Morgunblaðið - 11.03.1980, Side 10

Morgunblaðið - 11.03.1980, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980 Sinfóníuhljómsveitin í dag Afmæli olnbogabarns Ein af þeim stofnunum, sem valdið hafa straumhvörfum í menningu íslendinga er Sinfóníuhljómsveit íslands. Það er því ekki nema eðlilegt að um hana hafi staðið styrr og þeim er ekki finna annað í tónlist en það sem er til Tóniist eftir JÓN ÁSGEIRSSON skemmtunar og dægurdund- urs, telji allt tiltækið hina mestu óráðsíu. Það er hins vegar staðreynd, að einn veigamesti þáttur menntunar er listmenntun og án listrænn- ar sköpunar er hætt við að mönnum þætti t.d. ritmál lítilfjörlegt og umhverfi allt óvistlegt, ef ekki kæmi til myndmennt. Tónlist er sprott- in upp af túlkunarþörf manns- ins og vegna sterkra áhrifa á tilfinningar manna er hún mjög mótandi um allt atferli mannsins, sem best má sjá i atferli nútímafólks, sérstak- lega, þar sem tónlist er notuð sem „mótorískur" hreyfihvati. Listsnautt uppeldi, bæði í máli, mynd og tónum, er talið óæskilegt og sé jafnvel haft á þroska og mótun margvíslegra hæfileika. Það er einnig nokkuð ljóst að í gegnum mál, mynd og tóna er hægt að kenna og þjálfa ýmsa þá þætti, er valda truflun á eðlilegum samskipt- um manna. í skemmtitónlist er hinn „mótoríski" kraftur mest nýttur, enda er hann oft mjög greinilegur í atferli þeirra, er hlotið hafa „músik- mótorískt“ uppeldi. Þegar deilt er um gildi tónlistar er skemmtitónlist og hlustunar- tónlist stillt upp sem andstæð- um og er stundum gengið svo langt, að leggja til bann við einhverju sérstöku á þessu sviði og stutt með alls konar fjármálalegum og menningar- legum rökum. Allir þessir þættir eru af einni og sömu greininni og vaxa hver með öðrum og bann eða höft á einn þátt þessara umsvifa, munu valda visnun á öðrum. Vegna þess að tónlist er merkingar- laus, er erfitt að skilgreina stöðu hénnar á sama hátt og hægt er við rit- og myndlist og einnig, að iðkun tónlistar er meira háð uppeldi en greind manna, þ.e.a.s. samspili þarfa einstaklings og möguleika til að þroska tónlistarhæfileika sína. Það er því nauðsynlegt að leggja rækt við þessa þætti á sem fjölbreytilegasta máta, því einstrengingsleg stýring getur beinlínis verið skaðleg þroska einstaklingsins. Ef við lítum á íslenzkt samfélag í dag, er áberandi mikill vöxtur í allri tónmenntakennslu, sem bæði hefur áhrif á eftirspurn eftir alvarlegri og léttri tón- list. I gerð alvarlegra tónverka má merkja sterk tengsl milli Hylltir að loknum flutningi Missa Solemnis árið 1970. Dr. Robert A. Ottósson fyrsti stjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar íslands og Björn ólafsson er var konsert- meistari hljómsveitarinnar í 22 erfið ár. þjóðlegra hefða og þess nýj- asta, sem fram hefur komið erlendis og þessi merki eru ekki óskýrari í gerð léttari tónlistar. Þannig fléttast saman til- finningin fyrir því að vera íslendingur og tileinkun á menningu annarra þjóða. Þeir sem hugsa um tónmenntamál verða að gera sér grein fyrir því, að stofnun Sinfóníu- hljómsveitar íslands var stækkun á listrænum umsvif- um íslendinga, komin til sem svar við vaxandi þörfum manna fyrir þeirri tegund tónlistar, er var að nema hér land. Þeir sem ekki vildu þýðast landnám þessarar tón- listar, skildu hvorki áráttu þessa fólks eða nauðsyn þess að leggja þessu máli lið. Marg- ir stærðu sig af því að vera ónæmir fyrir tónlist og lögðu getuleysi sitt fram sem sönn- un fyrir því að enginn gæti þess vegna haft gaman af slíkri tónlist. Þannig tókust á þekkingarleysi og trú á gildi tónlistar fyrir menntun og menningu okkar íslendinga og sem enn leika í hljomsveitinni: Talið frá vinstri: Jón Sen, Jón Sigurðsson, Jónas Dagbjartsson, Skafti Sigþórsson,, Þorvaldur Steingrímsson, Sveinn ólafsson, Jóhannes Eggertsson, Páll P. Pálsson og Björn R. Einarsson. Á myndina vantar Andrés Kolbeinsson. Hann starfar ekki lengur sem hljóðfæraleikari en sér í dag um nótnasafn hljómsveitarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.