Morgunblaðið - 28.02.1980, Síða 26

Morgunblaðið - 28.02.1980, Síða 26
Framtal MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980 25 Hjá hjónum ber að telja bóta- eða lífeyrisgrelðslur skv. tl. 1 og 2 til tekna hjá (dví hjónanna sem rétturinn til greiðslnanna er tengd- ur. Fái hjónin bóta- eða lífeyris- greiðslur sem eru ákvarðaðar sameiginlega fyrir þau bæði og rétturinn til greiöslnanna er tengd- ur þeim báðum ber að skiþta greiðslunum og telja til tekna hjá hvoru um sig. 3. Greiðslur úr lífeyrissjóðum: Allar bóta-, eftirlauna- og lífeyris- greiðslur, þ.m.t. barnalífeyrir, úr lífeyrissjóðum, eftirlauna- og tryggingarsjóðum eða frá öðrum aðilum (vátryggingarfélögum og stofnunum, þ.m.t. skv. fjárlögum hverju sinni) ber að telja að fullu til tekna. Tilgreina ber í lesmálsdálk hverja einstaka tegund bóta- eða lífeyrisgreiðslna og fjárhæð í kr. dálk. Greiðslur þær sem um ræðir í tl. 1—3 skulu bætast við samtölu tekna sbr. lið T 4 þegar fastur frádráttur er valinn í stað frádrátt- ar D og E. Ef valinn er fastur frádráttur sbr. leiðbeiningar við reit [58] reiknast hann 10% af samanlagðri fjárhæð í lið T 4 og fjárhæð (um) þeim sem um ræðir hér í tl. 1 —3 eftir því sem við á. Enn fremur ber hér að telja til tekna m.a.: 4. Aðrar tryggingabætur: Allar aðrar tryggingabætur en um ræðir í tl. 1—3 ber aö telja til tekna í þessum lið, sbr. þó lokaorð þessa töluliðar um undantekn- ingar. Hér með teljast allar trygg- ingabætur, skaöabætur og vá- tryggingarfé vegna sjúkdóms, slysa, atvinnutaþs eða launamissis og hvers konar aðrar skaðabætur og vátryggingarbætur. Athygli skal vakin á því að hér með teljast atvinnuleysistrygg- ingabætur, svo og sjúkra- eða slysadagþeningar frá almanna- tryggingum og sjúkrasamlögum svo og úr sjúkra- eða styrktarsjóð- um stéttarfélaga, úr öðrum sjóðum eða frá öðrum stofnunum, þ.m.t. vátryggingarfélög. Enn fremur frá vinnuveitendum að því marki sem þær teljast ekki til launatekna. Eignaauki sem verður vegna greiðslu líftryggingarf jár, dánar- bóta, miskabóta og bóta fyrir varanlega örorku enda séu bætur þessar ákveðnar í einu lagi til greiðslu eða greiddar skv. svo- nefndri 8 ára reglu almannatrygg- inga. Einnig skaðabætur og vá- tryggingabætur vegna tjóns á eignum sem ekki eru notaðar í atvinnurekstri, þó ekki altjónsbæt- ur. Lækka skal stofnverð eignar vegna tjónsins að svo miklu leyti sem bótagreiðslum er ekki varið til viðgerða vegna tjónsins. Geta skal þessara bótagreiðslna í liðnum „Greinargerð um eignarbreyt- ingar" á 4. síðu framtals. 5. Endurgreiðslur iðgjalda: Endurgreiðslur iðgjalda úr lífeyr- issjóðum, eftirlauna- og trygg- ingarsjóðum eða frá öðrum aðilum ber að telja til tekna aö fullu á því ári sem framteljandi fær endur- greiösluna, nema endurgreiðslan sé flutt yfir í annan lífeyrissjóð á sama ári. 6. Styrkir — styrktarfé: Alla styrki og styrktafé ber að telja til tekna í þessum lið, sbr, þó lokaorð þessa liðar um undan- tekningar. Hér með teljast allir styrkir og styrktarfé veittir úr ríkissjóði, svo sem styrkir skálda, listamanna og fræðimanna, ferða- styrkir og allir aðrir styrkir sem ríkið veitir til eignar. Enn fremur allir styrkir eða styrktarfé frá sveitarfélögum, stofnunum félög- um eða einstökum mönnum. Eigi skiþtir máli í hverju styrkur er fólginn, ef til þeninga verður metiö og eigi skiptir heldur máli, í hverju skyni styrkur er veittur, hver styrkþegi er eða hver styrkveitandi er eða hvernig samband er þeirra á milli. Athygli skal vakin á því að framfærslustyrkir veittir úr sveit- arsjóði eru nú skattskyldir og ber að telja hér til tekna. Eigi skiptir máli í hvaða formi þeir eru veittir ef til peninga veröur metið. Styrkir og styrktarfé eða hluti styrkja sem ekki ber að telja til tekna eru þessir: 1. Olíustyrkir, sbr. lög nr. 13/ 1977, að fullu. 2. Ferðastyrkir veittir af Lánasjóði ísl. námsmanna, sbr. lög nr. 57/1976, að fullu. 3. Dvalar- og ferðastyrkir greiddir skv. lögum nr. 69/1972 um ráðstafanir til jöfnunar á náms- kostnaöi, að fullu. 4. Sá hluti ferðastyrkja sem ríkið veitir að því marki sem um hæfilegan ferðakostnað er að ræða, sbr. leiðbeiningar við reit [33], dagpeninga og ferða- kostnað. 5. Sá hluti námsstyrkja sem veittir eru úr ríkissjóði og öðrum opinberum sjóðum, svo og námstyrkja sem veittir eru af erlendum ríkissjóöum og opin- berum sjóðum, að því marki sem þeir eru umfram veittan námsfrádrátt, sbr. leiðbeiningar við reit [51] 6. Styrkir og samskotafé vegna veikinda eöa slysa, aö fullu. Þótt þessir styrkir eða hluti þeirra séu ekki skattskyldir ber að gera grein fyrir þeim ! liðnum „Greinargerö um eignabreytingar'' á 4. síðu framtals. 7. Meðlög eða framfærslueyrir: Hér skal telja til tekna þann hluta barnsmeðlaga sem framtelj- endur hafa móttekið, sem umfram er fjárhæð barnalífeyris almanna- trygginga fyrir hvert barn, þ.e. þá fjárhæö móttekinna meðlaga fyrir hvert barn sem umfram er fjárhæð barnalífeyris almannatrygginga fyrir hvert barn, þ.e. þá fjárhæð móttekinna meðlaga fyrir hvert barn sem er umfram 374.551 kr. Hér skal telja til tekna þann hluta meðlags eða framfærslueyris sem umfram er fjárhæð lágmarks- ellilífeyris (grunnlífeyris) til ein- staklinga skv. lögum um almanna- tryggingar, sem framteljandi hefur móttekið frá maka eða fyrrverandi maka, hafi hjónin slitið samvistum eða eftir lögskilnað, þ.e. þá fjár- hæð meölags eöa framfærslueyris sem er umfram 731.966 kr. 8. Endurgjald til höfunda: Hér skal telja til tekna endur- gjald sem framteljandi fær sem höfundur eða rétthafi fyrir hvers konar hugverk, bókmenntir og listir eða listaverk, hvort sem endurgjaldiö er fyrir afnot eöa sölu. 9. Verðlaun, heiðurs- laun, vinningar í veðmálum og keppni: Hér skal telja til tekna öll verðlaun og heiðurslaun svo og vinninga í veðmálum og kepþnum sem framteljendur hafa hlotið eða unnið á árinu. Eigi skiptir máli í hverju þetta er fólgið ef til þeninga verður metið. Vinningar í getraunum, sem skattfrjálsir eru skv. sérlögum, ber að telja til tekna hér en færast einnig sem frádráttur í reit [46] 10. Gjafir: Hér skal telja til tekna allar beinar gjafir í þeningum eða öðr- um verðmætum. Hér með telst afhending slíkra verðmæta í hend- ur nákominna ættingja, nema um fyrirframgreiðslu uþp í arf sé að ræða. Undanskildar eru þó tæki- færisgjafir enda sé verömæti þeirra ekki meira en almennt gerist um slíkar gjafir. 11. Vinningar í happdrætti: Hér skal telja til tekna alla happdrættisvinninga, hvort sem um er að ræða happdrætti sem hefur heimild til að greiða út skattfrjálsa vinninga eða ekki. Ekki skiptir máli hvort vinningurinn er greiddur í peningum, vörum, sem feröalag eða með öðrum hætti. Skattfrjálsir vinningar færast einn- ig sem frádráttur í reit [46] 12. Hreinar tekjur utan atvinnu- rekstrar: Hafi framteljandi beinan kostn- að við öflun annarra tekna en þeirra, sem honum ber að telja til tekna í liðum T 1 og T 2 og lífeyristekna í lið T 5, sbr. leiðbein- ingar um tl. 1—3 í lið T 5 og teljast ekki til leigutekna af tausafé eða fasteignum sem telja ber til tekna í reitum [71] og [72] án þess að teknaöflun þessi verði talin falla undir atvinnurekstur eða sjálf- stæða starfsemi hans, skal fram- teljandi gera rekstraryfirlit yfir tekj- ur þessar og gjöld við öflun þessara tekna og færa hreinar tekjur skv. því rekstraryfirliti í lið T 5. í þessu sambandi er þó eigi heimilt að færa til gjalda vexti af skuldum, þ.m.t. afföll og gengistöp og fyrningu eigna. Kostnaður þessi leyfist eingöngu til frádráttar sams konar tekjum og hann gekk til öflunar á og má frádráttur hvers árs aldrei nema hærri fjárhæð en sem nemur þeim tekjum sem hann leyfist til frádráttar. T 6. Annar frádráttur A og frádráttur C Reitur [46] Hér má færa til frádráttar þá happdrættisvinninga sem taldir eru til tekna í lið T 5 en eru skv. sérlögum eöa ákvörðun fjármála- ráðherra undanþegnir skattskyldu. Þau happdrætti sem heimild höfðu til greiðslu skattfrjálsra happ- drættisvinninga á árinu 1979 eru þessi: 1. Happdrætti Háskóla íslands. 2. Vöruhappdrætti S.Í.B.S. 3. Happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. 4. íslenskar getraunir. 5. Happdrætti Blindrafélagsins, Reykjavík. 6. Happdrætti Fríkirkjusafnaðar- ins í Reykjavík. 7. Happdrætti Færeyska sjó- mannaheimilisins, Reykjavík 8. Happdrætti Geðverndarfélags íslands. 9. Happdrætti Gigtarfélags íslands. 10. Happdrætti Landssamtaka þroskahjálpar. 11. Happdrætti Lionsklúbbsins Fjölnis. 12. Happdrætti Lionsklúbbs Kjal- arnesþings. 13. Happdrætti Náttúrulækninga- félags íslands. 14. Getraun Rauða kross íslands 15. Byggingahappdrætti Sjálfs- bjargar. 16. Happdrætti Sjálfsbjargar. 17. Happdrætti Slysavarnafélags íslands. 18. Símahappdrætti Styrktarfé- lags lamaðra og fatlaðra. 19. Happdrætti Styrktarfélags vangefinna. Reitur [47] Hér má færa helming þess meðlags sem greitt er með börn- um innan 17 ára aldurs, þó að hámarki sömu fjárhæð og helming barnalífeyris sem greiddur er úr almannatryggingum á árinu 1979. Hámark frádráttar fyrir hvert barn er 187.276 kr. Nánari upplýsingar um með- lagsgreiðslur skal gefa neðar á þessari síðu framtals. Reitur [48] Sjómaður sem er lögskráður á íslensku skipi á rétt á sjómanna- frádrætti að fjárhæð 2.700 kr. fyrir hvern dag sem hann telst stunda sjómannsstörf. Sama regla gildir fyrir hlutaráðna sjómenn og land- menn enda þótt þeir séu ekki lögskráðir. Þeir sjómenn sem þurfa sjálfir að sjá sér fyrir fæði og njóta ekki fæðisgreiðslu frá áhafnadeild afla- tryggingasjóðs mega hækka þenn- an sjómannafrádrátt um 1.650 kr fyrir hvern úthaldsdag. Frádráttur þeirra verður því samtals 4.350 kr fyrir hvern úthaldsdag. Reitur [49] Sjómenn sem stunda fiskveiðar á íslenskum fiskiskipum eiga rétt á fiskimannafrádrætti sem nema má 10% af beinum tekjum af fisk- veiðum. Sama gildir um hluta- ráðna landmenn. Sjómaður sem jafnframt er útgerðarmaður fiski- skipsins skal njóta þessa 10% frádráttar af þeim hluta reiknaðra launa hans við eigin atvinnurekst- ur, sbr. reit [24] sem féll í hans hlut sem beinar tekjur af fiskveiðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.