Morgunblaðið - 28.02.1980, Side 35
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980
35
Guðlaug Sveinsdóttir
f rá Hvilft — 95 ára
Á þeim tímum þegar sýndar-
mennska virðist gjaldgengari en
ósvikin einlægni, þegar órökstudd-
ar upphrópanir yfirgnæfa æ oftar
lágværa rödd heilbrigðrar skyn-
semi, þegar heilaþvegin eða keypt
fjölmiðlaflón gerast sífellt ágeng-
ari í tilraunum sínum til að móta
viðhorf fólks að vilja annarlegra
afla; á tímum þegar sannleikur
má sín oft lítils, þegar misjafnlega
fenginn auður er mörgum tákn
manngildis, þegar sakleysi, auður
hverrar óspilltrar sálar, er hætt
og smáð; á tímum þegar dekrað er
við undanlátssemi og aumingja-
skap, þegar trúðar eru hafnir til
skýja, þegar feitir þjónar afla,
sem krókinn maka á ógæfu ann-
arra, þykjast eiga í brjósti sér
frelsið; á slíkum tímum er gott að
vita af manneskju sem hefur lifað
svo í hálfan tíunda áratug að
hvergi sér flekk á ferli hennar.
Guðlaug Sveinsdóttir, fyrrum
húsfreyja í Hvilft í Önundarfirði í
tæpa hálfa öld, er slík kona. í
gerningaveðrum yfirborðsháttar
og tildurs gnæfir hún upp úr
múgmennskunni, lágvaxin en þó
stór, eins og það fjall sem faldar
hvítu ofar veðrum lágsveita.
Ásamt bónda sínum, Finni
Finnssyni, traustum búþegn og
hiklausum baráttumanni háleitra
hugsjóna, mótaði hún heimili sem
á svo öruggu bjargi var reist,
skaraði svo fram úr á sinni tíð, að
hróður þess barst víða um land.
Ekki mun þó veraldarauður hafa
verið þar í garði heldur sú menn-
ing hjarta og hugar sem lýsir
„þeim sem ljósið þrá en lifa í
skugga", það bjarta hugarþel sem
metur aðra hluti umfram ytra
glys er mölur og ryð granda, sú
rótfasta trú sem styrkir veikan,
snýr myrkri í ljós, vinnur ham-
ingju úr dýpstu raunum.
Guðlaug Sveinsdóttir hefur lif-
að hálfan tíunda áratug. Skin
hefur leikið um hana, skúrir hafa
dunið, stormar nætt. Hún stóðst
veðrin öll, kom heil og sterk úr
hverri hildi. Sálarþrek hennar er
Glerdýrin til Vestmannaeyja
GNÚPVERJAR hafa að undan-
förnu sýnt „Glerdýrin" eftir
Tennessee Williams víðs vegar
um Suður— og Vesturland.
Leikstjóri er Halla Guðmunds-
dóttir en leikendur eru Þorbjörg
Aradóttir, Jóhanna Steinþórs-
dóttir, Sigurður Steinþórsson og
Hjalti Gunnarsson.
Allra síðustu sýningarnar á
Glerdýrunum verða í Árnesi
fimmtudagskvöldið 28. febrúar
kl. 21 og í Bæjarleikhúsinu í
Vestmannaeyjum föstudaginn 29.
febrúár og laugardaginn 1. mars
kl. 21.
slíkt að jafnan er hugbót að hitta
hana og deila við hana geði. Af
henni geislar góðvildin en jafn-
framt dirfska og reisn sem engan
biður afsökunar á einörðum skoð-
unum. Lífsviðhorf hennar hálf-
tíræðrar er mótað af svo „bjartri
trú og heilum hug“ að það eitt að
hugsa til hennar veitir styrk ef
eitthvað bjátar á. Slíkir voru
helgir menn fyrrum.
Allra heilla óskum við hjónin
henni og þökkum fyrir að hafa
eignast vináttu jafngóðrar og göf-
ugrar konu.
Megi kostir þeir sem hana
prýða, — ytra skarti dýrri —,
verða ættarfylgja niðja hennar
um aldir.
Ólafur Haukur Árnason
ÞESSI afmæliskveðja til Guðlaugar
Sveinsdóttur birtist í blaðinu í gær.
Voru það mistök blaðsins, sem það
biður afsökunar á. — En afmæli
Guðlaugar er í dag, 28. febr.
Félag Sameinuðu þjóðanna:
Námskeið til undirbún-
ings starfs á vegum S.Þ.
SAMEINUÐU þjóðirnar efna að
vanda til tveggja alþjóðlegra
námskeiða á sumri komanda,
sem islenskum háskólastúdent-
um og háskólaborgurum gefst
kostur á að sækja um. Annað
námskeiðið er haldið í New York
í aðalstöðvum Sameinuðu þjóð-
anna, dagana 23. júní — 18. júlí
1980.
Hitt námskeiðið verður haldið í
Genf, dagana 14.—31. júlí og er
ætlað háskólaborgurum.
Megintilgangur námskeiðanna
er að gefa þátttakendum kost á
að kynnast til nokkurrar hlítár
grundvallarreglum, markmiði og
starfi Sameinuðu þjóðanna og
sérstofnana þeirra. Námskeiðin
eru ekki í tengslum við ráðningar
starfsfólks til S.Þ.
Hver þátttakandi greiðir sjálf-
ur ferðakostnað og dvalarkostn-
að.
Sameinuðu þjóðirnar annast
sjálfar val þátttakenda, en Félag
Sameinuðu þjóðanna á íslandi
hefur milligöngu um tilnefningu
úr hópi íslenskra umsækjenda.
Skriflegar umsóknir, ásamt
upplýsingum um ástæður fyrir
umsókninni, skulu sendar Félagi
Sameinuðu þjóðanna á íslandi,
pósthólf 679. Skulu umsóknir
fyrir námskeiðið í New York
berast félaginu fyrir 1. mars og
umsóknir fyrir námskeiðið í Genf
fyrir 1. apríl.
MYNDAMÓTHF.
PRENTMYNDAGERÐ
AÐALSTRÆTI • SlMARs 17152-17355
Lokaö í dag frá kl. 12.30
vegna jaröarfarar.
FÖnÍX Hátúni
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Framtalsþjónusta
í Hamarshúsinu viö Tryggva-
götu, 5. hæö. Tökum aö okkur
útfyllingu skattframtala fyrir ein-
staklinga. Tímapantanir í sfma
15965 frá 9—20 alla daga
vikunnar.
Keflavík
Höfum kaupanda aö húseign,
meö tveimur íbúöum, má vera
sameinilegur inngangur. Til
greina koma skipti á góöri hæö
meö bílskúr.
Fasteignasala Vilhjálms Þór-
hallssonar, Vatnsnesvegi 20,
Keflavík, símar 1263 og 2890.
íbúö óskast
Kennarahjón meö eitt barn óska
aö taka á leigu 3ja—4ra herb.
íbúð frá maí eöa júní í vor. Uppl.
í síma 84783
Sumarvinna á hóteli í
Harðangri, Noregi
Viö opnum 9. apríl og skal
eftirtalið starfsfólk hefja störf þá,
viö höfum opiö til 25. okt.
Matreiöslumaöur duglegur og
sjálfstæöur, aöstoöarmaöur í
eldhús, aöstoöarmaöur þjóns,
herbergisþjónar, barþjónn,
þjónn í matsal, næturvörður og
dyravöröur.
Viö bjóöum góöa vinnuaöstööu,
og laun eftir kjarasamningum.
Gott húsnæöi fylgir. Skriflegar
umsóknir ásamt Ijósritum af
meömælum, sendist STRAND
HOTEL, 5730 Valvik, NORGE.
I.O.O.F. = 11 = 161022'88’/4
Umr.
I.O.O.F. 5 = 1612288’/! = SK.
□ Helgafell 59802287 VI
Sálarrannsóknafélag
Suöurnesja
heldur almennan félagsfund í
húsi félagsins Túngötu 22,
Keflavík í kvöld (fimmtudag) kl.
20.30. Á fundinum kynnlr Eyþór
Þóröarson andlega heilsurækt-
unarstöö í Borgarfiröi.
Stjórnin
Sálarrannsóknarfélag
íslands
Fundur veröur haldinn aö Hall-
veigarstööum miövikudaginn 27.
febrúar kl. 20.30.
Sálfræðingurinn dr. Stanley
Kripþner flytur erindi um
vísindalega draumarannsóknir.
Erindiö veröur túlkaö á íslenzku.
Skemmtikvöld
veröur föstudaginn 29. febrúar
kl. 20.30 á Farfuglaheimilinu
Laufásvegi 41. Margt veröur til
skemmtunar.
Farfuglar
Ffladelfía Gúttó
Hafnarfirði
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Samkomustjóri Damél
Glad. Fjölbreyttur söngur.
KFUM AD
Fundur verður í kvöld kl. 20.30 í
húsi félaganna við Amt-
mannsstíg. Lútherska kirkjan og
sérstaöa hennar, séra Einar Sig-
urbjörnsson, prófessor. Allir
karlmenn velkomnir.
ÚTIVISTARFERÐIR
Norðan Hvalfjarðar
Hlaupársferö um næstu helgi,
brottför föstudagskvöld, gist í
Ferstiklu. Gengiö veröur m.a.
um ströndina, Þúfufjall og
Brekkukamb, og á skíöum inn á
Botnsheiöi. Fararstj. Jón I.
Bjarnason. Farseðlar á skrifst.
Útivistar, Lækjarg. 6a, sími
14606.
Útivist
Ffladelfía Reykjavík
Almenn samkoma i kvöld kl.
20.30. Ungt fólk syngur.
Hjálpræðisherinn
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30.
Allir velkomnir
/FIÍXferðafélag
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR 11798 og 1S533.
Aðalfundur Ferðafélags
íslands
veröur haldinn þriöjudaginn 4.
marz kl. 20.30 á Hótel Borg.
Venjuleg aöalfundarstörf.
Ársskírteini 1979 þarf að sýna
við innganginn. Sýnd veröur
kvikmyndin „Klesvett í vinter-
fjellet", sem sýnir hvernig klæö-
ast skal í vetrarferöum.
Ferðafélag Islands
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
Akranes
Húsnæöiö Skólabraut 21, 2. hæö sem er 165
ferm aö stærö er til sölu. Upplýsingar veitir
Örlygur Stefánsson í síma 93-2007
Skrifstofuhúsnæði
til leigu
Hef 100 fm skrifstofuhúsnæði frágengið,
teppalagt í nýlegu húsi rétt viö miöborgina til
leigu til langs tíma. Húsnæöiö gæti hentað
fyrir ýmsa aöra starfsemi.
Tilboö sendist augld. Mbl. fyrir 5/3, merkt:
„Fagurt útsýni — 6262“
Sauðárkrókur
Til sölu eru eftirtaldar fasteignir á Sauöár-
króki.
Verslunarhúsnæöiö viö Aðalgötu og
3ja—4ra herb. blokkaríbúöir, rúmlega fok-
helt raöhús, 4ra herb. íbúðir í tvíbýlishúsi.
Upplýsingar gefur undirritaður í síma 95-
5470.
Þorbjörn Árnason lögfræöingur.
Hlutabréf til sölu
í stórri skrifstofusambyggingu í Kópavogi.
Upplýsingar gefnar í síma 43466.
Nafnverö bréfanna er 180 þús., söluverð
áttfalt nafnverö.
Nauðungaruppboð
Eflir kröfu tollstjórans í Reykjavfk, Gjaldheimtunnar, Skiptaréttar
Reykjavíkur, Eimskipafélags íslands hf., ýmissa lögmanna, banka og
stofnana fer fram opinbert uppboö í uppboössal tollstjóra í Tollhúsinu
v/Tryggvagötu laugardaginn 1. marz 1980 og hefst þaö kl. 13.30.
Seldar veröa ýmsar ótollaöar og uþptækar vörur, tæki og munir úr
dánar- og þrotabúum, lögteknlr og fjárnumdlr, nýir og notaölr, svo
sem: sjónvarpstæki (lit og svart hvít), útvarpstæki, allskonar fatnaöur,
málverk, mávamatar- og kaffistell ca. 70 stk., hljómburöartæki,
allskonar húsgögn, skófatnaöur, trésmíðavélar þ.e. kantpússivél,
hefilbekkir, bútsög, kantlímingarvél, blokkþvingur, heimilistæki og
margt fleira.
Einnig bifreiðar L—1933 Cortina ’67, R—57711 Mercury Monarch
talin árg. ’75, F—681 Chev. Impala ’65, G—10837 Rambler ’66.
sorphreinsunarbifreiö, Michigan hjólaskófla, Scout jeppi.
Eftir beiöni Hestamannafél. Fáks veröur selt óskila hross, rauö hryssa
ca. 2ja vetra, seld meö 12 vikna innlausnarfresti sbr. 56 gr. laga nr.
42/1969 hrossiö verður boöiö upp kl. 14.00.
Ávísanir ekki teknar sem greiösla nema meö samþykki uppboöshald-
ara eöa gjaldkera. Greiösla viö hamarshögg.
Uppboöshaldarinn í Reykjavík.