Morgunblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980
jHpáður
á morsun
GUÐSPJALL DAGSINS:
Lúk.l.: Gabríel engill send-
ur.
LITUR DAGSINS:
Fjólublár — Litur iðrunar
og yfirbótar.
DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa,
sr. Þórir Stephensen. Kl. 2 föstu-
messa, sr. Hjalti Guðmundsson,
Dómkórinn syngur, organleikari
Marteinn H. Friðriksson.
LANDAKOTSSPÍTALI: Kl.' 10
messa. Organleikari Birgir Ás
Guðmundsson. Sr. Hjalti Guð-
mundsson.
ÁRBÆJARPRESTAKALL:
Barnasamkoma í safnaðarheim-
ili Árbæjarsóknar kl. 10.30 árd.
Guðsþjónusta í safnaðarheimil-
inu kl. 2. Sr. Guðmundur Þor-
steinsson.
ÁSPRESTAKALL: Messa kl. 2 í
Laugarneskirkju. Fermingar-
hörn oe foreldrar þeirra beðin að
koma til guðsþjónustunnar. Sr.
Grímur Grímsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL:
Barnastarfið í Ölduselsskóla og
Breiðholtsskóla kl. 10.30 árd.
Guðsþjónusta í Breiðhoitsskóla
kl. 14. Sr. Jón Bjarman.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barna-
samkoma kl. 11. Guðsþjónusta
ki. 2. Guðfræðistúdentar koma í
heimsókn. Ólafur Hallgrímsson,
guðfræðinemi predikar. Organ-
leikari Guðni Þ. Guðmundsson.
Sr. Ólafur Skúlason.
DIGRANESPRESTAKALL:
Barnasamkoma í safnaðarheim-
ilinu við Bjarnhólastíg kl. 11.
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju
kl. 2. Sr. Þorbergur Kristjáns-
son.
FELLA- OG HÓLAPRESTA-
KALL: Laugard.: Barnasam-
koma í Hólabrekkuskóla kl. 2
e.h. Sunnud.: Barnasamkoma í
Fellaskóla kl. 11 f.h. Guðsþjón-
usta í safnaðarheimilinu að
Keilufelli 1 kl. 2 e.h. Sr. Hreinn
Hjartarson.
GRENSÁSKIRKJA: Barna-
samkoma kl. 11. Guðsþjónusta
kl. 14, altarisganga. Organleik-
ari Jón G. Þórarinsson. Almenn
samkoma n.k. fimmtudagskvöld
kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa
kl. 11. Sr. Erlendur Sigmunds-
son. Messa kl. 2. Sr. Karl Sigur-
björnsson. Fyrirbænamessa
þriðjudag kl. 10.30 árd. Föstu-
messa miðvikudag kl. 20.30. Sr.
Karl Sigurbjörnsson. Kvöldbæn-
ir alla virka daga nema miðviku-
daga og laugardaga kl. 18.15.
Munið kirkjuskóla barnanna á
laugardögum kl. 2.
LANDSPÍTALINN: Messa kl.
lO. Sr. Karl Sigurbjörnsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11 árd. Sr. Arngrím-
ur Jónsson. Messa kl. 2. Sr.
Tómas Sveinsson. Organleikari
dr. Ulf Prunner. Föstuguðsþjón-
usta fimmtudagskv. kl. 20.30. Sr:
Arngrímur Jónsson.
KÁRSNESPRESTAKALL:
Fjölskylduguðsþjónusta í Kópa-
vogskirkju kl. 11 árd. Fullorðnir
eru hvattir til að koma með
börnunum til guðsþjónustunnar.
Sr. Árni Pálsson.
LANGHOLTSPRESTAKALL:
Barnasamkoma kl. 11. Sigurður
Sigurgeirsson, Jón Stefánsson,
Kristján og sóknarpresturinn
sjá um stundina. Guðsþjónusta
kl. 2. Organleikari Jón Stefáns-
son. Einsöngur Garðar Cortes.
Prestur sr. Sig. Haukur Guð-
jónsson. Minnum á merkja- og
kaffisölu Kvenfélagsins eftir
guðsþjónustuna. Sóknarnefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Ástráður
Sigursteindórsson skólastjóri
talar við börnin. Messa kl. 2 í
umsjá sr. Gríms Grímssonar.
Kirkjukór Ásprestakalls syngur,
organleikari Kristján Sigtryggs-
son. Þriðjudagur 25. marz:
Bænaguðsþjónusta kl. 18, altar-
isganga. Kirkjukvöld á föstu kl.
20.30. Dr. Björn Björnsson flytur
erindi og kirkjukór Langholts-
kirkju undir stjórn Jóns Stef-
ánssonar. Sóknarprestur.
SELTJARNARNESSÓKN:
Barnasamkoma kl. 11 árd. í
Félagsheimilinu. Sr. Frank M.
Halldórsson.
NESKIRKJA: Barnasamkoma
kl. 10.30. Messa kl. 2, altaris-
ganga. Kirkjukaffi. Sr. Frank M.
Halldórsson. Munið félagsstarf
aldraðra á laugardögum kl. 3—5.
FÍLADELFÍUKIRKJAN: Al-
menn guðsþjónusta kl. 8 síðd.
Ungir menn tala. Organisti Árni
Arinbjarnarson. Einar J. Gísla-
son.
DÓMKIRKJA KRISTS kon-
ungs Landakoti: Lágmessa kl.
8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd.
— Ferming. Lágmessa kl. 2 síðd.
Alla virka daga er lágmessa kl. 6
síðd., nema á laugardögum þá kl.
2 síd.
FELLAHELLIR: Kaþólsk
messa kl. 11 árd.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Sunnudagaskóli kl. 10 árd. Helg-
unarsamkoma kl. 11. — Bæn kl.
20 og hjálpræðissamkoma kl.
20.30.
KIRKJA JESÚ Krists hinna
síðari daga heilögu — Mormón-
ar. Samkomur að Höfðabakka 9
kl. 14 og 15.
NÝJA POSTULAKIRKJAN
Háaleitisbr. 58: Messa kl. 11 og
kl. 5.
ENSK messa í Háskólakapell-
unni kl. 12 á hádegi.
GRUND, — elli- og hjúkrun-
arheimili: Messa kl. 10 árd.
Jón Kr. ísfeld messar.
GARÐASÓKN: Barnasamkoma
í skólasalnum kl. 11 árd. Séra
Bragi Friðriksson.
BESSASTAÐASÓKN: Barna-
samkoma í dag laugardag í
Álftanesskóla kl. 11 árd. Séra
Bragi Friðriksson.
KAPELLA St. Jósefssystra í
Garðabæ: Hámessa kl. 2 síðd.
VÍÐISTAÐASÓKN Barnaguðs-
þjónusta kl. 11 árd. Almenn
guðsþjónusta kl. 14. — Altaris-
ganga. Séra Sigurður H. Guð-
mundsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 10.30 árd. —
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 2
síðd. — Vænzt er þátttöku ferm-
ingarbarna og forráðamanna
þeirra. — Að guðsþjónustu lok-
inni verður kaffisala kvenfélags
kirkjunnar í Góðtemplarahús-
inu. — Sóknarprestur.
KARMELKLAUSTUR: Há-
messa kl. 8.30 árd. Virka daga er
messa kl. 8 árd.
KAPELLAN St. Jósefsspítala
Hafnarf.: Messa kl. 10 árd.
KÁLFATJARNARSÓKN:
Barnasamkoma í Stóruvoga-
skóla kl. 2 síðd. Séra Bragi
Friðriksson.
NJARÐVÍKURPRESTAKALL:
Guðsþjónusta í Innri Njarðvík-
urkirkju kl. 11 árd. í Ytri-
Njarðvíkurkirkju er sunnudaga-
skóli kl. 11 árd. og guðsþjónusta
kl. 2 síðd. Aðalsafnaðarfundur
að lokinni guðsþjónustu. —
Sóknarprestur.
KEFLAVÍKURKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 11 árd.
Föstutónleikar í kirkjunni kl. 5
síðd. Antonio Corveras organisti
Hallgrímskirkju leikur á kirkju-
orgelið verk eftir Buxtehude,
Bach og C. Franck. — Sóknar-
prestur.
HVALSNESKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11 árd. Sókn-
arprestur.
ÚTSKÁL AKIRK J A: Barna-
guðsþjónusta kl. 13.30. Sókn-
arprestur.
STOKKSEYRARKIRKJA:
Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd.
Sóknarprestur.
AKRANESKIRKJA: Barna-
samkoma kl. 10.30 árd. Messa kl.
2 síðd. Frú Svandís Pétursdóttir
kennari flytur erindi um Móður
Tereseu. Séra Björn Jónsson.
AÐ venju mun Mbl. birta
páskamessutilkynningarnar í
blaðinu á skírdag, 3. april. Eru
það vinsamleg tilmæli til
presta, að þeir sendi þær svo
timanlega að þær liggji fyrir
31. marz næstkomandi. Sama
máli gegnir um nafnalista yfir
termingarbörn, sem fermd
verða um páksana.
Ferming á morgun
FERMING í Dómkirkju Krists-
konungs, Landakoti. sunnudag-
inn 23. marz klukkan 10.30. f.h.
Drengir:
Baltasar Kormákur Baltasarsson
Samper
Þinghólsbraut 57, Kópavogi.
Baldur Örn Baldursson
Möðrufelli 15, Reykjavík.
Ragnar Matthíasson
Efstahjalla 23, Kópavogi.
Skúli Hansen
Gunnarssundi 7, Hafnarfirði.
Stefán Mikaelsson
Ljósvallagötu 22, Reykjavík.
Vilhjálmur Sigmundur Kjartans-
son
Skólagerði 60, Kópavogi.
Stúlkur:
Claudia Lucas
Reynilundi 13, Garðabæ.
Elín Sigríður Friðriksdóttir
Borgarhólsbraut 53, Kópavogi.
Eva Elísabet Jónasdóttir
Ferjuvogi 21, Reykjavík.
Halldóra María Steingrímsdóttir
Háaleitisbraut 115, Reykjavík.
Kristín Gísladóttir
Aratúni 2, Garðabæ.
Kristrún María Heiðberg
Brúnálandi 18, Reykjavík.
Linda Katrín Urbancic
Goðheimum 8, Reykjavík.
Maja Einarsdóttir
Ljósheimum 14, Reykjavík.
AKíLYSINGA-
SÍMINN ER:
22480
jr
Abending vegna
athugasemdar
frá íslandsdeild Amnesty International
í Morgunblaðinu 13. mars birt-
ist grein með tveim athugasemd-
um frá íslandsdeild Amnesty Int-
ernational. Sú fyrri segir — „Und-
anfarið hefur verið fjallað í fjöl-
miðlum um aðgerðir gegn Coca
Cola-verksmiðjum hér og annars
staðar vegna meintra ofbeldis-
verka í Coca Cola-verksmiðjunni í
Guatemala. Að gefnu tilefni vill
íslandsdeild Amnesty Internat-
ional taka fram, að alþjóðasam-
tökin hafa engin afskipti haft af
slíkum aðgerðum, enda er það
yfirlýst stefna þeirra að letja
hvorki né hvetja til efnahagslegra
refsiaðgerða vegna mannréttinda-
brota."
íslandsdeild Amnesty Internat-
ional gefur ofangreinda yfirlýs-
ingu réttilega í anda þeirrar
yfirlýstu stefnu samtakanna að
gæta hlutleysis og taka ekki af-
stöðu til pólitískt blandaðra mála.
Samt sem áður telur íslandsdeild
A.I. ástæðu til þess að ganga feti
framar og gera aðra athugasemd,
og þá, við eina setningu í yfirlýs-
ingu Coca Cola, Atlanta, um þetta
mál, sem hljóðar svona — „Það er
einnig mjög mikilvægt að gera sér
ljóst, að hin réttu og löglegu
yfirvöld í Guatemalaríki hafa
hvorki borið fram ákærur í þessu
máli né dæmt nokkurn aðila fyrir
ábyrgð á ofbeldisverkunum." —
Coca Cola-yfirlýsingin hljóðar svo
í framhaldi af þessari setningu:
„Það er enginn stafur í lögum
Guatemala né í lögum Bandaríkj-
anna sem heimilar riftingu samn-
inga á grundvelli óraunhæfrar
ákæru." ... Framhald þessarar
seinni athugasemdar íslandsdeild-
ar A.I. gefur síðan lýsingu á því
hvernig valdhafar í Guatemala
hafa brotið mannréttindi á þegn-
um sínum um langan aldur. Með
henni er óbeint látið í veðri vaka
að Coca Cola-félagið taki afstöðu
með valdhöfunum í landinu.
íslandsdeild A.I. er um leið að
taka afstöðu í pólitískt menguðu
máli, viljandi eða óviljandi. —
Með túlkun sinni á þessari setn-
ingu er verið að kasta rýrð á gildi
yfirlýsingar Coca Cola-félagsins í
heild, en efnisleg niðurstaða yfir-
lýsingarinnar byggir meðal ann-
ars á þessari setningu.
Svona athugasemd íslands-
deildarinnar getur einungis komið
af stað efasemdum um starf og
stefnu Amnesty International.
Sumir aðilar vilja kjósa þá leið að
fótum troða lög landsins og ganga
þannig í fótspor yfirvaldanna, sem
þeir eru að berjast á móti í
baráttunni fyrir mannréttindum
íbúanna. — Coca Cola hefur kosið
þá leið að fara að lögum. Er þeim
þá nauðugur einn kostur að
standa andspænis „hinum einu
réttu og löglegu yfirvöldum"
landsins, hvort sem þeim líkar
betur eða verr. Önnur yfirvöld og
önnur lög eru ekki fyrir hendi.
Guatemala er eitt af hinum
mörgu ólánsömu ríkjum í þessum
heimshluta, sem hafa í áratugi
þurft að ganga í gegnum þján-
ingar stjórnarbyltinga og mann-
réttindabrota. Með því að fótum
troða lög í sömu andránni og
ætlast er til af fólki að bera
virðingu fyrir lögum og rétti, er
hæpið að aðstoð nái settu marki.
Skýringuna á seinni athuga-
semd íslandsdeildar A.I. er líkleg-
ast að finna í sjálfum höfuðstöðv-
um Amnesty International.
19. mars 1980.
Pétur Björnsson.