Morgunblaðið - 28.02.1980, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 28.02.1980, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980 11 dansmey á skemmtistaö þar sem hann starfar — fyrir óhemjufeitan kvikmyndajöfur sem óspart hæðir hann en missir svo lagskonu sína út á gólfið. Upphafsdansatriði myndarinnar er hins vegar endurtekning á hliðstæðu atriði úr mynd Russ- ells Women In Love. Þannig er þá komið fyrir Russell karlinum. Hann er far- inn að endurtaka sig. Hugmynd- irnar sem eitt sinn voru ferskar og gerðu hann umtalaðan á sjöunda áratugnum eru teknar fram aftur klæddar í ný föt. Á meðan þær voru svo ferskar að áhorfendur gripu andann á lofti var hægt að leiða þær fram í svo til samhengislausri röð, án stuðnings sterkbyggðs söguþráð- ar. En Russell breytir ekki vinnubrögðum sínum í þessu efni, söguþráðurinn er það los- aralegur að við fáum enga inn- sýn inn í æviferil Valentínós, aðeins veikt hugboð. Ekki vantar að Russell reynir að magna þetta hugboð með óguðlegri notkun íburðarmikilla húsakynna og skrautlegs fatnaðar. Dæmi: 12 hárgreiðslumeistarar voru fengnir til að klippa 600 manns og 1000 sérhannaðir búningar keyptir fyrir boxsenuna miklu. Og ekki dugði minna en Savile Row klæðskerana Anerson og Shepherd til að sníða fötin á Nureyev. Hönnuðurinn Shirley Russell fékk ár til að útbúa þá yfirgengilegu búninga sem aðal- kvenhetjur myndarinnar — þær sem segja sögu þessa mikla elskhuga — klæddust. Er ekki sagt að þegar gleðikonur fari að eldast þá verði fötin æsilegri og farðinn þykkari. Ekki veit ég það, en gaman væri nú ef Russell skæri af sér farðann og kæmi næst til dyranna eins og hann er klæddur. Slíkt reynist best þegar til lengdar lætur. Tónleikar í Norræna húsinu Ingvar Jónasson, vióla. Janáke Larsson, píanó Ingvar Jónasson er ætíð vel- kominn heim og það finnur hann vafalaust á þeim móttökum sem þakklátir áheyrendur hans láta í ljós þegar hann heimsækir okk- ur með víóluna sína. Það verkið á efnisskránni sem margir áheyrendur í Norræna húsinu hafa beðið með hvað mestri eftirvænting var nr. 3, — Cathexis fyrir víólu og píanó eftir Atla Heimi SVeinsson, en hér var um frumflutning verks- ins að ræða. Cathexis er tileink- að hjónunum Guðrúnu Vilmund- ardóttur og Gylfa Þ. Gíslasyni. Heiti verksins merkir sam- þjöppun sálarorku um eitthvað sérstakt. Slík yfirskrift ætti helst að vera yfir hverju því tónverki sem almenningi er boð- ið uppá en vonandi stendur það líka óskráð milli línanna. En hvað sem því líður hefur Atla tekist í Cathexis að koma ein- faldri hugmynd í samþjappað form. I upphafi verksins heyrir maður óljóst brot úr tema byggðu á tvíund sem þróast smámsaman í ótal afbrigði eða eins konar fantasíu, verkinu lýkur síðan á stefi sem kannski hafði sinn meðgöngutíma í verkinu sjálfu. Mjög vel skrifað frá Atla hendi og Ingvar brá víólunni í alls konar líki svo af varð eftirminnilegur flutningur. Reger skrifaði þrjár svítur fyrir víólu og eru allar meðal síðustu verka Regers og ennþá hefur honum ekki lærst að gera hljóðfæraleikaranum lífið létt enda er svítan í g-moll op. 131 þrælerfið í flutningi og gefur flytjandanum litla hvíld frá erf- iðum tvígripum og öðrum teknískum gildrum. Ingvar skil- aði þessu erfiða hlutverki með ágætum og gaman væri að heyra hann flytja hinar tvær ein- leikssvítur Regers í annan tíma. Ingvar hefur mjög fallegan tón, hið ljóðræna liggur djúpt í eðli hans og því lætur honum sérlega vel að túlka ljóðræna tónlist. Einstaka sinnum brá þó fyrir grófu (Kratz) stroki sem auðvelt ætti að vera að lagfæra og sama Tónllst eftir RAGNAR BJÖRNSSON er að segja um örlitla óná- kvæmni í rytma, sem brá fyrir t.d. í sónötu Boccherinis (1. þætti). Síðustu verkin á efnisskránni voru „Legende" eftir Sir Arnold Bax (1883—1953), sem skrifaði m.a. 7 sinfóníur, tónlist við Oliver Twist og fjölda sinfón- iskra ljóða, en virðist í frásögn- inni (Legende) furðu oft detta um Edvard Grieg. Skemmtilega útsett Cembalsvíta eftir Louis de Caix d’Hervelois kom síðast og lék Ingvar svítuna með þeim þokka og húmor sem við átti. Píanóleikarinn Janáke Lars- son fylgdi Ingvari af smekkvísi og öryggi frá byrjun til enda. ísland þarf á góðum fulltrúum að halda á erlendri grund og Ingvar er sannarlega einn þeirra. Hitt er svo annað mál, að illt er til þess að vita að svo smár hluti á fjárlögum ríkisins er ætlaður til lista, að af þeim sökum þurfi góðir listamenn að dveljast utanlands. heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 1 5655 er ekkí aA með m»ðum árangri iri la ei m ra vé « fa j sérð PHILCO þvottavélar og þurrkara hvar sem er ...jafnvel á Lækjartorgi • •• tilboð Við bjóðum hina frábæru plötu „Ljúfa líf“ meö söngparinu „Þú og ég“ á \dastUr:. Enn bjóöum viö mjög mikið úrval af góöum íslenskum og erlendum plötum á hinum frábæra hljómplötumarkaði okkar á Hverfisgötu 56 (viö hliöina á Regnboganum). Þaö er alls ekki of seint fyrir þig aö gera góö kaup því viö bætum viö nýjum plötum á hverjum degi, líttu viö og kannaöu úrvaliö. AMPEX KASSETTUR Viö bjóöum fjórar Ampex kassettur saman í pakka á hálfviröi, þú borgar 2 og færö 4. Verö aðeins 5.000.- kr. Verö platna á hljómplötumarkaönum er sprenghlægilegt, því þú getur fengiö plötur frá 500.- kr. aðeins kr. 6.500,- Þaö er engin ástæöa fyrir þig aö missa af þessum frábæra markaöi þótt þú búir úti á landi, því þú getur pantaö plötur símleiöis frá okkur. Hringdu í síma 85742 og viö sendum plöturnar um hœl gegn póstkröfu. (Sjá auglýsingu í Mbl. 24. febrúar). Heildsöludreifing sUÍAorhf símar 85742 og 85055.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.