Morgunblaðið - 28.02.1980, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRUAR 1980
17
Forkosningarnar í New Hampshire:
Kennedy kokhraustur - Carter túlkar sigur
sinn sem stuðning við stefnu stjómarinnar
Frá önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Mbl. í Washington.
SIGURVEGARAR forkosninganna í New Hampshire urðu Jimmy
Carter og Ronald Reagan. Úrslit urðu á þá lund að meðal
demókrata hlaut Carter forseti 49% atkvæða, Kennedy 38%, Jerry
Brown 10% og Larouche og Kay 2% og 1%. Hjá repúblikonum fékk
Reagan 50%, George Bush 23%, Howard Baker 13%, John
Anderson 10%, Crane og Conally 2%, en Robert Dole og Gerald
Ford fengu innan við þúsund atkvæði, en þess ber að geta, að
forsetinn fyrrverandi var ekki í kjöri í þessum forkosningum,
þannig að hinir 380 kjósendur hans bættu nafni hans inn á listann.
Harðri baráttu hafði verið baráttunni gangandi fram til 18.
spáð hjá repúblíkönunum Reag-
an og George Bush, en strax eftir
að kjörstöðum hafði verið lokað
varð ljóst að Reagan hafði farið
með sigur af hólmi. Allar skoð-
anakannanir bentu til þess, að
Carter ynni forkosningar demó-
krata auðveldlega. Sú varð og
raunin, en munurinn á þeim
Kennedy varð þó ekki meiri en
svo að Kennedy sagði að lokinni
talningu: „Við hlutum næstum
40 prósent atkvæða, en fyrir
fjórum árum fékk Jimmy Carter
28 prósent og kallaði það kosn-
ingasigur, svo í kvöld getum við
litið á okkur sem sigurvegara."
Kennedy gerir sér þó fulla
grein fyrir því, að hann á harða
baráttu fyrir höndum. Eftir að
hafa tapað fyrir Carter í próf-
kosningum í Iowa og Maine og
nú í fyrstu forkosningum verður
erfiðara fyrir hann að safna
peningum og halda baráttunni
gangandi. Honum er spáð sigri í
heimaríki sínu, Massachusetts, í
næstu viku, en eftir það verða
forkosningar í Suðurríkjunum,
þar sem hann á litla möguleika á
að sigra Carter. Mikilvægast
fyrir hann er nú að halda
og 25. mars þegar forkosningar
verða í Illinois og New York. Þar
vonast hann til að geta höfðað til
fólks með baráttumálum sínum.
Ástandið í utanríkismálum
hefur haft gífurleg áhrif á kosn-
ingabaráttuna hjá demókrötum.
Gíslarnir í íran og innrás Sovét-
manna í Afganistan hafa styrkt
stöðu forsetans verulega og hann
hafði heppnina með sér í vikunni
þegar nýjar efnahagstölur
reyndust hagstæðar. Um svipað
leyti unnu Bandaríkjamenn Sov-
étríkin í íshokkí á vetrarólymp-
íuleikunum, og þjóðin gleymdi
öllu öðru í kæti sinni yfir
úrslitunum.
Carter gaf sér ekki tíma til að
fara til New Hampshire fyrir
forkosningarnar. Þegar úrslitin
lágu fyrir sagði hann: „Ég held,
að þessi úrslit sýni að fólkið í
landinu — að minnsta kosti
íbúar New Hampshire — styðji
stefnu okkar í utanríkismálum
og tilraunir okkar til að vinna
bug á verðbólgu og orkuvandan-
um.“
Reagan varð yfir sig kátur yfir
sigrinum í New Hampshire.
Hann sagðist ekki þurfa á flug-
vél að halda til að fljúga til
Vermont, þar sem hann gerði sér
vonir um að sigra George Bush í
næstu viku. Bush sigraði Reagan
bæði í Iowa og Maine og hafði
búizt við meiri velgengni í New
Hampshire en raun varð á.
Tvennt er talið hafa veikt stöðu
hans þar. Hann var lítið í ríkinu
síðustu vikurnar fyrir forkosn-
ingarnar og ýtti þannig undir
það orð, sem af honum fer — að
hann sé merkilegur með sig og
yfir aðra hafinn. Atvik, sem átti
sér stað síðasta laugardag og*
mikið var gert úr, er þó talið
hafa gert útslagið. Dagblaðið
Nashua Telegraph hafði boðið
Bush og Reagan til kappræðna,
en ekki hinum fjórum frambjóð-
endum Repúblikanaflokksins.
Með þessu var talið á rétt þeirra
gengið og því ákvað Reagan að
Ronald Reagan fagnar ásamt
sigurinn i New Hampshire.
konu sinni eftir
Þrátt fyrir að Carter forseti hafi fengið fleiri
atkvæði en Kennedy þá lýsti Kennedy sig sigurveg-
ara i prófkjörinu.
bera kostnaðinn af kappræðun-
um, svo af þeim gæti orðið.
Hann leit þá svo á, að kappræð-
urnar væru á hans vegum og
bauð frambjóðendunum fjórum
að vera með, en Bush lagðist
gegn þátttöku þeirra, og kom
það mjög illa út fyrir hann.
Forkosningarnar í New
Hampshire skipta litlu máli
hvað fulltrúafjölda frambjóð-
endanna á flokksþingunum í
sumar varðar. Þær skýra hins
vegar línurnar milli þeirra og
sýna hverjir geta gert sér von
um útnefningu og hverjir ekki.
Eftir að úrslitin voru kunn gaf
Robert Dole til kynna, að hann
mundi hætta þátttöku í kosn-
ingabaráttunni einhvern næstu
daga. John Anderson vann tvo
fulltrúa og kvaðst ætla að halda
baráttunni áfram. Howard Bak-
er gekk verr en hann hafði búizt
við, en sagði: „Látið ykkur ekki
detta í hug eitt andartak að
baráttunni sé lokið." John Conn-
ally hafði gert sér litlar vonir
um árangur í New Hampshire.
Jerry Brown, ríkisstjóra í Kali-
forníu, gekk illa í forkosningun-
um, en hann ætlar að reyna á ný
í Wisconsin í apríl. Hann býst
við því að þá verði Kennedy
búinn að gefast upp þannig að þá
fái hann tækifæri til að kljást
einn við Carter.
En bæði þeim sem unnu og
þeim sem töpuðu hlýtur að verða
hugsað til þess, að frá 1952 hefur
enginn orðið forseti Bandaríkj-
anna eftir að hafa tapað for-
kosningum í New Hampshire.
Surinam fær
nýja stjórn
Paramariho.Surinam.27.(obrúar.AP.
LIÐÞJÁLFARNIR sem tóku völdin i Surinam í Suður—Ameriku fólu í
dag tveimur lögfræðingum úr vinstri flokkum að mynda borgaralega
rikisstjórn.
Liðþjálfarnir skoruðu einnig á iandsmenn i sjónvarpsávarpi að virða
lög og reglu. Sýndar voru myndir af mönnum sem sagt var að hermenn
hefðu barið fyrir rán og gripdeildir, nauðganir og morð í kjöifar
byltingarinnar á mánudag.
Henck Arron forsætisráðherra og flestir ráðherrar hans eru enn í felum.
Varaforsætisráðherrannn, Olton van Genderen, kom fram í sjónvarpinu og
skoraði á landsmenn að sætta sig við nýju valdhafana. Fyrri fréttir hermdu
að hann hefði verið handtekinn.
Lauren Neede liðþjálfi, varaforseti hermannafélagsins sem hefur tekið
völdin, tilkynnti að lögfræðingarnir Edy Bruma og Franklin Leeflang hefðu
verið beðnir að mynda borgaralega stjórn. Báðir eru í tengslum við Þjóðlega
lýðveldisflokkinn, smáflokk sem nú hefur enga fulltrúa á þingi en studdi
fyrstu samsteypustjórn Arrons eftir að Surinam fékk sjálfstæði 1975.
Liðþjálfarnir hafa lofað að mannréttindi verði virt, svo og hagsmunir
erlendra fjárfestingaraðila. Lögfræðingarnir sögðu að vitað væri hvar
Arron væri niðurkominn en sögðu ekki hvar. Þeir vöruðu við verðhækkunum
og „hefndarráðstöfunum" og sögðu að þjófar yrðu skotnir.
Félög Surinammanna í Hollandi hafa fagnað byltingunni og segja að
stjórn Arrons hafi verið misheppnuð, eins og sjá megi á þeim mikla fjölda
landsmanna sem hafi flutzt til Hollands síðan 1975. Um 150.000
Surinammenn eru í Hollandi, en íbúar landsins eru um 300.000.
Rússar trufla
á neyðarbylgju
Frá fréttaritara Mbl. í Ósló í gær.
Neyðarbylgjusending
ar rússneskra togara á
Barentshafi hafa valdið
norsku björgunarmið-
stöðinni í Bodö miklum
erfiðleikum.
Á laugardaginn var neyðar-
bylgjan lokuð í sex tíma. Kall-
merkin heyrðust alla leið til
íslands og þaðan var hringt til
miðstöðvarinnar í Bodö og spurt
hvort menn þar gerðu sér grein
fyrir sendingunum.
Nú hefur verið samin skýrsla
um málið og hún verður send
dómsmálaráðuneytinu. Norsk
yfirvöld munu væntanlega bera
fram mótmæli við sovézk stjórn-
völd.
Ekki er vitað um ástæðuna til
þess að sovézk fiskiskip á Bar-
entshafi senda út slík neyðar-
merki.
—Lauré.
Næstþegarþú
kaupir verkfæri,
vertu viss um að
þaðsé
STANLEY