Morgunblaðið - 11.03.1980, Page 23

Morgunblaðið - 11.03.1980, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980 23 • Algeng sjón í leik Vals og Atletico Madrid, leikmenn afvelta eftir árekstra og átök. Hér er það Þorbjörn Guðmundsson sem hefur stangað vörnina hjá Spánverjunum og tveir liggja, auk hans. Þeir Steindór og Stefán Halldórsson virðast varia hafa áhuga á þvi sem um er að vera. Ljósm. Emilia. Stærsta stundin á ferli allra leikmannanna ÞAÐ VAR þröng á þingi i búningsklefum Vals eftir leikinn við Atletico. Hamingjuóskum rigndi yfir leikmenn og ófáir kysstu þá í bak og fyrir. Stórsig- ur Vals gladdi svo sannarlega hjörtu allra stuðningsmanna liðs- ins. Það var þvi ekki hlaupið að því að komast að leikmönnunum til þess að fá álit þeirra á leiknum en það tókst eftir góða stund, og fara umsagnir þeirra hér á eftir: Stefán Gunnarsson, fyrirliði Vals: — Þegar staðan í leiknum var 17—14 var ég mjög hræddur um að dómararnir dæmdu á okkur töf. Ég hugsaði um það eitt að sækja á markið og þegar ég fann, að það var ekki ströng gæsla á mér lyfti ég mér upp og skaut eins fast og ég gat. Til allra guðslukku heppnaðist skotið og staðan varð 18—14. Hefði það misheppnast þá gæti ég allt eins setið hér niður- brotinn maður. Það er svo skammt á milli. Þessi leikur er besti leikur Vals um langt skeið. Allar æfingar okkar í vikunni miðuðust að því að auka snerpu og kraft leikmanna og þær báru árangur. Þessi sigur er sá stærsti á mínum ferli og ég hef staðið í þessu í 12 ár. Ég á ekki til orð yfir áhorfendur, þeir gerast ekki betri og kann ég þeim mínar bestu þakkir. Þorbjörn Guðmundsson: — Þetta var besti leikur Vals fyrr og síðar að mínum dómi. Ég var að niðurlotum kominn af þreytu í leiknum því að átökin voru ógur- leg. Steindór Gunnarsson: — Það var von mín, að við sigruðum í þessum leik, en ég vissi að það yrði erfitt. Við náðum að sýna allar okkar bestu hliðar. Vorum vel innstilltir. Þá munaði ekki lítið um stórleik Óla Ben. og Þorbjörns Jenssonar. Bjarni Guðmundsson: — Það er unaðsleg tilfinning að vera kom- inn í úrslitin. Ég átti von á sigri í leiknum, en ekki svona stórum. Ahorfendur voru stórkostlegir. Þetta er stærsta stund mí.n í handknattleiknum. Þorbjörn Jensson: — Ég er í sjöunda himni, þetta ver stórkost- legt. Ég fann mig óvenjuvel í þessum leik. Við höfum æft vel að undanförnu og það skilaði sér. Ég átti ekki von á þriggja marka sigri í leiknum. Jón Karlsson: — Ég er búinn að vera í handknattleik í 16 ár með meistaraflokki og þetta er mín stærsta stund á ferlinum. Það er hreint ótrúlegt að við skyldum ná þessum glæsilega árangri. Stuðn- ingsmenn okkar í höllinni áttu sinn stóra þátt í sigrinum og nutu hans í ríkum mæli í lokin. Gunnsteinn Skúlason, liðs- stjóri Vals: — Ég átti von á að okkur tækist að sigra ef við byrjuðum vel og kæmumst hjá þeim slæmu leikköflum sem hafa einkennt leiki okkar að undan- förnu. Við höfum æft vel alla vikuna, lékum til dæmis tvo æf- ingaleiki á miðvikudagskvöld án nokkurar hvíldar. Þetta var sam- eiginlegur sigur áhorfenda og liðs- ins. Við þökkum áhorfendum ómetanlega aðstoð. þr. • Stefán Gunnarsson í kröppum dansi sem svo oít í leiknum. Hann hafði ekki annað upp úr krafsinu en fríkast að þessu sinni. Frikast var engu að siður bctra en ekki neitt, því tvivegis í síðari hálfleik var dæmd leiktöf á Valsmenn. Einmitt undir slíkum kringumstæðum sýnir Stefán fyrirliði sínar bestu hliðar, einmitt þegar á ríður að halda knettinum sem lengst, gefa bara á Stebba ... Ljósm. Emilia. Sagt eftir leikinn „Þeir fá leyfi fyrir næstu utanferð," sögðu eiginkonurnar Formaður HSÍ, Július Haf- stein: — Þetta er í einu orði sagt stórkostlegt. Ég á ekki nægilega sterk orð til að lýsa ánægju minni með þennan góða árangur Vals í keppninni. Þetta sýnir okkur enn einu sinni hvar íslenskur hand- knattleikur stendur í dag. Þetta er ekki einvörðungu sigur fyrir Val, heldur líka stórsigur fyrir íslensk- an handknattleik, íþróttafólk og æsku landsins. Ég vona að for- ráðamenn landsins hugleiði það nú einu sinni í alvöru hvers virði íþróttahreyfingin er þegar svona árangur næst. Valsmenn eiga at- hygli þjóðarinnar skilið og allt þarf að gera sem hægt er til þess að framhaldið takist sem best. Formaður Vals, Bergur Guðna- son: — Tveir síðustu heimaleikir Vals í Evrópukeppninni eru tvímælalaust þeir erfiðustu sem ég hef horft á um dagana. Ég var viss um það eftir leikinn á Spáni, að Valur kæmist áfram. Mér fannst spænska liðið ekki nægi- lega yfirvegað í leik sínum. Þetta er örugglega stærsta stund í sögu nokkurs íþróttafélags á íslandi. Það væri vissulega ánægjulegt að leika úrslitaleikinn heima og heiman, en það verður sennilega ekki hægt vegha fjár- hagsörðugleika. Valsliðið barðist af ósérhlífni í kvöld, það rann blóð, sviti og tár, en það þarf til að ná svona langt. Ég hef oft verið stoltur yfir því að vera Valsmaður en aldrei eins og núna. Ég vona að allur almenning- ur átti sig á því hversu mikið afrek þetta er. Sænsku dómararnir Krister Broman og Axel Wester: — Þetta var ekki mjög erfiður leikur að dæma, þar sem leikmenn báru fulla virðingu fyrir dómurunum. Leikurinn var jafn og erfitt að gera upp á milli liðanna hvað getu snertir. Stemmningin í Höllinni var hreint ótrúleg. Það sem gerði útslagið í leiknum var hin góða byrjun Vals. Við höfum dæmt saman í 12 ár og erum alltaf taugaóstyrkir fyrir svona leiki, en við látum áhorfendur aldrei hafa áhrif á dómgæsluna. Eiginkonur leikmanna Vals voru að sjálfsögðu í sjöunda himni er blaðamaðurinn spjallaði lítil- lega við þær eftir leikinn. Þær sögðu að álagið og spennan hefði verið voðaleg. Það er þess virði að hafa mennina i þessu þegar svona vel gengur. Og þær fullyrtu, að þeir fengju leyfi í næstu utanferð. Þær höfðu komið saman fyrir leikinn til að skapa sér stemmn- ingu, og að sjálfsögðu mættu þær allar í hófið eftir leikinn til að fagna sigrinum. -þr. Var í hreingerningum og vildi ekki mæta á fund meö liöinu ÓLAFUR Benediktsson mark- vörður Vals í handknattleik bætti við rós i hnappagatið á sunnu- dagskvöldið er hann átti stórleik í markinu og varði hvað eftir annað skot frá Spánverjunum eftir að þeir höfðu komist í gott færi. Ólafur ljómaði af ánægju þegar hann var tekinn tali inni i búningsklefa eftir leikinn, þar sem hann var að reyna að slaka á. — Þetta var æðisgengið, þvílíkur spennuleikur, sagði Ólaf- ur og hélt áfram: — Mér gengur oftast best þegar góð stemmning er í höllinni. Ég vil nota tækifærið og senda fólkinu þakkir fyrir hversu stórkostlegt það var allan leikinn. — Mér tókst að leiða hugann frá leiknum allan sunnudaginn, ég vildi ekki fara út með liðinu að borða og alls ekki fara á fund fyrir leikinn. Allt liðið fór upp í Grill á Sögu og snæddi þar. Ég var hins vegar heima og tók mig til og hreinsaði alla íbúðina hátt og lágt. Þurrkaði af, ryksugaði og fleira, og mátti ekkert vera að því að hugsa um leikinn. Mér tókst að minnka spennuna en það er skil- yrði fyrir því að mér gangi vel í leikjum. Ég get nefnilega verið ótrúlega taugaóstyrkur. Ég og Brynjar Kvaran höfum verið í séræfingum hjá Jóhanni Inga fyrir þennan leik og það hjálpaði mikið, á hann þakkir skilið fyrir það. Það er þess virði að standa í þessu þegar svona vel gengur, sagði Óli að lokum. þr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.