Morgunblaðið - 11.03.1980, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980
13
Olof Palme, Kjartan Jóhannsson og Guttorm Hansen taka sér sæti á fundinum hjá Sambandi
alþýðuflokkskvenna. i.jósm. Friflþjóiur
Líta yrði á atburðina með hliðsjón
af því, sem gerst hefði í Iran á því
rúma ári, sem liðið er síðan
keisaranum var steypt af stóli. I
þeirri upplausn hefðu Bandaríkja-
menn misst traustasta banda-
lagsríki sitt á þessum viðkvæmu
slóðum. á sama tíma magnaðist
óróinn í Afganistan. Kermlverjar
óttuðust, að þeir kynnu að missa
Afganistan eins og Bandaríkja-
menn Iran. Nú hefðu þeir tekið
landið hervaldi, en tómarúm ríkti
enn í Iran frá herfræðilegu sjón-
armiði, ógjörningur væri að segja
fyrir um, hvað gerast kynni í
landinu. Hefðu menn áhyggjur af
hernaðarátökum, sem kynnu að
stofna heimsfriðnum í voða, ættu
þeir fremur að líta til írans en
Afganistans. Guttorm Hansen tók
fram, að ekki væru allir sammála
þessari kenningu sinni um það,
sem gerst hefði í Afganistan.
Varnir Noregs og
kjarnorkuvopn
Guttorm Hansen sagðist ekkert
vilja segja um öryggismál íslands.
Hins vegar vildi hann aðeins
minna á þá staðreynd, að á síðustu
15 árum hefðu Sovétmenn byggt
upp einn öflugasta herflota ver-
aldar. A Kola-Skaga við norsku
landamærin væri lang mesta
víghreiður herflota á allri jarð-
arkringlunni. Sovétmenn hefðu
dregið varnarlínu sína þannig á
hafsvæðunum, að Noregur væri
langt á bak við hana eins og sæist
af því, að framvarnarlína Sovét-
manna væri talin liggja frá Græn-
landi um ísland til Bretlands —
GIUK-hliðið — og í því sambandi
skipti ísland auðvitað höfuðmáli.
Þaðan væri haldið uppi lífsnauð-
synlegu eftirliti, sem Atlantshafs-
bandalagið gæti ekki verið án.
Þá voru þeir félagar spurðir um
kjarnorkuvopn á Norðurlöridum.
Guttorm Hansen sagði, að Norð-
menn hefðu mótað þá ákveðnu
stefnu að ekki skyldu vera kjarn-
orkuvopn í landi þeirra og engar
hugmyndir væru uppi hjá norsk-
um ráðamönnum um að breyta
þessari stefnu. Allur orðrómur um
það væri algjörlega úr lausu lofti
gripinn. Norðmenn hefðu hins
vegar ákveðið, að í landi þeirra
skyldu vera þung hergögn eins og
flutningabílar, skriðdrekar og
stórskotaliðsvopn, sem aðfluttur
liðsafli gæti notað á hættutímum.
Með hliðsjón af því, að sovéska
varnalínan yrði í raun dregin að
minnsta kosti fyrir sunnan
Norður-Noreg væri óráð, að búast
við því, að unnt yrði að fytja
þangað þunga-hergögn sjóleiðis á
hættustundu, þess vegna hefðu
farið fram um það viðræður í þrjú
ár, hvar koma ætti slíkum her-
gögnum fyrir í Noregi á friðar-
tímum. Sovétmönnum hefði verið
vel kunnugt um þessar viðræður
allt frá því þær hófust og umræð-
ur um þær í Noregi. Hins vegar
hefði sovéska áróðursvélin valið
tímann nú til að hefja mikla
herferð á hendur Norðmönnum
vegna þessa máls, sem enn væri í
deiglunni. Ekkert hefði gerst í
okkar heimshluta eftir innrásina í
Afganistan, sem benti til aukinn-
ar hernaðarumsvifa Sovétmanna
en nú sem endranær væri nauð-
synlegt að vera við öllu búinn.
Olof Palme sagði það viður-
kennda staðreynd, að hvergi á
Norðurlöndunum væru kjarnorku-
vopn og lét í ljós þá von, að þegar
fram liðu stundir gætu menn sagt
það um Evrópu alla, þótt sá tími
væri áreiðanlega langt undan.
Meðan Ragnar dvaldist hér gekk hann á fund forseta íslands og færði honum staf að
gjöf frá Nordbotten-héraðinu og forsetafrúnni nælu og hálsmen úr rótum.
og vandairtálin þau sömu, t.d.
strjálbýlið."
Nordkalotten-ráðstefnur
eru haldnar annað hvert ár og
hefur Ragnar stutt mjög
þátttöku íslendinga í ráðstefn-
unum. Hann var að lokum
spurður að því, hvort hann
héldi að þetta samstarf Norð-
urkollulandanna hefði eitt-
hvert gildi í framtíðinni?
„Það er alveg augljóst því
nú þegar hefur samstarfið
gefið mjög góða raun. Það
hefur í raun og veru opnað
nýjan heim fyrir fólkið sem
býr á þessum svæðum. Og ég
er bjartsýnn á að samstarfið
við íslendinga eigi eftir að
vera sérstaklega gott, sem það
og hefur verið hingað til því að
í samstarfi Norðurkollusvæð-
anna jafnast engir á við
íslendinga," sagði Ragnar að
lokum.
rmn.
Bjarni Sigurðsson frá Mosfelli:
Niðursoðið
mannlif
Mennmg okkar hefir margt
til síns ágætis. Samt gæti
verið í henni einstaka kalk-
blettir. Hvurnig líta út þau
lífsgæði, sem njóta mestrar
hylli? Vísbendingar er vænt-
anlega að nokkru að leita í
auglýsingum, sem eiga að inn-
ræta okkur rétt viðhorf með
tíð og tíma: Eigum við að líta á
fólkið, sem þar birtist? Það er
allt ungt og hraust og fallegt.
Þarna eru sýnd mörg eftir-
sóttustu gæði mannlegrar
veru, samt ekki aurarnir, sem
þarf til að öðlast þau.
A Vesturlöndum er mikil
áherzla lögð á að losna sem
fyst við aldrað fólk úr starfi,
því fyrr þeim mun meiri ljómi
yfir menningarsniði þjóðfé-
lagsins. Þess er raunar ekki
getið í leiðinni, að samtímis fá
ungir menn stöðurnar, sem
losna. Gamla fólkið drífum við
svo á elliheimili eða aðrar
vistarverur, þar sem það hefir
nóg að bíta og brenna; það er
ekki heldur fyrir neinum, og
allir eru ánægðir. En jafn-
framt því, sem við leggjum
ríka áherzlu á yfirburði æsk-
unnar, en setjum aldrað fólk í
söfn, kappkostum - við að
lengja ellina og það í báða
enda. Aðdáunarverður
tvískinningur!
Hvað ætli séu mörg ár síðan
allar kynslóðir, þá voru þær 3,
einnar og sömu fjölskyldu
bjuggu undir sama þaki? Nú
eru kynslóðir dæmigerðrar
fjölskyldu tíðum 4, og ekki búa
nema 2 þeirra saman, rétt
meðan börnin eru að vaxa úr
grasi. Reynt er fyrr en seinna
að losa vinnumarkaðinn við
hinar 2 og skáka þeim út í
horn. Á bak við þetta háttar-
lag er hrópleg blekking. Hér er
verið að fela eða ganga á svig
við, að öldrun og dauði séu
óhjákvæmilegur og eðlilegur
hlutur lífsins. Með þessum
rofum er líka feiknarlegum
verðmætum vizku, lífsreynslu
og þekkingar kastað fyrir
róða,að ógleymdri þeirri orku,
sem er sóað í ekki neitt;
kjölfestu, sem verður ekki
fundin annars staðar, er varp-
að fyrir borð. Sú viðleitni að
skilja kynslóðir að rekur
vissulega að nokkru rætur til
þessarar ískyggilegu innræt-
ingar og veldur geigvænlegri
brenglun á gildismati.
Lítum á • annan þáttinn,
hreysti og heilbrigði, sem
áreiðanlega er verð eftirsókn-
ar, þó að kannski fáist seint úr
því skorið, hver sé heilbrigð-
astur, þegar öll kurl koma til
grafar. Að því leyti er hér
einnig fólgin geigvænleg
blekking í innrætingu nú-
tímans, að þessi gæði eru þar
jafnan í slagtogi við lífsorku
æskunnar, en eiga alls ekki
samleið með hófsamri öldrun.
Aftur á móti gleymist ekki að
gjöra kynorkuna að einu
megintákni hreystinnar, og þá
vitum við, hvað klukkan slær.
Hér hefir neyzlusamfélagið
komið sé upp vítahring: Það
hefir markvíst gjört aldraða,
og raunar á þetta líka við um
allt örkumla fólk, að lélegustu
neytendum sínum, og þess
vegna hefir það m.a. ekki
áhuga á þeim meir.
Skoðum loks snöggvast, hve
rík áherzla er lögð á líkamlega
fegurð, og það svo mjög, að í
þeirri veru er reynt að afneita
áhrifum öldrunarinnar í
lengstu lög. Öll tízka leggur
t.a.m. áherzlu á æskuþokka,
svo að það verður klúrt, allt að
því ruddalegt að búast eins og
öldruðum kemur bezt. Reynd-
in verður vitaskuld sú, að þeir.
reyna um skör fram að halda í
þá tízku, sem þeim hentar
Sr. Bjarni Sigurðsson
ekki, raunar kannski engum.
Og fegrunarsérfræðingar
beita töfrum sínum til að láta
sýnast, það er líka ákjósanlegt
að vissu marki. En reyndar
nær sú árátta sums staðar út
yfir gröf og dauða, þar sem
sjálfsagt þykir, að líkin sýnist
vera unglegri og meira aðlað-
andi en viðkomandi var í
lifanda lífi.
Það er ekki hægt að hlaup-
ast frá öldrun sinni, en það er
hægt að glæða skilning á því,
að hún eigi ekki að vera og
þurfi ekki að vera sá ógnvald-
ur, sem okkur beri að forðast í
lengstu lög. I reynd erum við
að afneita göfgi og fegurð, ef
hún ber ekki í sér æskuþokka,
með því að geyma hana í
skranskonsunni, meðan æsku-
blóminn er í útstillingarglugg-
anum.
Þú segir, að ég-vilji varpa
rýrð á æskkuna. Vittu, hvað
eru margir dálkar í blaðinu í
dag um afrek og annað ágæti,
greinar og fréttir, sem ein-
vörðungu sækja uppistöðu
sína í hreysti, fegurð, æsku. Er
þá út í hött, að minnst sé í
einum dálki á, að aldraðir eigi
líka samleið með orku og
ávöxtum, að til sé samhengið
hreysti, fegurð, vizka, þekking,
öldrun. Vandi elli nútímans er
í meginatriðum sök samfé-
lagsins, hann er fyrst og
fremst félagslegs eðlis. Okkur
gleymist stundum, hve vaxtar-
möguleikar aldraðra eru ótrú-
lega rúmir þar, sem þeir fá að
njóta sín út í hörgul. En
öldruðum hefir löngum verið
innrætt, að þeir skuli ekki eiga
sér neina eftirvæntingu, ekk-
ert hnýsilegt og spennandi
geti komið fyrir þá framar.
Grátið barn sér fyrr en
varir sólskinsblett í heiði.
Grátins gamalmenns bíður
það helzt, að táralindirnar
þrjóti. Vísast hefir kararlegan
verið skaplegasta aðbúð mörg-
um vegmóðum.
En safngripunum mun
halda áfram að fjölga.
Bjarni Sigurðsson
frá Mosfelli.