Morgunblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980 23 Rússar þjarma að Júgóslövum Jane Fonda Jack Lemmon Belgrad, 21. marz. AP. SOVÉTRÍKIN og fylgiríki þeirra hafa hleypt af stokkunum herferð til að þjarma að óháðri stefnu Júgóslavíu með þrýstingi að sögn talsmanns júgóslavn- eska utanríkisráðuneytisins, Mirko Kalezic, i dag. Hann benti á gagnrýni frá Víetnömum sem hann sagði að hefði verið endurtekin í Sov- étríkjunum og í Tékkóslóvakíu og Búlgaríu, traustustu banda- lagsríkjum Rússa í Austur- Evrópu. Hann kvað bersýnilega á ferð- inni árás á Júgóslavíu, sem opin- berir víetnamskir aðilar ættu frumkvæði að, en ekki blaðadeil- fjallaði meðal annars um ugg Júgóslava út af Afganistan. I grein í víetnamska flokks- málgagninu var því haldið fram að Júgóslavar væru „að slást í hóp með skaðræðisöflum undir yfirskini hlutleysisstefnu". Júgó- slavar voru jafnframt sakaðir um að „ganga erinda bandarískrar heimsvaldastefnu og kínverskrar útþenslustefnu." Sovézka blaðið „Za Rubezom“ hefur sakað júgóslavneska leið- toga um „virkan stuðning við stefnu valdablokkar heimsvalda- sinna og Kínverja og hlutdeild í áróðursstríðinu gegn Sovétríkj- unum“. Kalezic gagnrýndi þessi um- mæli og athugasemdir hans voru fyrsta opinbera svarið frá Júgó- slavíu við þessum ásökunum. Hann sakaði Víetnama, sem hafa dregið taum Kúbu, um samsæri um að „etja saman Júgóslövum og öðrum óháðum og vinveittum ríkjum“. Eitt erfiðasta verkefni júgóslavneskra leiðtoga er að viðhalda áhrifum landsins í hreyfingu óháðra ríkja án Titos. Fonda og Lemmon verðlaunuð fyrir „China Syndrome44 Katalóníukosningarnar: London, 21. marz. AP. JANE Fonda og Jack Lemmon, aðalleikararnir í kvikmyndinni „Kjarnaleiðsla til Kína“ sem hefur verið sýnd í Reykjavík undanfarið, fengu í dag verð- laun sem bezta leikkona og bezti leikari frá Brezku kvikmynda- Veður Akureyri -3 snjóél Amsterdam -3 heiðríkt Aþena 16 heiórlkl Barcelona 14 skýjað Berlín 2 heiðríkt BrUssel 5 skýjað Chicago 15 skýjað Denpasar 31skýjað Dublin 4heiðríkt Feneyjar 10þokumóða Frankfurt 5 skýjað Genf 10 skýjað Helsinki -6 heiðríkt Hong Kong 25heiðríkt Jerúsalem 14 skýjað Kaupmannahöfr i-2 skýjað Las Palmas 20 skýjað Lissabon 15 skýjað London 3 skýjað Los Angeles 22 skýjaö Madríd 11 rigning Mallorca 16 hálfskýjað Malaga 14skýjað Miami 26 skýjað Montreal 9 skýjað Moskva -5 skýjað Nýja Delhi 31heiðríkt New York 15 rigning Ósló -1 heiðríkt París 3 snjókoma Reykjavík -1 léttskýjaö Rio De Janeiro 33 bjart Rómaborg 14 skýjaö Stokkhólmur -2 heiðríkt San Francisco 14 bjart Sydney 29 bjart Tel Aviv 19 heiðrlkt Tókýó 13 skýjað Toronto 14 skýjað Vancouver 10 skýjað Vínarborg -1 snjókoma Ástralía set- ur sovézk skip í bann ÁSTRALSKA stjórnin hefur ákveðið að banna afgreiðslu á sovézkum skipum í áströlskum höfnum frá og með 31. maí og er þar einkum um að ræða skemmti- ferðaskip sem koma við í ýmsum höfnum þar á siglingu um heims- höfin. Samgönguráðherra Ástra- líu, Ralph Hunt, tilkynnti bannið og sagði að bannið næði til allra sovézkra skipa hverrar gerðar sem þau væru, þar með talin hafrann- sóknaskip. og sjónvarpsakademíunni, sem veitir árlega viðurkenningu af margvíslegu tagi. Mynd Woody Allens „Manhatt- an“, fékk verðlaun sem bezta kvikmyndin og einnig fyrir bezta handritið. Robert Duval fékk verðlaun fyrir beztan leik í auka- hlutverki fyrir „Apocalypse Now“ — ein margra Víetnammynda sem gerðar hafa verið síðustu ár. Vísindaskáldsögumyndin „Alien" fékk verðlaun fyrir beztu leik- mynd, listræna leikstjórn og beztu hljóðgæði. Dennis Christopher var úr- skurðaður efnilegasti nýliði fyrir hlutverk sitt í „Breaking away“ og Alec Guinnes fékk verðlaun sem bezti sjónvarpsleikari ársins, en hann fer með hlutverk meist- aranjósnarans George Smiley í mynd BBC eftir sögu Le Carré, „Thinker, Tailor, Soldier, Spy“. Þrátt fyrir veikindi Josip Broz Tito forseta hefur hin samvirka forysta sem stjórnar landinu gert harða hríð að Rússum fyrir innrás þeirra í Afganistan. Vitað er að síðasta formlega orðsend- ingin frá Tito af sjúkrabeði 44 kg heróíns náðust á Ítalíu Milanó, Ítaliu. 21. marz. AP. L0GREGLAN í Mílanó kom í dag höndum yfir 44 kíló af heróíni sem átti að fara til Bandarikjanna og var tilbúið til sendingar. Söluverð þessa varnings mundi hafa verið um 60 milljónir dollarar. Þrír bræður, ættaðir frá Sikiley, tveir þeirra búsettir í Bandaríkjun- um, voru handteknir vegna þessa máls. Bandaríska fíkniefnalögregl- an mun hafa fengið pata af málinu og var höfð samvinna við ítölsku fíkniefnalögregluna. Tveir voru handteknir í Bandaríkjunum, en þeir eru grunaðir um að hafa átt að veita heróíninu viðtöku. Lögreglan segir að heróínið hafi. fundizt í geymsluhúsi útflutnings- fyrirtækis skammt frá Malpensa- flugvelli. Átti að koma því í flugvél í dag, föstudag. Heróínið var í málmhylkjum, sem falin voru undir hljómplötubunkum. Ingiríður sjötug Kaupmannahöfn, 21. marz. Frá Erik Larsen, fréttaritara Mbl. INGIRÍÐUR ekkjudrottning Dana er sjötug í dag og hafa landar hennar minnzt þess á ýmsan hátt i dag, enda Ingiriður einkar vel þokkuð af þegnum sinum. Hún er sænsk að uppruna, dóttir Gustavs Adolfs þáverandi krónprins Svíþjóðar og fyrri konu hans, Margaretar krónprinsessu. Ingiríð- ur giftist Friðriki Danaprins árið 1935 og var brúðkaup þeirra ein hin mesta veizla sem haldin hefur verið í Svíþjóð og enn í minnum höfð. Við lát Kristjáns tíunda urðu þau síðan konungshjón Danmerkur, Ingiríður og Friðrik 9., og áunnu sér hylli og virðingu þegnanna með alþýðlegri og þó konunglegri fram- göngu. Dætur þeirra eru þrjár, Margrét drottning, Benedikta og Anna María. Síðan Friðrik 9. lézt hefur Ingiríður sinnt ýmsum sínum einka- áhugamálum, svo sem blómarækt og innanhúsarkitektúr dg hún er átta barnabörnum sínum hin ágætasta amma. Ingiriður ekkjudrottning Sartre sjúkur Paris, 21. marz. AP. FRANSKI rithöfundurinn og spek- ingurinn Jean Paul Sartre var fluttur í sjúkrahús aðfararnótt fimmtudags með lungnaveiki. Sartre er 74 ára gamall. Franska útvarpið sagði síðdegis, að hann væri á gjörgæzludeild Broussaissjúkrahússins, og yrðu engar tilkynningar gefnar út um líðan hans að fyrirmælum ástvina hans. Sjúkdómur sá sem Sartre þjáist af heitir á ensku pulmonary edema og hættir þeim einkum til að veikjast sem hafa mjög næmt taugakerfi og þanið, ellegar hafa hjartakvilla. Þjóðernissinna- flokkurinn vann óvæntan sigur Barcelona, 21. marz. AP. HÓFSAMUR flokkur þjóðernis- sinna í Katalóníu vann óvæntan sigur í þingkosningunum þar í gær, en allar spár um úrslit höfðu verið á þá lund að flokkur sósíalista myndi vinna sigur. Þegar talin höfðu verið nær öll atkvæði í kosningunum kom þó í ljós að Þjóðernisssinnaflokkur- inn undir forystu bankastjórans og iðjuhöldsins Jordi Pujol hafði fengið 43 þingsæti og Sósíalista- flokkurinn 33 sæti. Kommúnistar komu þriðju með 25 sæti og Miðflokkur Adolfo Suarez for- sætisráðherra fékk átján sæti, repúblikanaflokkur Katalóníu fékk fjórtán sæti og Sósíalista- flokkur Andalúsíu tvö sæti. Á þingi Katalóníu munu sitja 135 fulltrúar. Pujol vantar 25 sæti upp á meirihluta og hafa menn haft uppi vangaveltur um hvort hann muni ganga til sam- starfs við kommúnista sem hafa einmitt þá tölu sem þjóðernis- sinna vantar. I yfirlýsingu Pujols þegar úrslitin lágu fyrir, neitaði hann því sem hugsanlegri lausn að flokkur hans gæti starfað með kommúnistum, þar sem þeim væri ekki treystandi. Á kjörskrá í Katalóníu voru 4.3 milljónir, en 63% greiddu at- kvæði. Ástralskt glasa- barn í vonum FYRSTA glasabarnið í Ástralíu mun koma í heiminn í byrjun júní, að því er fréttir herma. Móðirin er 24 ára gömul og hefur ekki verið frá því skýrt hvort hún eigi önnur börn. Tekið er fram að þetta glasabarn sé ávöxtur af sam- starfsrannsóknum við Konunglega kvennaspítalann í Melbourne og Læknamiðstöð þá sem kennd er við Viktoríu drottningu. Þetta gerðist 22. marz 1974 — Kappaksturskempan Peter Revson ferst í æfingu í Suður-Afríku. 1962 — Árásir hægrisinnaðra franskra hryðjuverkamanna á stjórnarhermenn í Atgeirsborg. 1946 — Jórdania fær sjálfstæði. 1945 — Arababandalagið stofn- að í Kaíró, Egyptalandi. 1917 — Bandaríkin viðurkenna bráðabirgðastjórnina í Rúss- landi fyrst allra ríkja. 1820 — Bandaríska sjóhetjan Stephen Decatur særist ban- vænu sári í einvígi við James Barron flotaforingja nálægt Washington. 1794 — Bandaríkjaþing sam- þykkir lög sem banna bandarísk- um skipum að flytja þræla til annarra landa. 1765 — Enska þingið samþykkir stimpillögin sem auka álögur í norður-amerísku nýlendunum. 1622 — Um 35 Virginíumenn drepnir í fyrstu fjöldamorðum Indíána á evrópskum landnem- um í Norður-Ameríku. 1312 — Páfi leggur niður reglu Musterisriddaranna. Aímæli — Anthony Van Dyck, hollenzkur listmálari (1599 — 1641) — Maximilian keisari I (1459 - 1519) - Vilhjálmur I Þýzkalandskeisari (1797 — 1888) — Robert Andrews Millikan, bandarískur vísindamaður (1868 - 1953). Andlát — 1687 Jean Baptiste Lully, tónskáld - 1832 Johann Wolfgang von Goethe, skáld & heimspekingur. Innlent - 1949 Keflavík fær kaupstaðarréttindi — 1663 d. Ragnheiður Brynjólfsdóttir — 1839 Gjaldi af húsgerðarefni aflétt — 1924 Jón Magnússon forsætisráðherra í þriðja sinn — 1978 Stjórn Rarik segir af sér. Orð dagsins — Hin sanna auð- legð mannsins er fólgin í hinu góða sem hann lætur af sér leiða i lífinu — Múhameð, arabískur spámaður (570—632).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.