Morgunblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980 27 Jómfrúrræða Tryggva Gunnarssonar: Krafan er að sá fiskur, sem við veiðum verði nýttur til fulls Hér fer á eftir jómfrúr- ræða Tryggva Gunnars- sonar skipstjóra á Alþingi en hann skipaði 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í síðustu þing- kosningum á Austurlandi: Herra forseti. Mitt erindi hér í ræðustól þarf ekki að vera langt, en ég tek undir þá ræðu sem framsögumaður flutti hér, hátt- virtur þingmaður, Stefán Guð- mundsson, 3. þingmaður Norður- lands vestra. Ég get tekið undir hvert einasta orð sem hann sagði þar. En ég vildi aðeins til frekari áherslu koma inn á annað svið, sem snertir nýtinguna ekki síður og það varðar stjórnun fiskveið- anna, hvernig við förum að þessu öllu saman. Við vitum öll sem höfum áhuga á þessu máli að mikið vantar á að fiskur sá, sem sjómenn okkar veiða, komi að landi í því besta ástandi sem hann getur verið. Er það af ýmsum orsökum. Stundum eru veiðiferðir of Iangar og fiskur skemmist af þeim sökum. Stund- um er hreinlega um trassaskap í meðferð að ræða. Reyndar verður það alltaf að nefnast trassaskap- ur, ef fiskinum okkar, þessu ágæta hráefni, er spillt. En þá er að lei'ta orsakar til alls þessa og reyna síðan úr að bæta. Of stórir farmar eiga stundum sök í þessu efni, það er troðið í skipin, jafnvel komið með lausan fisk á þilfari. En hvers vegna gerum við þetta? Ég tel, að orsakanna sé að leita í sjálfri stjórnun fiskveiðanna að veru- legum hluta. Á það þá fyrst og fremst við þorskinn, sem er okkar langdýrasta hráefni. Eins og nú er háttað, er visst tímabil á ári, sem við megum veiða þorsk ótakmark- að og síðan koma önnur, þar sem ýmist er um algera stöðvun að ræða eða aðeins lítill hluti aflans, það er 15%, má vera af þorski í hverri veiðiferð. Ég hef viljandi nefnt þorskinn einan til þess að einfalda mál mitt, en þetta á við um aðrar tegundir og í ræðu minni hér áfram tala ég út frá sjónarmiði togara. Það á að vísu við um bátana líka það sem ég segi, en til þess að einfalda þetta allt haga ég þessu svona. Þar sem þorskurinn er eftirsótt- astur og dýrastur okkar botnfiska er næsta mannlegt, að hver og einn reyni að hrifsa til sín sem mest magn þann tíma sem hann hefur leyfi til þess. Þetta hefnir sín aftur þegar farið er að vinna þann afla, sem tekinn er við slíkar kringumstæður. Þá kemur sem sagt í ljós, að varan er ekki eins góð og æskilegt væri. Við vinnslu freistast menn til þess að verka í sem dýrastar pakningar, senda frá sér afurð, sem er ekki í besta gæðaflokki eins og okkar hráefni á alltaf að vera. Markaður gæti fallið af þeim sökum. Þetta skilur hver og einn. Og hér má skjóta inn, að þessi tímabilaaðferð mismunar stórlega þeim sem veiðar stunda, vegna þess að þeir sem næstir sitja bestu fiskislóðum hljóta þá langmest í sinn hlut. Það skal þó ekki eftir- talið að öllu leyti. En eitthvert sanngirnissjónarmið verður þó að vera til staðar á meðan við teljum okkur þurfa að takmarka veiðar, sem ég reikna með að flestir séu ^sammála um. Það er reyndar vikið að því í greinargerð með þessari þingsályktunartillögu, en þar stendur meðal annars með leyfi hæstvirts forseta: „Það er öllum ljóst að hafið er ekki sá brunnur sem endalaust verður ausið úr. Því verður að leggja stóraukna áherslu á gæði og fullnýtingu þess hráefnis, sem þar fæst, hvernig það nýtist sem úr hafinu er dregið, er ekkert einkamál þeirra er að veiðum og vinnslu standa. Það er hagsmuna- mál þjóðarinnar allrar, að þar sé vel og skynsamlega að staðið." Tilvitnun lýkur. Undir þetta geta væntanlega allir tekið, en þá er að leita þeirra leiða, sem bestar eru hvað varðar stjórnunina. Auðvitað eru uppi fjölmargar hugmyndir um aðferð- ir og það er hægt að þekkja hvaðan hver hugmynd kemur, hvort hún kemur að austan, vest- an, sunnan eða norðan. Það er jafnvel hægt að segja með nokk- urri nákvæmni úr hvaða hreppi hugmyndin er komin. Þetta er auðvitað það erfiðasta. Lands- hlutapólitíkin grípur inn í mynd- ina, vægðarlaus eins og hún alltaf Lítum nú aðeins á hvernig til hefur tekist með þá stjórnunárað- ferð, sem uppi hefur verið höfð. Árið 1979 lögðu fiskifræðingar okkar til, að leyft yrði að veiða 250 þúsund tonn af þorski. Sjávarút- vegsráðherra ákvað að veiða mætti 290 þúsund tonn. Það er að segja fyrrverandi sjávarútvegs- ráðherra. í árslok þegar dæmið var gert upp höfðum við veitt 350 þúsund tonn af þorski. Það er 60 þúsund tonnum meira heldur en ráðherra lagði til og 90 þúsund tonnum meira heldur en fiski- fræðingarnir, vísindamennirnir okkar, vildu að veitt yrði. Hvernig líst ykkur á nákvæmni þessarar aðferðar? Nú erum við búnir að heyra fyrstu hugmyndir hæstvirts núverandi sjávarútvegs- ráðherra og reyndar er þegar farið að útfæra þær. Aðferðin sýnist mér lík, það er hert á bönnum, þ.e. tímabilin eru lengd og tímabil júlímánuðurinn er sérstaklega bent á, að þá væru ekki leyfðar þorskveiðar. En það munu flestir vita, að í júlímánuði 1979 henti okkur það sem er ef til vill best að kalla slys að þessu sinni, þegar eyðilagður var þorskur í stórúm stíl, bæði um borð í veiðiskipum og einnig í vinnslustöðvum. Nú er það auðvitað góðra gjalda vert að setja sérstakt bann á júlímánuð í ár, en ég vil hér og nú láta þá skoðun mína í ljós, að hér sé verið að færa til slys, sem var í júlí árið 1979 og við fáum jafnvel tvö slys í staðinn, bæði í júní og ágúst á þessu ári. Þess vegna held ég að við verðum að finna aðra og haldbetri stjórnunaraðferð. Við Austfirðingar höfum komið fram með okkar hugmyndir hvað stjórnun fiskveiða varðar sem og aðrir landshlutar. Okkar hug- myndir hafa fengið slæmar undir- tektir. Þó ætla ég að leyfa mér hér á hinu háa Alþingi að nefna þær. Baldur Guðlaugsson, héraðsdóms- lögmaður: Okurvextir og opinber gjöld Þegar frumvarp til laga um greiðslu opinberra gjalda fyrri hluta ársins 1980 var til meðferð- ar á Alþingi í byrjun þessa árs, urðu nokkrar umræður um drátt- arvaxtatöku hins opinbera af skattskuldum. Albert Guð- mundsson vakti athygli á því, að dráttarvextir væru orðnir veru- legur tekjuliður á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og taldi þá tekjuöflunarleið í meira. lagi hæpna. Að frumkvæði Alberts var gerð breyting á frumvarpinu sem fól í sér, að dráttarvextir af gjaldföllnum en ógreiddum fyrir- framgreiðslum til ríkissjóðs á þessu ári reiknist einvörðungu af því sem gjaldfallið er, en ekki af öllum ógreiddum álögðum eftir- stöðvum. Þetta var þýðingarmikil, þörf og sanngjörn réttarbót fyrir skattgreiðendur. En viti menn. Aðeins örfáum vikum eftir sam- þykkt áðurnefnds frumvarps var afgreitt frá Alþingi frumvarp um breytingu á nýju skattalögunum, þ.e. lögum nr. 40 frá 1978 um tekjuskatt og eignaskatt. Að orð- inni þeirri breytingu segir nú m.a. í 110. gr. laganna: „Tekjuskattur og eignarskatt- ur hvers gjaldanda skal greiddur á tíu gjalddögum á ári hverju. Eru gjalddagar fyrsti dagur hvers mánaðar nema mánuðina janúar og júlí... Vangreiðsla að hluta veldur því að skattar gjaldandans falla í eindaga 15 dögum eftir gjalddagann, þó ekki fyrr en 15. næsta mánaðar eftir að álagningu er lokið...“ Og í 112. gr. laganna segir nú: „Sé skattur ekki greiddur inn- an mánaðar frá gjalddaga skal greiða ríkissjóði dráttarvexti af því sem ógreitt er, talið frá og með gjalddaga. Dráttar- vextir eru þeir sömu og hjá innlánsstofnunum, sbr. 13. gr. laga nr. 10/1961 og ákvörðun Seðlabanka íslands á hverjum tíma.“ Hvað skyldi þetta nú merkja? Ég skal útskýra það með einföldu dæmi. Setjum sem svo að álagður tekju- og eignarskattur á Jón Jónsson skv. álagningu í júlímán- uði n.k. verði tvær milljónir króna. Hann hafi staðið í skilum með fyrirframgreiðslur sem numið hafi kr. ein milljón, en eigi ógreidda eina milljón króna. Þessa milljón beri honum að greiða með jöfnum greiðslum 1. ágúst, sept- ember, október, nóvember og des- ember n.k., þ.e. kr. 200.000 í hvert sinn. Vegna tímabundinna fjár- hagsörðugleika getur Jón Jónsson ekki greitt ágúst-greiðsluna á réttum tíma. Skv. lögunum gjald- falla þá allar eftirstöðvar skatt- anna þann 15. ágúst og eftir það reiknast dráttarvextir af þeim hluta allrar fjárhæðarinnar sem ógreiddur er, allt þar til skuldin hefur öll verið greidd. Þótt Jón komi þann 1. september og greiði ágúst- og septembergreiðsluna ásamt áföllnum dráttarvöxtum og sé því í raun búinn að gera skil á því sem honum bar skv. álagning- unni breytir það ekki því að áfram reiknast dráttarvextir af kr. 600.000. Miðað við núgildandi dráttarvexti nema dráttarvextir af kr. 600.000 nú kr. 27 þúsund á mánuði. Á sviði fjármunaréttarins er stundum um það að ræða, að skuld sem greiða ber með afborgunum á lengri tíma, telst öll í gjalddaga fallin, ef ein greiðsla lendir í vanskilum. Þetta gildir t.d. iðulega um skuldabréf. Hins vegar er nær undantekningarlaust, að skuldar- eigendur samþykki að falla frá gjaldfellingu allrar skuldarinnar, ef skuldari greiðir þann hluta hennar sem einn væri gjaldfallinn ef staðið hefði verið í skilum, ásamt áföllnum dráttarvöxtum. En löggjafinn íslenzki sér ekki ástæðu til að skattgreiðendum séu Þetta er kvótafyrirkomulag. Nú reikna ég með að einhverjir hátt- virtir þingmenn hrökkvi við í sætum sínum, en það verður að hafa það. Hugmynd okkar var sú, að deilt yrði niður á hvert skip ákveðnu magni, ekki endilega jafnt heldur fengju þeir sem næst væru bestu fiskislóðum sinn hlut betur mældan. Með öðrum orðum við vildum koma fram af fullri sanngirni. Ég held að ég hafi ekki fleiri orð um þessar tillögur okkar. En síðar hefur mér verið bent á, að heppi- legra mundi að beita kvótaaðferð- inni þannig, að eðlileg, — takið eftir, eðlileg afkastageta fisk- vinnslustöðva yrði látin ráða, og til þess að útskýra orðið eðlilegur er kannske rétt að tala um það að víða á landinu er farið að flytja inn fólk í stórum stíl til þess að krafsa eitthvað í bakkann. En hvor þessara aðferða sem er hefur þann kost, að þá veit hver og einn í upphafi árs hvaða hlutur honum er ætlaður og þarf ekki að böðlast áfram eins og naut í flagi spillandi ágætu hráefni þann tíma sem frelsið varir á miðunum. Með þessu vinnst það einnig að þær hámarkstölur, sem við veljum í upphafi árs standast og það er ekki svo lítið atriði. Það yrði stærsta slys í okkar þjóðarsögu, ef við eyddum þorskinum okkar. Við munum öll hvernig fór um síldina og hversu hart það áfall var, en reynum nú að hugsa okkur ef þorskurinn fengi sömu útreið. Slíkt áfall þyldum við alls ekki. Herra forseti. Ég hef í stuttu máli reynt að bregða hér upp mynd sem ég held að væri vert að skoða og skoða vandlega. Sumir telja að vísu að það sé allt í lagi, það sé nógur fiskur í sjónum og við eigum bara að keppast um að veiða. Ég vil eindregið vara við slíku hugarfari og algert lágmark hlýtur það að vera og krafa að sá fiskur sem við veiðum verði nýttur til fulls og verði besta vara, sem boðin er á hinum harða alþjóðlega fiskmarkaði. gefin nein grið. Lendi þeir í vanskilum að hluta þannig að álagðir skattar gjaldfalli allir, skal ekki aftur snúið og þá verða menn að greiða háa dráttarvexti af öllum eftirstöðvum, þótt þeir greiði þær greiðslur sem þeir áttu skv. álagningu að vera búnir að greiða. Þessi ákvæði laga um tekjuskatt og eignarskatt eru afar harðn- eskjuleg svo ekki sé meira sagt og næsta furðulegt að Alþingi skuli samþykkja þau fáeinum vikum eftir að vakin hafði verið athygli á þessu þar innan veggja og öðru lagafrumvarpi breytt af því til- efni. Og nú fyrir nokkrum dögum var gerð tillaga um að inn í frumvarp til breytinga á lögum um tekjustofna sveitarfélaga komi sams konar ákvæði eins og til að taka af öll tvímæli um að sama einstefnan skuli viðhöfð að því er varðar dráttarvexti af útsvörum. Ég vil nú beina því til þing- manna, að þeir felli eftirfarandi mgr. niður úr 9. gr. frumvarps til laga um breytingu á lögum nr. 8 1972 um tekjustofna sveitarfélaga: „Vangreiðsla að hluta veldur því að útsvar gjaldandans fell- ur í gjalddaga 15 dögum eftir gjalddagann, þó ekki fyrr en 15. næsta mánaðar eftir að álagningu lýkur." Jafnframt legg ég til að þeir felli samhljóða málsgrein brott úr 110 gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt og breyti um leið orðunum „skal greiða ríkissjóði dráttarvexti af því sem ógreitt er“, í 1. mgr. 112. gr. sömu laga „skal greiða ríkissjóði dráttarvexti af því sem gjaldfallið er.“ Eftir stæði þá að greiða bæri dráttarvexti af þeim opinberu gjöldum sem á hverjum tíma væru gjaldfallin en ógreidd, þ.e. séu þau ekki greidd innan mánaðar frá gjalddaga. Það er ekki seinna vænna, að skattgreiðendur njóti lágmarks- mannréttinda í skiptum sínum við hið opinbera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.