Morgunblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980 MORöilK/ KAFflNU GRANIGÖSLARI Ef við bíðum öllu lengur eftir brúðgumanum, verður maturinn kald- ír! í nærvist þinni gleymi ég mér oft, skal ég segja Kvennabúrið til hægri þér! — stendur þarna! Bíóin í Dagbókinni Velvakandi vill taka fram. vegna kvörtunar til kvikmynda- hússeigenda i dálki sinum i gær, að Morgunblaðið birtir sem þjón- ustu fyrir lesendur sína upplýs- ingar um hvaða myndir eru i kvikmyndahúsunum i Dagbók blaðsins daglega. • Sendið gang- stéttarsérfræðing í Bankastræti Vegfarandi skrifar: „Ágæti Velvakandi Ég geng oft um miðbæ Reykja- víkur og liggur þá leið mín niður Bankastrætið og þar sem ég er vanaföst þá geng ég ætíð hægra megin, þ.e. meðfram stjórnar- ráðshúsinu, og það er tilefni þess að ég skrifa þér. Það hefur oft komið fyrir mig upp á síðkastið, að ég hef nærri því verið dottin á gangstéttinni þarna. Ganstéttarhellurnar eru orðnar mikið sprungnar og holur hér og þar. Ungu fólki er áreiðan- lega engin vorkunn að komast þarna um en þegar sjónin er farin að bila og fætur lúnir þá getur það áreiðanlega reynst mörgum slysa- gildra. Ég vil því skora á borgaryf- irvöld að senda einhvern gang- stéttarsérfræðing í gönguferð niður Bankastrætið til að aðgæta, hvort ég hef ekki eitthvað til míns mál. • Vogaði sér að segja „voff, voff“ Kæri Velvakandi. Ég má til með, að skrifa þér, því að mér hefur alltaf verið illa við BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Þeir Steen Möller og Stig Werdelin fá varla jafn marga verðuga andstæðinga hér á Stór- móti Bridgefélags Reykjavíkur og voru í Sunday Times mótinu í London í janúar. En annað sæti í þeim hópi, sem þar er boðin þátttaka er aldeilis frábært og ekki á hvers manns færi. En í Stórmótinu eru íslensku pörin á heimavelli, þekkja and- stæðinga sína vel og verða eflaust erfið viðureignar fyrir dönsku landsliðsmennina. Og búast má við, að dönsku gestirnir þurfi að berjast af hörku til að ná einu af efstu sætunum. Suður gaf, allir utan hættu. Norður S. D1072 H. 2 T. 85 L. ÁD10842 Vestur Austur S. ÁK4 S. G83 H. 853 H. ÁDG74 T. D642 T. ÁK7 L. KG7 L. 53 Suður S. 965 H. K1096 T. G1093 L. 53 Heimsmeistarinn Billy Eisen- berg endaði í 6. sæti á Sunday Times mótinu nú og var með spil vesturs gegn Dönunum Möller og Werdelin. Suður Vestur Norftur Austur Pass 1 Tígull 2 Lauf 2 HjOrtu Pass 2 GrOnd Pass 3 GrOnd Pass Pass Pass Werdelin valdi að spila út spaðatvisti gegn gröndunum þrem og gosinn tók slaginn. Með tilliti til útspilsins og tveggja laufa sagnar nórðurs þótti Eisenberg vænlegast að spila upp á, að norður ætti 6—4 í svörtu litunum. Hann tók á ás og drottningu í tígli, spaðaás og kóng og svínaði síðan hjarta. Inni á kónginn gat Möller fátt gert, spilaði laufi og Werdelin varð tveim slögum seinna að gefa Eisenberg níunda slaginn á lauf. Frægðin og getan dugði Dönun- um ekki í þetta sinn og spá mín er, að mörg íslensk pör geti veitt þeim harða keppni í Stórmóti Bridgefé- lagsins um helgina. 115.Nýr fólkvangur í A-Hún: Spákonufells- höfði friðlýstur SPÁKONUFELLSHÖFÐI í Höfðahreppi í Austur-Húnavatnssýslu hefur verið frið- lýstur og gerður að fólkvangi. Hefur Náttúruverndarráð failist á friðlýsing- una, sem gerð er í samræmi við lög um náttúruvernd frá árinu 1971. Tillaga að friðlýsingunni er hins vegar komin frá hreppsnefnd Höfðahrepps, en umrætt land er í eigu hreppsins. Mörk hins nýja fólkvangs eru þessi: Að sunnan, vestan og norðan ræður sjávar- strönd. Að austan hugsast lína dregin úr fjöru milli svonefnds „Salthúss" og „Lifrarbræðslu- húss" í austur meðfram rótum klettaveggjarins að norðvesturhorni lóðar hússins, að Banka- stræti 14. Þaðan ráða lóðamörk húsa við Bankastræti, en síðan rætur klettaveggjarins austur og norður fyrir húsið Laufás og áfram með rótum klettaveggjarins allt til sjávar. Þá tilheyra fólkvanginum sker úti fyrir höfðanum. Eyþór Einarsson grasafræðingur, formaður Náttúruverndarráðs, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að ástæða þess, að höfðinn væri lýstur fólkvangur, væri fyrst og fremst sú að Skag- strendingar vildu hafa hann sem útivistarsvæði í framtíðinni. Ekki væri hins vegar um það að ræða að þarna væru nein sérstaklega verðmæt náttúrufyrirbrigði sem þyrfti að vernda, þótt land væri vissulega fagurt á Spákonufellshöfða og í nágrenni hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.