Morgunblaðið - 28.02.1980, Qupperneq 13
13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980
----------------------------------~rr----
Gamall kunningi minn, Ásgeir
Jakobsson frá Bolungarvík, hef-
ur ritað óvenju ósmekklegan
Rabbþátt í síðustu Lesbók Morg-
unblaðsins og fylgir mynd af
hernámsandstæðingum. Hann
fjallar þar um eitt viðkvæmasta
deilumál okkar kynslóðar, frið-
arstefnu vinstri manna og and-
stöðu þeirra við hernaðarþátt-
töku Islendinga. Inn í þetta
blandar hann veraldarsögu milli
stríðsáranna með furðulega
ósvífnum hætti.
Málflutningur Ásgeirs og
myndbirtingin snertir mig sér-
staklega illa, vegna þess að ég
hef tekið þátt í ritun þessara
Rabbpistla í þeirri trú, að þeir
ættu ekki að fjalla um pólitík.
Ég hélt líka að þeir ættu að vera
á hærra plani en þessi ritsmíð.
tvo einstaklinga í þessu sam-
bandi: Matthías Jóhannessen
skáld og ritstjóra og undirritað-
an. Við eru eiginlega fæddir til
þess að vera andstæðingar í
pólitík. En það er skylda okkar
að reyna að skilja hvor annan og
virða, á meðan við berjumst
heiðarlega, eða látum vera að
berjast.
Þegar tveir deila hafa báðir
oft á röngu að standa. Þegar um
stórþjóðir eða stórveldi er að
ræða, er áreiðanlega öruggast
fyrir venjulegt fólk smáþjóðar,
að ganga út frá því sem vísum
hlut, að úr því fáist aldrei skorið
hvors glæpaferill sé og verði
stórkostlegri. Þess vegna geta
þær, smáþjóðirnar, átt líf og
velferð sína í nútíð og framtíð
undir því komna, að halda vöku
Jón úr Vör
Jón úr Vör:
Yiðkvæm deilumál
Ég vísa lesendum til hennar.
Hún er gott dæmi þess, hvernig
ekki á að taka til orða um
alvarleg málefni. Hvert svívirð-
ingarorð, sem hann varpar að
herandstæðingum og friðarsinn-
um, sem hann að hætti trúustu
Morgunblaðsmanna kallar nyt-
sama sakleysingja, hlýtur að
snerta mig persónulega eins og
aðra skoðanabræður mína og
systur.
Vissulega er það fleira en
gáfur og andleg skarpskyggni,
sem skipta mönnum í pólitíska
hópa og trúarsöfnuði. Sá maður,
sem nú er biskup yfir íslandi
mun fyrstur manna hérlendis
hafa notið þess heiðurs að vera
titlaður nytsamur sakleysingi,
þá og síðar viðurkenndur einn
mesti gáfumaður landsins,
maður sem ekki má í neinu
vamm sitt vita. Ég nefni þetta
ekki til þess að telja mönnum
trú um að hann hljóti þess
vegna, að hafa alltaf rétt fyrir
sér. En sjá menn ekki hve þessi
nafngift er fáránleg?
Stefnur í stjórnmálum eru að
sjálfsögðu að einhverju leyti
byggðar á tilfinningasemi, en
fyrst og fremst á mismunandi
lífsstefnu og skynsamlegu skoð-
anamati, hér ræður uppeldi og
gáfnafar mestu. Ég skal nefna
sinni, verða ekki múgæsingum
að bráð. Sérstaklega eru smá-
þjóðir í mikilli hættu á okkar
tímum. Nú eru æsingatækin svo
stórtæk og máttug.
Oft hefur maður heyrt stjórn-
málaspekinga fullyrða: Hlut-
leysisstefna íslendinga, sem
annarra þjóða, sýndi best hald-
leysi sitt í síðari heimsstyrjöld-
inni. Síðan er talað um okkur,
sem ekki erum á sama máli, eins
og við séum auðtrúa börn, bján-
ar eða þjónustumenn erlendra
ofstækiskenninga. Hið sanna er
náttúrlega, að hlutleysisstefna í
utanríkismálum er fræðileg
kenning, sem studd er margs-
konar gáfulegum rökum. Auðvit-
að er hægt að andmæla henni, en
það á ekki að gera með skítkasti
og blekkingum. Engin stefna er
ævarandi rétt.Allt ber að end-
urskoða við breyttar aðstæður.
Hlutleysi er í sjálfu sér engin
vörn gegn innrás annars ríkis
eða ofbeldisaðgerðum sterkari
þjóðar. Hlutleysi er stefna þjóð-
ar sem ekki vill vekja ótta né
tortryggni. Hlutleysi er friðar-
stefna fyrst og fremst. En þegar
styrjöld er skollin á verður hver
þjóð að haga seglum eftir vindi.
Hlutlaust ríki getur talið sér hag
í því að biðja annað ríki um
hervernd og veita því afnot af
landi sínu. Slíkt væri neyðarúr-
ræði. Síðan mætti hverfa aftur
til hlutleysis, þegar friður væri
kominn á.
Við hernámsandstæðingar
höfum sérstaka áherslu lagt á
þetta: Herstöð kallar á hernað-
arárásir væntanlegs óvinaríkis.
Meginhluti þjóðarinnar, byggð
og mannvirki eru á mesta hættu-
svæðinu. Við getum ekki vitað
nema hér séu geymd kjarnorku-
vopn og vetnissprengjur sem
gætu sprungið vegna mistaka.
Við erum í stöðugri menningar-
legri hættu vegna sjónvarps og
útvarps erlends stórveldis í eigin
landi. Nú þessa dagana er á
dagskrá barátta fyrir lokuðu
sjónvarpskerfi og undirskrifta-
söfnun um opnun hernámsfjöl-
miðla handa almenningi.
Kannski ná þeir safnarar ekki
færri nöfnum á plögg sín en
fjórtánmenningarnir alsællar
minningar.
Hér er fátt sagt af því sem
segja þyrfti. Hlutleysistefna og
vopnalegt varnarleysi smáþjóðar
er enginn barnaskapur eða hálf-
vitaháttur, eins og mörgum ísl.
pólitíkusum hefur þótt hæfa að
boða auðtrúa fólki áratugum
saman.
Islendingafélag
stof nað í Gautaborg
íslendingafélagið Valhöll i
Gautaborg var stofnað 4. sept-
ember 1979 af tólf félagsmönn-
um.
Létu þeir ganga undirskrifta-
lista meðal Islendinga í Gauta-
borg. Var kodin undirbúnings-
stjórn sem var falið að kanna
leiguhúsnæði. Á aðalfundi fé-
lagsins, sem haldinn var í janú-
ar 1980 var kosið í stjórn og
nefndir og var stjórninni falin
áframhaldandi könnun á hús-
næði. 15. janúar 1980 tók félagið
húsnæði á leigu í Kungsgötu 6B.
Hafa félagsmenn unnið að því
að gera húsnæðið vistlegt.
Starfsemi félagsins er fjöl-
breytt. Hefur m.a. verið haldin
matarveisla, hangikjötsveisla,
jólaball, þorrablót og bollukaffi.
Einnig hefur dagskráin í mars
verið ákveðin og verður þá t.d.
grímuball, saltfisks- og skötu-
veisla, síldarborð, félagsvist og
kvikmyndir á fimmtudögum og
bíósýningar fyrir börn á sunnu-
dögum. Er féiagsheimilið opið
fyrir fjölskyldur á laugardögum
og sunnudögum.
Vestíiarða-
sióslysin:
Leiðrétting
í frásögn Mbl. í gær af'sjóslys-
unum á Vestfjörðum sl. mánudag
urðu þau mistök í myndatexta að
bræðurnir Ólafur S. Össurarson
og Valdimar Þ. Össurarson voru
sagðir hafa verið á rækjubátnum
Eiríki Finnssyni, en þeir voru
skipverjar á rækjubátnum Gull-
faxa. Er beðið velvirðingar á
þessum mistökum, en skipverjar á
Eiríki Finnssyni sem fórst voru
Haukur Böðvarsson og Daníel
Jóhannsson.
STJÓRNUNARFRÆÐSLAN
Stjórnun I
Stjómunarfélag íslands heldur nám-
skeiö um Stjórnun I í fyrirlestrarsal
félagsins aö Síðumúla 23, 3. — 4.
mars kl. 13.30 — 19 báöa dagana.
Fjallað verdur um hvaö etjórnun er og
hlutverk hennar, um stjórnarsviðiö og
setningu markmiöa bg stjórnun og skipu-
lag fyrirtnkja.
Námskeiðiö gefur innsýn í stjórnunar-
vandamálin. Því er einkum ætlaö að auka
möguleika þátttakenda á aö líta á viö-
fangsefnin á einstökum sviöum, t.d.
fjármálsviði, sölusviði og framleiöslu-
sviöi.
Námskeiðiö hentar vel þeim sem vilja
kynnast nútíma stjórnunarháttum og
stjórnskipulagningu fyrirtækja.
Nánari upplýsingar og skráning þátt-
takenda á skrifstofu Stjórnunarfélagsins,
sími 82930.
Leiöbeinendur:
Hans Kristján Arnason
rekstrarhagfræöingur
Stefán Friðfinnsson
rekstrarhagfræöingur.
STJORNUNARFELAG
ÍSLANDS
Síöumúla 23 — Sími 82930
4 ■
s> 0
Kodak Instant
EK 160
kr. 26.280.—
Gjöfin sem
gléður strax!
Nýja gerðin af Kodak Instant myndavélinni
er komin. Fallegri og nettari.
Kodak Instant framkallar myndirnar um
leið í björtum og fallegum Kodak litum
— Engin bið og árangurinn af vel
heppnuðu ,,skoti“ kemur í Ijós.
Umboðsmenn um allt land
HANS PETIRSEN HF
BANKASTRÆTI AUSTURVER GLÆSIBÆR
S:20313 S:36161 S: 82590
Kodak Instant
EK 160-EF
kr. 40.740.—