Morgunblaðið - 11.03.1980, Side 18

Morgunblaðið - 11.03.1980, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980 Óbreytt framlög Ragnars til NATO Fjárlagaírumvarp það, sem Ragnar Arnalds lagði fram á Alþingi í gær, er fyrsta frumvarp fjármálaráð; herra Alþýðubandalagsins. í frumvarpinu er gert ráð fyrir rúmlega 77 milljóna króna framlagi til Atlantshafs- bandalagsins, NATO, og 4ra milljón króna framlagi til þingmannasamtaka NATO. Upphæðir þessar, samtals rúmlega 81 milljón króna, eru hinar sömu og Tómas Árna- son, fyrrum fjármálaráðherra vinstri stjórnarinnar lagði til í frumvarpi sínu, sem lagt var fyrir Alþingi í októbermánuði og Sighvatur Björgvinsson fyrrum fjármálaráðherra lagði til í fjárlagafrumvarpi minnihlutastjórnar Alþýðu- flokksins frá því í desember- mánuði síðastliðnum. Sovézku skák- meistararnir tefla fjöltefli MIÐVIKUDAGINN 12. marz kl. 20.00 munu sovézku skák- meistararnir Sosonko og Vasjukov tefla fjöltefli á veg- um Æskulýðsráðs Reykja- víkur. Teflt verður í félags- miðstöðvum ráðsins, Bústöðum og Fellahelli, og hefst fjölteflið kl. 20.00 á báðum stöðum. Teflt verður við fulltrúa úr Sjómaðurinn sem drukknaði SJÓMAÐURINN sem drukknaði sl. föstudag er hann féll útbyrðis af Gjafari VE hét Sævar Jensson. Hann náðist um borð aftur, en lífgunartilraunir báru ekki árang- ur. Sævar var 31 árs, ókvæntur og barnlaus. 4NNLENTV tómstundahópum i skák úr unglingastigsskólum Reykja- víkur og aðra þá sem áhuga hafa á að mæta meisturunum við taflborðið. Þátttakendur eru beðnir að hafa með töfl og taflborð. Stórmeistarinn E. Vasjukov og alþjóðlegi meistarinn V. Kupreit- schik. sovésku þátttakendurnir á níunda Reykjavíkurskákmótinu, verða gestir í MÍR-salnum, Lauga- vegi 178, n.k. þriðjudagskvöld, 11. mars, kl. 20.30. Þar mun Vasjukov rabba um sitthvað það sem nú ber hæst í skákheiminum, segja frá þátttöku sinni á alþjóðamótum og kynnum af frægum skákmeistur- um, m.a. heimsmeistaranum Ana- toly Karpov, en Vasjukov var aðstoðarmaður Karpovs, þegar hann tefldi við Kortsnoj um heimsmeistaratitilinn á Filipseyj- um um árið. Mun Vasjukov vafa- laust víkja að því umtalaða einvígi í rabbi sinu og segja frá samstarfi sínu og heimsmeistarans. Ef tími vinnst til og áhugi reynist vera fyrir hendi mun Kupreitschik tefla fjöltefli við þá sem vilja og hafa með sér mann- töfl. Aðgangur að MÍR-salnum er öllum heimill meðan húsrúm leyf- ir. Drangey vígð í Reykjavík SKAGFIRÐINGAR í Reykjavík vigðu nýtt félagsheimili s.I. laugardag og voru á þriðja hundrað manns viðstaddir vígsluathöfnina, þar af þó nokkrir heiman úr héraði. Fé- lagsheimilið er að Siðumúla 35 og er um 200 fermetrar að stærð, hið vistlegasta i alla staði. Framkvæmdir hafa verið unn- ar að öllu leyti í sjálfboðastarfi af félögum og velunnurum, sagði Gestur Pálsson formaður Skag- firðingafélagsins í vígsluræðu sinni um leið og hann þakkaði öllum sem lagt höfðu hönd á plóginn. Bað hann síðan einn heiðursfélaga Skagfirðingafé- lagsins, frú Stefönnu Guð- mundsdóttur, að gefa heimilinu nafn. Heitir það Drangey. Fé- lagsheimilið er sameign Skag- firðingafélagsins í Reykjavík, kvennadeildar og Skagfirsku söngsveitarinnar. Við vígslu Drangeyjar, félags- heimilis Skagfirðinga sunnan heiða. Að sjálfsögðu var lagið tekið á vigsluhátiðinni og Íiarna má sjá i miðjunni Stefán slandi syngja Skin við sólu Skagafjörður, en hægra megin við hann er Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir söngstjóri Skag- firsku söngsveitarinnar. Vinstra megin við Stefán íslandi eru frá hægri Ólafur Sveinsson, Gestur Pálsson, Marius Sölvason og Jón Ing- ólfsson. Árnessýsla: Riða fundin í f é í fyrsta sinn RIÐA hefur nú fundist í fé í fyrsta skipti í Árnessýslu og er þar um að ræða tvær kindur, sín á hvorum bæn- um. Er talið að lokinni rannsókn á Keldum að riðan hafi verið á svæðinu í annarri kindinni í um það bil tvö ár. Önnur kindin sem var með riðu var frá bænum Úthlíð í Biskupstungum, en hin var frá bænum Miðdal í Laugardal. ennþá til hvaða aðgerða verður gripið. Talið er að veikin hafi borizt frá Reykjavíkursvæðinu en kindur þaðan hafa farið á flæking og komið fram með fé í Árnessýslu. Mikill samgangur er hjá fé á Árnessýslusvæðinu. Mikil rannsókn hefur nú farið Hins vegar má geta þess að fram á öllu fé í vesturhluta Reykjavíkur-afbrigðið af riðu Biskupstungna, en óráðið er hefur verið talið vægt. Aðstoðarfiskimála- ráðherra Sovétríkj- anna gestur MIR í MARSMÁNUÐI eru liðin 30 ár frá stofnun félagsins MÍR, Menn- ingartengsla íslands og Ráð- stjórnarrikjanna I tilefni afmælisins eru væntan- legir hingað til lands tveir gestir frá Sovétríkjunum þeir Nikolaj P. Kúdrjavtsév, aðstoðarfiskimála- ráðherra Sovétríkjanna og for- maður Félagsins Sovétríkin- ísland, og Arnold K. Meri, fyrr- verandi aðstoðarkennslumálaráð- herra eistneska sovétlýðveldisins INNLENT og núverandi formaður Vináttufé- lagsins í Eistlandi. Koma þeir til landsins 13. mars og dveljast hér á landi í vikutíma, ræða við félags- stjórn MÍR um samstarfsáætlun næstu missera og sitja afmælis- samkomu félagsins, auk þess sem þeir heimsækja nokkrar stofnanir og fyrirtæki í Reykjavík og víðar, segir í frétt frá MÍR. Afmælissamkoma MÍR verður haldin í Þjóðleikhúskjallaranum sunnudaginn 16. mars kl. 3 síðdeg- is. Þar flytja ávörp m.a. Kúdrjav- tsév ráðherra og Mikhaíl Strelt- sov, ambassador Sovétríkjanna á íslandi. Elín Sigurvinsdóttir óp- erusöngkona syngur einsöng við píanóundirleik Agnesar Löve og Geir Kristjánsson rithöfundur les upp úr ljóðaþýðingum sínum af rússnesku. Kaffiveitingar verða á boðstólum og efnt verður til happ- drættis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.