Morgunblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980 Sérkennilegt ferðalag ungra manna úr Kópavogi: Sigu niður í „dýpsta gat á íslandi“ Óskar, Már og Björgvin (lengst t.h.) búa sig undir að síga niður. í SÍÐUSTU viku tóku fjórir ungir menn úr Kópavogi sig tii og sigu eða klifu niður í það sem þeir vilja nefna „dýpsta gat á íslandi." l>að sem hér um ræðir er 110 metra djúpur gigur í Þríhnjúkum, þrjá til fjóra kilómetra frá skíðasvæð- inu i Bláfjöllum. Gígurinn, sem er sem fyrr segir um 110 metra djúpur, er því sem næst alveg lóðréttur niður úr toppi nyrsta hnjúksins, og er gigurinn um 10 metra í þvermál efst, en víkkar eftir því sem neðar dregur. Ungu mennirnir sem fóru niður í þetta sérkennilega nátt- úrufyrirbrigði, eru Óskar Jóns- son og Björgvin Richardsson, báðir nemar í Menntaskólanum í Kópavogi, og Már Guðmundsson nemi í Iðnskólanum í Reykjavík. Björgvin sagði í samtali við Morgunblaðið, að eftir því sem best væri vitað hefði aðeins einu sinni áður verið farið niður í giíginn. Var það fyrir nokkrum árum að Vestmannaeyingur lét sig síga þar niður, með sömu aðferð og notuð er í bjargsigi. Aðra taldi Björgvin ekki hafa farið niður í gíginn, enda væri hann ekki sérlega árennilegur, þegar að væri komið. Þegar komið væri upp á nyrsta hnjúkinn yrði gígurinn þar fyrir vegfarendum, eins og svart gat í fjallstoppnum. Svo djúpt er niður að ekki sést þangað, og séu steinar látnir falla frá brúninni niður, heyrist varla er þeir koma niður. Mönn- um mun þó oft hafa dottið í hug að fara þarna niður, en ekki látið verða af því er á hólminn var komið. Björgvin sagði þá félaga hafa farið upp og niður á sama vaðnum, hvern á fætur öðrum, Björgvin lætur sig síga niður í gígopið, en fyrir neðan hann er 110 metra djúpt svart gat, niður á botn gigsins. Vegna hættu á grjóthruni er Björgvin með hjálm á höfði eins og sést á myndinni. einn og einn í einu. Voru þeir misjafnlega fljótir í förum, eða frá sjð til átta mínútum upp í hálfa kulkkustund. Þeir notuðu ekki sömu aðferð og notuð er við bjargsig, heldur voru þeir með svonefnd „jumer-tæki“, eins og fjallgöngumenn nota við að klífa þverhnípt björg. Með sér höfðu þeir luktir, til að lýsa niðri í gígnum, en þar er svo dimmt að ekki sér handa skil. Er gígurinn þó nær lóðrétt- ur sem fyrr segir, og sést op hans vel frá gólfi, ef horft er beint upp. Björgvin sagði þá félaga hafa haft hjálma á höfði til hlífðar, og að öðru leyti þann búnað er fjallgöngumen nota. Áður en þeir fóru í gíginn var þeim sagt að hann væri aðeins um 80 metra djúpur, en sem fyrr segir reyndist 30 metrum lengra niður. Kom það þó ekki að sök, þar sem strengurinn sem þeir notuðu var nægilega langur. Niðri á botni eða gólfi gígsins sagði Björgvin að væri bingur nokkur, og er hann hæstur þar sem ber undir opið mitt. Hallar Eins og sjá má á þessari mynd er gatið ekki sérlega árennilegt, en nóg er af góðum steinum til að festa vaðinn í við gigopið. síðan frá bingnum til hliðanna, en niðri víkkar gígurinn mjög út. Sagði Björgvin loftið niðri hafa verið gott og tært, og virtist því vera op að finna einhvers staðar niðri í gígnum. Þá var þarna einnig fremur hlýtt eins og hiti væri pndir, og vatn seytlaði um veggi, en snjó festi ekki eða klaka. Björgvin sagði þá félaga hafa farið för þessa af hreinni ævin- týralöngun, en ekki af neinni sérstakri ástæðu. Það hefði hins vegar komið þeim á óvart, að niðri var ekkert að finna af neinu tagi, ekki svo mikið sem ærlegg eða hrútshorn. Væri það í rauninni undarlegt að sauðfé skyldi aldrei hafa fallið þarna niður. Ljósker þeirra félaga voru hins vegar það léleg, að þeir treystust ekki til að kanna hell- isgólfið vandlega, af ótta við að týna vaðnum er færa átti þá aftur upp á yfirborð jarðar að könnun gígsins lokinni. Gígur þessi heitir ekki neitt sérstakt, að sögn Björgvins, og taldi hann ef til vill ástæðu til að auglýsa eftir nafni á hann. „Foreldrar og börn“ Á síðr.sta ári „ári barnsins" komu út margar bækur og sum- ar í tilefni þess, sem árið var helgað. Að sjálfsögðu voru allar bækur ársins misjafnar eins og öll mannanna verk. Og í landinu eru dómarar, líklega flestir sjálfskipaðir aðrir valdir af valdhöfum fjölmiðla, blöðum og útvarpi. Segja má þessa ritdómara gefa forskrift — og marka stefnu um menningarmál á sviði bókmennta og í heimi orðs og tungu eins æðsta og elzta lifandi tungumáls veraldar. Þeirra hlut- verk er því heilagt, vandasamt og viðamikið. Margir rækja það af trúmennsku og gefa tón við hæfi í hljómkviðu hins lítt hugs- andi lýðs. En sumum virðist þó helzt tamt að hrósa bókum, sem hafa að minnsta kosti einn klámkafla tii að æsa og kitla hugi kaupenda og vekja umtal, svo að bókin seljist vel. Auðvitað geta slíkar bækur, hvort heldur frumsamdar eða þýddar haft fullt gildi sem listaverk og til umhugsunar. En að setja þær einar og eingöngu í hásæti tekur engu tali, ekki sízt ef aðrar betri eru gleymsku gefnar oggrafnar í þagnar djúpi. Þar er áreiðanlega miðað mest við augnablik líðandi stundar í hugsun, og hagnað örfárra í aurum fremur en mennt. Vart mundi unnt að finna bókartitil eða nafn, sem betur hæfði hugsjón takmarki „barna- árs“ en „Foreldrar og börn“. Einmitt bók með því nafni kom út á íslandi síðasta ár 1979. En hve margir hafa veitt því at- hygli? Hve margir ritdómarar og bókmenntagagnrýnendur hafa veitt henni þá virðingu að nefna hana í hjali sínu um bækur, hvað þá meira? Líklega einn, að litlu þó. Hvar var útvarp og sjónvarp til að benda á gildi og gagn slíkrar bókar. Hún ætti þó lítil sé, að vera lesin á hverju einasta heimili og til íhugunar og umræðu í hverjum slíkra. Fátæk ekkja, sem þó er auðug að sannri menntun, Guðný Gils- dóttir, ættuð af Vestfjörðum gaf bókina út. Hún segir: „Bókin Foreldrar og börn er stutt og gagnorð og aðgengileg. En ég varð að ganga milli útgefenda á þriðja ár, af því að enginn vildi gefa hana út. Þeir sögðu: „Góðar bækur ganga ekki út.“ Heiðruðu íslendingar, þetta er harður og hryllilegur dómur. Er helzta bókmenntaþjóð heims að komast svona lágt í skilningi og vali síns auðlega gulls? En Guðný Gilsdóttir er ein þeirra íslenzku kvenhetja, sem ekki kvartar og enga uppgjöf kann. Hún gaf íslenzku þjóðinni bókina á eigin kostnað sem gjöf á „ári barnsins“. En ísafold sér um dreifingu hennar. „Og ég er tilbúin að leggja fram meira fé, ef hún selst upp,“ segir Guðný. „Hún gæti komið einhverju góðu til leiðar," bætti hún við, þegar ég heimsótti hana um daginn. Annars var þeösi eftirsr. Árelius Nielsson bók, sem er uppeldisfræðilegs eðlis, gefin út fyrir aldamót. Seldist þá upp á stuttum tíma. Hún er ein hinna sígildu rita á sígildu máli um sígilt efni og ætti að geta orðið öllum lesend- um sínum til blessunar. Samin eftir hollenzkan doktor, Ritter að nafni og þýdd eftir einn af höfuðklerkum aldamótanna á íslandi sr. Ólaf Ólafsson í Arn- arbæli. Hann er mér ógleyman- legastur í Dómkirkjunni sem sá er talaði yfir hinztu hvílu Einars Benediktssonar, þar sem stúd- entar stóðu heiðursvörð. Upphafsorðin í „Foreldrar og börn“ er spurningin: Á hverju hefur hver þjóð mesta þörf? „Hið eina nauðsynlega“, nauð- syniegast alls er að börn vor verði sannir föðurbetrungar. Vér þurfum að ala upp kynslóð með heitari trú, hreinna siðgæði, meiri virðingu fyrir hinu fagra, góða og göfuga, meiri dug og drengskap. Þetta er undirstaða allrar farsældar andlega og efnalega. „Varftar mcsf til allra orfta •undirstaftan rétt sé fundin." í þessum anda er allt annað efni bókarinnar „Foreldrar og börn“. Líklega er hún svo ein allra ódýrasta bók nýútkomin. En ég spyr alla hina heiðruðu gagnrýn- endur og ritdómara fjölmiðl- anna: Hví gleymduð þið að geta þessarar bókar? Var hún ekki orðs virði? Kannske þurfið þið og við öll að eiga meira af hinni sönnu menntun og djúpa skilningi Guð- nýjar Gilsdóttur. Reykjavík 1. febrúar 1980. Árelíus Níelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.