Morgunblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980 37 Minning: Þórhallur Sigurðs- son Eskifirði Fæddur 28. ágúst 1970. Dáinn 17. febrúar 1980. Aðeins nokkur kveðjuorð til bróður okkar. Það er erfitt að sætta sig við að stóri bróðir komi ekki aftur. Það var alltaf svo langt á milli okkar, hann á Eskifirði og við í Vestmannaeyjum, en bréfin sem hann skrifaði okkur stytti fjar- lægðina mikið. Hann var svo duglegur í skólanum, eins og sjá mátti t.d. á einni kennslubókinni hans. Þar stendur: „Bókin er mjög snyrtileg hjá þér Þórhallur, haltu áfram að vanda þig svona vel.“ En ævi hans varð of stutt og þessi bók er eitt af hans síðustu verkefnum á hans stuttu ævi. Hann var duglegur að teikna og teiknaði sérlega fallegar myndir. Pabba fannst svo gaman að því hvað áhugamál Þórhalls voru þau sömu og hans. Þórhallur var alltaf góður vin- um sínum og kunningjum, Sibba og Jóni Ingvi voru samt alltaf næst honum og hjálpuðu honum svo mikið. Það er svo erfitt að skrifa minningagrein um 9 ára bróður, sem er rétt að byrja lífið. Lát hans skilur eftir stóra eyðu í lífi okkar. Oddnýju og Sigurði fósturfor- eldrum hans, sem sýndu honum svo mikla ástúð og umhyggju, Önnu Jónu, Jóni Ingva, Sibbu og bræðrum Oddnýjar þökkum við hlýju og væntumþykju í hans garð og biðjum góðan Guð að styrkja þau og geyma elskulegan bróður okkar Þórhall. Minning hans lifir. Ásta Salný og Sonja Erna. Sunnudaginn 17. febrúar sl. barst okkur sú fregn að andast hefði níu ára drengur Þórhallur Sigurðsson. Sem ætíð þegar kunn- ugur yfirgefur jarðvist okkar þá renna liðin kynni fyrir hugskots- sjónum okkar og spurningar leita á hugann. Þegar nýir nemendur mættu til leiks í forskólabekk Eskifjarð- arskóla fyrir röskum þremur ár- um skar Þórhallur sig strax úr þeim hópi. Drengurinn var allur rýr og pasturslítill, auk þess að vera fatlaður. Hann var mjög máttlítill og fljótlega alveg bund- inn við hjólastól. Frá upphafi sinnar skólagöngu var Þórhallur mikið fjarverandi vegna veikinda, enda fötlunin mun meiri en utan á sást. Þetta gerði honum erfitt um vik að fylgjast með í námi, ekki síst þegar ofan á bættist að þrek hans var lítið og átti hann því erfitt með að ein- beita sér lengi í einu. Á þessum. fyrstu námsárum virtist Þórhallur fremur einþykk- ur drengur, stundum hvassyrtur, stundum bliður en sjaldan glaður. Hann var fremur seintekinn, en trygglyndur og mat það ætíð mikils sem vel var fyrir hann gert. Hann var mjög viðkvæmur út af fötlun sinni og fann oft sárt til vanmáttar síns. Öllum sem kynntust Þórhalli hlýtur að verða hugstæð sú skil- yrðislausa fórnarlund sem að- standendur Þórhalls og þá einkum afi og amma sýndu honum. Þar var allt gert til að örva hann og koma til meiri þroska og á alla lund að gera honum lífið sem bærilegast. Bekkjarfélagar hans tóku honum opnum örmum og voru samhuga um að láta honum líða vel í skólanum. Þannig hefur Þórhallur notið þess að þeir sem með honum störfuðu á heimili og í skóla örvuðu og studdu hann til að taka þátt í því daglega starfi sem umhverfið 'býður upp á. Þessa viðleitni endurgalt Þórhallur fylli- lega með því að leggja sig fram við hvert það verkefni sem hann tókst á hendur. Skólinn varð stór hluti af lífi Þórhalls, þangað sótti hann ekki aðeins bókvitið heldur var hitt ekki síður þungt á metunum að þar kynntist hann sínum jafnöldr- um og eignaðist sinn kunningja- hóp. Þar kynntist hann lífinu utan veggja heimilisins. í skólastarfinu var hann virkur þátttakandi jafnt í smíðum og félagslífi sem í bóklegum greinum. Skólaganga hans í vetur hefur einkennst af örum framförum í öllum námsgreinum. Þaö gleði- legasta við þessa þróun var þó að Þórhallur fann æ betur að hann gat, ekki síður en hinir. Sjálfs- traustið jókst um leið og staða hans í bekknum breyttist. Hann var ekki lengur „sjúklingurinn" Einar Ásgrímsson Reyðará — Minning Fæddur 29. maí 1904 Dáinn 3. marz 1980 Einar Ásgrímsson var fæddur á Siglunesi 29. maí 1904, sonur Ásgríms Einarssonar og Guðnýjar Sigurðardóttur, yngstur þriggja barna þeirra hjóna; hin voru Sigrún og Guðrún sem báðar eru látnar Árið 1915 missti Einar föður sinn þá í blóma lífsins. Fjölskyld- an hélt búskapnum áfram eða þar til 1917 að systir Einars, Sigrún, giftist Birni Jónssyni. Einar bjó þá áfram með móður sinni í samvinnu við Björn og Sigrúnu. Árið 1937 kvæntist Einar Unni Stefánsdóttur Sigurgeirssonar, bónda Hvammi í Hjaltadal og; konu hans Soffíu Jónsdóttur. Þau Einar og Unnur hófu þá landnám og byggðu allt frá grunni á Reyðará. Þetta land keyptu þau af Nesbændum, sem er austasti og nyrsti hluti af Sigluneslandinu. Þetta var í mikið ráðist á þeim tíma, byggja, rækta og girða landið. Atorkan og bjartsýnin brugðust honum ekki, því í dag eru þarna reisulegustu byggingar á sjávarbakka með grænu túni í kring út undir Hestfjall, sem sér vel til allra átta en þó bezt til hafsins, þarna er sumarfagurt. Þeim hjónum Einari og Unni varð fjögurra barna auðið. Þau eru: Hjalti, kvæntur og búsettur í Hafnarfirði og rekur sitt eigið fyrirtæki; Guðrún ógift, búsett í Hafnarfirði; Stefán, kvæntur og búsettur á Siglunesi qg rekur sína eigin útgerð ásamt Ásgrími, sem er yngstur og ókvæntur og hefur dvalið í foreldrahúsum alla stund. Fundum okkar Einars bar fyrst saman í kringum 1950, þá fyrst vissi ég hver maðurinn var, það var í sambandi við tiltekið mál- efni, sem Einar taldi vera gengið á rétt sinn. Einar hélt svo fast og drengilega á sínum málstað að það vakti virðingu mína fyrir þessum útnesjamanni og sú virðing hefur æ síðan, og eins þegar ég á liðnu hausti kvaddi hann hér á flugvell- inum, en þá var hann orðinn sjúkur maður. Einar var þá á leið á sjúkrahús í Reykjavík, samt var hann léttur í lund eins og jafnan áður. Einar vissi betur en ég að hverju dró. Ekki vorum við Einar alltaf sam- stiga í öllum málum, en það hafði engin áhrif á samskipti okkar. Einar kom aftur að Reyðará eftir að ég kvaddi hann hér á flugvellinum og dvaldi þar yfir jól og fram yfir nýár en fór þá aftur til læknismeðferðar til Reykja- víkur. Einar lá rúmfastur um þrjár vikur en hélt andlegri reisn sinni til síðasta dags. Einar tók við vitavörzlu á Siglu- nesi og veðurathugunarstöð árið 1968 og hélt því þar til á síðasta ári. Hjónaband þeirra Einars og Unnar var í alla staða til eftir- breytni og má segja um Unni, að hún var manni sínum skjól og skjöldur og betur verður því vart lýst. Eftir að barnabörnin komu þá urðu þau yndi hans og eftirlæt.i, enda hefur elzta barnabarnið. Unnar Steinn, dvalið flest sumu.r hjá afa og ömmu á Reyðará. Einar stundaði sjó og var í útgerð frá Siglunesi jafnframt búskapni. m og hafði yndi af. Alltaf seiddi hafið hann enda áræðinn og kappsfullur að hverju sem hann gekk. Þó Hestfjall væri á aðrá hönd en Nesskriður á hina þá sá Einar alltaf til vegar og komst ferða sinna. Það vita allir sem til þekkja að það er ekki á hvers manns færi að búa svo afskekkt sem Reyðará í raun er. Aðal aðdrættir fara fram á sjó, því enginn er vegur á landi frá Siglunesi til annarra staða og lending á Reyðará nær því útilok- uð því lending er fyrir opnu hafi og verða því flutningar að og frá Reyðará að fara um Neskrók, en drjúg bæjarleið er úr Neskrók og út á Reyðará. Fyrstu árin voru engar vélar bara handaflið og hesturinn. Síðari árin eru komnar vélar sem létta mjög öll störf. Börn Einars hafa stutt hann drengilega nú síðari árin enda atorkufólk og samhent. Það var hverjum manni gott að kynnast Einari á Reyðará, það fylgdi honum hressandi andblær, hann hafði einarða skoðun á mönnum og málefnum og lét það í ljós og dró ekki yfir hvort honum líkaði betur eða verr. I dag var gerð útför Einars frá Siglufjarð- arkirkju í fegursta veðri, sunnan andvara og hita. Það var eins og mildasta móðir væri að fagna barni sínu eftir öldurót mannlífs- ins. Við hjónin og börn okkar færum Unni og börnum hennar, tengda- börnum og barnabörnum okkar bestu samúðarkveðjur, með þökk fyrir liðin ár. Þau eiga góðar minningar um eiginmann, föður, tengdaföður og afa. Einari mínum fylgja fyrirbænir um örugga höfn, treystandi þeim Guði sem skóp hann á morgni lífsins. Hvíli hann í friði. Siglufirði 8. marz 1980. Ólafur Jóhannsson. okkar heldur fullgildur nemandi. Hann var besti teiknarinn í bekknum og í hópi hinna dugleg- ustu í öðrum greinum og hann sjálfur og bekkjarfélagarnir gerðu sér fulla grein fyrir því. Samfara auknum þroska birti mikið yfir tilveru Þórhalls. Hann var farinn að hugsa um framtíðina, kom auga á sína möguleika í lífinu en skildi jafnframt sín takmörk. „Get ég orðið þetta þegar ég er orðinn stór?“ spurði hann oft þegar við ræddum um framtíðina innar bekkjarins. Manni hlýtur að finn- ast það kaldhæðni örlaganna að þegar Þórhallur var í svo mikilli framför og virtist sætta sig betur við hlutskipti sitt en áður, hætti veikburða likaminn með sína stóru sál skyndilega að starfa. Og við stöndum með minninguna eina eftir. Að honum látnum vaknar ósjálfrátt spurningin um tilgajig lífsins. I níu ár hefur Þórhallur barist fyrir lífi sínu og oft staðið tæpt. í níu ár hafa aðstandendur lagt sig alla fram um að efla og styrkja þennan litla dreng, jafnt til sálar og líkama, Svo hann yrði sem hæfastur til að lifa í samfé- lagi okkar sem fullgildur þegn. Og þegar þeir sjá virkilegan árangur erfiðis síns er hann skyndilega farinn, aðeins níu ára gamall. Af hverju deyr hann nú þegar við eygjum í honum það mannvit og atorku sem hefði dugað honum sem og öðrum fötluðum til að sýna að þeir geti verið jafngildir þjóð- félagsþegnar og þeir mörgu sem álíta þá aðeins byrðLá samfélag- inu. Slíkum spurningum verður ekki svarað. En við sem eftir stöndum eigum minningarnar eftir. Og af samskiptum við Þórhall höfum við ýmislegt lært og kynni okkar við hann hafa vakið margat spurning- ar. Hverjir eru möguleikar lítils fatlaðs drengs á að lifa eðlilegu lífi í samfélagi sem gert er fyrir fullhrausta einstaklinga. Hvernig á hann að geta ferðast um í hjólastól sínum, sótt skóla, versl- anir og opinberar stofnanir? Þór- hallur sótti u.þ.b. 70 ára gamla skólabyggingu, þar sem tröppur voru til óhagræðis og lítil nútíma hagræðing. En stofnunin er ekki stör og afi Þórhalls óþreytandi að bera hann upp og niður tröppur á hverjum degi, því var honum mögulegt að stunda eðlilegt skóla- nám. En hvað um framtíðina? Jú, í byggingu er nýr skóli með kennslustofum á þremur hæðum, vegleg bygging sem fullnægir öll- um þeim kröfum sem við gerum til slíkrar byggingar í dag. Á þessu var þó einn stór meinbugur. Það sá enginn fram á hvernig unnt yrði fyrir Þórhall að starfa í framtíðarhöllinni glæstu. Hvað erum við að hugsa? Eru skólar eingöngu fyrir þau börn okkar sem eru fleyg og fær? Ilvað um öll hin? Þórhallur á ekki eftir að þarfn- ast bættrar aðstöðu fyrir fatlaða, en hann sýndi okkur og sannaði að því fé og þeirri fyrirhöfn sem varið er til að skapa öllum börnum okkar sem best þroskaskilyrði er vel varið. Við lærðum það af samskiptum okkar við Þórhall að líkamleg fötlun takmarkar aðeins hluta af starfsorku manns en á öðrum sviðum geta þroskamögu- leikar og hæfni verið mikil. Því skuldum við minningu Þórhalls það að búa börnum okkar sem á einhvern hátt eru fötluð sömu skilyrði til að lifa og starfa í samfélagi okkar og öðrum ein- staklingum. Að endingu viljum við færa öllum aðstandendum Þórhalls innilegar samúðarkveðjur. Starfsfólk Eskifjarðarskóla ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Kökubasar — Sam- kór Kópavogs heldur kökubazar að Hamraborg 1, neðri sal í dag kl. 2.00. Á boöstólnum veröa fínar kökur, tertubotnar o.fl. Komið og kaupiö ódýrar kökur. Samkór Kópavogs Kökur yðar og brauð verða bragðbetri og íallegri ef bezta tegund af lyftidufti er notuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.