Morgunblaðið - 11.03.1980, Síða 35

Morgunblaðið - 11.03.1980, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980 35 Helgi Tryggvason: „Heiðra Hér er upphaf fjórða boðorðs- ins: „Heiðra skaltu föður þinn og móður.“ Ég leyfi mér að giska á, að mörgum nútímamanni muni efst í hug, að það að heiðra annan aðila hljóti að lækka þann, sem viðurkenningu heið- urs lætur í té, en hækki vitan- lega hinn, sem heiðurinn hlýtur — og þá kannske óverðuglega! Verður þá sumum hugsað í þessu sambandi til hinna mörgu órétt- látu hliða stéttarmismunar fyrri alda! Það er í samræmi við lögmál skaparans, að uppvaxandi mannsbarnið líti með virðingu upp til tveggja persóna, nefni- lega foreldra sinna, sem það er í sérstakri hlýðni- og skylduaf- skaltu. stöðu til, þarf svo margs að njóta hjá og læra af. Þetta boðorð vísar einnig rak- leitt til sköpunarsögunnar. Hug- takið um Guð sem föður og mennina sem börnin hans er algeng þegar í Gamla-testa- mentinu. Og í hugtaki'nu foreldr- ar og börn er vísað til þeirrar allsherjar niðurskipunar, sem skaparinn hefur sett um það, í hvaða kringumstæðum nýir menn koma í heiminn, og hvern- ig þeir skuli alast upp. Með þetta í huga er auðséð, að fjórða boðorðið felur í sér fyrirmæli um meira heldur en meðfædda til- hneigingu barna til að þykja vænt um foreldra sína, því að sú tilhneiging er hvergi nærri full- 44 • • Réttur og skylda 4 nægjandi vörn gegn hinum trufl- andi og afvega leiðandi áhrifum allt í kring á hug barnsins og hegðun. Það er heiður og virðing, sem boðorðið krefst, samkvæmt kristinni trú, — þar með hlýðni. Því foreldrarnir eiga að taka að sér það hlutverk að ala upp siðað fólk, „börn föður yðar á himn- um,“ eins og Kristur orðaði það í Fjallræðunni. Ef börnin ástunda það að lifa samkvæmt fjórða boðorðinu, heiðrandi foreldra sína með hlýðni, samhug og samstarfi, þá er góð von til þess, að hugur þeirra verði einnig móttækilegur fyrir öllum hinum boðorðunum, þessum grundvall- andi reglum um sanngjörn mannleg viðskipti. Því betur sem að er gáð, því fleira kemur í ljós, sem styður réttmæti þeirrar kenningar, að foreldrarnir skuli vera fulltrúar Guðs — sam- kvæmt kristinni trú — í öllu, sem snertir börnin, svo mjög sem þau þarfnast margs konar umhyggju og mótunar. Og að sjálfsögðu hvílir á foreldrunum tilsvarandi ábyrgð fyrir skapara sínum á þessu veglega hlutverki. Það er varla of mikið sagt, að. boðorðið til barnanna um að heiðra foreldra sína sé „hið mikla og fyrsta boðorð" fyrir börnin meðan er að byrja að daga af skilningi í hugskoti þeirra. Gæsla þessa boðorðs greiðir veg allra hinna boðorð- anna og uppeldið í heild. Það telst hafa ágerst víða í seinni tíð, að börn óvirði for- eldra sína, — andmæli ókurteis- lega því, sem foreldrarnir segja og gera, óhlýðnast boðum þeirra og bönnum og tilmælum, — hafi í frammi ásakanir og vanþakk- læti. Þar býður ein syndin ann- arri heim. Grófir og ruddalegir siðir í daglegu framferði hafa mjög slæm áhrif á tilfinningalíf- ið og sá í Jþað ýmsum tegundum illgresis. I því efni gerir margt smátt eitt stórt á löngum tíma. Hiklaust má telja það hina mestu nauðsyn, að hlýhugur ríki milli foreldra og barna, og milli systkinanna innbyrðis. Einlæg og inngróin velvild og traust í daglegri umgengni. Allir þeir, sem slíkum siðum hafa vanist, kunna þeim vel, og vilja ekki skipta á þeim fyrir neina nýja siði. þennan þátt lífsins í alheimi minnst? — Svo lítils að hann bindi endi á, aðeins þennan eina þátt? Ég álít að sá sem er Almáttugur, sé það ekki lengur, ef ráð hans þrjóta í svo veigamiklu atriði. Þess vegna er það alger fjarstæða að ætla að „sálin“ — eini þáttur- inn í tilverunni, sem hugsar, framkvæmir, trúir á almáttugan stjórnanda allra hluta, brýtur heilann um upphaf, tilvist og eilífð, — eða endalok, — finnur upp tækni til að ferðast um þyngdarlausan geiminn, út í óra- víddir m.m. — að hún sé svo lítils virði í augum Drottins að hann ætli henni enga framtíð eða sama- stað í hinu víðáttumikja ríki sínu. Mörgum er afar mikið á móti skapi að ræða þann möguleika, að við höldum áfram að lifa, þótt við „deyjum". Það lítur svo út að það sé algert kappsmál að sveipa þessi mál, — sem þó er það eina sem við vitum að við göngum öll í gegnum, og oft mikið fyrr, en okkur sjálf grunar — einhverjum huliðshjúp, sem ekki megi rjúfa eða kanna. Þessi mál koma okkur þó svo mikið við, að þetta er næsta undarlegt viðhorf. Við getum á næsta augnabliki orðið að standa frammi fyrir þessum leyndardómi og viðurkenna staðreyndir, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Eða getum við deilt um það að það snerti okkur öll, meira en lítið, hvort við lifum eða erum þurrkuð út? Er það ekki meira virði fyrir okkur að vita það, en það hvernig tunglið er á yfirborðinu, eða hv<' mörg ljósár eru til einhverrar fjarlægrar stjörnu, eða að upp- götvast hafi ný stjarna einhvers- staðar úti í óendanlegum geimi — stjarna sem kannski er ekki til lengur? Eftir þessu sækjast vísindamenn og stjarnfræðingar, en segja mætti „maður líttu þér nær“ — aðgættu betur það sem meiru máli skiptir, — þitt eigið líf, tilgang þess og varanleik. Það er harla undarlegt að vísindamenn skuli ekki beina rannsóknum sínum meira inn á þessar brautir, sem gæti hjálpað milljónum manna til að sætta sig betur við, — í mörgum tilvikum — mis- heppnað líf hér á jörð, í von um betra og fullkomnara fram- haldslíf. Og það er líka merkilegt hve margur er skeytingarlaus í viðhorfum sínum til þess áfanga í lífi sínu. En þetta er mikilvægara fyrir einstaklinginn, en flest ann- að sem hann eyðir löngum tíma til að hugsa um, sem er hverfult og einskis nýtt. Það ættu sem flestir, sjálfra sín vegna að reyna að skilja það, að við „erum við áfram, þó að líkaminn sé lagður í gröf. Munurinn er aðeins sá að íklæðst er, — fyrir okkar jarðnesku aug- um — ósýnilegum líkama, en áþreifanlegum þeim sem hann fá, — það er starfað og numið, hjálpað og ýmislegt gert þar eins og hér. Þar er LÍF í fullkomnara mæli en við erum um komin að skilja til fullnustu. Líf í bjartari og betri heimi. Dagrún Kristjánsdóttir: 1. mars brautskráðust 17 sjúkraliðar frá Gagnfræðaskóla Akureyrar. Þar höfðu þeir stundað rúmlega tveggja ára bóklegt og verklegt nám, en hlotið 34 vikna starfsþjálfun á fimm deildum Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Fremsta röð, frá v.: Þórunn Sigríður Gunnstcinsdóttir, Akureyri, Þórunn Gróa Jóhannsdóttir, Seyðisfirði, Inga Þóra Gunnarsdóttir, Akureyri, Guðný Björg Jensdóttir, Höfn, Hornafirði, Erna Eygló Pálsdóttir, Dalvík, Hulda Sveinbjörg Gunnarsdóttir, Dalvík. Miðröð: Lára Solveig Svavarsdóttir, Hálshreppi, S-Þing., Ragnheiður Sigfúsdóttir, Akureyri, Jónína Reynisdóttir Hörgdal, Akureyri, Ásdís Björg Bragadóttir, Akureyri, Lovisa Jóhannsdóttir, Ilrísey, Sóley Stefánsdóttir. Akureyri. Efsta röð: Sigurlaug Hrönn Valgarðsdóttir, Sauðárkróki, Hjördis Gunnarsdóttir, Dalvik. Stefania Björnsdóttir, Kópaskeri, Margrét Sveinbjörnsdóttir. Akureyri, Aðalheiður Osk Sigfúsdóttir, Árskógshreppi, Eyf. (Ljósm.: Norðurmynd) Margir kannast við söguna um Evu og börnin hennar, sem ekki voru til sýnis vegna þess að ekki gafst tími til að þvo af þeim mestu óhreinindin, áður en Drottinn allsherjar kom í heimsókn. Hon- um hefur greinilega mislíkað að fá ekki að sjá þau, eins og hin sem hrein voru, fyrst að hann gerði þau ósýnileg mönnunum. Má af því ráða að hégómaskapurinn sé honum ekki að skapi og að afleið- ingar hans geti verið ófyrirsjáan- legar. Ég efa það ekki heldur, að honum hafi fundist Eva sýna bæði grunnhyggni og litla trú, að halda að hann vissi ekki, hve börnin voru mörg og að hann léti sig það skipta hvernig útlitið væri. Öll mokað mold yfir. Þar með er líkaminn hulinn sjónum, og í hugum margra allri tilvist lokið. En hvers vegna er mannsandan- um einum búin þau skilyrði hér, að honum sé nauðugur einn kostur að hverfa að fullu úr allri tilveru, um leið og líkaminn verður óhæf- ur til búsetu? Er það trúlegt að sálinni einni sé búin svo skamm- vinn tilvera í „alheimsgeimi", þar sem allt annað verður að eilífu til, í einhverri mynd? Er þá ekki jafnsjálfsagt að maðurinn haldi áfram að vera til, þó að hann breyti um efnislíkama, — leggi þann sýnilega frá sér, og íklæðist öðrum ósýnilegum, en efnislíkama samt? Dagrún Kristjánsdóttir Óhreinu börran hennar Evu börnin voru börn Evu og öll höfðu þau sama rétt — öll voru þau til orðin vegna þess að Drottinn sagði við Adam og Evu: Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina. Það var hans vilji að þessi börn fæddust. Nú mun það vera svo að trú manna og skoðanir á tilvist „óhreinu" barnanna, þeirra Evu og Adams, sé mjög í horn skipt. Sumir álíta að huldufólk og álfar sé hreinn hugarburður og þjóð- saga, en aðrir eru jafnvissir um tilvist þeirra og við erum viss um tilveru þeirra sem við sjáum og tölum við, daglega. Hvorir hafa rétt fyrir sér? Hver treystir sér til að skera úr um það? Vill nokkur bera á móti því að svo hversdagslegur hlutur og sjálfsagður, sem vatnið er, sem rennur úr krönunum — breytir léttilega um „tilverusvið"? Stund- um er það rennandi, stundum gufa sem við að vísu sjáum á meðan hún er á vissu stigi, en oftar sjáum við hana ekki, en hún er þar samt, sbr. loftraki, — og hvað er ís, nema vatn í enn einni mynd? Það er sem sagt ekki einhlítt að miða allt við það sem sýnilegt er, á einu „tilverustigi", það er svo mikið og margt mikilvægt til, sem er ósýnilegt og ég hygg að það sé jafnvel margfalt mikilsverðara en allt það sem við sjáum. an, að honum verði skotaskuld úr því að tryggja áframhaldandi líf, þeirrar sálar, sem hann sjálfur „blés lífsanda í“ þ.e. gerði þannig úr garði að hún fékk meðvitaða hugsun og tilveru, — framkvæmir flóknustu útreikninga og vísinda- tilraunir. Metur hann ef til vill En því vek ég máls á þessu, að það er ótrúlegt hve tregða manns- ins er mikil, að viðurkenna nokkuð það, sem ekki er áþreifanlegt og svo hefur það alltaf verið. Það er því merkilegra, þegar þess er gætt að flest ytri lífsgæði okkar og lífsþægindi, nú — er að þakka ósjáanlegum og óáþreifanlegum efnum. En þegar það kom í ljós að hægt var að vinna orku úr „tóm- inu“ — þar sem enginn sá neitt áður, eða gat handsamað neitt, berum höndum, — og úr þessari orku var hægt að vinna svo að úr varð ljós, sem hægt var að sjá, hiti, sem hægt var að brenna sig á o.s.frv. Þá stóð ekki á því að trúa — auðvitað, munu allir hugsa. En hversvegna auðvitað — hvers- vegna ekki að halda bara áfram að berja höfðinu við steininn, eins og margir gera gagnvart öðrum jafn- sjálfsögðum hlutum? Á ég við þá vantrú, sem gerir vart við sig hjá mörgum, gagnvart lífinu eftir þetta líf. Helstu rökin eru alltaf þau, að ekki sé hægt að sanna tilveru okkar áfram, eftir að við erum búin að slíta út þessum líkama, vegna þess, að það sem sjáanlegt er, er lagt í gröfina og Fyrst nú að ekkert er varanlegt, í einni og sömu mynd, en tekur sífellt breytingum úr einu í annað, en getur aldrei orðið að „engu“, er það þá mögulegt að æðsta sköpun- arverk Guðs, — maðurinn — hljóti einn þau örlög, að vera þurrkaður út, verða að „engu“, þ.e.a.s. sálin? Það er ekki hægt að ímynda sér að Guð stjórni þvílíku tilgangsleysi. Aftur á móti vitum við að til er margskonar „efni“ sem er ekki sýnilegt berum aug- um, en er efni samt, og fyrst að Drottinn gat með lagni búið til þetta jarðarkríli, ásamt öllum þeim aragrúa vetrarbrauta sem svífa um hinn ómælisvíða geim — með því að raða saman á mismun- andi hátt ÓSÝNILEGUM ögnum (atómum), svo að úr yrði áþreifan- legt og sýnilegt „sýnishorn" handa öllum þeim „Tómösum" sem trúa engu án þess að þreifa á því, — þá er ekki ótrúlegt að hann gæti — ef hann vandaði sig enn betur, búið til ósýnilegan líkama úr ósýnilegu efni, handa hinni margumdeildu mannssál sem orðin er heimilis- laus af völdum sjúkdóma, slysa eða hrörnunar. Það er varla hægt að hugsa sér Drottin svo ráðalaus-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.