Morgunblaðið - 11.03.1980, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980
Vaxtamálin rædd á Alþingi:
Milljarðar færðir frá
sparendum til skuldara?
EIGA sparifjáreiiíendur bótakröfu á hendur ríkisvald-
inu vejína lægri innlánsvaxta en Ólafslög kveða á um?
spurði Vilmundur Gylfason utan dagskrár á Alþingi í
Kær.
Eftir ellefu reynslumánuði ÓlafslaKa standa bæði
sparif járeigendur og allur almenningur verra að vígi en
þá þau voru sett, þrátt fyrir hávexti, sagði Geir
Ilallgrímsson, formaður Sjalfstæðisflokksins.
Ekki stendur til að breyta Ólafslögunum, sagði
Tómas Árnason viðskiptaráðherra. — Þau kveða á um
ákveðið mark í vaxtamálum fyrir árslok 1980, ekki
áfanga að því marki, svo að sparifjáreigendur eiga
engan bótarétt, bætti hann við.
Hér á eftir verða lauslega rakin efnisatriði úr máli
þingmanna.
Eiga sparifjáreigend-
ur skaðabótarétt?
Vilmundur Gylfason (A) vísaði
til „lögbundinna sátta“ í fyrrver-
andi vinstri stjórn um stefnu í
vaxtamálum, sem fram hafi verið
sett í Ólafslögunum (nr.13/1979).
Þar hafi verið lögbundið að vextir
skyldu hækka í áföngum og verða
raunvextir fyrir árslok 1980.
Framkvæmdaaðili þessara laga er
Seðlabanki og ber honum að
aðlaga vexti að verðbólguþróun á
3ja mánaða fresti, unz sparifé
lánsmanna verður fulltryggt í
árslok 1980.
Núverandi ríkisstjórn getur
beitt sér fyrir breytingu á þessum
lögum, sagði VG, en ekki hunzað
þau. Nú hefur ríkisstjórnin hins
vegar beitt áhrifum sínum til þess,
að vaxtaákvæði Ólafslaga eru ekki
haldin. Miðað við verðlagsþróun
og vaxtavísitölu áttu vextir að
hækka um 3 til 5% 1. marz sl.
Miðað við lægri prósentutöluna
eru sparendur sviptir 1,8 milljörð-
um króna á 3 mánuðum, sam-
kvæmt útreikningi hagdeildar
Seðlabankans, sem færðir eru frá
sparendum til skuldara, eða 7,2
milljarða króna ef dæmið er
reiknað á ársgrundvelli. Miðað við
hærri prósentutöluna er tilfærsl-
an frá sparendum til skuldara 3
milljarðar króna á 3 mánuðum eða
12 milljarðar á ári.
Sparendur hafa lagt fé sitt í
vörzlu bankakerfis, bundið til
ákveðins tíma í trausti á lög-
ákveðna vaxtastefnu, og lofaða
ávöxtun. Þegar stjórnvöld ganga á
lögákveðna vexti vaknar sú spurn-
ing hvort sparifjáreigendur geti
farið í skaðabótamál vegna vaxta-
brigða stjórnvalda.
Ákvörðun var
Seðlabankans
Tómas Árnason viðskiptaráð-
herra sagði ríkisstjórnina hafa
beint tilmælum til stjórnar Seðla-
banka, þetta mál varðandi, en
ákvörðunin hefði verið banka-
stjórnarinnar, sem hefði lögum
samkvæmt ákvörðunarvald í
vaxtamálum. Vitnaði hann til
fréttatilkynningar bankans þar
um. Hér væri því ejdri verið að
brjóta lög heldur framkvæma þau.
Stefna stjórnarinnar í pen-
ingamálum myndi senn ljós um
fjárlög, sem fram væru komin, og
fjárfestingar- og lánsfjáráætlun,
sem ekki hefði unnizt tími til að
móta að fullu.
Sparifjáreigendur eiga engan
skaðabótarétt á hendur ríkisvald-
inu, sagði TÁ, og ekki stendur til
að breyta vaxtaákvæðum gildandi
efnahagslaga (Ólafslaga). Það mál
hefur ekki einu sinni verið rætt í
ríkisstjórninni og ekkert er í
stjórnarsáttmála í þá veru.
Stefna Ólafslaga
röng frá upphafi
Albert Guðmundsson (S) sagði
vaxtastefnu Ólafslaga ranga frá
upphafi. Stefnan útilokaði ekki
Tómas Árnason viðskiptaráðherra og Vilmundur Gylfason alþingis-
maður leiddu saman hesta sina um vaxtamál utan dagskrár á Alþingi
í gær.
Jöfnuður fyrir
árslok
Halldór Ásgrímsson (F) sagði
sparifjáreigendur hafa vilyrði í
efnahagslögum, sem miðuðu við
að ná ákveðnu marki fyrir árslok
1980. Bótaréttur nú væri því út í
hött. Hins vegar bæri Seðlabanka
sem framkvæmdaaðila að miða
við það, að ná ákveðnu marki í
Þingbjallan, sem for-
setar neðri deildar og
sameinaðs alþingis hafa í
áraraðir notað við
stjórnun funda alþingis
þar til fyrir skömmu, er
henni var stoliö að nóttu
til, fannst á fótstalli
styttu Jónasar Hall-
grímssonar í fyrrinótt.
Forseti sameinaðs alþing-
is, Jón Helgason, gat því
á ný notað bjölluna í
gær, er hann setti fyrsta
fund alþingis að loknu
leyfi þeirra.
Þingmenn voru að von-
um ánægðir með að end-
urheimta bjölluna og
verða því útvarpsum-
ræður fjárlagafrum-
varp ríkisstjórnarinnar,
sem væntanlega verða
öðru hvoru megin við
helgina með hefð-
bundnum bjölluhljómi.
Ljósm. Mbl. Emilía B. Björnsdóttir.
brask heldur ýtti undir það. Hún
gætti ekki hagsmuna sparifjáreig-
enda heldur bankakerfisins.
Minnti hann á mismun milli 33%
innlánsvaxta og 42% útlánsvaxta,
sem gert hefur bankana að hrein-
um okurstofnunum, eins og hann
orðaði það. Alþingi hefur brugðist
sparifjáreigendum sagði Albert.
Lögbundið
samkomulag
Friðrik Sophusson (S) sagði
Alþýðuflokk og Alþýðubandalag
hafa eldað grátt silfur um vaxta-
mál en sætzt á lögbundna stefnu í
Ólafslögum, þ.e. raunvaxtastefnu í
áföngum. Skyldu raunvextir nást
fyrir komandi árslok. Stefna
Sjálfstæðisflokksins hefði hins
vegar verið sú að Seðlabankinn
ákvæði aðeins vaxtakjör gagnvart
viðskiptabönkum en viðskipta-
bankar gagnvart viðskiptavinum.
Las hann upp landsfundarsam-
þykkt Sjálfstæðisflokksins um
þetta efni, sem var samþykkt
mótatkvæðalaust, og vænti hann
þess að þeir landsfundarmenn, er
nú væru í stjórnarsamstarfi
fylgdu þeirri stefnu fram. Síðan
rakti Friðrik.ákvæði stjórnarsátt-
málans um verðlagsmál og pen-
ingamál og sagði það tekið aftur í
einu orðinu sem lofað hefði verið í
hinu. — í stjórnarsáttmála væri
og lofað niðurtalningu verðlags en
í fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar,
sem lagt hefði verið fram í dag,
væri gert ráð fyrir sams konar
verðlagsþróun. Verðlagsforsenda
frumvarpsins væri 47% hækkun
frá miðju ári 1979 til miðs árs
1980. Ákvæði stjórnarsáttmálans
um verðlag og vexti stangaðist
gjörsamlega á við þá stefnu, sem
fælist í fjárlagafrumvarpinu.
Þá spurðist FrS fyrir um, hvers
vegna felldur væri niður úr hinu
fyrra vinstri stjórnar fjárlaga-
frumvarpi 2,3 milljarða niður-
greiðsla olíuverðs til húshitunar?
Er meiningin að leggja á nýja
skatta í þessum tilgangi en halda
þeim tekjum og gjöldum utan
fjárlaga?
Verðlagsráð gegn
verðlagsráðherra
Jón Baldvin Hannibalsson (A)
fjallaði um niðurtalningarleið
ríkisstjórnarinnar og reglugerð
sem viðskiptaráðherra hefði sam-
ið til að varða veg þeirrar stefnu.
Verðlagsráð hafi mælt með 8
atkvæðum gegn 1 á móti þessari
reglugerð. Ráðið hefði sem sé, ef
fulltrúi ráðuneytis væri undan-
skilinn, orðið sammála um and-
stöðu við reglugerð ráðherrans,
jafnt fulltrúar launþega sem
vinnuveitenda.
JBH sagði flestan atvinnurekst-
ur rekinn með bullandi tapi og
væri upplýsingar um 11 miiljarðá
rekstrartap frystiiðnaðarins nýj-
asta dæmið þar um. Stjórnar-
stefna, sem horfði fram hjá nauð-
syn þess að tryggja rekstrarstöðu
undirstöðuatvinnuvega, mæti ekki
hagsmuni launþega rétt. Hins
vegar væri hugtakaruglingur að
blanda saman hávöxtum og raun-
vöxtum. Ef samræmdar efnahags-
aðgerðir fylgdu raunvöxtum,
lækkuðu vextir með hjaðnandi
verðbólgu. Vitnaði hann til verð-
bólgu- og vaxtaþróunar í ná-
grannalöndum.
tilgreindan tíma. HÁ minnti á að
bankakerfið annaðist margs konar
innheimtustarf, án þóknunar,
fyrir ríkiskerfið og ríkisstofnanir.
Þessi kostnaður kæmi niður á
vöxtum sparifjáreigenda og fram í
þeim mismun á innláns- og út-
lánsvöxtum, sem bent hefði verið
á.
Lög gildi
Vilmundur Gylfason (A) taldi
svör ráðherra ófullnægjandi.
Mergurinn málsins væri sá að lög
væru í gildi um vaxtamál og þau
bæri að halda. Framkvæmdaaðil-
inn væri Seðlabankinn. Ríkis-
stjórn ætti ekki að hafa áhrif á þá
framkvæmd. Hins vegar gæti hún
beitt sér fyrir lagabreytingum að
lýðræðisreglum.
Eingöngu um
lokamark
Guðmundur G. Þórarinsson (F)
sagði efnahagslögin ekki fjalla
um, hverjir áfangar í framkvæmd
vaxtastefnunnar skyldu vera, ein-
vörðungu um tímasett lokamark.
Verðtrygging sparifjár sé heldur
ekki eingöngu bundin vöxtum.
Sjálfstæðisflokkurinn hafi sett
fram hinar og þessar vaxtatillög-
ur, sem síður en svo styrki flokks-
lega stöðu hans í þeim málum.
Ellefu reynslu-
mánuðir Ólafslaga
Geir Hallgrimsson (S) sagði
ellefu reynslumánuði Ólafslaga að
baki. Ekkert benti þó til þess að
þau hefðu fært þjóðinni marktæk-
an árangur. Ef eitthvað væri
hefðum við stigið 1 eða 2 skref
aftur á bak í þróun efnahagsmála.
Ávöxtun sparifjár, sem hér væri
fjallað um, væri neikvæðari nú en
fyrir 11 mánuðum, þrátt fyrir
hávexti. Verðbólgan hefði forskot
á sprettinum fram yfir vextina.
Við sjálfstæðismenn vöruðum
við því að tengja vexti og verð-
bólguvöxt, í uppgangi hins síðar-
nefnda. Hins vegar er hægt að
tengja vexti og samræmdar efna-
hagsaðgerðir, er fela í sér verð-
bólguhjöðnun og samræmingu
vaxta og verðlags í slíkri þróun.
Ljóst er og að framlagt fjárlaga-
frumvarp er dæmigert verðbólgu-
frumvarp, enda þótt utan þess sé
haldið ýmsum og verulegum út-
gjaldaliðum, sem undir þyrfti að
standa með nýjum sköttum eða
viðbótarlánum, nema hvort
tveggja komi til.
_ Að lokum endurtók Tómas
Árnason viðskiptaráðherra, að
ekki stæði til að breyta Ólafslög-
um. Vaxtaákvörðun nú, 1. marz sl.,
væri sama eðlis og ákvörðun er
starfsstjórn Alþýðuflokksins hefði
staðið að 1. desember sl., þegar
ráðgerð vaxtahækkun hefði verið
skert. Ríkisstjórnin hefði áhuga á
að tryggja sparifjáreigendum
fulla verðtryggingu, en þó því
aðeins, að hægt væri að endurlána
spariféð með sams konar trygg-
ingu.
Nýir þingmenn
Tryggvi Jón.
• Tryggvi Gunnarsson, skip-
stjóri Vopnafirði, fyrsti varaþing-
maður Sjálfstæðisflokks í Austur-
landskjördæmi, tók sæti á Alþingi
í gær í fjarveru Sverris Her-
mannssonar í opinberum erinda-
gjörðu erlendis.
• Jón Baldvin Hannibalsson rit-
stjóri, fyrsti varaþingmaður Al-
þýðuflokks í Reykjavík, tók í gær
sæti á Alþingi í fjarveru Bene-
dikts Gröndals, sem er í opinber-
um erindum erlendis.