Morgunblaðið - 28.02.1980, Síða 21
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980
skal framtalið leiörétt í það horf
sem rétt er og jafnframt send
leiðrétting til Hagstofu íslands
(Þjóðskrár), Reykjavík. Enn fremur
skal bæta inn upplýsingum um
barn (börn) framteljanda, sem fætt
er eftir gerð Þjóðskrár. Tilgreina
skal nafn barns og fæðingardag
eða óskírð(ur), dóttir (sonur),
fædd(ur).
Sérstakar reglur gilda um þá
framteljendur sem upþfylla það
skilyrði að vera talin hjón sem
samvistum eru aðeins hluta úr ári
vegna stofnunar eða slita hjúskap-
ar, slita á samvistum eða andláts
maka. Sjá nánar um þessar reglur
í leiðbeiningum við „Athugasemdir
framteljanda".
Við áritun á framtalseyðublöð
karls og konu, sem búa saman í
óvígðri sambúð, hafa nöfn allra
barna á heimili þeirra verið árituö
á framtal sambýliskonunnar, hvort
sem hún er móðir þeirra eða ekki.
Barnabætur vegna barnanna
skiptast milli sambýlismanns og
sambýliskonu ef þau uppfylla skil-
yrði til að skattleggjast sem hjón.
Sjá nánar um skilyrðin í leiðbein-
ingum við „Athugasemdir framtelj-
anda". Uppfylli þau ekki skilyrðin
skal færa börnin á framtal foreldr-
is.
Til þess að unnt sé að ákvarða
réttilega skiptingu barnabóta hjá
sambýlisfólki er þess eindregið
óskað að nafn og nafnnúmer
samþýlisaöila sé ritað í auða
nafnreitinn aftan við nafn framtelj-
anda og innan sviga orðið „sam-
býlismaður'' eða „sambýliskona",
eftir því sem við á.
Ef áritaö framtal er ekki fyrir
hendi skulu framteljendur fá fram-
talseyðublað hjá skattstjóra eða
umboðsmanni hans og árita það
sjálfir eins og form þess segir til
um. Þegar um hjón er að ræða
skal færa nafn eiginmanns í fremri
dálk en nafn eiginkonu í aftari
dálk.
Slysatrygging
við heimilisstörf
Skv. ákvæðum laga um al-
mannatryggingar geta þeir, sem
heimilisstörf stunda, tryggt sér rétt
til slysabóta við þau störf með því
að skrá í framtal sitt ósk um það í
þar til gerðan reit. Ráðgert er að
ársiðgjald verði 4.750 kr.
E 1. Hrein eign,
peningar o.fl.
Reitur [01]
Efnahagsreikningur skal fylgja
framtölum þeirra sem Pókhalds-
skyldir eru skv. ákvæðum bók-
haldslaga. Einnig skulu allir þeir,
sem ekki eru bókhaldsskyldir, en
hafa með höndum atvinnurekstur
eöa sjálfstæða starfsemi skila
efnahagsreikningi. Hreina eign
31/12 1979 skv. þeim reikningi
skal færa hér, þó skal áður gera
leiðréttingar á sérstöku eyðublaði
ef efnahagsreikningurinn sýnir
ekki rétta skattskylda eign skv.
lögum um tekju- og eignarskatt.
Sérstök athygli er vakin á því að
allar eignir og skuldir tengdar
atvinnurekstri eöa sjálfstæðri
starfsemi ber aö færa á efnahags-
reikning.
Reitur [02]
Framtölum þeirra er landbúnað
stunda skal fylgja landbúnaðar-
skýrsla. Hrein eign 31/12 1979
samkvæmt henni færist í þennan
reit. Sérstök athygli er vakin á því
aö allar eignir og skuldir tengdar
búrekstrinum ber að færa á land-
búnaðarskýrsluna.
Reitur [03]
Hér skal aðeins færa peninga-
eign um áramót en ekki aðrar
eignir, svo sem bankainnstæður,
víxla eða verðbréf. Peningaeign
barna færist í þennan lið.
Reitur [04]
Hér skal aðeins færa peninga-
eign í erlendum gjaldmiðli í árslok.
Fjárhæðin skal tilgreind í íslensk-
um krónum og miðast við kaup-
gengi um áramót. Innstæður á
gjaldeyrisreikningum í innlendri
peningastofnun færast ekki hér,
heldur í lið E 5. Peningaeign barna
í erlendum gjaldmiðli færist einnig
í þennan liö.
Reitur [05]
Hér skal færa vélar, verkfæri og
áhöld sem ekki eru notuö í
atvinnurekstri eða við sjálfstæða
starfsemi. Eignir þessar færast á
upphaflegu kaup- eða kostnaðar-
verði og skal ekki lækka það verð
um fyrningu.
Fjárhæðir í reitum [01] — [05]
skal leggja saman og færa í
samtöludálk.
E 2. Ökutæki
Hér skal færa ökutækjaeign í
árslok, sem ekki er notuð í at-
vinnurekstri eöa við sjálfstæða
starfsemi. Tilgreina skal skrán-
ingarnúmer og upphaflegt kaup-
verð í viðeigandi reiti og skal ekki
lækka það verð um fyrningu.
Kaupverð færist bæöi í kr.reit og
samtöludálk (reit [06]). Ökutæki
barna (t.d. vélhjól) færast einnig í
þennan lið.
E 3. Fasteignir
Hér skal færa fasteignir sem
ekki eru notaðar í atvinnurekstri
eða við sjálfstæða starfsemi.
Fasteignir skal telja til eignar á
gildandi fasteignamatsverði, þ.e.
skv. fasteignamati sem tók gildi 1.
des. 1979. Flestir eigendur fast-
eigna hafa fengið senda tilkynn-
ingu um fasteignamatsverð frá
Fasteignamati ríkisins. Einnig er
að finna upplýsingar um fasteigna-
matsverð á álagningarseðlum fast-
eignagjalda 1980. Sveitarstjórnir,
bæjarfógetar, sýslumenn, skatt-
stjórar og Fasteignamat ríkisins
geta gefiö upplýsingar um matið.
Rita skal nafn og heiti hverrar
sérmetinnar fasteignar eins og
það er tilgreint á fasteignamats-
seðti eða í fasteignamatsskrá.
Fram komi sérhver matshluti eða
-þáttur fasteignarinnar (t.d. hús,
íbúð, bílskúr, sumarbústaður, lóð,
land, hlunnindi o.s.frv.). Ef mats-
hluti eða -þáttur er ekki aö fu|lu í
eigu framteljanda ber að tilgréina
eignarhlutdeild. Sé fasteign staö-
sett utan heimilissveitar framtelj-
anda ber einnig að tilgreina sveit-
arfélagið, sem fasteignin er stað-
sett í.
Ef fasteignamat er ekki fyrir
hendi skal fasteignin talin til eignar
á kaup- eða kostnaðarverði, að
viðbættri verðstuðulshækkun í
samræmi viö töflu um verðstuðla
miðað við þau ár sem kaup- eða
kostnaðarverö féll til.
Mannvirki sem enn eru í bygg-
ingu en hafa verið metin til fast-
eignamats á ákveðnu byggingar-
stigi, þ.e. fokheld eða tilbúin undir
tréverk, svo sem hús, íbúðir,
bílskúrar og sumarbústaöir, skal
færa til eignar á gildandi fasteigna-
mati að viðbættum byggingar-
kostnaði, ásamt verðstuðulshækk-
un hans, sem til hefur fallið frá
viökomandi byggingarstigi til árs-
loka 1979. Á sama hátt skal
byggingarkostnaður vegna viö-
bygginga, breytinga eða endur-
bóta á þegar metnum eldri fast-
eignum færður sérstaklega til
eignar ásamt verðstuöulshækkun.
Eigendum þessara eigna ber að
útfylla húsbyggingarskýrslu sem
fylgja skal framtali, en á þessari
skýrslu koma fram nánari skýr-
ingar á því hvernig heildarkostn-
aður skal fundinn.
Eigendur leigulanda og leigu-
lóða skulu telja afgjaldskvaðar-
verðmæti þeirra til eignar. Af-
gjaldskvaðarverðmætið er fundið
með því að margfalda lóðarleigu
ársins 1979 með 15. Tilgreina skal
nafn landsins eða lóðarinnar,
ásamt lóðarleigu en í kr. dálk skal
tilgreina lóðarleigu x 15.
Leigutakar landa og lóða skulu
telja sér til eignar mismun fast-
eignamatsverðs og afgjaldskvað-
arverðmætis leigulandsins eða
-lóðarinnar. Tilgreina skal nafn
landsins eða lóðarinnar, sem fram-
teljandi hefur á leigu og auðkenna’
sem „L1.“ en í kr. dálk skal
tilgreina mismun fasteignamats-
verðs og afgjaldskvaöarverðmætis
(sem er land- eða lóðarleiga ársins
1979 x 15).
Fasteignir í eigu barna færast í
þennan lið á sama hátt. •
E 4. Hlutabréf
Rita skal nafn hlutafélags. Síðan
skal færa arð sem framteljandi
fékk úthlutaðan á árinu hjá félag-
inu. Sérstök athygli er vakin á því
að hlutabréf barna og arð af þeim
skal færa hér en ekki á sérframtal
barns. Ef hlutafélag hefur gefið út
jöfnunarhlutabréf á árinu og útgáf-
an er skattfrjáls skal framteljandi
tilgreina nafnverð þeirra bréfa.
Framteljendum er bent á að
kynna sér hjá viðkomandi hlutafé-
lagi hvort um úthlutun arðs eða
skattfrjálsa útgáfu jöfnunarhluta-
bréfa hafi veriö að ræða á s.l. ári.
Hlutafé í árslok, þar með talin
útgefin jöfnunarhlutabréf, skal
færast til eignar á nafnverði.
Samtala hlutafjár færist í reit [08].
Arður samtals færist í reit [09]
en einnig sem tekjur í reit [75] á
síðu 4. Heimilt er að færa til
frádráttar í reit 85 á síðu 4 fenginn
arð, að hmarki 10% af nafnveröi
hvers einstaks hlutabréfs eða hlut-
ar sem arður er greiddur af.
Frádráttur þessi má þó aldrei vera
hærri en 250.000 kr. hjá einhleyp-
ingi en 500.000 kr. hjá hjónum.
Hámarksákvæöin um arðsfrádrátt
breytast ekki vegna barna.
Athygli er einnig vakin á því að
hlutabréf í Flugleiöum hf. eru skv.
sérlögum ekki eignarskattsskyld
og ber því að tilgreina fjárhæð
hlutafjár innan sviga án þess að
hún teljist með í samtöludálki.
Arðurinn er hins vegar skattskyld-
ur á sama hátt og arður frá öðrum
hlutafélögum.
E 5. Innlendar
innstæður o.fl.
Eignafærsla
Hér skal telja fram allar inn-
stæður í innlendum bönkum,
sparisjóðum og innlánsdeildum
samvinnufélaga, eins og þær
standa í árslok. Sömuleiðis færast
hér verðbréf sem hliðstæðar reglur
gilda um skv. sérlögum. Verðbref
þessi skal telja til eignar á nafn-
verði aö viðbættum áföllnum vöxt-
um og verðbótum á höfuðstól. Hér
meö teljast verðtryggð spariskírt-
eini ríkissjóðs en upplýsingar um
verögildi þeirra er birt í töflu síðast
í leiðbeiningunum. Innistæður í
erlendum gjaldmiðli í innlendum
bönkum teljast hér með og færast
í íslenskum krónum miðað við
kaupgengi í árslok. (Innstæður í