Morgunblaðið - 11.03.1980, Page 2

Morgunblaðið - 11.03.1980, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980 2 millj. sviknar út úr Iðnaðarbankanum 34 ára gamall maður í gæzluvarðhaldi Á LAUGARDAG var 34 ára gamall maður úrskurðaður í gæzluvarðhald í Reykjavík grunaður um að hafa svikið 1950 þúsund krónur út úr Iðnaðar- bankanum. Leikur grunur á því, að maður- inn hafi í síðustu viku falsað fjögur ávísanaeyðublöð, sem stolið hafði verið frá fyrirtæki í borg- inni, og selt þau í Iðnaðarbankan- um og á þann hátt tekizt að ná 1950 þúsund krónum eins og fyrr segir. Rannsóknarlögregla ríkisins annast rannsókn málsins. Maður- inn var úrskurðaður í gæzluvarð- hald til 19. marz. Kókaínmálið: Franklin Steiner sleppt úr fangelsi Ok á tvo staura UNGUR piltur slasaðist talsvert í andliti þegar bifreið, sem hann var farþegi í, ók á tvo ljósa- staura á Reykjavíkurvegi um tíuleytið á sunnudagskvöld. Tveir piltar voru saman í bílnum og óku þeir allgreitt. Ökumaðurinn missti bílnum og skall hann staur og braut hann rann áfram stjórnlaust 50 metra og skall síðan á næsta staur. stjórn á á ljósa- Bíllinn Bifreiðin er stórskemmd. Grun- ur leikur á því að ökumaðurinn, sem er ungur piltur hafi verið ölvaður. Myndin er af slysstað á Reykjavíkurveginum og má greinilega sjá hve illa bifreiðin er farin. Ljósm. Júlíus. ÍSLENDINGURINN Franklin Steiner, sem handtekinn var 2. marz í fyrra í Kaupmannahöfn í sambandi við kókaínmálið marg- fræga, var nýlega látinn laus úr fangelsi. Dvelur hann nú í Svíþjóð, samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem Mbl. hefur aflað sér. Franklin Steiner var dæmdur í þriggja ára fangelsi í borgarrétti Kaupmannahafnar fyrir þátt sinn í málinu. Hann áfrýjaði dómnum til Eystri-Landsréttar, sem mild- aði refsinguna og dæmdi F'ranklin í 1 '/2 árs fangelsi. Fangelsisárið í Danmörku er 7 mánuðir þar sem gæzluvarðhaldsvist Franklins kemur til frádráttar hefur hann afplánað dóminn og var honum nýlega sleppt. Hafa nú allir íslendingarnir, sem dóma hlutu fyrir þátt sinn í kókaínmálinu, afplánað dóma sem þeir hlutu nema Sigurður Sigurðs- son, en hann strauk sem kunnugt er úr Vestre-fangelsinu í Kaup- mannahöfn í fyrrasumar og hefur ekki náðst síðan. Talið er að hann dvelji um þessar mundir í Mexikó. Deilt um eftirmann Pálma í fjárveitinganefnd:_ „Spurning um réttlæti eða óréttlæti í starfi Alþingis“ Segir Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins Banaslys á Hvolsvelli BANASLYS varð á Hvolsvelli sl. laugardag um kl. fi þegar Gunn- ar Aðalsteinsson varð fyrir bif- reið á Hlíðarvegi. Slysið gerðist með þeim hætti að bifreiðinni var ekið vestur Hlíðarveg og gekk Gunnar í sömu átt á graseyju við veginn. Mun hann hafa sveigt skyndilega út á götuna með fyrrgreindum afleið- ingum. Gunnar var 47 ára gamall, ókvæntur og barnlaus. FYRIR síðustu helgi tilkynnti Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra Eiði Guðnasyni formanni fjárveitinganefndar Alþingis að Pálmi Jónsson landbúnaðarráð- herra myndi hætta störfum í fjár- veitinganefnd og Eggert Ilaukdal myndi taka sæti hans. Eiður Guðna- son hafði þá samband við Ólaf G. Einarsson formann þingflokks Sjálfstæðisflokksins og kynnti hon- um orðsendingu forsætisráðherra, en Ólafur svaraði því til að það væri þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins að tilnefna þennan mann og kvað hann þingflokk Sjálfstæðis- Ráðuneyti Alþýðubandalagsins: Með langmesta útsedaldaaukningu Aukning heil'larútgjalda fjárlagafrumvarpsins miðað við fjárlög 1979 er 65,3%. Heildarútgjöld hækka sam- kvæmt frumvarpinu í 334,5 milljarða króna, en í þeim útgjaldapakka er heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið lang- stærst eða með 115,3 millj- arða króna samkvæmt frum- varpinu. Auking útgjalda eftir ráðuneyt- um er samt æði misjöfn. Minnsta útgjaldaaukningin er í forsætis- ráðuneytinu eða aðeins 13.3%. Mest er útgjaldaaukningin hins vegar í fjármálaráðneytinu eða hvorki meira né minna en 214,2%. Utgjaldaaukning þessa sama ráðuneytis í frumvarpi Tómasar Árnasonar miðað við fjárlög 1979 var hins vegar 155,9%. Þar var forsætisráðuneytið einnig lægst með 10,6% útgjaldaaukningu mið- að við fjárlög. Næstmesta útgjaldaaukingin er í fjárlaga- og hagssýslustofnun, þar sem hún er miðað við fjárlög ’79 131,4%, en var í frumvarpi Tómasar 125,1%. Hér skal síðan getið útgjaldaaukningar þeirra ráðuneyta, sem enn hefur ekki verið getið; æðsta stjórn ríkisins 48,3% aukning, menntamálaráðu- neyti 54,1%, utanríkisráðuneyti 64 %, landbúnaðarráðuneyti 51,7%, sjávarútvegsráðuneyti 25,7%, dóms- og kirkjumálaráðu- neyti 41,4%, félagsmálaráðuneyti 34,1%, samgönguráðneyti 59,4%, iðnaðarráðuneyti 93,7%, við- skiptaráðuneyti 23,8%, Hagstofa íslands 45,5% un 57,4%. og ríkisendurskoð- Athygli vekur við þessa upp- talningu á aukningu útgjalda eftir ráðuneytum, að þau ráðuneyti, sem hafa verulega aukningu um- fram ríkjandi verðbólgu, sem var á árinu 1979 um 55%, eru heil- brigðis- og tryggingaráðuneytið (ráðherra: Svavar Gestsson), fjár- málaráðuneyti (ráðherra: Ragnar Arnalds), iðnaðarráðuneytið (ráð- herra: Hjörleifur Guttormsson), fjárlaga- og hagsýslustofnun (ráð- herra: Ragnar Arnalds) og utan- ríkisráðuneytið (ráðherra: Ólafur Jóhannesson). flokksins ekki fallast á Eggert Haukdal sem fulltrúa þingflokks- ins i þessu efni. Ilringdi Eiður þá í forsætisráðherra eftir að hafa ráð- fært sig við skrifstofustjóra Alþing- is og tilkynnti honum að hann gæti ekki tekið þcssa tiinefningu giida. Morgunblaðið hafði í gærkvöldi samhand við Ólaf G. Einarsson og innti frétta af gangi málsins eftir tilkynningu formanns fjárveitinga- nefndar. „Gunnar talaði við mig á föstu- dag,“ sagði Ólafur, „og fékk staðfest- ingu á umræddri skoðun þingflokks- ins. Sagði Gunnar að þá yrði kosið í málinu og hafði ég ekki athugasemd- ir við það þar sem ég taldi að þingflokkurinn réði ekki við ákvörð- un stjórnarinnar. Við nánari um- ræður í þingflokknum og viðræður við.formann flokksins töldum við að málið yrði að ræða í þingflokknum í dag og var samþykkt að taka það út af dagskrá. Ég komst einnig að því í dag á fundum með formönnum þingflokka Alþýðubandalags og Framsóknarflokks, stjórnarflokk- anna, að þeir hefðu ekki viljað afgreiða málið í dag, heldur vildu þeir frestun á málinu. Málið var síðan rætt í þingflokki Sjálfstæðisflokksins í dag og kom þar fram að það hafði verið ákvörð- un ráðherranna þriggja úr hópi sjálfstæðismanna að Eggert skyldi taka sæti Pálma í fjárveitinganefnd og gat þingflokkurinn ekki fallist á það. Gunnar bað þá um að málið yrði ekki afgreitt, heldur reynt að komast að samkomulagi á fundi á morgun, þriðjudag, og verður sá fundur haldinn. Við getum ekki fallist á það. að þótt annar ráðherranna dragi sig til baka að aðrar reglur gildi um eftirmann hans en gilt hafa um áratugaskeið, þar sem það hefur viðgengist ef svona staða kemur upp að forseti tilkynni ákvörðun viðkom- andi þingflokks um eftirmann. Við teljum að þarna sé verið að fara fram á of mikið og ef skipta á þingflokki upp í svona vængi þá geta 3—4 menn úr hópi þingflokks ekki átt rétt á jafn mörgum mönnum í fjárveitinganefnd og 17—18 manna hópur. Ef þingflokkar ætla að fara að taka afstöðu með minnihluta í þing- flokki sjálfstæðismanna er verið að taka upp ný vinnubrögð sem geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir samskipti og samvinnu í þing- inu yfirleitt. Þetta mál er spurning um réttlæti eða óréttlæti í starfi Alþingis og þetta er óréttlæti eins og átti að afgreiða það með símhring- ingum.“ Höfundur Vísisviðtals í frásögn Morgunblaðsins af við- tali Vísis sl. laugardag við Geir Hallgrímsson féll niður nafn höf- undar viðtalsins en það er Jónína Mikaelsdóttir, blaðamaður við Vísi. „Trúnaðarstarf fyrir ríkisstjórn, sem ég er í andstöðu við“ Ólafur G. Einarsson segir sig úr gjaldskrárnefnd ÓLAFUR G. Einarsson formað- ur þingflokks Sjálfstæðis- flokksins hefur með bréfi til viðskiptaráðherra sagt af sér störfum í gjaldskrárnefnd, sem hann var skipaður í af ríkis- stjórninn þ 19. f.m. Ólafur sagði í samtali við Mbl. í gær að hann hefði ákveðið að segja af sér í fyrsta lagi vegna þess, að hann liti á þetta starf sem trúnaðarstarf fyrir ríkisstjórn, sem hann væri i andstöðu við, og í öðru lagi sæi hann forskrif í sáttmála ríkis- stjórnarinnar, hvernig farið skuli með breytingar á verð- lagningu vöru og þjónustu. „Stjórnarsáttmálinn segir,“ sagði Ólafur, „að verðbreyt- ingar megi aðeins hækka að vissri prósentu á vissum ákveðnum tímamörkum. Þetta er aðferð, sem Sjálfstaíðisflokk- urinn er í andstöðu við og ég get alls ekki fellt mig við.“ Bréf ólafs til viðskiptaráð- herra birtist orðrétt hér á eftir: „Viðskiptaráðherra Tómas Árnason, Arnarhvoli, Reykjavík. Vegna bréfs yðar, hæstv. ráð- herra, dags. 22. f.m. þar sem þér tilkynnið mér, að ég hafi verið skipaður í svonefnda gjaldskrár- nefnd, samkvæmt ákvörðun rík- isstjórnarinnar 19. f.m., vil ég taka fram eftirfarandi: Forsætisráðherra hafði farið fram á það við mig, að ég tæki sæti í þessari nefnd og ég talið það koma til greina. Við nánari athugun þótti mér þó hæpið að verða við þeirri beiðni, þar sem mér sýndist um trúnaðarstarf að ræða fyrir ríkisstjórn, sem ég væri í andstöðu við. Greindi ég forsætisráðherra frá þessari skoðun minni og bað hann at- huga málið nánar, ef um slíkt trúnaðarstarf væri að ræða. Frá þessu samtali sagði ég yður síðar, þegar mál þetta barst í tal okkar í milli. Af skipunarbréfinu sýnist mér þið ráðherrarnir líta málið öðr- um augum en ég. Það breytir þó ekki minni skoðun, að hér sé í raun um starf að ræða, sem ég get ekki tekið að mér. í öðru lagi vísa ég til þess, sem segir efnislega í skipunarbréf- inu, að breytingar á verðlagn- ingu vöru og þjónustu opinberra aðila verði að vera í samræmi við ákvæði stjórnarsáttmála. Kafli stjórnarsáttmálans um verðlagsmál er þannig, að mér sýnist gjaldskrárnefnd ekki hafa neina þýðingu. Þar er í raun kveðið á um hverjar verðbreyt- ingar megi að hámarki eiga sér stað á tilteknum tímabilum. Mat gjaldskrárnefndar á hækkunar- beiðnum er því gangslaust, ef ólafur G. Einarsson. það mat fellur utan þess ramma, sem nefndur stjórnarsáttmáli ákveður. Með vísun til framanritaðs tilkynni ég hér með, að ég treysti mér ekki til að taka sæti í gjaldskrárnefnd. Virðingarfyllst, Ólafur G. Einarsson“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.