Morgunblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980 45 þegar málleysingjar eru beittir órétti. Þannig er mál með vexti, að fyrir nokkru var lögreglan send til okkar að kvöldi og var það út af hundinum okkar. Átti hann að hafa verið laus allan þann dag og hrætt líklega fjölda manns. Þetta kom eins og reiðarslag yfir okkur, því að enginn er heima hér hjá okkur frá morgni og fram eftir degi. Þegar ég kem svo heim hleypti ég hundinum út og er hann alltaf bundinn. Þá kom það líka í ljós, að hundurinn hafði hrætt fólk, þegar hann vogaði sér að segja„voff, voff“ um leið og ein- hver átti leið um. Hundar vita miklu meira um fólk og innræti þess en við. Ef þeim líkar ekki eitthvað í fari einhvers þá leyfa þeir sér að segja „voff, voff“ enda það eina sem þeir geta sagt. Það er líklega rétt að taka það fram að við búum úti á landi og skal „menningin" vera svo mikil hér, að ekki einu sinni vel upp alinn hundur, sem gerir ekki flugu mein, á rétt á að lifa. En það mun vera í lagi, þó að maður sofi ekki fyrir „jarmi" á nóttunni, þegar blessaðar rollurnar eru að flakka hér um með lömbin sín á vorin. Það mun einnig vera í lagi þó maður eigi fótum sínum fjör að launa á leið til vinnu, þegar ótemjur leggja undir sig göngu- leiðir í bænum. Hundurinn minn hefur einnig komist í tæri við þessa ótömdu hesta, því einhverra hluta vegna hafa þeir dálæti á lóðinni okkar. Svo hefur mér ætíð verið það ráðgáta hvernig foreldrum dettur í hug að innræta það börnum sínum að allir hundar bíti og séu grimmir. Það er ekki til betri leikfélagi fyrir börn en einmitt vel uppalinn hundur og ef maður ætlar virkilega að eignast tryggan vin þá er hundurinn beztur. Með þökk fyrir birtinguna Lydia Jörgensen Þessir hringdu . . . • Tekjustofn sveitarfélaga Ríkisskattstjóri, Sigurbjörn Þorbjörnsson, hringdi: „Vegna fyrirspurnar, sem beint var til mín í dálki Velvakanda — þessir hringdu — vil ég upplýsa að þessi þáttur, þ.e. fasteignagjöld, fellur ekki undir verksvið ríkis- skattstjóra. Fasteignagjöld eru innheimt skv. lögum um tekju- stofna sveitarfélaga. Vil ég ráð- leggja fyrirspyrjanda, Gunnari Gunnarssyni, að snúa sér til félagsmálaráðuneytisins, því það fer með æðsta vald í þessum málefnum sveitarfélaganna. • Þakkir til Gunnars Ásgeirssonar Ásgeir Guðnason hringdi: „Ég vil þakka Gunnari Ás- EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU geirssyni fyrir fræðandi og fleira ámóta athyglisvert í poka- skemmtilegar greinar í Morgun- horninu og skora því á hann að blaðinu upp á síðkastið. veita okkur lesendum meira af Mér býður sínum brunni og tíma með frekari í grun, að Gunnar hafi margt skrifum." 1930 Hótel Borg 1980 Laugardagskvöld *—'Sérstök á sinn hátt'“^ • Diskó — íslenzkt • Rokk og ról • Gömlu dansarnir • Sýningaratriði FOS WEEK ENWNG MARCH 22, 1N0 í kvöld sýnir hinn snjalli og úthaldsmikli diskó- dansari Sigurður Grettir. Kynnum auk þess í kvöld „Top 10“ í Bandaríkjunum skv. heimildum Billboard. Plötusnúður kvöldsins Magnús Magnússon frá „Dísu“ stjórnar danstónlist fyrir alla aldurshópa. 20 ára aldurstakmark. Persónu- skilríki og spariklæðnaður skil- yröi. Hótel Borg í fararbroddi í hálfa öld, sími 11440. ^Baukne cht Frystir og kcelir í einum skóp Tekur ekki meira rúm en venjulegur kæliskápur Alsjálfvirk affrysting í kælirúmi Ódýr í rekstri Fáanlegur í lit Greiðsluskilmálar eða staðgreiðsluafsláttur Utsölustaöir DOMUS, og kaupfélögin um land allt Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavík Simi 38900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.