Morgunblaðið - 11.03.1980, Síða 20

Morgunblaðið - 11.03.1980, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræu 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakiö. Málefni mönnum ofar Þess hefur mátt sjá merki undanfarna daga meðal annars í greinum hér í blaðinu, að ýmsir meta síðustu stóratburði stjórnmálanna þannig, að um mistök hafi verið að ræða hjá meirihluta þingflokks sjálfstæðismanna. Telja þeir, sem þannig hugsa, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði átt að ganga til samstarfs við Framsóknarflokkinn og Alþýðu- bandalagið á grundvelli málefnasamnings flokkanna og Gunnars Thoroddsens. Furðulegt er að sjá þá einsýni, sem kemur fram í þessum viðhorfum. Svo virðist sem boðendur þeirra séu til þess búnir að leggja öll málefni til hliðar. Aðalatriðið sé, að meirihlutastjórn fari með völdin, hitt skipti minnstu, hver stefna hennar sé. Færð hafa verið fram ómótmælanleg rök, sem sýna, að hyldýpi er milli stjórnarstefnunnar og stefnu Sjálfstæðis- flokksins. I raun hafa Gunnar Thoroddsen og fylgismenn hans fyllt skarð Alþýðuflokksins í síðustu vinstri stjórn. Ekki er í neinu hróflað við þeim nýju skattaálögum, sem sú stjórn stóð fyrir. Fjárlagafrumvarp Ragnars Arnalds er náskylt frumvarpinu, sem Tómas Árnason lagði fram í október sl. Fjárlagafrumvarp Ragnars hefur ekki að geyma neina umtalsverða stefnubreytingu sé miðað við síðustu vinstri stjórn, sjónarmið framsóknar og kommúnista eru allsráðandi. Yfirbragð stjórnarsamstarfsins er einnig ná- skylt því, sem einkennir vinstri stjórnir. Ráðherrarnir togast opinberlega á um mikilvægustu ákvarðanir. Sjávar- útvegsráðherrann og forsætisráðherrann gefa gagnstæðar yfirlýsingar um vanda frystihúsanna og úrlausn hans. Sjávarútvegsráðherrann telur gengissig óhjákvæmilegt strax, en forsætisráðherrann segir vandræði frystihúsanna ekki bráðaðkallandi. En fram hjá þessu öllu telja aðdáendur stjórnarsam- starfsins sjálfsagt að líta og segja þjóðinni aldrei hafa verið betur borgið. Síðan yfirfæra þeir málflutning sinn inn á vettvang Sjálfstæðisflokksins og beina spjótum sínum ekki síst að formanni flokksins, Geir Hallgrímssyni. í viðtali við dagblaðið Vísi hefur Geir Hallgrímsson snúist gegn þessum andróðri. Hann bendir réttilega á það, að spurningu um klofning innan flokksins eigi fyrst og fremst að beina til þeirra manna, sem ekki hafa farið að flokksreglum, hvort þeir ætli að halda áfram ágreiningi við meirihluta þingflokks, miðstjórn og flokksráð. Og Geir bætir við: „Ég tel að þessir menn hafi snúist á sveif með vinstri stjórn og gert myndun hennar mögulega. Að því leyti er um málefnalegan ágreining að ræða. Ég vænti þess, að málefnalega geti flokkurinn haldið saman og að menn sætti sig við málamiðlun og meirihlutaákvarðanir í framtíðinni og muni setja málefni mönnum ofar.“ I þessu ljósi verða menn að skoða þá yfirlýsingu Geirs Hallgrímssonar í Vísisviðtalinu, að hann hafi ekki áhuga á að vera formaður Sjálfstæðisflokksins, njóti hann ekki trausts flokksmanna til þess. Og hann bætir við: „Ég tel skyldu mína að skila flokknum af mér með þeim hætti, að ekki verði sagt, að ég hafi gefist upp eða brugðist þeim trúnaði, sem mér var sýndur á síðasta landsfundi." Menn tengjast flokksböndum í því skyni að vinna sameiginlegum hugsjónum brautargengi og þeir kalla þá til forystu, sem best er treyst til að standa vörð um þessar hugsjónir. Afstaða til forystumanna hlýtur því að mótast af málefnalegri baráttu þeirra. í þessu efni standa sjálfstæð- ismenn nú frammi fyrir skýrum valkostum. Annars vegar er sá meirihluti þingmanna þeirra, sem hefur skipað sér í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar, og hins vegar eru þeir 5 þingmenn, sem vilja veita stjórninni brautargengi. Með yfirlýsingum sínum í Vísi hefur Geir Hallgrímsson lagt spilin á borðið af þeirri hreinskilni, sem orðin er alltof sjaldgæf í íslenskum stjórnmálum, en sjálfstæðismenn krefjast af formanni sínum. Það er flokksmanna að gera upp hug sinn með því að láta málefnin ráða, en ekki persónulegan kryt. Lárus Jónsson, alþm. um fyrsta fjárlagafrv. ríkisstjórnar: Ekkert viðnám gegn verðbólgu — meiri skattheimta en hjá vinstri stjórninni Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram á Alþingi frumvarp sitt til fjárlaga. Þar gefur að líta í beinhörðum tölum þá stefnu, sem ríkisstjórnin hyggst beita sér fyrir í mikilsverðum mála- flokkum og hvernig hún áform- ar að beita ríkisf jármálum, m.a. í baráttunni gegn verðbólg- unni. Vart fer hjá því að þetta fjárlagafrumvarp valdi mörgum vonbrigðum, a.m.k. þeim sem gerðu sér vonir um að hin nýja ríkisstjórn myndi taka efna- hagsmálin föstum tökum og gera alvarlega atlögu að verðbólgunni helst án fórna fyrir almenning. Slá má því föstu að ríkissjóður verði rekinn með verulegum greiðsluhalla, ef fjárlög verða afgreidd í hátt við frumvarpið. Þar með viðhalda ríkisfjármálin verðbólgunni fremur en hitt. Skattheimta yrði stóraukin frá þeim gífurlegu skattaálögum, sem vinstri stjórnin beitti sér fyrir. I forsendum frumvarpsins er auk þess gert ráð fyrir 3—4% kaupmáttarskerðingu og þrátt fyrir skattahækkunina yrði ákveðið með samþykkt frum- varpsins að skera framlög ríkissjóðs til uppbyggingarsjóða atvinnuveganna og bygginga- sjóðs húsnæðislána um 6 millj- arða króna og raungildi fjárveit- inga til hafna, skóla, sjúkrahúsa og flugvalla um 2000 millj. króna frá því að sjálfstæðismenn fóru með ríkisfjármálin 1978. Greiðsluhalli ríkis- sjóðs viðheldur verðbólgunni Tekjuáætlun fjárlaga er um 340 milljarðar króna og hækkar frá fjárlögum ársins 1979 úr 209 milljörðum eða um 62,7%. Þrátt fyrir þessar svimandi háu tölur er frumvarpið einungis lagt fram með 2 milljarða greiðslu- afgangi. Þegar betur er að gáð er þar um óraunhæfa áætlun að ræða. Stórar fjárfúlgur eru t.d. ekki teknar inn í útgjaldahlið frumvarpsins. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar ýtti fjármálaráðuneytið greiðslum á undan sér sem greiða átti í fyrra yfir á árið 1980, sem námu 4 milljörðum króna. Upplýst er að ríkissjóður skuldaði Trygg- ingastofnun ríkisins 7 milljarða króna um áramót að auki. Hvergi er tekið á slíkum skulda- halamálum í frumvarpinu auk þess sem fjöldi fyrirsjáanlegra útgjaldaliða er ýmist vanáætl- aður eða er hreinlega sleppt. Þá er gert ráð fyrir því í frumvarp- inu að lækka afborganir til Seðlabankans frá því sem Tómas Árnason gerði ráð fyrir í sínu frumvarpi og taldi því helzt til gildis í baráttunni við verðbólg- una. Tómas ætlaði að greiða Seðlabankanum 9,6 milljarða með greiðsluafgangi ríkissjoðs en Ragnar Arnalds aðeins 3,6. Það er því deginum ljósara hvert stefnt er og að búskaparlag Ragnars Arnalds mun dilla verð- bólgunni jafnvel meira en Tóm- asar Árnasonar. — kjaraskerðing — stórfelldur niður- skurður á fjár- veitingum til at- vinnuvegasjóða og framkvæmda á landsbyggðinni Lárus Jónsson Enn bætt við vinstri stjórnarskattana Allan þrettán mánaða feril sinn var vinstri stjórnin að hækka eða leggja á nýja skatta með misjafnlega hugvitsamleg- um hætti. Síðla á árinu í fyrra hækkaði hún söluskatt um 25% og vörugjald um 6%. Þessir hækkuðu skattstofnar koma nú niður á fólki allt árið og þyngj- ast skattbyrðarnar gífurlega af þeim sökum. Þessi hækkun ein leggur 16 milljarða skattbyrði á þjóðina á yfirstandandi ári. í undirbúningi er orkuskattur, sem áreiðanlega bætir ekki minnu við en 5—6 milljörðum. Þá er það áform ríkisstjórnar- innar að heimila sveitarfélögun- um 10% álag á útsvör. Áður en næstu mánuðir eru liðnir lítur sem sagt út fyrir að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens verði búin að gera vinstri stjórnina að hreinu englabarni í skattamál- um! Kjaraskerðing áformuð í forsendum fyrir frumvarp- inu er gert ráð fyrir því að meðaltalshækkun verðlags milli áranna 1979 og 80 verði 46,5%, en kaupgjald hækki um 42% og er þá gengið út frá ákvæðum á verðlagskafla stjórnarsáttmál- ans. Þjóðhagsstofnun sem gerði þessa áætlun tekur fram að hér sé í raun um „dæmi“ að ræða en ekki áætlun og bendir það orða- lag til þess að Þjóðhagsstofnun taki þau ákvæði í verðlagsmál- um sem eru í málefnasamningn- um ekki ýkja alvarlega, sem von er. Engu að síður fær hún þá útkomu sem að framan greinir og segir orðrétt: „Forsendur tekjuáætlunarinnar um kaup- lag og verðlag, sem reistar eru á áætlun um hækkun verðlags og launa á fyrri hluta ársins... fela í sér að kaupmáttur kaup- taxta verði 3—4% minni í ár en að meðaltali 1979.“ (Leturbr. mín). Niðurskurður fjár- veitinga og útþensla ríkisbáknsins Skatthækkunin ein er ekki næg til þess að seðja hið óslökkvandi hungur ríkiskass- ans. Eyðsla og rekstrarútgjöld ríkisbáknsins eru þanin svo út að auk skattahækkunarinnar eru framlög til sjóða atvinnu- veganna skorin niður um marga milljarða króna og sama gildir um framlög til bygginga, skóla, hafna, sjúkrahúsa og flugvalla úti um land. Heildarniðurskurð- urinn á þessum framlögum, sem nemur 8 milljörðum króna, er ráðstafað í viðbót við skatta- hækkanirnar til þess að þenja út ríkisbáknið. Rúsínan í pylsuend- anum að því er varðar niður- skurðinn er sú, að Ragnar Arn- alds fjármálaráðherra leggur nú til við Alþingi, að fjármagn til vegaáætlunar, sem Ragnar Arn- alds samgönguráðherra fékk samþykkta á Alþingi í fyrra, verði skorið niður að raungildi um 7,5 milljarða króna eða nýbyggingar vega um 56% að því er bezt verður séð á frumvarp- inu. Ómenguð ríkisfor- sjárhugsjón Alþýðu- bandalags og Framsóknar Þetta fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Gunnars Thor- oddsens er að meginstefnu í samræmi við ríkisforsjárhug- myndir Alþýðubandalags og Framsóknarflokks. Það kemur í rökréttu framhaldi af skiptingu ráðuneyta þar sem þessir of- stjórnar- og ríkisafskiptaflokkar hafa tögl og hagldir og þann málefnasamning, sem hnígur í sömu átt, ef hann verður fram- kvæmdur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.