Morgunblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980 PlERPOdT QUARTZ — úr Þessi heimsþekktu úr fást hjá flestum úr- smiöum. 67% heildar- Tvöfaldur asni í 2810 kr UM HELGINA tekur gildi nýtt sjússaverð i vínveitingahúsunum i kjölfar áfengishækkunarinnar á dögunum og hækkunar á gos- drykkjum nokkru áður. Sjússinn af vodka og viskíi kostar nú 1005 krónur og kostar því tvöfald- ur vodka í gosdrykk 2810 krónur og viskí í soda kostar það sama. Sjúss- inn af gini kostar nú 990 krónur og kostar því tvöfaldur gin í gosdrykk 2780 krónur. Sjússinn af sénever kostar 780 krónur og kostar því tvöfaldur séniver í gosdrykk 2360 krónur. Sjússinn af brennivíni kost- ar 775 krónur og kostar því tvöfaldur brennivín í vatni 1550 krónur. Fengu ekki kaupið hjá Karli Marx í GÆR var þingfest fyrir Sjó- og verzlunardómi Bolungarvíkur launakröfumál á hendur útgerðar vélbátsins Karls Marx ÍS 153 frá Bolungarvík. Utgerðin hafði ekki staðið í skilum með laun tveggja skipverja og sáu þeir sig tilneydda til þess að höfða mál til þess að fá launin greidd. Karl Marx er 11 tonna bátur, smíðaður í Neskaupstað. Kaupa ull frá Nýja-Sjálandi og selja til Ástralíu „VIÐ kaupum t.a.m. ull frá Nýja- Sjálandi, blöndum henni saman við islenzka ull. vinnum úr band Jan Mayen: Viðræður við Norðmenn um miðjan apríl SAMKVÆMT fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu, hefur verið ákveðið, að viðræður Islend- inga og Norðmanna varðandi Jan Mayen fari fram í Reykjavík 14. og 15. apríl næstkomandi. og fatnað og seljum síðan til Astralíu,“ sagði Pétur Eiríksson frkvstj. Álafoss m.a. á ársþingi Félags ísl. iðnrekenda sl. fimmtu- dag. Pétur sagði frá þessu sem dæmi um, hvað hægt væri að gera, og að ástæðulaust væri að ætla annað en íslenzkur iðnaður gæti náð fótfestu á erlendum mörkuðum. í viðtali við Mbl. sagði Pétur, að Álafoss hefði stundað þessi við- skipti í meira en 10 ár og hagnað- ur væri af, a.m.k. á meðan röng gengisskráning hérlendis skemmdi ekki fyrir og þrátt fyrir að flutningskostnaður væri auð- vitað nokkur þar sem ullin væri sótt og síðan send aftur sömu leið yfir hálfan hnöttinn. Enginn sátta- Ljúsm. Mbl. RAX. fundur boðaður ENGIN ákvörðun hafði í gær verið tekin um, hvenær boðað yrði til sáttafundar í sjó- mannadeilunni á ísafirði, er Morgunblaðið hafði samband við Guðmund Vigni Jó- scpsson, varasáttasemjara, sem fer með sáttatilraunir í deilunni. Síðasti sáttafundur var haldinn á sunnudag og varð hann árangurslaus. Verkfallið hófst í fyrradag. marz, en það er sá dagur, sem línusjómenn í Sjómannafélagi ísfirðinga hafa boðað verkfall. Kröfur yfirmanna á farskipum: Fela í sér launahækkun vfirmanna Samkvæmt lögum skal halda sáttafund, ef annarhvor deiluaðila óskar þess eða sáttasemjari telur það heppi- legt. Ætíð ber þó sáttasemjara að gera tilraun til sátta innan 14 sólarhringa frá því er hann hætti síðustu samningatil- raunum. Síðasti sáttafundur var 16. marz og verður því að halda annan eigi síðar en 30. YFIRMENN á farskipum hafa afhent kröfur sínar vinnuveitendum. Það gerði samninganefnd Far- manna- og fiskimanna- sambands íslands á fundi með fulltrúum Vinnuveit- endasambands íslands nú nýlega. Samkvæmt upplýs- ingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, þýða kaup- kröfur farmanna í heild um 67% launahækkun. Boðaður hefur verið við- ræðufundur með deiluaðil- um næstkomandi fimmtu- dag, þar sem vinnuveit- endur munu skýra frá afstöðu sinni til mála. Loðnuvertíðinni að ljúka: Útflutningsverðmæti loðnu- afurða um 19 milljarðar kr. LOÐNUVEIÐUNUM er um það bil að ljúka. Aðeins einn bátur á eftir að fylla kvótann, sem bátunum var úthlutað. Er það Jón Kjartansson, SU, en hann á eftir að fara eina veiðiferð. Það liggur ljóst fyrir að heildarveiðin á vetrarloðnu- vertíðinni verður um 390 þús- und tonn. Þar af veiddust 290 þúsund tonn í fyrri lotu veið- anna en 100 þúsund tonn eftir að veiðarnar voru heimilaðar að nýju. Morgunblaðið kannaði í gær hvert væri útflutningsverð- mæti loðnuafurðanna á vertíð- inni. Samkvæmt útreikning- um hefur verðmætið verið um 19.000 milljónir króna ef mið- að er við rúmlega 390 þúsund tonna veiði. Aætla má að 21.500 tonn af lýsi hafi verið framleidd að söluverðmæti um 4,3 milljarðar króna og 62.400 tonn af mjöli að verðmæti um 14,2 milljarðar króna. Miðað er við að um 500 dollarar fáist fyrir lýsistonnið og 8 dollarar fyrir hverja próteineiningu mjöls. Þá má áætla að um 450 milljónir hafi fengist fyrir frysta loðnu til Japans. Miðað er við CIF-verð. Ljósm. Óskar Sœmundsson. dátarnir hafa fyllt loðnuveiðikvóta sína hver af öðrum undanfarna daga. Hér sést Hafrún ÍS á leið til lands með síðasta farminn. Kaupkrafan, sem lögð er fram er í þrennu lagi: sjálf kaupkrafan, sem felur í sér 30,2% hækkun, þá hækkun sjóvaktaálags, sem hefur um 11% hækkun í för með sér og loks krafa um hækk- un yfirvinnugreiðslna, sem hefur í för með sér um 15% kauphækkun. Þá eru einnig kröfur um óskerta vísitölu, sem komi hlutfallslega á öll laun. Verðbótakrafan felur í sér talsvert meiri hækk- un, en þær verðbótakröfur, sem Alþýðusamþand íslands hefur lagt fram. Sameiginlegar kröfur að- ildarfélaga Farmanna- og fiskimannasambands íslands eru í 17 liðum, en að auki gerir hvert yfir- mannafélag sérkröfur fyrir sig. Engin ákvörðun hefur verið tekin um vísan þess- arar kjaradeilu til sátta- semjara ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.