Morgunblaðið - 28.02.1980, Side 12

Morgunblaðið - 28.02.1980, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980 llópurinn. scm hcfur unnió að sýninsunni, — hátt í 30 manns. Vijífús kaupmaóur (Finnur Majjnússon) hjálpar I'orláki þrcytta að sctja á svió innhrot. Stcfani di Islandc (Alda Norð- fjórð) 0« Jón Fúss (ÖKmundur Jóhannesson). Guórún I>. Stcphcnscn lciðhcinir Öldu Norðfjörft og Majjnúsi ólafssyni. Fra'ðslumálastjórinn. aldursforscti LK. Gcstur Gíslason. kcmur að I>orláki scm scjfist þjást óumra'ðilcjra cn cr i mcstu vandræðum mcð vinkonu sína. di Islandc. Fótatakí fjarska „Móttökurnar í Kópavogsbíó voru í einu orði sagt stórkostleg- ar. Það er mikill munur á að sitja í bíó og. sjá sjálfan sig á hvíta tjaldinu eða standa á sviði, finna nálægð áhorfenda, heyra lófatak þeirra og fagnaðarlæti, — það var stórkostlegt," sagði Magnús Ólafsson en hann leikur aðalhlutverkið í leikriti Neal og Farmer, Þorlákur þreytti. Verkið var frumsýnt í Kópavogs- bíó á föstudagskvöldið í þýðingu og staðfærslu Emils Thor- oddsens. Magnús leikur Þorlák þreytta í uppfærslu leikfélags Kópavogs. Leikstjóri er Guðrún Þ. Stephensen. Leikfélagið ætlar að freista þess að hafa reglulegar miðnæt- ursýningar á föstudögum og mánudögum. Með önnur hlut- verk í stykkinu fara Sólrún Yngvadóttir, Bergljót Stefáns- dóttir, Jóhanna Jóhannesdóttir, Gunnar Magnússon, Finnur Magnússon, Ögmundur Jóhann- esson, Eygló Ingvadóttir, Guð- brandur Valdimarsson, Alda Norðfjörð, Eiríkur Hjálmarsson og Gestur Gíslason. „Við höfum æft Þorlák þreytta í tæpa tvo mánuði af miklu kappi," hélt Magnús áfram. „Ég kom nokkru seinna inn í æf- ingar, því enginn hafði fundist í hlutverk Þorláks þreytta. Ég fékk upphringingu og var spurð- ur hvort ég vildi taka hlutverkið að mér. Ég varð að gera upp á milli leiklistarinnar og standa í marki FH í handbolta. Ég valdi leiklistina og lék minn síðasta leik með FH gegn Víkingi skömmu fyrir jól.“ Nú hættir þú að leika um árabil. Hvað kom til að þú hófst. að leika á ný? „Já, ég lék hér á árum áður ýmis smærri hlutverk í Þjóð- leikhúsinu og eins með Grímu. Mitt síðasta hlutverk var með Grímu, þar lék ég í „Fósturmold" eftir Guðmund Steinsson. Það var fyrsta verk Guðmundar, sem sett var á svið. Það eru líklega 14 ár síðan. Segja má að ég hafi dottið inn í þetta af tilviljun á nýjan leik. Við Ágúst Guð- mundsson vorum í sjónvarps- þætti hjá Bryndísi Schram, þar sem ég sagði ýmsa misgóða brandara. Eftir þáttinn ræddum við Ágúst saman og ég sagði sisona við hann: Áttu ekki hlut- verk handa mér, þó ekki væri Rætt við Magnús Ólafsson, en hann leikur Þorlák þreytta, sem Leik- félag Kópavogs frum- sýndi á föstudag Magnús Ólafsson, — „maður verður að leita sjálfur eftir hlutverkum“. nema fótatak í fjarska? Agúst hringdi síðan í mig og bauð mér hlutverk í „Lítilli þúfu“ og síðan í „Land og synir", þar sem ég lék kaupfélagsstjórann. Þá leik ég einnig í kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, „Óðal feðr- anna“. Myndin verður væntan- lega frumsýnd í vor. Þar fer ég með hlutverk bíssnissmanns og laxveiðikappa úr Reykjavík." Hvort er erfiðara að leika í kvikmynd eða á sviði? „Hvort tveggja er mjög krefj- andi. I Þorláki þreytta er ég allan tímann á sviðinu. Það er meira lifandi — líf í öllu og fjör í tuskunum. Það krefst mikillar þolinmæði aö leika í kvikmynd og það er iðulega mjög erfitt að setja sig inní hlutverk, eftir að hafa kannski beðið lengi eftir að kvikmyndun hæfist, — og þetta atriði tekur ef til vill ekki nema eina mínútu." „Þú hefur alltaf sótt í leiklist, er ekkisvo? „Jú, þetta er einhver baktería, sem ég virðist fæddur með. Ég var í fimm ár í leiklistarskóla Ævars Kvaran. Síðan fór ég að huga að námi í leiklistarskóla Þjóðleikhússins. En ég varð að gefa það nám upp á bátinn. Ég fór að læra prentiðn til að hafa ankeri því á þessum árum var ég að koma upp fjölskyldu. Það er nefnilega vonlaust fyrir byrjend- ur í leiklist að ætla að fram- fleyta sér og fjölskyldu á leik- list.“ Einhver eftirsjá? „Þetta nag- aði mig alltaf að hafa ekki valið leiklistina. Ég starfaði í tíu ár á Mbl. í vaktavinnu og gat því ekki hugað að leiklistinni. Síðan fór ég á Vísi og fór í alls kyns uppákomur. Ég kom síðar fram í sjónvarpi — var með bakpoka og fór í húsagarða þar sem ég beiddist þess að fá að sofa. Auga kvikmyndavélarinnar var falið. Loks kom ég fram í sjónvarps- þáttum Bryndisar, — þá í kvik- myndirnar og loks nú á sviðið í Kópavogsbíó. Ég hef því farið hring og í dag er engin eftirsjá að hafa ekki farið í leiklistar- skólann. Ég vonast til þess að fá fleiri tækifæri til þess að leika. Maður verður bara að bíða og vona. Hver veit nema ég eigi þess kost að helga mig leiklist- inni.“ Þá hefja nám í leiklistarskóla? „Hver veit, en framboð á leikurum nú er gífurlegt og mér finnst Leiklistarskóli ríkisins verða að gera meiri kröfur en nú er gert, — ekki bara kasta fólki á fjalirnar. Sannleikurinn er sá, að talsverður fjöldi fólks situr eftir með sárt ennið eftir leik- listarnám, — samkeppnin er svo hörð og fáir eru útvaldir." Er erfitt að fá hlutverk? „Ég hef sjálfur orðið að leita eftir mínum hlutverkum. Það kemur ekkert af sjálfu sér upp í hendurnar á mannni. Maður verður að leita hófanna. Mér þótti því ákaflega vænt um, þegar Leikfélag Kópavogs bað mig að taka hlutverk Þorláks þreytta. Það er gott til þess að vita, að leitað sé eftir kröftum manns. Þetta hafa auðvitað ver- ið erfiðir mánuðir, — maður hefur iðulega farið beint eftir vinnu á æfingar: En þegar upp er staðið þá hefur þetta fyllilega verið þess virði. En ég er líka sannfærður um, að ef Guðrún Stephensen hefði ekki leikstýrt Þorláki þreytta, þá hefði þessi tími ekki verið sú skemmtun sem reyndin varð. Guðrún er ein bezta gamanleik- kona okkar, alveg sérstök, um- burðarlynd, en þess þarf í ríkum mæli þegar stýra þarf stykki þar sem áhugafólk er í hlutverkum. Þá hefur allt það fólk, sem ég hef starfað með gert þessar stundir ógleymanlegar." Eigið þið Þorlákur þreytti margt sameiginlegt? „Að eðlisfari held ég ekki að við séum líkir. Þorlákur þreytti á mjög auðvelt með að koma sér í klípu, en hann er líka fljótur að ljúga sig út úr vandræðum sínum. Haraldur Sigurðsson lék Þorlák þreytta á.sínum tíma, af snilld sagði fólk, enda gekk verkið lengi. Ég hef heyrt sagt, að ég hefði tekið ýmsa takta upp eftir Haraldi, en ég sá Harald- aldrei á sviði, — en ég lít á þetta sem hól — það er ekki leiðum að líkjast." Danir og Norðmenn ósammála um Færeyjar og Grænland Anker Jörgenscn forsa'tisráð- hcrra Danmcrkur hcfur lagt til. að Fa'rcyingar og Gra-nlcnd- ingar fái sjálfsta'ða aðild að Norðurlandaráði. Þctta kcmur fram í frctt danska blaðsins Politikcn. sem segir. að sam- þykkt tillögunnar hcfði í för mcð scr brot á þcirri grundvall- arrcglu. scm hingað til hcfur vcrið fylgt og ma'lir fyrir um það. að sendinefndirnar á fund- um Norðurlandaráðs skuli vera frá fullvalda ríkjum. Þá segist Politiken hafa fyrir því heimildir, að samstarfsstofn- anir Norðurlandaráðs og norska ríkisstjórnin hafi áhyggjur af framgangi málsins. í tengslum við fund Norðurlandaráðs verði mánudaginn 3. mars n.k efnt til sameiginlegs fundar forsætis- ráðherra landanna og forsætis- nefndar ráðsins, þar sem að ósk Norðmanna verði sérstaklega um þetta fjallað. Danska ríkis- stjórnin óskar eftir að tillaga hennar verði tekin fyrir á al- mennum fundi Norðurlandaráðs, sem hefst þennan sama dag. Norska stjórnin er þeirrar skoð- unar og að nokkru leyti einnig sú sænska að sögn blaðsins, að tillögunni um sjálfstæða aðild skuli frestað, svo að lengri tími fáist til að meta kröfur um svipað efni frá Sömum (Löppum) í norðurhluta Noregs og Svíþjóð- ar. í greinargerð, sem Anker Jörgensen sendi forsætisnefnd Norðurlandaráðs í byrjun febrúar vísar hann til þess, að lögþing Færeyja hafi einróma óskað eftir því, að Færeyjar fengju sjálfstæða aðild að Norð- urlandaráði. Telur danska stjórnin æskilegt, að orðið verði við þessari ósk. Þá mælist ríkis- stjórn Danmerkur til þess, að Norðurlandaráð kanni mögu- leika þess, að Grænland öðlist einnig sjálfstæða aðild í sam- ræmi við óskir grænlensku landsstjórnarinnar. Eins og málum er nú háttað eiga Danir, Norðmenn, Svíar og Finnar 18 fulltrúa hver þjóð í Norðurlandaráði en íslendingar sex fulltrúa. í dönsku sendi- nefndinni hafa verið 16 frá Danska þjóðþinginu, þ.á.m. einn grænlenskur fulltrúi og að auki tveir frá færeyska lögþinginu. í finnsku sendinefndinni eru 17 frá Finnlandi og að auki einn frá Álandseyjum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.