge Weapon, milli staða eftir því sem við færðum til tjaldbúðir okkar. Af gamalli reynslu höfðum við meðferðis nokkra varahluti, enda voru há- lendisferðir ekki algengar þá og ekki hægt að treysta á að fá hjálp frá öðrum ferðalöngum á þessum slóðum. Varahlutirnir komu í góð- ar þarfir og komumst við allra okkar ferða áfajlalaust. Punk hljómsveitin Fræbbblarnir á æfingu fyrir Kambódíuhljóm- leikana kl. 14 í dag, frá h. Stefán, Valgarður, Ari, Björn, Tryggvi og borsteinn, en á myndina vantar Dagnýju söngvara. Ljósm. Rax. „Erum stór- kostlegir“ ÞEIR eru ófeimnir í Fræbbblun- um (ath. með þremur bé-um): Hvað finnst ykkur um íslenzkt tónlistarlíf? „Jú, við erum stórkostlegir.“ En hvað með aðrar islenskar hljómsvcitir? „Sýklagróður.“ Þar með fannst okkur hætta á atvinnurógi og snerum út í aðra sálma: Hvaða tónlistarmenntun hafið þið? „Enga.“ Og skammist ykkar ekkert fyrir það? „Skammast sín, hvað er nú það?" Enn reynum við önnur málefni: Hvað um pólitík? „Pólitík er jafn leiðinleg og íslendingar yfirleitt." Þá reyndum við ekki fleiri spurningar en fengum þó að vita að Fræbbhlunum hefur ný- lega bætzt liðsauki, tveir 14 og 15 ára piltar. og er annar þeirra að koma fram með hljómsveit- inni í fyrsta sinn í dag. á Kambódíuhljómleikum í Aust- urbæjarbíói: Sá 14 ára heitir Tryggvi Þór Tryggvason og er í fyrsta sinn i dag að spila opinberlega með hljómsveitinni og hinn 15 ára er Ari Einarsson og hefur leikið nokkrum sinn- um áður með Fræbbblunum. en báðir eru þeir gítarleikarar. Aðrir hljómsveitarfélagar eru: Valgarður Guðjónsson, for- söngvari, Stefán Karl Guðjóns- son, trommuleikari, Þorsteinn Ilallgrímsson bassaleikari. Dagný Ó. Zoega söngvari og ljósameistari er Bjarni Þór Sig- urðsson. FLUGMÁL: Námskeið í leit að týndum flugvélum Um þriðjungur félaga í Flug- björgunarsveitinni eða kringum 35 manns sátu í vikunni námskeið þar sem farið var yfir ýmis atriði i skipulagi leitar að týndum flugvélum. Námskeið þetta ann- aðist Arngrímur Jóhannsson yfir- flugstjóri Arnarflugs. cn hann hafði áður haldið slíkt námskeið með flugmonnum félagsins. — Það var mikill áhugi í mönnum á þessu námskeiði og þarna kom margt nýtt fram, sem okkur er gagnlegt að vita, enda nauðsyniegt að vera í góðu sam- bandi við flugmenn og vita hvernig þeir haga störfum sínum, sagði Ingvar Valdimarsson formaður Flugbjörgunarsveitarinnar. Sagði Ingvar að Arngrímur hefði boðið tveimur fulltrúum sveitar- innar að sitja námskeiðið er hann hélt það fyrir Arnarflugsmenn og hefðu þeir séð að það myndi vera gagnlegt sínum mönnum einnig og því fengið Arngrím í heimsókn þrjú kvöld vikunnar. Kvað hann hafa hitzt vel á þar sem Arngrím- ur væri iðulega á þeytingi út um allan heim eins og jafnan er um flugmenn. Á námskeiðinu var farið yfir undirstöðuatriði í flugsigi- ingafræði, ítarlegar en félagar FJugbjörgunarsveitarinnar hafa áður fengið, og greint frá sjónar- miðum flugmanna, en Flugbjörg- unarsveitarmenn eru oftlega með í flugvélum þegar leitað er úr lofti. Arngrímur Jóhannsson yfirflug- stjtiri Arnarflugs kenndi piltun- um í Flugbjörgunarsveitinni ýmis hagnýt atriði í sambandi við leit að týndum flugvélum. Hluti Flugbjorgunarsveitarmanna er sóttu námskeiðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.