Morgunblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 38
V 38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980 + Móöir okkar, CLARA BIRGITTE ÖRVAR, lést á Borgarspítalanum 21. marz. Börn hinnar Iðtnu. Systir okkar, RAGNHILDUR RÓDAHAL JÓNASDÓTTIR, frá Hlíö, lést á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn þann 19. þ.m. Ketill Jónasson, Páll Th. Jónasson, Þorvaldur Jónasson, Þorsteinn Jónasson, ____________________________________Ragnar Jónasson. + Hjartkær eiginkona mín, JÚLÍANA ODDSDÓTTIR, andaöist á Landakotsspítala miövikudaginn 19. marz. Magnús Guöbrandsson. + Hjartkær móöir okkar, tengdamóöir og amma STEINUNN ÓLÖF HELGADÓTTIR, Vesturbergi 10, lést fimmtudaginn 20. marz. Stefán Gunnarsson, Erla Guöjónsdóttir, Almarr Gunnarsson, Inga Ingvarsdóttir, Jóhanna Jónsdóttir og barnabörn. + Faöir okkar, BENEDIKT ÖGMUNDSSON, fyrrverandi skipstjóri, Hafnarfirói, andaöist á Borgarspítalanum þann 21. marz. Börnin. + Maöurinn minn, faöir okkar og tengdafaðir, JÓN KR. NÍELSSON, Grænugötu 12, Akureyri, lést í Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri. Petra Jónsdóttir, börn og tengdabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, EDVALD EYJÓLFSSON, skipstjóri, Flúðaseli 72, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. marz kl. 1.30. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Slysavarnafélag íslands. Björg Hafsteins, Eyjólfur Eðvaldsson, Heba Hallsdóttir, Aldís Eðvaldsdóttir, Þórir Arngrímsson, Eövald A. Eðvaldsson, Guörún Þórsdóttir, Björgvin Eövaldsson og barnabörn. Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóður og ömmu, HREFNU ÓLAFSDÓTTUR, yfirhjúkrunarkonu. Guörún Sif Jónsdóttir, Davíö Guömundsson, Hallgrímur Smári Jónsson, Jóhanna Bergmann, Ólafur Reynir Jónsson og barnabörn. Ólafur össurarson Valdimar Össurarson Minning skipverjanna á Það er að byrja að elda af nýjum degi mánudaginn 25. febr- úar, senn fer að birta. Rækju- sjómennina drífur að frá heimil- um sínum víðsvegar að úr bænum niður á Dokkubryggjuna. Nýr veiðidagur er að hefjast. Smá hópar sjómanna myndast á bryggjunni og talast er við nokkr- um orðum. Síðan gengur hver til síns skips, tveir að hverjum báti. Vélar eru ræstar og landfestar leystar, síðan kljúfa bátarnir sjáv- arflötinn út fjörðinn á leið til miða. Þannig er þetta á hverjum degi meðan rækjuvertíð stendur. Ekki var þessi dagur öðruvsi hvað það snerti. Hægviðri var, og loft- vog féll mikið og veðurútlit drungalegt. Hins vegar er það vani að leggja í hann meðan gott veður helst þótt illa spái. Þegar leið að kvöldi þessa örlagaríka dags og bátar fóru að tínast að landi, vantaði tvo báta í hópinn. Plássin þeirra við bryggjuna voru auð. Fjórir félagar okkar voru horfnir skyndilega í illviðrishrinu, sem skall á þann dag, þar sem náttúruöflin sýndu sitt ógnar- veldi. Fyrir okkur, sem komum að landi um kvöldið var erfitt að horfast í augu við þetta. Vorum við virkilega búnir að missa félaga okkar í hafið í einni svipan í nokkurra klukkustunda hamför- um. Sá illi grunur varð fljótlega að dapurlegri staðreynd. Bræðurnir Ólafur og Valdimar Össurarsynir sem fórust með m/b Gullfaxa voru báðir enn á bezta skeiði lífs síns og annálaðir mannkosta og atgerfismenn. Ólaf- ur, sem hafði stundað sjómennsku allt frá unglingsárum, var búinn að vera skipstjóri á rækjuveiðum og öðrum veiðum í tvo áratugi og var hann einn af reyndustu rækju- veiðiskipstjórum við Djúp. Hann var alla tíð mjög aflasæll skip- stjóri svo af bar. Valdimar byrjaði einnig á æskuárum að stunda sjó á stærri skipum, en hafði svo í allmörg ár fengist' við byggingar- vinnu og verkstjórn í því fagi, enda þótt að eigi hefði hann lært til þess. En slíkir voru hæfileikar hans til allrar vinnu og þeirra beggja bræðra, að allt sem þeir snertu á lék í höndum þeirra. Valdimar hafði fyrir nokkrum árum gerst sameignarmaður bróð- ur síns í Gullfaxa og stunduðu þeir sjóinn saman upp frá því. Þegar vertíðarskil voru eða eitt- hvað hlé varð á veiðiskapnum, var oft til þeirra bræðra leitað af ýmsum aðilum, sem voru að reisa sér þak yfir höfuðið, til þess að fá þá í vinnu, eða að hjálpa sér á einhvern handa máta við verkið, því að allir vissu að þar voru þeir margra manna makar í hverju verki, sem þeir tóku sér fyrir hendur. Við félagar þeirra á sjóum vissum, að til þeirra var óhætt að leita ef vandamál bar upp á eins og oft vill verða, þegar um stjórn- skipaðar veiðar er að ræða. Hjá þeim bræðrum var tekið öfgalaust á málum og af sanngirni. Haukur Böðvarsson, sem fórst með skipi sínu m/b Eiríki Finns- syni hafði stundað rækjuveiðar í nokkur ár, en áður hafði hann verið skipstjóri á stærri skipum við þorskveiðar héðan frá Isafirði. Haukur var einstakur áhugamað- ur í starfi sínu á sjónum. Það vita allir sem hann þekktu, að hann átti fáa sína líka hvað það snerti. Enda gat ekki hjá því farið að slíkum manni fylgdi mikil afla- sæld í starfinu. Hann var ungur að árum og við hann voru miklar vonir tengdar bæði af föður hans og bróður, en þeir feðgar allir hafa verið miklir atorkumenn á sviði rækjuverkunar og útgerðar þar að lútandi. Haukur var nýbúinn að festa kaup á stærri bát, sem hann ætlaði raunar að vera byrjaður á við veiðarnar, en atvikin höguðu því þannig til, að það dróst fram yfir þann tíma, sem ætlað var. Með Hauki í skiprúmi var Daníel Jóhannsson, kornungur og efni- legur sjómaður, sem hafði í nokk- ur undanfarin ár verið háseti á skuttogara héðan frá Isafirði, en fyrir rúmu hálfu ári langaði hann að breyta til og starfa á smærri bátum um tíma. Mjög vel fór á með þeim Hauki og Daníel enda Daníel mjög duglegur sjómaður, sem fylgdi skipstjóra sínum fast eftir. Með þessum fáu minningarorð- um, viljum við þakka þessum félögum okkar fyrir samfylgdina á liðnum árum. Við munum ávallt minnast þeirra með söknuði. Stórt skarð er höggvið í raðir okkar. Við sendum eiginkonum, börnum og foreldrum þessara félaga okkar innilegar samúðarkveðjur og biðj- um Guð að styrkja þau á þessum döpru skilnaðartímum. Þá sendum við einnig innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldna Péturs V. Jóhannssonar skipstjóra og Hjálmars Einarssonar, sem fórust með rækjubátnum Vísi frá Bíldudal þennan sama dag. Guð styrki þau öll. Rækjusjómenn við ísafjarðardjúp. —Ólafur • • Ossurarson Fæddur 5. janúar 1932. Dáinn 25. febrúar 1980. „Svo örstutt er bil miJli blíðu og éls, og bruKdist getur lánið frá morgni til kvelds.* (Matthías Jochumsson) Sjóslysadaginn 25. febrúar s.l. mun verða mér lengi minnisstæð- ur. Uppúr hádegi kom ég í hafnar- húsið hér, en þá var komið ofsa- veður. Við vorum að hlusta á rækjubátana o.fl. skip. Síst datt mér í hug að þeir atburðir gerðust er síðar kom í ljós. Þegar líða tók á daginn, varð mér ljóst að ekkert nema kraftaverk gæti aftrað því að ekki hefðu orðið slys. Mér varð á að hugsa: Getur slíkt gerst á þessum stað, við þessar aðstæður? Einn af þeim sem fórust í þessum hörmulegu sjóslysum var Ólafur Össurarson, skipstjóri á Gullfaxa. Vil ég hér minnast hans með nokkrum kveðjuorðum. Það er frekar í hans anda að vera ekki margorður. Mun ég því gæta þess. Hann var fæddur hér á ísafirði 5. janúar 1932, byrjaði mjög ungur á sjó- mennskunni, sem varð hans lífs- starf. Hann var á ýmsum bátum héðan frá Isafirði, og einnig nokkrar vertíðir á bátum frá Hafnarfirði. Arið 1960 byrjaði hann á eigin útgerð, og frá árinu 1975 höfðu þeir bræður Valdemar Össurarson og hann verið sameignarmenn. Valdemar fórst einnig í þessari ferð, en hann var fæddur 23. febrúar 1940, og hafði nokkru áður haldið upp á fertugsafmæli sitt. Það vissu allir sem fylgdust með þeim bræðrum, að samstarf þeirra var mjög náið og til mikillar fyrirmyndar. Sagt er að sjaldan falli eplið langt frá eikinni, sannaðist það vel á þeim bræðrum. Ég þekkti föður þeirra mjög vel, og var í samstarfi með honum í nokkur ár. Minnist ég þess með ánægju. Þannig var og þeirra samvinna, lipurð, hógværð og drengskapur var aðalsmerki þessara mætu drengja. Ég hef verið sambýlismaður Ólafs s.l. átján ár, og oftlega ræddum við saman ýmis mál, og í þeim viðræðum fann ég vel hvaða mann hann hafði að geyma. Hann var maður friðsemdar og sátta, og færði hvert mál til betri vegar. Kvöldið áður en hann fór í sína síðustu ferð, komum við saman sambýlisfólkið að ræða okkar mál. Þar var hann með sitt blíða bros og lagði sem áður gott eitt til mála. Ég vil flytja honum þakkir okkar hjóna fyrir ógleymanlegt sambýli, sem aldrei bar skugga á. Veit ég að ég mæli fyrir munn annars sambýlisfólks að betri og meiri drengskaparmann var ekki hægt að fá í slíkan hóp. Mér er vel ljóst að margir eiga nú um sárt að binda eftir þessi hörmulegu sjóslys. Ég hugsa til móður þeirra bræðra. Hún sér nú með skömmu millibili á bak eiginmanni og sonum. Alag á þessa konu er mikið, en hún er ein af þessum þöglu en styrku stoðum okkar þjóðfélags sem kunna að taka mótlæti, og þekkja lífið allt. Guð gefi henni þann styrk sem henni hefur verið svo ljúft að miðla öðrum. Eiginkonunni Hjördísi, börnum og öðru venslafólki bið ég Guðs blessunar. Það er huggun hennar og barnanna nú að eiga dýrmætar minningar um elskulegan eigin- mann og föður. Ég óska börnunum þess að þau tileinki sér sem mest framkomu föður síns. I dag fer fram minningarathöfn þeirra manna sem fórust héðan frá ísafirði 25. febrúar s.l. Við hjónin vottum öllum ætt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.