Morgunblaðið - 11.03.1980, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 11.03.1980, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980 Zia ætlar að tryggja Pakistan „fnllkomið öryggi64 með hlutleysi Islamabad, 10. marz. AP. ZIA UL-HAQ forseti Pakistans lýsti því yfir í dag, að hann hygðist fylgja hlutleysisstefnu til að tryggja Pakistan „fullkomið öryggi“ i kjölfar hernaðaríhlut- unar Sovétríkjanna í nágranna- rikinu Afganistan, eins og hann komst að orði. „Við höfum rætt við Sovétstjórnina. Við viljum fylgja hlutleysisstefnu og í ljósi þess mun stjórn Pakistans haga viðræðum sínum við Bandaríkja- stjórn.“ - Skömmu eftir innrás Sovét- manna í Afganistan í desember sl. fór Zia fram á hernaðar- og efnahagsaðstoð frá Bandaríkjun- um svo Pakistan væri betur búið til að standast hugsanlega árás Sovétríkjanna frá Afganistan. Carter forseti hét Pakistönum 400 milljóna dala framlagi á tveimur árum, en stjórn Zia hafnaði því tilboði formlega í síðustu viku með þeim ummælum að um svo lítið fé væri að ræða, að ekki borgaði sig fyrir Pakistan að baka sér óvinsældir í Moskvu með því að taka við slíku smáræði. Afganskir uppreisnarmenn segj- ast hafa náð á sitt vald miklum hluta aðalþjóðvegarins milli Kabúl og Torkham, en Torkham er við víglínuna við Khyber-skarð. Segja uppreisnarmenn að hart sé barizt á þessum slóðum og varpi sovézkar orrustuþotur stöðugt sprengjum í Konar-héraði við landamæri Pak- istans. Fregnir eru af miklu mann- falli í liði uppreisnarmanna í Konar í síðustu viku, en auknar sprengjuárásir sovét-afganska stjórnarhersins þykja benda til þess að vorsóknin gegn uppreisn- armönnum, sem búizt hefur verið við að undanförnu, sé hafin. Molotov níræður Moskvu. 10. marz. AP. VYACHSLAV Molotov varð níra,ð- ur í gær, en hann virðist nú vera flcstum gleymdur og ekkert er minnst á hann opinberlega fyrir utan stutta klausu í sovézku al- fræðiorðabókinni. Hann býr einhvers staðar ná- lægt Moskvu skammt frá Kreml þar sem hann hélt eitt sinn um valdataumana. Þcgar hann stóð á hátindi ferils sins í valdatið Jósefs Stalíns voru borgir og verksmiðj- ur skírðar eftir honum og nafn hans var tekið að láni til að skira heimatilbúnar sprengjur. „Molo- tov-kokkteila“. En Molotov hefur vegnað betur en ýmsum félögum hans. Nöfn Malenkovs og Kaganovichs hafa verið afmáð og lítið er vitað um afdrif þeirra. Molotov sást hins vegar á gangi í dýragarðinum í Moskvu í nóvember. Hann studdist við staf, en virtist heilsuhraustur og vel á sig kominn. Áður hafði Molotov sézt í Lenín- bókasafninu þar sem hann var að grúska í gömlum skjölum. Fréttir herma að hann hafi samið ævi- minningar sínar en þær hafa ekki verið birtar. Gamli maðurinn missti konu sína 1970 og er opinberlega titlaður ellilífeyrisþegi. Hann mun dveljast á víxl í íbúð í Moskvu og sumar- kofa, dacha, nálægt höfuðborginni þar sem hann mun vera nú. Stórtap hjá Rolls Royce London. 10. marz. AP. ROLLS Royce hefur tapað um 100 milljónum punda á undan- förnu ári á bandarískum samn- ingum sem voru gerðir án þess að tekið væri tillit til hækkunar pundsins að sögn brezkra blaða í dag. Leyland-bifreiðaverksmiðj- urnar hafa orðið fyrir álíka miklu tapi. aðallega vegna verk- falla og minnkandi sölu. Opinber- ar tölur um hag fyrirtækjanna verða birtar síðar í mánuðinum. Connally hættur ef tir ósig- ur í Suður-Karólinu lijarnadnttur. fréttaritara .jMHHHSfc?^7jHH|MHft Hfe,JjjjiHjÍIHSHflP*' *|HHHHH^jjj|jfl^jHU^ Mnri'unhlaöí'in'' t \\ ashineton. . aM „Kosningabarátta mín hefst i Suður-Karólínu,“ sagði John Connally nokkrum dögum áður en repúblikanar í ríkinu gengu að kjörborðinu. Nú er komið á daginn að kosningaharáttu hans lauk í Suður-Karólínu, en áður en yfir lauk hafði Connally eytt 10 milljónum dala í því skyni að hljóta hina langþráðu útnefningu Repúblikanaflokksins. RONALD Reagan vann íor- kosningar Repúblikanaflokks- ins í Suður-Karólínu um helg- ina með 54% atkvæða. John Connally, sem hafði lagt mikla áherzlu á að sigra þessar for- kosningar varð annar í röðinni með 30% atkvæða, og lýsti því yfir á sunnudag að hann væri hættur þátttöku í kosningabar- áttunni. Það yrði hvorki flokknum né þjóðinni að gagni að hann héldi áfram að sækjast eftir útnefningu repúblikana. Þriðji varð George Bush með 15% atkvæða. Kvaðst hann sætta sig við slik úrslit þar sem hann hefði varið litlu fé og litlum tíma í kosningabarátt- una í Suður-Karólínu. Dómur manna er þó sá að hann verði að hljóta mikið fylgi í Flórída, Alahama og Georgíu á þriðju- dag, eigi hann að geta haldið baráttu sinni áfram. Ronald Reagan er spáð sigri í Suðurríkjunum. Flórída mun kjósa 51 fulltrúa á landsþing Repúblikanaflokksins og Georg- ía 36, en í báðum ríkjunum gildir sú regla hjá repúblikönum, að sá, sem vinnur kosningarnar hlýtur alla fulltrúa ríkisins á landsþingi. Alabama kýs 27 full- trúa, en þeir skiptast hlutfalls- lega milli frambjóðendanna. Fyrir helgi var George Bush farinn að síga á Reagan í Flórída, en hætt er við að úrslitin í Suður-Karólínu dragi aftur úr fylgi hans. John Ander- son, sem varð í öðru sæti í forkosningunum í Vermont og Massachusettes í síðustu viku, hefur lítið lagt á sig í Suður- ríkjunum. Hann leggur áherzlu á að standa sig vel í heimaríki sínu, Illinois, næsta þriðjudag og síðan í Wisconsin 1. apríl. Bar- áttan í Suðurríkjunum stendur milli Reagans og Bush, þar sem Howard Baker og John Connally hafa dregið sig til baka. Gerald Ford, fyrrum forseti, er nefndur oftar nú en áður. Hann hefur látið í ljós áhuga á framboði, en vill vita með nokk- urri vissu hvaða stuðning hann hefur innan flokksins áður en hann leggur út í kosningabar- áttu. Um helgina lagði Henry Kiss- inger fyrrum utanríkisráðherra hart að honum að gefa kost á sér og má búast við því að Ford láti til leiðast ef Bush gengur illa í Suðurríkjunum. Demókratar ganga líka til forkosninga á þriðjudag. Kosið verður um alls 208 fulltrúa í Flórida, Georgíu og Alabama, og er Carter forseta alls staðar spáð sigri. Hefur Rosalynn for- setafrú skorað á íbúa Georgíu, en þaðan er Carter, að sjá til þess að Edward Kennedy hljóti ekki einn einasta fulltrúa þaðan. Kennedy sagði í sjónvarps- þættinum „Face the Nation" á sunnudag að hann vonaðist til að standa sig vel í Flórída, en hann legði þó meiri áherzlu á forkosn- ingarnar í Illinois, en þaðan fara 179 fulltrúar á flokksþing, og í New York, sem sendir 282. Þegar gengið var á hann með spurning- um um hvort hann yrði ekki að sigra í þessum ríkjum, svaraði hann því til hlæjandi, að hann þyrfti að standsf sig vel, en ekki fékkst hann til að segja að sigur væri nauðsynlegur. Sami sjónvarpsþáttur hófst með því að allir þrír spyrjend- urnir inntu Kennedy eftir því hvernig hann ætlaði að ráða við mesta vanda kosningabarátt- unnar, sem er lítið álit kjósenda á honum sjálfum. Það heldur þeim frá því að kjósa hann, þótt þeir séu honum sammála mál- efnalega. Kennedy reyndi að snúa sig út úr spurningunni, en svaraði því að lokum, að í Massachusettes, þar sem kjós- endur þekktu hann bezt, hefði hann unnið kosningarnar með miklum yfirburðum. Hann sagð- ist hafa viðurkennt fyrir þjóð- inni mistök, sem honum hefðu orðið á í fortíðinni, og hann treysti því að dómur hennar reyndist á endanum réttlátur og fólk sæi að það hlyti að kjósa hann vildi það að efnahagsvandi þjóðarinnar yrði leystur. Botha vill fund allra kynþátta IlófðahorK. 10. marz. AP. P.W.BOTHA forsætisráðherra sagði í fyrsta skipti um helgina að svartir menn, hvítir og brúnir ættu að koma saman til ráðstefnu til að taka ákvarðanir í málum sem snertu Suður-Afríku. bessi yfirlýsing virðist vera afleiðing kosningasigurs skæruliðafor- ingjans Roberts Mugabes í Rhódesíu I síðasta mánuði. Allir kynþættir verða að standa saman til að verja Suður-Afríku gegn áhlaupi marxisma, sagði forsætisráðherrann. 1978 — Hryðjuverkamenn taka tvo langferðabíla á leið til Tel Aviv (32 ísraelsmenn, níu hryðjuverkamenn drepnir). 1974 — Fjögurra mánaða neyð- arástandi aflétt í Bretlandi. 1971 — Kongressflokkur Indiru Gandhi sigrar í kosningum á Indlandi. 1974 — Suður-Afríka segir sig úr Alþjóða vinnumálastofnun- inni (ILO). 1942 — MacArthur fer frá Corregidor, Filippseyjum, áleiðis til Ástraliu. 1938 — Þjóðverjar sækja inn í Austurríki. 1935 — Uppreisn undir forystu Venizelosar bæld niður í Grikk- landi. 1920 — Feisal verður konungur í Sýrlandi. 1917 — Bretar taka Bagdad. 1915 — Hafnbann Breta á Þýzkaland tekur gildi. 1861 — Stjórnarskrá Suður- ríkjanna samþykkt í Montgom- ery, Alabama. 1860 — Sameining við Sardiníu samþykkt í þjóðaratkvæði í Toscana, Emilia, Parma, Mod- ena og Romagna á Ítalíu. 1810 — Napoleon Bonaparte kvænist Marie Louise af Aústur- ríki. 1801 — Páll I Rússakeisari myrtur. 1794 — Sjóher Bandaríkjanna stofnaður. 1702 — „Daily Courant, fyrsta dagblaðið í London, hefur göngu sína. Afmæli — Torqato Tasso, ítalskt skáld (1544-1595) - Christian Ditlev Reventlow greifi, danskur stjórnmálaleið- togi (1748-1827) - Sir Harold Wilson, brezkur stjórnmálaleið- togi (1916 —) — Friðrik IX Danakonungur (1899—1972). Andlát — 1820 Sir Alexander Mackenzie, landkönnuður — 1936 Beatty jarl, sjóliðsforingi — 1955 Sir Alexander Fleming, vísindamaður — 1957 Richard Byrd, landkönnuður. Innlent — 1961 Gengið formlega frá samkomulagi við Breta í landhelgismálinu — 1860 f. Val- týr Guðmundsson — 1869 d. Jóhannes sýsl. Guðmundsson — 1871 d. ísólfur Pálsson — 1890 Menntunarfélag verzlunar- manna stofnað — 1904 Fálki kemur í stað fisks í skjaldar- merki íslands — 1941 Þýzkur kafbátur gerir árás á línuveiðar- ann „Fróða" — 1948 Flóð í Ölfusá — 1964 Undanþágur Breta innan 12 mílna renna út — 1969 Lögregluvörður við fjóra næturklúbba í Reykjavík. Orð dagsins — Umræður: að- ferð til að sannfæra aðra um að þeir hafi á röngu að standa — Ambrose Bierce, bandarískur rithöfundur (1842-1914?) Hann sagði á fundi starfsmanna flokks þjóðernissinna í Höfðafylki að fólk sem lokaði augunum fyrir aðstæðunum umhverfis Suður- Afríku neitaði að lifa með sann- leikanum. Botha hefur hvað eftir annað varað landa sína við því að þeir verði að laga sig að aðstæðum eða horfast í augu við innanlands uppreisn. Hann sagði að hvítir Suður-Afríkumenn yrðu að horf- ast í augu við nýjan veruleika og að þeir væru staddir á krossgöt- um. Forsætisráðherrann sagði að nauðsynlegt væri að horfa gagn- rýnum augum á vandamálin sem Suður-Afríka stæði andspænis og endurskoða forgangsröð vanda- málanna. Með tiilögu sinni um ráðstefnu allra flokka hefur Botha orðið við kröfu helztu dagblaða landsins sem hafa spáð því síðan úrslitin í rhódesísku kosningunum urðu kunn að skærustríð muni brjótast út í Suður-Afríku nema því aðeins að ríkisstjórnin ræði við leiðtoga blökkumanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.