Morgunblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 23
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980
'Framtal
2.700.000 kr. hjá einhleypingi og
5.400.000 kr. hjá hjónum. Skatt-
frelsi innstæðna skerðist um þá
fjárhæð sem skuldir fara fram úr
framangreindu hámarki.
Greinargerö
um eignabreytingar
í þessum lið skal greina frá
öllum eignabreytingum sem orðið
hafa á s.l. ári. Gera skal m.a. grein
fyrir kaupum og sölum fasteigna,
ökutækja, hjólhýsa, verðbréfa og
hvers konar verðmætra réttinda.
Taka þarf fram m.a. nafn og
heimilisfang kauþanda og sélj-
anda, verð og dagsetningar kaup-
samnings, afhendingar og afsals.
Geta skal um þyggingu, viðbygg-
ingu, breytingar og endurbætur
fasteigna og gera skal grein fyrir
kostnaðinum á húsbyggingar-
skýrslu sem fylgja ber framtalinu.
(Eyðublöð fást hjá skattyfirvöld-
um).
Framteljendur sem selt hafa
fasteign eða lausafé skulu gera hér
eða á sérstöku fylgiskjali með
framtali grein fyrir skattskyldum
söluhagnaði. Hafi framteljandi selt
lausafé, annað en eignarhluta í
félögum, með hagnaði sem hann
telur að ekki sé skattskyldur, sbr.
leiðbeiningar við reit [76], ber
honum að rökstyðja þá kröfu.
Varðandi reglur um þennan sölu-
hagnað sjá „Söluhagnaður eigna".
Hafi framteljandi fengið eða
látið af hendi arf, þ.m.t. fyrir-
framgreiddur arfur, skal þess .
getið hér. Staðfesting á
greiddum erfðafjárskatti
fylgi framtali.
Innlausn skyldusparn V
aðarskírt eina áranna <r
1975 og 1976, skyldu-
sparnaðarinnstæðu ungmenna og ■
vinninga í Hringvegshappdrætti
ríkissjóðs skal geta hér, sbr. lið E 5
— Vaxtafærsla.
'í^ j&00'
stóls annarra verðtryggðra lána er
framteljendum bent á að afla sér
upplýsinga hjá skuldareiganda.
Vaxtagjöldum, þ.m.t. gengistöp
og gjaldfallnar verðbætur og
gengistöp á afborganir og vexti af
skuldum þeim sem hér um ræðir,
skal skiþta milli vaxtagjalda af
fasteignaveðlánum til 5 ára eða
lengur og annarra vaxtagjalda og
tilgreina í viöeigandi dálk. Velja má
milli tveggja aðferöa við uppgjör
vaxtagjalda (ekki verðbóta) eftir
þeim aðferðum sem greint er frá í
leiðbeiningu um vaxtafærslu við lið
E 6, bls. 11, þ.e. aðferðin um
gjaldfallna vexti eða reiknaða
áfallna vexti.
Athygli er vakin á því að með
vaxtagjöldum má telja lántöku-
kostnað og árlegan og tímabund-
inn fastakostnað eða þóknanir af
lánum, þar með talið af víxillánum
og stimpilgjöld af víxlum.
Afföll af seldum verðbréfum,
víxlum og sérhverjum öðrum
skuldaviðurkenningum má færa
hér til frádráttar enda sé kaupandi
bréfanna nafngreindur. Afföllin
skulu reiknuð og færð í dálkinn
„Önnur vaxtagjöld" með hlutfalls-
legri fjárhæð ár hvert eftir afborg-
unartíma. Sé skuld yfirtekin af
öðrum eða falli greiðsluskylda
niður áður en afborgunartíma er
lokið teljast eftirstöðvar affalla
ekki til frádráttar tekjum sem
vaxtagjöld. Hafi skuld verið yfirtek-
in í sambandi við eignasölu er
seljanda þó heimilt að lækka
söluverð eignarinnar um fjárhæð
sem nemur eftirstöövum affall-
anna, enda hafi hann verið upp-
haflegur skuldari hinnar yfirteknu
skuldar.
Vaxtagjöld samtals, þ.m.t. afföll,
skv. reitum [87] og [88] að við-
bættum vaxtagjöldum barna skv.
reit [90] færast í reit [60] sé ekki
valinn fastur frádráttur. Ef um hjón
er að ræða færast vaxtagjöldin í
reit [60] hjá því hjóna sem hefur
hærri tekjur skv. lið T 9.
S 2. Skuldir og
vaxtagjöld barna
Reitur [89] og [90]
í þessa reiti skal færa skuldir og
vaxtagjöld sem má yfirfæra af
skattskýrslum barna, sbr. skýr-
ingar við barnaframtal.
Utreikningur
vaxtatekna
til frádráttar
Útreikningur á þeim hluta vaxta-
tekna af innstæöum sem er skatt-
frjáls fer fram í þessum lið eins og
form hans segir til um.
Vaxtatekjur af innstæðum, sbr.
reit [12] á 1. síðu, sem færðar eru
til tekna í reit [73] geta verid
skattfrjálsar að fullu eða að hluta.
Sú fjárhæð sem skattfrjáls er
færist til frádráttar í reit [81].
Skattfrelsi þessara tilteknu vaxta-
tekna ræðst af vaxtagjöldum fram-
teljanda á árinu. Ef framteljandi
greiðir engin vaxtagjöld eru vaxta-
tekjurnar aö fullu skattfrjálsar Ef
framteljandi greiðir eingöngu
vaxtagjöld af fasteignaveðlánum
teknum til 5 ára eða lengur sem
eigi eru hærri en 931.500 kr. hjá
einhleypingi eða 1.863.000 kr. hjá
hjónum eru vaxtatekjurnar að fullu
skattfrjálsar. Fjárhæð þess hluta
þessara vaxtagjalda sem er um-
fram hámörkin, að viðbættri fjár-
hæð annarra vaxtagjalda, skerðir
skattfrelsi vaxtateknanna. Til frá-
dráttar í reit [81] kemur því sá hluti
vaxtateknanna sem er umfram
þessa fjárhæð vaxtagjalda.
Athygli er vakin á því að þó
vaxtagjöld skeröi skattfrelsi vaxta-
tekna í þessu sambandi má fram-
teljandi færa öll vaxtagjöld til
frádráttar í reit [60] í T 11 noti
hann ekki fastan frádrátt.
Ákvörðun eignar-
skattsstofns
Þennan lið þurfa framteljendur
ekki að fylla út.
Hann er ætlaður þeim framtelj-
endum sem vilja reikna út eígnar-
skattsstofn sinn. Eignarskattsstofn
er mismunur eigna og skulda. Þó
eru innstæður skv. reit [11] á síðu
1 eignarskattsfrjálsar að því marki
að skuldir fari ekki fram úr
Þessi liður er ætlaður fyrir
athugasemdir sem framteljendur
þurfa að koma á framfæri viö
skattyfirvöld. Hér skal greina frá
breytingu á hjúskaþarstöðu fram-
teljenda á árinu. Um þá framtelj-
endur sem uþþfylla það skilyrði að
vera talin hjón, sem samvistum eru
aðeins hluta úr ári, gilda eftirfar-
andi reglur:
a) Stofnun hjúskapar
Hjón, sem hafa gift sig á árinu fá
áritað sameiginlegt skattframtal
(hafi gifting farið fram fyrir gerð
Þjóðskrár) og er þeim heimilt að
telja fram og skattleggjast sem
hjón allt árið. Óski þau ekki að
skattleggjast sem hjón allt árið,
telja þau fram tekjur sínar sem
einhleypinga fram að giftingardegi
en sem hjón frá þeim degi til
ársloka. Eignir skal tilgreina á
sameiginlegu framtali eins og þær
voru um áramót.
b) Slit hjúskapar eða samvista
Hjón, sem skilið hafa eða slitiö
samvistum á árinu, fá hvort um sig
áritað skattframtal (hafi skilnaður
farið fram fyrir gerð Þjóðskrár).
Þau hafa heimild til að velja um
tvær leiðir við framtalsgerð. Annað
hvort að telja fram á þessum
skattframtalseyöublöðum allar
tekjur sínar á árinu sitt í hvoru lagi,
ásamt eignum hvors um sig í
árslok, sem einhléypingar eða telja
fram á þessum skattframtalseyöu-
blöðum tekjur hvors um sig frá
skilnaöardegi til ársloka og eignir
hvors um sig eins og þær eru í
árslok en tekjur frá ársbyrjun til
skilnaðardags ber þeim þá að telja
fram á sameiginlegu skattframtali.
Nauðsynlegt er að fram komi
greinilega skilnaðardagur á öllum
framtölum.
c) Andlát maka
Eftirlifandi maki fær áritað
skattframtal sem einhleyþingur
(hafi maki látist fyrir gerð Þjóð-
skrár). Hann hefur heimild til að
telja fram tekjur sínar og fyrrver-
andi maka allt árið eins og um hjón
væri að ræða. Sé þess ekki óskað
ber að telja tekjur sameiginlega til
og með andlátsdegi maka, sem
hjón, en tekjur eftirlifandi maka
þaöan í frá til ársloka sem ein-
hleypingur.
Karl og kona, sem búa saman í
óvígðri sambúð og eiga sameigin-
legt lögheimili, eiga rétt á því að
telja fram og vera skattlögð sem
hjón, ef þau hafa átt barn saman
eða konan er þunguð eöa sam-
búðin hefur varað samfleytt í
a.m.k. tvö ár, enda óski þau þess
bæði skriflega. Eignir og tekjur
skulu færöar á sameiginlegt fram-
talseyðublað á sama hátt og hjá
hjónum. Nafn sambýlismanns skal
vera í vinstri nafnareit en nafn
sambýliskonu í þeim hægri. Nöfn
allra barna skal einnig færa á
sameiginlega framtalið. Sameigin-
lega framtalið er undirritað af
báðum og í þennan lið þess færist
beiðni um skattlagningu sem hjón.
Það skal sent skattstjóra, ásamt
undirrituöum framtalseyðublöðum
þeirra, hvors um sig, sem einungis
er útfyllt með beiðni um samskött-
un. Þeir framteljendur, sem óska
eftir að skattstjóri velji frádráttar-
reglu skulu fara fram á það hér, sjá
nánar um val frádráttar.
Hér skal einnig greina frá um-
sókn um lækkun tekjuskattsstofns
sem skattstjóra er heimilt að veita
þegar svo stendur á sem hér
greinir:
1. Ef ellihrörleiki, veikindi, slys eða
mannslát hafa skert gjaldþol
manns verulega.
2. Ef á framfæri manns er barn
sem haldið er langvinnum sjúk-
dómum eða er fatlað eða van-
gefið og veldur framfæranda
verulegum útgjöldum umfram
venjulegan framfærslukostnað
og mótteknar bætur.
3. Ef maður hefur foreldra eða
aðra vandamenn sannanlega á
framfæri sínu.
4. Ef maður hefur veruleg útgjöld
vegna menntunar barna sinna,
16 ára og eldri.
5. Ef maður hefur orðið fyrir
verulegu eignatjóni sem hann
hefur ekki fengið bætt úr hendi
annarra aöila.
6. Ef gjaldþol manns hefur skerst
verulega vegna tapa á útistand-
andi kröfum, sem ekki stafa frá
atvinnurekstri hans.
7. Ef maður lætur af störfum
vegna aldurs og gjaldþol hans
skerðist verulega af beim sök-
um.
Til þess að skattstjóri geti úr-
skurðað umsókn framteljanda
strax við álagningu gjalda er nauð-
synlegt að fullnægjandi greinar-
gerð fylgi framtali umsækjanda,
annað hvort á sérstöku eyðublaði
skattyfirvalda eða á annan hátt. í
greinargerðinni þarf m.a. aö taka
fram eftirfarandi:
Vegna mannsláts
a) Nafn og nafnnúmer hins látna
og andlátsdagur.
b) Áætlaðar tekjur, bætur og
styrkir umsækjanda á yfir-
standandi ári.
Vegna veikinda,
slysa eða ellihrörleika.
a) Útgjöld umfram venjulegan
kostnað og í hverju fólgin.
b) Malsatvik varðandi veikindi eða
slys og hve lengi má ætla að
afleiðingar þeirra vari.
c) Áætlaðar tekjur, bætur og
styrkir umsækjanda á yfir-
standandi ári.
d) Læknisvottorð fylgi.
Vegna barns sem haldið er
langvinnum sjúkdómi, er fatlað
eða vangefið og er á
framfæri umsækjanda.
a) Nafn barns, fd. og -ár og
dvalarstaður.
b) Útgjöld umfram venjulegan
framfærslukostnað og í hverju
fólgin.
c) Bætur og styrkir vegna barns-
ins á yfirstandandi ári.
d) Læknisvottorð fylgi eða stað-
festing stofnunar þar sem barn-
ið dvelur.
Vegna foreldra eða
annarra vandamanna
á framfæri umsækjanda.
a) Nafn, nafnnúmer, fd. og -ár og
lögheimili aðilans.
b) Útgjöld af þessum ástæðum og
í hverju þau eru fólgin.
c) Tekjur, þætur og styrkir þess
aðila á síðasta ári sem umsækj-
andi telur á framfæri sínu.
d) Greiðslur sem umsækjandi fær
til framfærslu aðilans.
Vegna menntunar barna
eldri en 16 ára.
a) Nafn og nafnnúmer, fd. og -ár
og lögheimili nemandans.
b) Nafn og nafnnúmer maka nem-
andans og fjöldi barna á fram-
færi.
c) Nám, námstími á árinu og nafn
skóla.
d) Tekjur nemandans, innanlands
og erlendis, á síðasta ári,
námsstyrkir, svo og lántökur í
tengslum við námið.
e) Styrkur umsækjanda til nem-
andans. í hverju fólginn.
Vegna eignatjóns sem
umsækjandi hefur orðið fyrir.
a) Tegund eignar og eignartími.
b) Hvaða tjón varð á eigninni og
hvenær það varð.
c) Heildarskaði af völdum tjónsins
og fjárhæð tjónbóta.
Vegna tapa á útistandandi
kröfum sem ekki stafa
af atvinnurekstri.
a) Hvenær lánið var veitt eða í
ábyrgð gengið og af hvaða
ástæðum.
b) Nafn lántakanda, nafnnúmer
og lögheimili.