Morgunblaðið - 28.02.1980, Page 28

Morgunblaðið - 28.02.1980, Page 28
Framtal MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRUAR 1980 27 sbr. lið B 10, færast í lið T 16 á 4. síðu framtals foreldris (forráð- anda). E 5. Innlendar inn- stæður svo og verðbréf sem hliðstæðar regl- ur gilda um skv. sérlögum Um útfyllingu þessa liðar vísast til leiðbeininga við E 5 hér að framan. Vaxtatekjur skv. reit [12] færast í reit [73] á barnaframtali en eignir skv. reit [11] færast í liðinn „Útreikningur á yfirfærslu skulda á framtal forráðanda" neðar á síðunni. Athygli er vakin á því að ef barnið hefur engar aðrar tekjur en arð og vaxtatekjur skv. þessum lið og skuldar ekki, er ekki þörf á að útfylla sérframtal fyrir þaö. Eignir skv. þessum lið (E 5) færast þá, ásamt vöxtum, eingöngu í lið E 8 á framtali foreldris (forráðanda). S 1. Skuldir Um útfyllingu þessa liðar vísast til leiðbeininga við S 1 hér að framan. Vaxtagjöld skv. reitum [87] og [88] færast í reit [90] á framtali foreldris (forráðanda). Skuldir fær- ast einnig í liðinn „Utreikningur á yfirfærslu skulda á framtal forráð- anda" neöar á síðunni og niður- staða skv. þeim lið færist í reit [89] á framtali foreldris (forráðanda). Útreikningur vaxta- tekna til frádráttar skv. B lið 30. gr. Um útreikning skv. þessum lið vísast til leiðbeininga við samsvar- andi lið hér að framan. Ef um jákvæðan mismun er að ræða skv. þessum liö færist hann í reit [81] á framhlið barnaframtals. Útreikningur á yfirfærslu skulda á framtal forráðanda Útreikningur á yfirfærslu skulda barns á framtal foreldris (forráð- anda) fer fram í þessum lið eins og form hans segir til um. Skuldir barna má yfirfæra á framtal foreldris (forráðanda) og draga þar frá eignarskattsstofni þeirra, sbr. reit [89] á framtali foreldris (forráðanda). Eignir skv. reit [11] á framtali barns geta skert yfirfærslu þess- ara skulda, fari skuldirnar fram úr 2.700.000 kr. Ef barn, sem skuld- ar, á eignir skv. reit [11] og skuldir þess eru innan við 2.700.000 kr. færast skuldir óskertar í reit [89] á framtal foreldris (forráðanda). Athugasemdir Þessi liður er ætlaður fyrir athugasemdir og skýringar sem óskað er eftir að koma á framfæri við skattstjóra vegna barnsins. Undirskrift Þegar útfyllingu framtalsins er lokið skal það dagsett og undirrit- að af foreldri (forráðanda). Ef forráðendur eru tveir nægir undir- ritun annars. Skattframtali barnsins skal skil- að til skattstjóra eða umboðs- manns hans, með skattframtali foreldris (forráðanda). Söluhagnaður eigna: Söluhagnaður lausafjár: Hagnaður manns af sölu lausa- fjár (annars en hlutabréfa og eignarhluta í samlögum og sam- eignarfélögum) sem ekki er notað í atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi telst ekki til tekna enda geri seljandi líklegt að sala þessi falli ekki undir atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi hans eða að eignarinnar hafi verið aflað í þeim tilgangi að selja hana aftur með hagnaði. Uppfylli framteljandi þessi skilyrði þarf hann ekki að reikna út söluhagnað af þessum eignum. Uþþfylli framteljandi ekki fram- angreind skilyrði um skattfrelsi söluhagnaðar telst hagnaðurinn að fullu til skattskyldra tekna á söluári og skiþtir þá eigi máli hve lengi maðurinn hefur átt hina seldu eign. Hagnaöur af sölu þessara eigna telst mismunur á söluverði þeirra annars vegar að frádregnum sölu- kostnaði og stofnverði (kaupverði að viðbættum endurbótum) þeirra hins vegar, þó að teknu tilliti til verðbreytinga. Tekið er tillit til verðbreytinga með því að marg- falda stofnverð með verðbreyt- ingastuðli kaupárs (sjá töflu um verðbreytingastuðla). Dæmi: Bifreið keypt í des. árið 1975 á 530.000 kr. Var seld í janúar árið 1979 á 1.950.000 kr. Greidd sölu- laun 39.000 kr. Stofnverð, að teknu tilliti til verðbreytinga, verður þá 530.000 kr. x 3,4650 (verðbreytingastuðull fyrir árið 1975) = 1.836.450 kr. Söluverð 1.950.000 kr. v Sölukostnaður + 39.000 kr. + framreiknað stofnverð + 1.836.450 kr. Mismunur, hagnaður 74.550 kr. Þar sem framreiknað stofnverð er lægra en söluverð er um skattskyldan söluhagnað að ræða. Hagnaður af sölu hlutabréfa og eignarhluta í samlögum og sam- eignarfélögum er alltaf skattskyld- ur á söluári. Hagnaður af sölu hlutabréfa er mismunur: a) söluverðs af frádregnum bein- um sölukostnaði og b) kaupverðs bréfanna sem er: c) samanlagt nafnverö þeirra og útgefinna jöfnunarhlutabréfa eða heimilaða útgáfu á söluári eða d) kaupverð bréfanna ef hærra en c) Hagnaður af sölu eignarhluta í samlögum og sameignar- félögum er mismunur: e) söluverðs að frádregnum bein- um sölukostnaði og f) kaupverðs eignarhlutanna sem er: g) hlutur seljanda í eigin fé félags- ins í upphafi söluárs eða h) raunverulegt kaupverð að frá- dreginni eigin úttekt, hvort tveggja framreiknað skv. verð- breytingastuðli, ef hærra en g) Söluhagnaður íbúðarhúsnæðis og annarra fasteigna Hagnaður af sötu íbúðarhús- næöis er mismunur söluverðs þeg- ar sölukostnaður hefur1 verið dreg- inn frá og kostnaðarverðs eða kaupverðs þess, framreiknað skv. verðbreytingastuðli. Framreiknað kostnaðarverð eða kaupverö er þannig fundið að uþphaflegt kaupverð íbúðarhús- næðisins er margfaldað með verðstuðli kaupársins (sbr. sýnis- horn af útreikningi). Ef um er að ræða íbúðarhúsnæði sem seljandi hefur byggt á nokkrum árum skal framreikna byggingarkostnað hvers árs um sig með stuðli viðkomandi byggingarárs og leggja upphæðirnar saman. Hagnaðurinn, þannig reiknaður, er skattskyldur, ef eignartími manns er innan við fimm ár. Ef hluti byggingar hefur verið í eigu manns skemur en fimm ár er einungis sá hluti söluhagnaðarins skattskyldur sem svarar til þess hlutfalls af heildarbyggingarkostn- aði, framreiknuðum skv. verð- breytingastuðli hvers árs um sig, sem í var lagt innan fimm ára frá söludegi. Við ákvörðun eignartíma á íbúðarhúsnæði sem seljandi eignast við arftöku, þ.m.t. fyrir- framgreiðsla arðs, skal miða við samanlagðan eignartíma arfleið- anda og arftaka. Þegar eign er látin af hendi við makaskipti skal það teljast sala hennar og geta skattyfirvöld metið söluverðið ef ákvörðun þess í makaskiptasamn- ingnum þykir vera verulega frá- brugðið því sem almennt gerist í hliðstæðum viðskiptum. Upphaf eignartíma miðast við kaupdag eignar en ekki afsalsdag ef hann er annar. Ofangreind ákvæði um eignar- tíma eru þó takmörkuð við það að heildarrúmmál íbúðarhúsnæðis einstaklings fari ekki fram úr 600 rúmm á söludegi eða 1200 rúmm hjá hjónum. Selji maður íbúðarhúsnæði inn- an árs frá því hann keyþti annað húsnæði eða innan tveggja ára frá því hann hóf byggingu nýs íbúð- arhúsnæðis skal miða við það heildarrúmmál er var í eigu selj- anda áður en ofangreind kaup voru gerð eða bygging hafin enda verji hann söluandvirðinu til fjár- mögnunar á hinu nýja húsnæði. Hagnaður af sölu þess hluta íbúðarhúsnæðis manns sem um- fram er ofangreind stærðarmörk eða upþfyllir ekki undanþágu- ákvæðin er alltaf skattskyldur án tillits til eignartíma. Ef maður, sem hefur átt íbúð- arhúsnæði skemur en fimm ár og það er innan við ofangreind stærð- armörk, selur það með hagnaði, getur hann farið fram á frestun á skattlagningu um tvenn áramót, ef hann kaupir íbúðarhúsnæði eða hefur byggingu íbúðarhúsnæðis innan þess tíma. Færist þá sölu- hagnaðurinn, framreiknaður skv. verðhækkunarstuðli, til lækkunar á stofnverði þeirrar eignar. Ef stofnverð nýja íbúðarhús- næðisins er lægra en sem nemur söluhagnaðinum innan ofan- greindra tímamarka telst mismun- urinn til skattskyldra tekna á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.